Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983.. Hilmar Helgason er löngu lands- kunnur maöur — og það fyrir sitt lít- ið af hverju. Þekktastur er hann fyrir störf sín fyrir og með áfengis- sjúklingum. Hann var i hópi stofn- enda Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið SAA og var for- maður SAA fyrstu árin sem kunnugt er. Hann hefur átt þátt í því að ryðja burt fordómum varðandí þennan sjúkdóm. Sjáifur var hann óvirkur aikóhólisti í f jögur ár en fór þá „koll- hnís”, byrjaði að drekka aftur. Hann byrjaði aftur að eigin sögn 7. septem- ber 1979..., síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Breytingar hafa orðið á högum hans sem at- hafnamanns í þjóðfélaginu ásamt öðrum. Hann fór til Bandaríkjanna snemma á síðasta ári og starfaði um tíma á Hiddenbrook meðferðarheim- ilinú fyrir áfengissjúklinga í Penn- sylvanlu. Aftur lá leið hans heim til íslands snemma á þessu ári. Astæðan fyrir heimkomunni segir hann í viðtalinu hér á eftir að hafi verið leitin að sjálfsvirðingunni. Skömmu eftir heimkomuna kom hann að máli við mig, sagðist ætla að segja mér sögu blómafræfianna. Tíminn leið, eitt stefnumótið brást vegna flensu og annað vegna koll- hníss af Hilmars hálfu. Loksins sett- umst við niöur yfir hádegisverði og Hilmar tók að segja mér sögu. Hún átti að vera um blómafræflana, sem hann flytur hingað frá Ameríku, en sagan snerist lika um persónu Hilmars Helgasonar. I nýlegri grein i einu dagblaðanna ritar dr. Jón Ott- ar Ragnarsson matvælafræðingur um blómafræflana umræddu — en þeir eru helsta umræöuefni manna á meðal í dag — fyrir utan stjórnar- myndun og kvöldvorrósarolíu. I grein Jóns Ottars er ýmislegt um „getu” fræflanna dregið í efa — en fyrirsögn greinarinnar var „frjó- korn fullkomleikans”. I bæklingi, sem fylgir „töfrapill- unum” Honeybee Pollen, eru líka margar fullyrðingar, svo sem að pill- an sé hin fullkomna fæða, hún inni- haldi öll næringarefni sem manns- líkaminn þarfnist. Með henni sé hægt að halda kjörþyngd með réttri notkunoggrennasteða fitnaallteftir því sem hver kýs. Afkastageta manna á flestum sviðum aukist til muna og ýmislegt fleira er tíundað. Við erum hlutlaus, legg jum ekki mat á áhrifamátt fr jókomanna eða fræfl- anna, enda þekkingarsnauö á því sviði. En leyfum Hilmari Helgasyni aö fá oröið. Eðli/eg afíeiðing drykkjunnar „Þegar ég kom til Bandaríkjanna í febrúar á síðasta ári, eftir sjö mán- aða drykkju, var líkamlegt ástand mitt ömurlegt, vægast sagt. Eg var undir læknishendi og tjáði læknirinn mér að þetta ástand væri eðlileg af- leiðing drykkjunnar og næringar- skorts. Hann sagöi að innan þriggja til fjögurra mánaöa yrði likams- starfsemin líklega komin aftur í eðli- legt horf. Sem fyrrverandi starfs- maður í lyfjafyrirtæki þóttist ég vita hvaða vítamíntöflur ég ætti að taka og var kominn með lager fyrir hundrað dollara að minnsta kosti. Eg byrjaði að hlaupa daglega — en komst varla hundrað metrana í fyrstu atrennu. Heilsan lagaðist ekki. Eg var alltaf með svima, sá svarta bletti fyrir augunum og svaf illa um nætur. örvæntingin hafði nær alveg náð tökum á mér. Heimsmeistari öidunga í boxi Fyrir tilviljun horfði ég á sjón- varpsþátt einn daginn. I sjón- varpinu var viðtal við 83 ára gamlan mann. Hann haföi nýlokiö þátttöku í maraþonhlaupi New Yorkborgar með ágætum. Þetta hlaup er árlegur viðburður. Jæja, sá gamli í sjónvarpinu sagði svo frá að þegar hann var 69 ára gamall var honum sagt af læknum aö hann væri búinn að vera, heilsan brostin og hann væri úr leik. Hann mátti ekkert taka sér fyrir hendur, ekki einu sinni slá grasblettinn hehna hjá sér. Við — Hilniar Helgason íoplnskáu vidtali um frjókorn og syndalausnir , 9 Anna dhvort kraftaverk eda kjaftædi tíðindin settist hann niður og ígrund- aði hvaö hann gæti tekið til bragös Þá fann hann blómafræflana. Hann byrjaði að taka inn töflurnar reglu- lega. Eftir fimm mánuði fann hann fyrir „náttúrunni” sem hafði ekki „angrað” hann í ein sjö ár. Það er bara eitt merki um batann því að í dag er þessi öldungur heimsmeistari öldunga í boxi! I nokkur ár hefur hann síðan tekið þátt í maraþon- hlaupum, mörgum á ári. Þegar ég hlustaði á sögu gamla mannsins í sjónvarpinu hugsaði ég: annaöhvort er þetta kraftaverk eða kjaftæði í karlinum. En um leið skaut þessari hugsun upp í kolli mér: Ýmislegt hefur mað- ur nú prófaö um ævina, því þá ekki blómafræflana? Hófst þá leitin. Eg hringdi víða án árangurs. Loksins datt mér í hug að hringja í sjónvarps- stöðina sem sendi út viðtalið. Þeir komu mér á rétta sporið. Töflumar eru ekki seldar í verslunum en ég komst í samband viö fólk sem gat út- vegaðþær. — Háríð liðaðist Eftir nokkurn tíma, tvo til þrjá mán- uði, fór ég að finna á mér breytingar sem ég þorði ekki að segja nokkrum lifandi manni frá. Hárið á mér óx aft- ur en ég var farinn að missa það. Ekki nóg með það heldur liðaðist hárið líka. Svörtu blettirnir, sem ég' hafði alltaf fyrir augunum, hurfu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.