Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriog ijtgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréltastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: RÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI84611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiósla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarverð á mánuði 210 kr. Verð í lausasölu 18 kr. Helgarblað 22 kr. Þeirgera vandann verri Þegar stjórnmálamenn sjást ekki fyrir í baráttunni viö veröbólguna, tregöast þeir viö að fella gengi krónunnar. Gengislækkun flyzt nefnilega smám saman yfir í verðlag- iö og magnar veröbólguna, sem þeir vilja umfram allt forðast. Af því aö íslenzkir stjórnmálamenn eru nánast samfellt í stríöi viö verðbólguna, með hinum frábæra árangri, sem frægur er um allan heim, er gengi íslenzku krónunnar alltaf of hátt skráð og erlendur gjaldeyrir seldur á útsölu- veröi. Þegar þeim er bent á þetta, segja þeir, að þaö skipti engu máli, ekki einu sinni fyrir útflutningsatvinnuvegina, því aö dæmiö elti skottið á sjálfu sér. Gengislækkun leiði til verðbólgu, sem leiði til nýrrar gengislækkunar. Þetta er þó ekki nema hálfur sannleikurinn. Innlendu verðhækkanirnar koma smám saman á þremur til tólf mánuðum. Á meöan hefur gefizt tækifæri til að lækka gengi krónunnar enn frekar. Sú gerð getur alltaf verið einu skrefi á undan. Hvort sem verðbólga er engin, lítil eöa mikil, er alltaf nauðsynlegt að gæta þess, að gengi krónunnar sé skráð viö lægri mörk þess, sem raunhæft má teljast. Eða það, sem er enn betra, hreinlega að gefa gengið frjálst. Lágt gengi gerir innflutta vöru og þjónustu dýrari en ella og bætir samkeppnisaðstöðu innlendrar vöru og þjón- ustu. Almenningur ver sig nefnilega gegn kjaraskerðingu gengislækkunarinnar með því að snúa viðskiptum sínum að hinni ódýrari innlendu framleiðslu. Við lággengi má til dæmis búast við, að eldavélar, sem sumpart eru smíðaðar og alveg samsettar hér á landi, nái aukinni markaðshlutdeild á kostnað algerlega innfluttra eldavéla. Hið sama má segja um innlenda skipasmíði. Við lággengi má einnig búast við, að ferðalög innan- lands aukist á kostnað ferðalaga til útlanda. Þannig má rekja dæmin endalaust. Lággengið breytir markaðshlut- deildinni frá erlendri framleiðslu og þjónustu til innlendr- ar. Þetta magnar innlendan iðnað og treystir atvinnu í landinu. Um leið eykur þetta tekjur ríkissjóðs af sölu- skatti, tekjuskatti og öðrum gjöldum, sem tengjast at- vinnu og framleiðslu, en rýrir um leið tekjur útlendra ríkissjóða. Ekki skiptir minna máli, að lággengi hlýtur að bæta verulega stöðu útflutningsatvinnuvega. Þaö á bæði að gera þá samkeppnishæfari í útlöndum og að bæta fjár- hagslega afkomu þeirra. Þetta gildir bæði um sjávarvöru og iðnvarning. Varanlegt lággengi leiöir vegna alls þessa til minnkun- ar og hvarfs viðskiptahalla gagnvart útlöndum og til minnkunar og hvarfs skuldasöfnunar í útlöndum. Hvort tveggja er skilyrði fyrir góðri afkomu barna okkar í framtíöinni. Verðbólguhatur stjórnmálamanna hindrar ekki aðeins bráðnauðsynlegt lággengi krónunnar, heldur kemur líka í veg fyrir, að verðtrygging fjárskuldbindinga komist á leiðarenda, — að bankarnir fyllist af sparifé. Stjórnmálamennirnir rembast eins og rjúpan við staur- inn undir misvitrum hvatningarorðum efnahagssérfræð- inga, sem sjá ekki heldur neitt annað en verðbólguna. Þess vegna er árangur beggja hafður í flimtingum um heim allan. Stjórnmálamenn og efnahagssérfræðingar leysa engan vanda með því að stinga hitamæli efnahagslífsins inn í frysti. En þeir gera vandann verri með því að tregðast við að auka verðbólguna meö réttu krónugengi og réttum vöxtum. Jónas Kristjánsson Skiptlng í bodhlaupinu Ég hlustaði á fréttir í útvarpi á fimmtudag þar sem sagt var frá þvi að Steingrími Hermannssyni heföi verið falið umboö forseta til stjómar- myndunar. Það fylgdi sögunni aö Steingrímur hygðist ræða við full- trúa Sjálfstæðisflokksins sama kvöld. Þetta var, eins og öll þjóðin veit, einum sólarhring eftir að slitnaði upp úr viðræðum Framsóknarflokks og Sjólfstæðis- flokks um myndun rikisstjómar. Ég dáöist að ögun fréttamannsins sem las fréttina. Það vottaði ekki fyrir kátínu í