Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. Ferðaskrifstofan Flugleiðir kærð til samgönguráðuneytis fefii rre< k ki tí Is kil inl feyfí" — segir Ólaf ur Steinar Valdimarsson deildarst jóri sem telur f arþega Flugleiða réttlausa Feröaskrifstofan Flugferðir, öðru nafni „Air Tour”, hefur verið kærö til samgönguráðuneytis þar sem tilskilin leyfi til starfrækslu hennar eru ekki fyrir hendi. „Það er rétt aö okkur hafa borist kærur vegna þesssa máls,” sagði Olaf- ur Steinar Valdimarsson, deildarstjóri í samgönguráðuneytinu, í samtali við DV. „Flugferðir hafa ekki ferðaskrif- stofuleyfi en hins vegar hefur eigandi Isleiða, Eyþór Heiðberg, sagt að hún sé rekin á hans vegum. Flugferðir hafa til að mynda auglýst í útvarpi eins og um sjálfstæða feröa- skrifstofu sé að ræða. Þetta er alls ekki leyfilegt og hefur, eins og áður sagði, verið kært til ráðuneytisins.” Ölafur sagðist ennfremur hafa rætt við Eyþór Heiðberg vegna þessa máls. Hann hefði lofað að skrifa ráðuneytinu og gera grein fyrir máli sínu. Slíkt bréf hefði hins vegar ekki borist ennþá. Aðspurður um rétt farþega, sem ferðuðust með Flugferðum, sagði Olaf- ur að þeir væru réttlausir ef eitthvaö kæmi upp á. „Ef litiö er á þetta eins og sjálfstæða ferðaskrifstofu, sem hún er eins og málin horfa nú, hefur hún enga tryggingu eða annað sem til þarf í slík- um tilvikum. Samgönguráðuneytið er nú með þetta mál í athugun,” sagði Olafur. Eyþór Heiöberg, eigandi Isleiöa og Flugferða, sagði í samtali við DV að þarna væri raunverulega um sama fyrirtækið að ræða. Isleiöir hefðu á sín- um tíma fengiö leyfi fyrir innanlands- ferðum. Þegar fyrirtækið hefði fært út kvíarnar og hafið flutning farþega til útlanda hefði verið eðlilegt að nota Flugferða-nafnið fyrir þann þátt starf- seminnar. Samgönguráðuneytinu hefði verið tilkynnt um þetta á þeim tíma. „Ég hef veriö beðinn um að senda ráðuneytinu skriflegar skýringar á þessu,” sagði Eyþór. „Þaö hef ég að vísu ekki gert ennþá enda höfum við ætíð auglýst utanlandsferðimar undir báðumnöfnunum.” -JSS Auglýsingar DV: Atvinnutil- boðum fækkar Að undanförnu hafa birst fréttir í f jölmiðlum um allra handa samdrátt á sviði verslunar og viðskipta. Taiað er um að þetta eigi rætur sínar að rekja til þess að fólk hafi nú minni peninga handa á milli en áður. Einnig hefur verið rætt um það hvort stórfellt at- vinnuleysi sé í uppsiglingu hérlendis og víst er að atvinnutækifærum hefur farið fækkandi að undanförnu. Ef viö tökum fjölda atvinnuauglýs- inga í DV, þar sem atvinna er í boði, kemur í ljós að þær eru mun færri nú en á sama tíma í fyrra. Ef bomir eru saman tíu fyrstu dagamir í maí nú og í fyrra sést að meöaltalsfjöldi þessara auglýsingaádagvarl7,3ífyrra ener 10,7 nú. Aftur á móti er hlutfall atvinnuaug- lýsinga þar sem falast er eftir vinnu svipað nú og í fyrra. Þá var það tíu auglýsingar á dag að meðaltali en reynist vera 8,8 nú. Mest er auglýst eftir fólki til allra handa þjónustustarfa, svo sem til af- greiðslu í verslunum og sölutumum.SþS Lengi má fylle i pokana. Krakkar hafa ávallt veriö duglegir á hreinsunardegi Framfarafóiagsins i Breiðhoiti. INNRETTINGAR í sýningarsal okkar í Miðbæjarmark- aðnum í Aðalstræti 9 má sjá fjölbreytt úrval af gullfallegum STAR-innrétt- ingum í eldhús, svefnherbergi, stofur, baðherbergi, þvottahús og jafnvel í bílskúrinn. Enginn afsláttur! Við þurfum ekki að auglýsa sérstakan kynning- arafslátt