Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR14. MAI1983. Símaskráin 1983. Afhending símaskrárinnar 1983 hefst mánudaginn 16. maí til símnotenda. í Reykjavík veröur símaskráin afgreidd á Aöalpósthúsinu, gengið inn frá Austurstræti, mánudag til föstudags kl. 9—17. í Hafnarfirði verður símaskráin afhent á Póst- og símastöö- inni Strandgötu 24. í Kópavogi veröur símaskráin afhent á Póst- og símstöðinni, Digranesvegi 9. Varmá í Mosfellssveit verður símaskráin afhent á Póst- og símstöðinni. Þeir notendur, sem eiga rétt á 10 símaskrám eða fleirum, fá skrárnar sendar heim. Símaskráin verður aðeins afhent gegn afhendingarseðlum,- sem póstlagðir hafa verið til símnotenda. Athygli skal vakin á því að símaskráin 1982 gengur í gildi frá og með miðvikudeginum 1. júní 1983. Frá sama tíma fellur úr gildi símaskráin 1982 vegna fjölda breytinga, sem oröiö hafa frá því hún var gefin út. PÓST OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN. SYNINGARFERÐ MEÐ SÍÐUSTU LAPPANA Síöustu Lapplanderbílarnir frá Volvo verða seldir næstu daga á sérstöku veröi, aöeins 198.496.00 krónur (gengi 6/5 ’83, óyfirbyggðir). Kristján Tryggvason, þjónustustjóri Veltis hf. verður meðtvo glæsilega Volvo Lappa í ferð sinni til umboðsmanna víðsvegar um landið. Kristján sýnir Lapplander Turbo með vökvastýri, læstu drifi og innbyggðu spili. Hann kynnir líka möguleika á stálhúsi auk blæjuhúss. Þetta er einstakt tækifæri fyrir bændur og aðra fram- kvæmdamenn, hjálparsveitir og fjallamenn - og alla þá sem vilja notfæra sér þetta einstæða tækifæri. Kristján sýnir Lappana: 14. maí Egilsstaðir 15. maí Vopnafjörður - Bakkafjörður 16. maí Þórshöfn Suðurlandsbraut 16 • Simi Smáæx II hleypti gríðarlegum of- rexti í hmtdina Tyrkneska konan, Naima Tokur, hefur síðustu þrjá áratugi búið við vægast sagt ömurlegt mein. Fram- handleggur hægri handar hennar er stórum ofvaxinn, reyndar svo hrika- lega aö hann vegur hvorki meira né minna en tuttugu kíló einn sér. Naima hefur búið við þessi ósköp hart nær hálft sitt líf, en hún er nú á sextugasta og sjötta aldursári. Naima er ekkja, móöir þriggja bama, og hefur allan sinn aldur átt heima í fátæku sveita- þorpi í fjalllendi austast í Tyrklandi. Mein hljóp í opið æxli...... Allt fram til hálffertugs var hægri handleggur Naimu eðlilegur á að líta, nema hvaö lítið æxli var að finna rétt upp af úlnliði hans. Þá henti konuna það óhapp aö hún féll ofan af þaki íbúðar sinnar, er hún var þar aö hengja upp þvott til þerris. Við þetta fall snerist úlnliðurinn og eitthvert mein hljóp í opiö æxlið, sem haföi þær afleiöingar að það tók hægt og sigandi að bólgna. Að nokkrum áram liðnum hafði allur framhandleggur handar- innar náð þeim ótrúlega ofvexti sem myndimar hér á síðunni sýna. „Við hjónin áttum enga peninga aflögu til að leita læknisráöa þegar handleggurinn fór að bólgna út eftir óhappiö svo aö ég batt aöeins sárabindi utan um hann og reyndi aö kæla hann eins og frekast var unnt ,”segir Naima þegar hún rif jar upp atvikið sem leiddi til þessa gríöarlega ofvaxtar í hönd hennar. Hvað vill Allah með þessu? „Annars veitti ég þessum vexti í höndinni frdcar litla athygli fyrstu mánuðina eftir slysið. Eg hafði í mörg horn að líta sem húsmóðir, vinnuálagið var mikið á fátæku þriggja bama heimili, þar sem faðirinn — sem þá lifði — haföi stopula vinnu svo að það var margt sem dreiföi athyglinni frá eymslinu,” bætir hún viö, þessi hóg- væra og vinnulúna kona. Hún segir það einkum