Alþýðublaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 8
Hvaö viltu fá í jólagjöf? spuröi jó hann fæddist í New York. Hann kom fyrst fram á 'leiksvið sex mán aða og þá í fangi móður sinnar. Síðan árið 1945 hefur Herschel Bernardi hlotið sívaxandi vin- sældir, bæði í kvikmyndum og á sviðinu. Annað hlutverk leiksins leikur Maria Karnilova, sem áður var ein af fremstu balletdansmeyjum í Bandaríkjunum. Hún var í mörg ár fremsta dansmey við Metripo- litan. Karnilova er nú tekin að eldast og hefur þá snúið sér að því að leika bæði á leiksviði og í kvikmyndum og m.a. leikur hún í myndinni ,,The Unsinkable Molly Bro\vn“ sem mun verða vörutegundir, sem nöfnum tjáir að nefna. í leikfangadeildinni situr jóla- sveinn allan daginn og spjallar við börn, sem koma í heimsókn. Er ég kom þar að, var jólasveinn- inn að spjalla við litla svertingja telpu og var að spyrja hana, livað hún vildi fá í jólagjöf. Telpan hvíslaði einhverju ofurlágt og feimnislega • o;g jólasveinninn endurtók spurninguna. Við það jókst telpunni svo mjög hugrekki að hún sagði hátt og skýrt: Stór- an brúðuvagn.... Og ég heyrði ekki betur, en að jólasveinninn gæfi henni góðar vonir um að ósk hennar yrði uppfyllt og telpan ljómaði af ánægju. Jólasveinninn sat í skrautleg- um vagni, sem á voru stórir og miklir jólapakkar, einnig greni- Það er mannmergð á götunum, sem liggja á milli skýjakljúfanna í New York, enda er jólaösin í al- gleymingi. Jólaskreytingum hefur verið komið fyrir í flestum stór- verzlunum, einnig bönkum og skrifstofum. Fyrir utan stórverzlunina Ma- cy‘s og Gimbels standa virðuleg- ir jólasveinar með langt snjóhvítt skegg og í gluggum verzlananna dansa ævintýrapersónur t.d. út Þyr.nirósuævintýri og. Mjallhvít, einnig má sjá þar ljóslifandi ýmsar kunnar ævintýrapersónur Walt Disney's. Fyrir utan glugg- ana er venjulega hópur af börn- um oíg fullorðnum og allir eru að horfa á skx-eytingarnar. Inni verzlunum er mikill fjöldi fólks í deildum, sem eru geysilega marg ar og má þar víst finna flestar að gjöf frá Kanada. Tréð átti svo að skreyta með marglitum ljós- um og einnig kúlum í ýmsum lit- um, ekki þó glerkúlum, heldur úr óbrjótandi efni, því að alltaf er hætta á að geri rok og kúlurnar þá fjúki á braut. Þegar dimma tekur njóta hinar marglitu skreytingar sín bezt og þá einnig ljósaauglýsingarnar, sem hvarvetna blasa við í hjarta borgarinnar. Á Broadway er verið að sýna mjög þekkt leikrit og sönig leik og á auglýsingunum fyrir ut- an leikhúsið sjáum við mörg þekkt nöfn. Laureen Bacall leikur í Caetus Flower og í auglýsingu næsta leikhúss blasir við nafn Anlhony Perkins. Við blaðamenn, sem vorum í New York í boði Loftleiða, voi'um svo heppin, að John Loughery, sölustjóri félagsins, fékk handa okkur miða í Imperial leikhúsinu Og sáum við þar söngleikinn Fidd ler on the roof, sem hlotið hefur geysivinsældir á Broadway. Aðal- hlutverkið Tevye, leikur frábær- lega vel Hei-schel Bernardi. Hann hefur sungið lögin úr leiknum inn á plötur og rákumst við á plötuna í verzlun í New York og keyptum upp birgðinar í verzlun- inni, sem voru þrjár plötur, enda platan geysivinsæl og selst jafn- óðum. Herschel Bernardi hefur bæði leikið í kvikmyndum og í sjón- varpi og á leiksviði. Það má heita að hann ihafi leikið allt sitt líf frá því hann var sex mánaða gamall. Foreldrar hans voru leikarar og Texti og- myndir: Anna K. Brynjúlfsdóttir skreytingar og marglitar jólakúl- ur. Það vekur athygli, þegar gengið er um götur New York borgar, að víða standa götusalar með vagna og selja kastalíur og einhvers kon ar kriniglur, sem þeir virðast steik ja á staðnum. Margir stanza og fá sér eina kastaníu eða eina kringlu er þeir ganga framhjá. Þessir götu salar setja sérkennilegan svip á götunar, þarna standa þeir ósköp rólegir við að steikja kastaníur innan um iðandi mergð manna og bíla. Á Fifth Avenue eru jólaskreyt- ingar mjög miklar og sem við vorum stödd í skrifstofum Loft- leiða við Rockefeller Centre sá- um við, að úti fyrir var verið að setja upp gríðarstórt jólatré, sem New York borg hafði verið sent SNJÓKORN í STÓRBORG Jólasveinar stóðu fyrir utan stórverzlanirnar. llestar sáust líka á götum stórborgarinnar. 8 16. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.