rödd hans, ekki ein ein- asta skríkja slapp upp um barka hans. Hann las þetta eins og hér væru á ferð nýjustu tölur um halla- rekstur á íslenska þjóðarbúinu; eins og hverja aðra daglega og sjálfsagða frétt. Það er svo sem rétt að hér er um ósköp venjulega litla frétt að ræða. Stjómarmyndunarviðræður eru eins og boðhlaup. Fyrst leggur einn flokksformaður upp með umboðið í hægri hendi og hleypur um stund. Þegar hann þreytist afhendir hann umboðið öðmm, sem tekur þá að sér hlutverk hlauparans um stund, og síðan koll af kolli. Þegar síðan allir eru orðnir þreyttir koma þeir sér saman um að nú sé markinu náð (því þetta er lýðræðislegt boðhlaup) og eins og hendi sé veifað er allt í einu komin ríkisstjórn. En þessa stundina er það semsagt Steingrímur sem er forsetans bífalingsmaður og hlaupari. Hann hefur bréf uppá það, og enginn er annaö en það sem hann hefur bréf uppá. Það vakti annars athygli mína, eftir að Geir Haligrímsson hafði gefist upp, að í útvarpsviðtali um samningaviðræðurnar gerði hann grein fyrir því hvaða aðgerðir í efnahagsmálum heföu veriö ræddar í þeirri lotu. Það var að sjálfsögðu rætt um verðbólguna og verðlagið og víxlganginn þar á milli. En Geir nefndi einnig að í því sambandi hefðu verið ræddar „ívilnandi” aðgerðir. Mér fannst þetta gott orð og eflaust Ur ntvefinm ÖlafurB. Guðnason á það eftir að reynast ákaflega þarft orð líka. Því það er deginum ljósara að hvernig sem þessir hlauparar bera sig aö við að hlaupa kringum sannleikann er mál málanna í dag það, hvernig best er að „fátækja” fólkiö í landinu (svo maöur laumist nú í orðasmiðjuna sjálfur, meðan hlauparamir eru úti ó velli). Reyndar er sögnin „að fátækja” ansi hreint vel smiðuð, þó ég segi sjálfur frá! Með henni má segja í stuttu máli það sem menn þurftu áður að tjá með löngum setningum eins og: „Skeröing kaupmáttar ráðstöfunartekna launafólks” (en ekki: „Skerðing kaupmáttar launa- fólks”. Maður fær nefnilega ekkert í búð fyrir launafólk. Þó maður kæmi inn með tíu Dagsbrúnarfélaga í poka, fengi maður ekki svo mikiö sem einn eldspýtustokk fyrir þá). En það er semsagt deginum ljósara, að stjómarmyndunar- viðræður snúast fyrst og fremst um leiðir til þess að seilast í vasa launa- fólks. Það er ekki nema von að launa- fólki um allt land líði illa og fyllist örvinglan. Og vegna þess að flokkamir þora ekki að grípa til af- dráttarlausra „örvinglandi” aðgeröa, verða þeir, samhliöa kaupráninu, að beita sér fyrir „íviln- andi” aögerðum. Það er svona eins og að berja ókunnugan mann í klessu á dansleik en borga síðan leigubil undir hann upp á slysavarðstofu á eftir. Þess konar skringileg hegðan kemur oft fyrir hjá persónum í skáld- sögum Rússans Dostojefskí og reyndar finnst mér mikil synd, að enginn rithöfundur hér á landi skuli skrifa eins og hann. Skáldsaga eins og ,3r®ðumir Karamasof” hefði öðlast aukna vídd og dýpt, hefði hún verið sett í umferð stjórnar- myndunarviðræðna á íslandi á níunda óratugnum. En nú er semsagt komið að Stein- grimi Hermannssyni að hlaupa með umboðið um stund. Þegar hann mæðist má gera ráð fyrir því að Svavari Gestssyni verði falið að halda á umboðinu og þar næst Kjart- ani Jóhannssyni og síðan Vilmundi, og að lokum Sigriði Dúnu. Þá er komin röðin að Geir að nýju. Við síöustu stjórnarmyndunarviðræður tók það um tvo mánuði að koma saman stjórn og þá voru margir búnir að hafa umboð forseta oftar en einu sinni. Nú hefur flokkunum fjölgaö svo að fleiri em til að leiða hlaupið og ekki nokkur leiö að sjá fyrir hversu lengi mönnum endist þrek. En vísast verður það lengur en síöast því að menn fá lengri hvíldar- tíma á milli. Þetta gæti þess vegna tekiö allt aö þrjá mánuði. Sú saga gekk á sínum tima aö Kristjáni heitnum Eldjárn þáver- andi forseta hafi leiðst þófið, eftir sex vikna árangurslausar viðræður 1979, og kallað til sín Jóhannes Nordal seölabankastjóra og beðið hann að vera reiöubúinn að mynda utanþingsstjóm. Þaö er ansi gott að hafa grimma hunda þegar þarf aö reka á eftir móöum hlaupurum. Og víst gæti Vigdís hert á þeim meö því að hóta að siga Jóhannesi aftur. Því eitt er víst. Frekar vildu þingmenn þjóðstjóm en utanþingsstjóm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.