hafa verið um nætur sem hún hafi leitt hugann að handarbólgunum. Oft hafi hún vakað lengi nætur og aðeins starað á þessa stóru hönd sína, veltandi því fyrir sér hvers vegna Allah (guð hennar, en Naima er múhameðstrúar) hafi leitt yfir hana þessa refsingu og hver vilji hansværi. „Maðurinn minn og synir okkar þrír voru fljótir að venjast þessu furðulega útliti mínu,” heldur Naima áfram. „En það tók sjálfa mig langan tíma að sættast við þessi ósköp. Mér fannst höndin alltaf þvælast fyrir mér við hús- verkin. Svo var ég lengi að venjast því hversu þung hún var. Hún var mér óskapleg byrði fyrstu árin meöan ég var að þróa með mér nýjar hreyfingar og vinnuaðferðir sem þurfti til að sam- lagast þessari fötlun. Tókst að krækja í trjágrein með hinni höndinni Ég var reyndar oft hætt komin meðan ég var að venjast handar- þyngslunum. Þaö kom fyrir aö ég féll fram yfir mig þegar ég var að sinna einhverjum verkunum. Einu sinni var ég nærri dottin fram af háum stalli vegna þessa, en mér tókst á síöustu stundu að krækja í trjágrein með heil- brigðu hendinni. Eg þakka það Allah, hversu maður- inn minn var mér skilningsríkur eftir að þessi fötlun fór að ásækja mig,” segir Naima ennfremur. „Hann sá strax að þrátt fyrir þessa fyrirferðar- miklu hönd gat ég leyst öll húsverk af hendi sem ég hafði sinnt áður en ýmsir íbúar þorpsins, sem fjölskyldan bjó í, heldur varkárir í umgengni sinni viö hana eftir að höndin tók aö bólgna svo gríðarlega sem raun bar vitni. Margir voru þeir sem vildu kenna djöflinum um hvemig komið var fyrir Naimu. Þeir sögöu að vondir andar heföu náð bólfestu í líkama hennar og hægri höndin væri holdi klæddur óskapnaður illra afla. Reyndar vom sumir sem vildu stinga nálum í bólgurnar og opna þannig göt svo að auðveldara væri aö reka þessu slæmu anda út úr handlegg Naimu. Þessari nálarstunguaðferð, ef svo má kalla, var beitt fáum skiptum á kýlin. En árangurinn varð jafnoft enginn. A síðasta ári rakst tyrkneskur auðmannssonur á mynd af Naimu fyrir tilvilj- un í litlu sveitablaði sem gefið er út í háraði hennar. Hann ákvað i krafti auðæfa sinna að hjálpa konunni eins og hann gæti. Naima Tokur sér nú fram á að losna við bólgurnar í hægri handleggnum með aðstoð skurð- læknis í Istanbul sem hefur ákveðið að skera af henni kýlin. óhappið henti mig. Það heyrðist aldrei kvörtunartónn frá honum. ...” Sögðu höndina holdi klæddan óskapnað illra afla! En þrótt fyrir þennan skilning sona og eiginmanns Naimu, voru emammmmmasmmmmat Á .. iWmM Auðmannssonur ákvað að hjálpa Naimu Nú, réttum þrjátíu áram eftir að bólgumar fóru að ásækja Naimu Tokur, sér hún loks fram á betri tíma hvað handlegginn snertir. Fyrir tilvilj- un rakst tyrkneskur auðmannssonur á mynd af henni í litlu sveitablaði. Að eigin sögn varð hann furðu lostinn að sjá hvemig komið var fyrir þessari fátæku ekkju. EJftir að hafa ímyndað sér þann ömurleika, sem konan hafði búið við hálft sitt líf, ákvað hann í krafti auðæfa sinna að reyna að hjálpa Naimu eins og honum væri frekast unnt. Er nú svo komið aö tyrkneska konan Naima Tokur á pantaða sjúkrahúsvist hjá færum skurðlækni í Istanbul, sem áætlar að losa hana undan þrjátíu ára ánauð ofvaxtarins með því að fjar- lægja bólgurnar á handlegg hennar með uppskurði. „Eg vona að þessi greiði minn verði til þess að gamla konan eigi fyrir höndum ánægjuríkt ævikvöld,” segir Yildirim Demiroren, auðmannssonur- inn tyrkneski.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.