né tímabundinn afslátt. BÚSTOFN hefur haft forystu um að lækka byggingar- kostnað húseigenda með sölu á innréttingum og hurðum á viðráðanlegu verði og kemur nú tviefldur inn á markaðinn á krepputíma með lægra verði en nokkru sinni áður. Magnsamn- ingar okkar við stærstu verksmiðjusamsteypu í Evrópu i smiði hurða og innréttinga tryggja kaupendum ætið lægsta fáanlegt verð. Vönduð vara Stöðug gæðaprófun tryggir vandaða vöru. 7 kg lóð eru sett í skúffuna og hún síöan dregin 20.000 sinnum rösklega út og inn með vólarafli. Aðrar vandlegar prófanir beinast t.d. að skúffusigi (sem ekki mó vera meira en 1% af skúffulengd), svo og áhrifum vatns, fitu, alkóhóls, kaffis, hita, hvassra hluta og kemískra efna á skápafleti og boröplötur o.s.frv. o.s.frv. Þessi vól „opnar" og ,,lokar" eldhússkáp, til að reyna lamirn- ar. Hurðinni er skellt upp 20.000 sinnum og síðan 50 sinnum með 20 kg þyngdarlóöum. Vönduð vara við vægu verði. ‘öStar -eldhús er fallegur og þægilegur vinnustaður. HStar -eldhús- og fataskápar eru hagkvæmasta lausn húsbyggjenda. HStar -skápar eru afar auðveldir í uppsetningu. Sparast því stórfé, hvort sem uppsetning er aðkeypt eða menn skemmta sér við verkefnið sjálfir. Við seljum einnig Rafha-heimilistæki með eldhúsinnréttingum. Ödýrar, en vandaðar inni- og útihurðir fást á sama stað. Litmyndabæklingar sendir um allt land eftir beiðni. Bústofn Aðalstræti 9, II. hæð - Símar 17215/29977 Iðnbúð 6, Garðabæ - Símar 45670/45267 Hreinsað í Breiðholti Framfarafélag Breiðholts m gengst fyrir hinum árlega hreinsunardegi í hverfinu í dag en það spannar Fell, Hóla og Berg. Allir íbúar hverfisins eru hvattir til að taka til hendinni í þessari vorhrein- gerningu því mikið af alls kyns rusli er nú komið í ljós eftir veturinn. Undanfarin ár hefur þessi árlega vorhreingerning tekist mjög vel og má i því sambandi geta góðrar aöstoðar hreinsunardeildar borgarinnar sem lagt hefur til ruslapoka og hefur einnig veriö með bíla í gangi um hverfið allan daginn til brottflutnings á fylltum ruslapokum sem skildir eru eftir við aðalgöturnar. Ibúum hverfisins verða afhentir ruslapokar í menningarmiðstööinni við Gerðuberg, Hólabrekkuskóla og Fellahelli frá kl. 10. Heimabingó íþrótta- sambands fatlaðra: Sölu lýkur á morgun Á morgun lýkur sölu á spjöldum í Heimabingói Iþróttasambands fatl- aðra í þeirri umferð sem nú er í gangi Að sögn Haralds S. Haraldssonar, framkvæmdastjóra Heimabingós, er aukavinningur sá sem nú verður dreg- inn út ferð fyrir tvo til Amsterdam í viku. Innifalið er hóteldvöl, morgun- verður og afnot af bílaleigubíl á tíma- billnu. Haraldur sagði að fyrstu tölur í Heimabingóinu yrðu birtar næstkom- andi mánudag. Aukavinningurinn yrði svodreginn út 15. júni. -JSS Skákmótá Akureyri Skákfélag Akureyrar og KEA standa fyrir opnu skákmóti á Akureyri um hvítasunnuhelgina. Mótið hefst föstu- daginn 20. mai klukkan 20.00 á Hótel IffiA. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi og lýkur mótinu mánu- daginn 23. mai (annan í hvítasunnu) klukkan 18.30. Alls verða veitt sex peningaverð- laun, samtals að upphæð 18.500 krónur. Fyrstu verðlaun eru 7.000 krónur. Nokkrir sterkir skákmenn taka þátt í mótinu þar á meöal Helgi Olafsson, Dan Hansson, Sævar Bjamason og Elvar Guömundsson. Þátttakendur geta látið skrá sig fyrir fimmtudags- kvöldið 19. maí í síma 25788.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.