Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. 7 Sjávarútvegsráðuneytið gef ur heimild til meiri þorskveiða: Enginn loka- dagurhjá netabátunum — og skrapdögum togaranna fækkað um tfu á árinu Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út tilkynningu um að netaveiðar báta- flotans verði ekki stöðvaðar í maí eins og verið hefur undanfarin ár. Jafn- framt hefur ráðuneytið tilkynnt að skrapdögum togaranna verði fækkað úr 45 í 35 á tímabilinu 1. mai til 31. ágúst. Ástæðan fyrir þessu er hin lélega út- koma á þorskfiskveiðunum á vertíð- inni. Heildarþorskaflinn á árinu mátti vera 370 þúsund lestir — þar af 135 þúsund lestir á bátana og 96 þúsund lestir á togarana fyrstu fjóra mánuði ársins. Munar miklu á að þessum afla hafi veriö náð og því voru þessar til- slakanir gerðar. Þetta þýðir að vertíð bátanna mun standa áfram og lokadagurinn verður Menntaskólanum á Egilsstöðum slitið ífjórða sinn: Stúlkur helmingi piltar ekki 15. maí eins og verið hefur undan- farin ár. Hafa allar aflatölur verið miðaðar við þann dag, en ekki 11. maí sem er lokadagurinn samkvæmt gamla almanakinu. Talið er að nokkrir bátar muni nýta sér þessa heimild sjávarútvegsráðu- neytisins. Flestir munu þó taka upp netin um miðjan mánuðinn og hefja síðan sumarúthald eða fara á aðrar veiðar síðar. Með þessari nýju tilskipun ráðuneyt- isins verða skrapdagar togaranna 100 á árinu, þar af 20 dagar í júlí og ágúst. Leyfilegur þorskafli í veiðiferð verður 5% í 30 daga, 15% í 40 daga og 30% í 30 daga. -klp. Á ELLEFTU STU NDU Þær kipptu sér ekki upp við það stúlkurnar tvær á Escortinum sem óku niður Kringlumýrarbrautina á ellefta tímanum á miðvikudags- kvöldið þó þær sæju þar lögreglu- menn á eftirlitsferð á Sætúni. Þær óku nefnilega rakleitt inn á Sætúniö og í veg fyrir lögreglubílinn. Ekki urðu nein meiðsli á fólki eða skemmdir á bílum. En heldur fannst nú mönnum óþarfi hjá stúlkunum að koma svona að lögreglunni á elleftu stundu. DV-mynd: S. Símaskráin 1983 komin Símaskráin 1983 er tilbúin. Hún verð- ur afhent til símnotenda frá og með mánudeginum 16. maí næstkomandi. Hún gengur í gildi 1. júní. Brot símaskrárinnar er óbreytt frá því í fy rra. Hún verður yfir 580 biaðsíð- ur að stærð. Upplagið um 113 þúsund eintök. Sú breyting hefur verið gerð frá síð- ustu símaskrá að gulu síðurnar, atvinnu- og viðskiptaskráin, eru nú fyrir aftan nafnaskrá landsimastöðv- anna. I auglýsingum í dagblöðum má sjá nánar um afhendingu símaskrárinnar. Þegar er fariö að senda hana út á land til dreifingar. -KMU. A uuuOYMfí KEMSr Stúlkur eru helmingi fleiri en piltar í Menntaskólanum á Egilsstööum sem slitið verður í f jórða sinn í dag, laugar- dag. Kennsla í skólanum hófst haustið 1979. Til þessa hafa 64 stúdentar út- skrifast. Væntanlega munu 20 ný- stúdentar bætast við þann hóp í dag. I vetur hafa 210 nemendur stundaö nám við skólann, þar af 19 í öldunga- deild. Eftir áramót var gerð tilraun með nýskipan skólastarfsins á þann veg að tvo daga í viku réðu nemendur stundaskrá sinni sjálfir. Gátu þeir leitað til kennara með verkefni eða vandamál. Kennarar leystu úr þeim einstaklingsbundiö eða i hópum eftir aöstæðum. Skoðanakannanir meðal nemenda og gengi á vorprófum nú virðast benda til þess að hér sé skólinn á réttri braut, segir í f réttatilkynningu frá honum. Það hefur háð nemendafjölgun að skortur hefur verið á heimavistar- rými. Næsta haust rætist úr því þar sem þá bætast 60 rúm við heimavist skólans. Verður því hægt að taka við nemendum utan Austurlands. -KMU. Ekki plássfyrir BowieíHöllinni Ekki mun verða af komu rokkarans David Bowie til tónleikahalds hér á landi eins og vonir stóðu til. Sigurður Sverrisson blaðamaður og fleiri hafa leitað hófanna hjá umboðsmönnum söngvarans undanfarnar vikur og fengið heldur jákvæðar undirtektir. Voru umboðsmönnunum m.a. sendar teikningaraf Laugardalshöllinni. Eftir að þeir rannsökuðu teikningarnar kom í ljós að Höllin rúmaði ekki þann búnað sem söngvarinn hefur meöferðis í hljómleikaferðinni. Einkum var talið of lágt til lofts á sviðinu. Verður því ekki af komu söngvarans til Islands að sinni að minnsta kosti. ás GOO Goodyear hjólbaröar eru hannaðir með það í huga, að þeir veiti minnsta hugsanlegt snúningsviðnám, sem þýðir öruggt vegagrip, minni bensín- eyðslu og betri endingu. IhIHEKIAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 fÝEAR GEFUR 0'RETTA GRIPIÐ FULLKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING Opið í dag J. HINRIKSSON H/F vélaverslun Súðarvogi 4.105 R. S. 84677. I0EBUK0NI MIG/MAG RAFSUÐUVÉLAR 160-600 amp. Vandaðar iðnaðarvélar I0ERUK0NI TRANSARAR 0G J AFNSTR AUMSVEL AR. UMk ... ... 170-650 amp. lOERllKONI TIG-BOX Með eða án púls IQERUKONI RAFSUÐUVÍRAR í pinnum og rúllum. IQERUKÐNI RAFSUÐUREYKEYÐAR Mjög meðfærilegir fyrir alla rafsuðuvinnu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.