Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 12
12 DV. LAUGAHDAGUR14. MAl 1983. ijr^ Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105 Tollvörugeymslan hf. Næturvörður óskast nú þegar, þarf að geta byrjað 1. júní. Uppl. um starfið veittar á skrifstofunni. BLAÐ- BURÐAR- BÚRN vantar í eftirtalin hverfi: • GRUMDARSTÍG • TJARNARGÖTU • RAUÐARÁRHOLT AFGREIÐSLA, ÞVERHOLT111 SÍMI27022. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 103., 107. og 111. tölublaði Lögbirtingablaðs 1982 á Reynivöllum 7 Egilsstöðum, eign Unnars Heimis Sigursteinssonar, fer fram samkvæmt kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstu- daginn 20. maí 1983 kl. 10 árdegis. Sýslumaðurinn i S-Múlasýsiu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 16., 17. og 25. tölublaði Lögbirtingablaðs 1983 á Sól- bergi Djúpavogi, eign Sigjóns Rafns Óskarssonar og fl., fer fram samkvæmt kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 17. maí 1983 kl. 14. Sýslumaðurinn í S-Múlasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 16., 17. og 25. tölublaði Lögbirtingablaðs 1983 á fast- eigninni Úthlíð Djúpavogi, eign Guðjóns Gunnlaugssonar, fer fram samkvæmt kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 17. maí 1983 kl. 15. Sýslumaðurinn í S-Múlasýslu. Nauðungaruppboð sem augiýst var í 16., 17. og 25. tölublaði Lögbirtingablaðs 1983 á Sæbergi 13 Breiðdalsvík, eign Guðmundar Björgólfssonar, fer fram samkvæmt kröfu innheimtu rikissjóðs og Ásgeirs Thoroddsens hdi. á eigninni sjálfri mánudaginn 16. mai 1983 kl. 14. Sýslumaðurinn í S-Múlasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 16., 17. og 25. tölublaði Lögbirtingablaðs 1983 á Strandgötu 61 Eskifirði, eign Nielsar Joensen, fer fram samkvæmt kröfu Árna Halldórssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn 16. maí 1983 kl. 10 árdegis. Bæjarfógetinn á Eskifirði. klessa”.... .þó að hann kæmi niðnr á jörðina úr liáa loffli” Knattspyrnufélagid Vík- ingur á sjötíu og fimm ára afmœli um þessar mundir en félagid var stofnad af nokkrum unglingum við Suðurgötu í Reykjavík þeg- ar átta ár voru liðin af þessari öld. í tilefni afmœl- isins er nú komin út vegleg bók á vegum Víkings þar sem rakin er saga félagsins allt frá byrjun til þessa dags. Agúst Ingi Jónsson blaðamaður skráði söguna og tók saman efnivið henn- ar. Um það leyti sem stofn- un Víkings kom til sögunn- ar var fótboltinn að vinna sér hylli unglingspilta í höfuðborginni og ná fót- festu sem keppnisgrein í landinu. Segja má því að saga Víkings sem knatt- spyrnufélags samsvari að nokkru uppgangi fótbolt- ans í landinu enda er félag- ið eitt elsta sinnar tegund- ar, aðeins KR er eldra að árum. Við fengum góðfús- lega leyfí. Ágústs Inga Jóns- sonar til að birta útdrátt úr upphafskafla bókar hans um sögu Víkings. Þar greinir meðal annars frá því hvernig fótboltinn barst til landsins og að- dragandanum að stofnun fyrstu knattspyrnufélag- anna á landinu. -SER. — Björn Jónsson, ritstjóri, fékk skozkan mann að Isafoldarprent- smiðju árið 1895, James B. Fergu- soa Þegar hingaö kom safnaöi hann um sig ungum mönnum og tók að kenna þeim fimleika, knattspyrnu, hlaup og fleiri íþróttir. Fyrsta vetur- inn, sem Ferguson var hér á landi, kenndi hann mörgum, en valdi svo þá beztu úr og stofnaöi úrvalsflokk. Með flokknum og nægilega mörgum öðrum áhugamönnum byrjaöi hann síðan knattspyrnuæfingar. Eftir brottför Fergusons héðan tók Olafur Rósinkranz við forystu í hópi knattspyrnumanna og má eflaust þakka honum það, aö sú list að sparka knetti lagöist ekki alveg nið- ur aftur. Þýddi knattspyrnulögin smátt og smátt fyrir hverja œfingu Undir aldamót voru margir latínu- skólapiltar farnir aö æfa knatt- spyrnu og leiðbeindi Olafur þeim. Björn Pálsson (Kalman) komst yfir eintak af enskum knattspymulögum og þýddi þau smátt