Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 20
20 Hvenær hefst tónlistarferillinn, Friörik? „Ég hef verið svona átta ára þegar pabbi gaf mér leik- fangagítar. Þaö var náttúrlega ekkert hægt aö spila á hann; ekki hægt aö stilla hann eöa neitt. Þegar ég var búinn aö fatta þaö að þaö var ekki hægt að ná á hann neinu lagi heimtaöi ég alvörugítar og þá keypti hann kassagítar. Eg lærði ekkert á hann fyrr en ég flutti upp í Mosfellssveit skömmu síöar. Þá fréttum ég og nokkrir félagar mínir af því aö Lárus Sveinsson trompetleikari, sem þarna bjó, kynni eitthvaö á gítar. Við fórum til hans og spurðum bvort hann væri til í aö kenna okkur. Hann var til í þaö og þar læröi ég fyrstu gripin. Ég hef verið svona tíu ára þegar þetta var. Síðan flutti ég aftur í bæinn þegar ég var tólf ára og þá keypti ég mér fyrsta rafmagnsgítarinn. Svo spilaði ég í hin- um og þessum bí Iskúrsböndum næstu árin. ” Hvernig tónlist var það sem þú hafðir mestan áhuga á þá? „Þaö var þunga rokkið; Deep Purple og Uriah Heep,” segir Friðrik og hlær. Var mikill tónlistaráhugi á heimili þínu? „Nei, ég var sá eini sem haföi einhvern áhuga á þessu. Eg var alla vega ekki hvattur til aö fara út á þessa braut.” Þú hefur ekki veriö í neinu gítarnámi á þessum árum? „Nei, þaö er ekki fyrr en ég er orðinn 17 ára 1977 og far- inn aö fikta við aö spila „fusion”, aö ég komst aö því aö ég yröi aö gera eitthvaö til aö komast betur í þetta. Þá datt mér í hug aö fara aö læra nótur og ég dreif mig í gítarnám í Tónskóla Sigursveins.” ,,Ekki málid að fá að sýna sig ” Voru einhverjir sérstakir gítarleikarar sem þú haföir aö fyrirmynd á bílskúrsbandaárunum? „Já, þaö voru til dæmis Richie Blackmore í Deep Purple, Jim hendrix og Eric Clapton.” Þú fórst að koma fram opinberlega á þessum árum með hljómsveitum eins og til dæmis Tívolí. Hvernig fannst þér aöveraásviðinu? „Þaö var ágætt. Mér fannst mest gaman að fá aö spila; það var ekki máliö aö fá aö sýna sig. Þaö var ekki af minni- máttarkennd sem ég fór út í þetta.” Varstu byrjaður aösemja lög á þessum tíma? „Nei, þaö var um svipaö leyti og ég byrjaöi í gítarnáminu að ég byrjaöi aö semja lög. ” Voru þaö þá lög í anda danstónlistarinnar? '„Nei, þaö voru „fusion” lög. Ég byrjaöi eiginlega aö semja fljótlega eftir aö ég fór aö fást við þá tónlist.” Hefurðu eitthvaö gert af því aö semja lög viö texta? „Nei. Það er til eitt einasta lag eftir mig, sem er sungið, og þaö var saminn viö þaö texti eftirá. Þetta lag er á plöt- unni hennar Ellenar Kristjánsdóttur. ” ,,Það fer enginn maður íháskóla ólœs” Hvenær vaknar áhugi þinn á jassinum; „fusion” tónlist- inni? „Þaö byrjaði aö ég keypti mér plötu meö hljómsveitinni Return To Forever, en í þeirri hljómsveit var gítarleikar- inn A1 DiMecola. Þessi plata varð til þess aö ég ánetjaðist þessaritónlist.” Varö A1 DiMeola fyrirmynd? „Já, einmitt. Eg las alls konar viðtöl viö hann í músík- blöðum. Hann haföi lært á gítar og sagöi í þessum viðtölum aö maður yröi að geta lesiö nótur og þess háttar. Þá fór maður aö pæla í því sjálfur. Maöur kemur nefnilega mjög fljótlega að vegg tónlistar- lega ef maður kann engan nótnalestur. Eg er ekki aö segja að þaö sé algjört grundvallaratriöi til aö geta spilaö, en þaö opnast alveg nýr heimur fyrir manni kunni maöur aö lesa nótur. Þaö fer til dæmis enginn maöur í háskóla ólæs. Þú veröur aö geta aukiö viö þig fróðleik og hann færöu meö því aö lesa. Þetta er alveg eins í tónlistinni. Það er til óhemju mikill tónlistarlegur fróðleikur einmitt í nótunum.” ,,Bara að þessu fyrir okkur sjálfa til að byrja með” Hvenær verður Mezzoforte til? „Viö byrjuðum að spila saman aö gamni okkar einmitt 1977; þetta gerðist allt á sama tíma. Þaö voru þeir sömu og eru í hljómsveitinni enn þann dag í dag, fyrir utan Kidda (Kristinn Svavarsson saxófónleikari). Til aö byrja meö vorum viö bara aö þessu fyrir okkur sjálfa en svo komum við fram í Jasskjallaranum og þaö var eiginlega upphafiö. Á þessum tíma spilaði ég í hljómsveitinni Tívolí, en var svo boðið ásamt Gulla og Eyþóri í hljómsveitina Ljósin í Bæn- um. Þannig kynntumst viö Steinari Berg í Steinum hf. Hann fær svo áhuga á þessari tónlist, sem