Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. 23 Háaloftið EGFÆAi HFXDUR KOTT Benedikf Axelsson c Eldavólar Eg skrapp í bæinn um daginn og keypti mér utanhússeldavél, sem sumir kalla grill, vegna þess aö fólk sem á stórar og rúmgóöar svalir getur ekki verið án slikra hluta. Þetta var ódýrt tæki og viö töldum okkur hafa efni á þessu af því að viö ætlum aö sleppa því að fara til Spánar i sumar og Danmerkur eins og við hafum reyndar gert sL 39 ár. Vegna þess að við erum nýgræðingar í grilllistinni fengum viö þaulvana grillkonu til aö hjálpa okkur og halda sýnikennslu fyrir okkur því að það er ekki nóg aö fara meö grilliö út á svalirnar stóru og rúmgóðu og segja t.d. hókus, pókus þótt það dugi hins vegar galdramönnum yfirleitt til að fiska kanínur upp úr svörtum hatti. Við höfðum ákveðið að hafa rifja- steik og keyptum jafnstóran skammt og hefur dugað okkur á sunnudögum hingaö til en þegar grillkonan hafði farið höndum um steikina kom í ljós að það var harla lítið eftir, því að utanhússeldavélar þola ekki fitu og þegar búið er að skera hana af íslenska lambakjötinu sem fer í fyrsta flokk er lítiö annaö eftir en bein. Við grilluðum þetta nú samt í kuld- anum og rokinu, fórum bara i úlpu og þá var okkur jafnheitt og við hefðum verið á Spáni. í>ar að auki áttum við rauðvínslögg sem við renndum kjöt- tætlunum niður með og þar með var enginn munur oröinn á svölunum okkar og svölum Spánverja nema sá að það kostar ekki nokkurn skapaðan hlutaðfaraútásvalimarokkar. ' Kveðja Ben. Ax. Það eru ekki mörg ár síðan því varspáð að tölvur ættu eftir að skapa heiminn sem við höfum verið að burðast við að betrumbæta f rá því að guð almáttugur rak Adam og Evu úr aldingarðinum og skikkaöi þau til að hata höggorminn af því að hann gaf Evu epli sem Adam mun að vísu haf a borðað. Þessa dagana eru spárnar að rætast og eru fyrirtæki nú í óðaönn aö fylla húsakynni sin af maskínum sem létta fólkinu störfin og fara hvorki í sumarfrí í júlí né sofa yfir sig á mánudögum. En það eru ekki bara fy rirtæki sem vélbúast, það eru einnig til heimilis- tölvur sem ég hélt lengi vel að gætu soðið egg, smurt brauð og gert flest annað sem svokallaðar góðar hús- mæður hefur prýtt fram að þessu en því var nú ekki aldeilis að heilsa. Ég komst nefnilega að því um daginn að til heimilisbrúks eru vélamar gjör- samlega ónothæfar og verðum við því enn um sinn að notast við hús- mæðumar í eldhúsinu þótt ef til vil) mætti hins vegar kjósa tölvurnar é þing ef því er að skipta. Fyrir mörgum árum sá ég kvik- mynd sem fjallaði um mann serr vann við tölvur, þær voru gríðar- stórar og höfðu það hlutverk í mynd- inni að gera áöurnefndan mann brjálaðan og gekk það bærilega hjá þeim þegar líða tók á myndina. Eg held meira að segja að hann hafi ver- ið næstum því fullkomlega brjálaður þegar myndin endaði, gott ef hann braut ekki rúðu af því tilefni að lok- um. Vegna þess að ég haföi þessa gömlu, og kannski miður góðu reynslu af tölvum, kom það mér tals- vert á óvart hvað heimilistölvur era litlar og ómerkilegar að sjá, vafa- laust allsendis ófærar um að gera nokkurn mann brjálaöan sem er svona sæmilega óbrjálaðurfyrir. Eins og ég sagði áöan hafði ég anum að selja víraruslið, ef hann fyndi einhvern nógu vitlausan til að kaupa þaö, og fá sér heldur kött. Ekki fannst eigandanum þessi uppástunga min skynsamleg og bauð mér að tefla viö gripinn og sagði (vafalaust til að uppörva mig) að það væri búið að prógrammera hann á skákum helstu meistara veraldar- innar svo sem Kortsnojs, Karpovs og Sigurðar Daníelssonar. Eg tilkynnti auðvitað eigandanum aö það væri ekkert sjálfsagðara en að sigra fyrir hann alla þessa heiðursmenn á einu bretti, annað eins lítilræði ættu þeir skilið og jafn- vel þótt fyrr hefði verið. Mér datt dáttúr lega ekkiíhugað þetta skrapatól sem hvorki fylgdist með gangi mála í Kína né á Jtslandi kynni mikiö fyrir sér á skáksviðinu. En því miður hafði ég á röngu að standa og ég efast um að nokkur af- komandi víkinganna hafi verið niðurlægður jafnmikið og ég þetta kvöld þegar ég lét víraruslið sigra mig í skákinni. Og ekki bætti það úr skák hvaö eigandinn var ánægöur meö frammistöðu sinna manna i ein- víginu. Eg varð auðvitað öskureiöur og langaöi mest til að sparka í tölvuna eins og maður gerði stundum i gamla daga við jarðfasta steina og sá svo eftir því alla ævina en ég hætti við það enda varla tilhlýðilegt að sparka í það sem er um það bil að skapa heiminn. Það kemur nefnilega að því, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að tölvurnar verða allsráðandi og að- eins tímaspursmál hvenær við, sem þykjumst enn vera menn, verðum að maskínum og brjótum rúðu. Eg er á móti þessari tækni sem virðist ætla að útrýma mannlegum samskiptum og fæ mér kött hvað sem þú gerir. aldrei komið þetta nólægt tölvu fyrr og lék mér því forvitni á að vita hvað maskínan kynni fýrir sér og spurði hana til að byrja með hvað klukkan væri í Kína. Að vísu varðaði mig harla lítið um þetta en ég kunni ekki við að ofbjóöa víraraslinu í fyrstu lotu og ákvaö því að hafa spuming- una létta. Það kom mér á hinn bóg- inn talsvert á óvart hvað tölvan komst fljótt og að því er virtist á- reynslulaust að raun um að hún vissi þetta ekki. Eg lagði því fyrir hana aðra spurningu, öllu léttari. t tilefni stjómarmyndunarviðræðna vildi ég fá að vita hvaða líkur væra á því að menn kæmust að niðurstöðu þar sem fleiri en einn kæmu saman. Svarið viö þessu er að sjálfsögöu á allra vit- orði en tölvan haföi ekki hugmynd um þetta, raunar virtist hún ekki hafa hugmynd um nokkurn skap- aðan hlut og sá ég mér því ekki annaö fært en að ráðleggja eigand- Bílasímar í nœstu framtíð! Nú á næstunni mun Póst- og símamálastofnunin hefja starfrækslu á bílasímaþjónustu (B.S. stöðvar), sem mun ná yfir stóran hluta landsins. Verður þá hægt að hringja úr tiltekinni bílastöð í ákveðið símanúmer. Við bjóðum yður B.S. stöðvar fyrir þetta kerfi frá fyrirtækinu ERICSON RADIO SYSTEMS iSviþjóð. sem nú þegar er komin góð reynsla á hér á landi. Aiiar nánari upp/ýsingar: Georg Amundason & Co. Suðurlandsbraut 6 Símar: 81180/35277. fIKW Fæst á næsta b/aðsö/ustað MEÐAL EFNIS í ÞESSARIVIKU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.