og smátt yfir á ís- lenzku. Fyrir hverja æfingu hafði hann einn kafla tilbúinn og las hann upp fyrir hópinn áður en æfing hófst. Fyrsta knattspymufélagið í Reykjavík var stofnað árið 1899 og hét það Fótboltafélag Reykjavíkur, síöan Knattspyrnufélag Reykjavík- ur, KR. Fyrsta tug aldarinnar voru KR-ingar nánast einir um hituna. Annars er oröið knattspyrna ekki myndað fyrr en um 1910 og er Bjarni frá Vogi talinn höfundur þess. Leikir voru fáir á þessum árum, helzt að KR-ingar skiptu liði innan félagsins, en einnig léku þeir gegn skipverjum af enskum og dönskum herskipum. Víkingur og Fram voru stofnuð áriö 1908. Fyrst í stað hét síð- arnefnda félagið Kári og stofnendur þess voru einkum 12-16 ára strákar í Miöbænum. Víkingar vora á sama svæði, en 3-4 árum yngri. Þessi félög, ásamt skólapiltum, æföu sig á sama svæði og KR. Valur bættist síðan við árið 1911 og stóðu piltar í KFUM aö stofnun félagsins. Valspiltar létu þaö verða eitt af sínum fyrstu verkum aö ryöja svæði undir knattspyrnuvöll skammt frá svæði hinna félaganna sem var orðiö mjög ásetið. Sœmdarheitið ,,Bezta knattspyrnufélag Islands” Þrátt fyrir ungan aldur töldu Framarar sig albúna í baráttu við KR árið 1912 og söfnuðu peningum til að kaupa bikar. Bikar þennan og sæmdarheitið „Bezta knattspyrnufé- lag Islands” var fyrst keppt um það ár og fengu Framarar einir tekjur af fyrstu Islandsmótunum. Þrjú liö tóku þátt í keppninni, Fram, KR og Knattspyrnufélag Vestmannaeyja, og var það í fyrsta skipti, sem knatt- spyrnuflokkur utan af landi kom til keppni í höfuöstaönum. Á þessu fyrsta Islandsmóti fóru leikar svo, að KR sigraði. Árin 1913 og 1914 urðu Framarar hins vegar Islandsmeistarar, en þeir mættu þá einir til leiks. Árið 1915 mættu Valsmenn til keppninnar. Þaö ár og tvö hin næstu urðu Framarar enn sigurvegarar, KR í öðra sæti og Valur í því þriðja öll árin. Enn vann Fram árið 1918, en það ár tók Víking- ur fyrst þátt í mótinu og varð í öðru sæti. Undanþágu þurfti að fá fyrir lið Víkings þar sem fimm leikmenn liös- ins höföu ekki náö tilskildum aldri. Árið 1919 sigraöi KR, en árið 1920 urðu Víkingar sigurvegarar. Axel Andrésson, fyrsti Víkingurinn eins og hann hefur verið nefndur, hefur sagt frá fyrstu árum Víkings á eftirfarandi hátt: „ Valdipól” stökkti kappliðunum einstöku sinnum á flótta. „Allt frá barnæsku haföi ég sér- staklega miklar mætur á knattspyrn- unni. Engin önnur íþrótt greip huga okkar drengjanna eins föstum tök- um. Ekki man ég hversu gamall ég var er ég fór fyrst að spyrna knetti, en það var löngu áður en nokkur skipulagður félagsskapur um knatt- spyrnu hafði verið stofnaður fyrir drengi. Þá var að visu til Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur, en það var eingöngu fyrir fullvaxna menn, og man ég, að þaö háði „orustur mikl- ar” við útlendinga af herskipum hér við land, bæði við enska og danska sjóliða. Knattspymufélagið Fram kom síðar til sögunnar og fór þaö þá að keppa við KR. Á þessum árum iökaði ég knatt- spyrnu með jafnöldrum mínum hing- að og þangað á túnum í Vesturbæn- um og jafnvel á sjálfum götunum í Miðbænum því þá var bílaumferð ekki komin til sögunnar. Enginn skipti sér af okkur strákunum nema hvaö „Valdi pól” lét einstaka sinnum til sín taka í nafni embættis síns sem lögregluþjónn og stökkti kappliðun- um á flótta. En jafnskjótt og hann var horfinn úr augsýn var tekið til aftur við knöttinn á sama stað eins og ekkert hefði í skorizt. ,,Fengum þá flugu í höfuðið að stofna knattspyrnufélag ” Upp úr þessu sparki hjá okkur Miö- bæjarstrákunum var svo knatt- spyrnufélagið Víkingur stofnað og var ég aðalhvatamaöur að stofnun þess. Var ég þá aöeins 12 ára gamall. Fyrir okkur vakti ekkert annað en ánægjan ein meö þessari félagsstofn- un, en eftir því sem okkur óx fiskur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.