viö í Mezzoforte erum að fást við, og ræöst í að gefa hana út. Eg býst við aö þaö hafi hjálpað til að einmitt á þessum tíma er Jakob Magnússon byrjaöur aö fást við svipaða tónlist. ” Hvaöa fyrirmyndir höföuö þiö helst aö Mezzoforte? „Þaö var náttúrlega Return To Forever til aö byrja með. Allir meðlimir þeirrar hljómsveitar voru einnig sólistar og viö hlustuöum mikið á þá. Svo var Jeff Beck líka í uppá- haldi.” Hvemig þróaðist þetta svo áfram? „Viö gefum út okkar fyrstu plötu 1979 og þaö gekk ágæt- lega. 1 framhaldi af því gerðum við þriggja plötu samning við Steina og hann rann út meö síðustu plötu. Viö erum reyndar búnir að gera nýjan þriggja plötu samning við Steina núna.” ,,Spiluðum vandaða dansmúsík ” Hvernig gekk að fá fólk til að hlusta á ykkur þarna í upp- hafi? Var þaö ekki erfitt? „Nei-nei, þaö gekk ágætlega. Viö spiluöum mikið á tónlist- arkvöldum og fengum alltaf góöar undirtektir enda hefð- um viö hætt þessu heföi ekki verið neinn áhugi á þessu.” Þetta var á þeim tíma þegar lifandi tónlistin fór aö koma fram aftur og þá eitthvað annað en dansmúsíkin. Viö spil- uðum ekkert á böllum.” En þiö reynduö fyrir ykkur í dansmúsíkinni? „Já, reyndar starfræktum viö í smátíma band, sem hét Noröurljósin. Þaö var Mezzoforte og Ellen Kristjánsdóttir söngkona. Viö spiluðum lítilsháttar á böllum og þá vandaöa dansmúsík,” segir Friörik og glottir. „Þaö gekk ágætlega en við hættum þessu fljótlega og ákváöum að einbeita okk- uraðMezzoforte.” Hvernig gekk aö lifa af músíkinni á þessum tíma? „Maöur fékk vasapening út úr þessu. Svo fékk ég tölu- vert af „sessionvinnu” líka. Þaö fannst mér reyndar leiðinleg vinna til lengdar og er alveg hættur henni núorö- iö.” Tónlist Mezzoforte hefur tekiö nokkrum breytingum frá upphafinu. Hún er oröin mun léttari og hressilegri. Hvaö hefur valdið þessum breytingum? Er þaö markaöurinn eða hafið þiö þroskast í þessa áttina gegnum árin? „Ég veit þaö ekki. Viö höfum aldrei haft þaö markmið aö gera fólki til hæfis. Hins vegar hafa alltaf veriö eitt eöa tvö lög á hverri plötu sem hafa veriö þannig úr garöi gerö aö þau ganga betur í eyru almennings en hin. Þetta hefur gerst af sjálfu sér. Viö sitjum ekki sveittir viö aö reyna aö búa til hit-lög. Þaö er mikiö frekar aö hættan á þessu fari aö koma núna. Þaö er æöisleg pressa á þetta alla vega.” ,,Sest við píanóið ípásum og sem lög” Nú hefur þessi tónlist ykkar veriö kölluö diskófönk. Hafiö þið ekki fjarlægst jassinn, er ekki spuninn í jassinum and- staöa diskósins? „Jú, jassinn er aö sjálfsögöu meira lifandi og frjálsari og munurinn á þessari tónlist sem viö erum aö spila og honum er sá að það er mun fastari taktur í okkar músík. Hins vegar er nokkuö mikill spuni og frjálsræöi í músíkinni hjá okkur líka. Viö improviserum eins og jassleikarar, en mun- urinn er sem sagt að viö höldum þessum stööuga takti sem einkennir þetta diskófönk eöa hvaö á aö kalla þetta. Það er kannski þetta sem hefur gert þaö aö verkum aö þessi músik hefur oröiö svona vinsæl.” Nú semjiö þiö öll ykkar lög sjálfir. Hvernig vinniö þiö tón- listina? „Yfirleitt kemur einhver meö hugmynd aö lagi sem viö útsetjum síöan sameiginlega.” Hvernig semur þú s jálf ur lög ? „Þaö gerist yfirleitt þannig aö þegar ég er niöri í skóla aö æfa á gítarinn tek ég mér pásu við og viö og sest þá viö pí- anóið og sem eitthvað. Flest mín lög hafa orðið til á þennan hátt.” Þú semur á píanó? „Já, ég geri þaö meira núorðiö. Eg hef veriö aö læra á pí- anó svona sem aukahljóðfæri meö gítarnum, en ég sem á gítarinnlíka.” Hvenær hefst síðan kynning á Mezzoforte erlendis? „Þaö var 1980 aö platan I hakanum kemur út í Bretlandi. Það gekk svona sæmilega. Síöan fórum við út og gerðum plötuna Þvílíkt og annaö eins, en einhverra hluta vegna varð aldrei neitt úr aö hún væri gefin út í Bretlandi. Það kom einhver afturkippur í þetta. Það er svo aftur núna aö þetta fer aö ganga eitthvað.” Hver voru ykkar viöbrögö viö þessari velgengni í Bret- landi? „Eg er búinn að vera mjög rólegur yfir þessu, en þetta er óneitanlega spennandi. Maöur átti alls ekki von á þessu.” Hvaö meö viöbrögð hinna hljómsveitarmeðlimanna? „Þeir eru náttúrlega mjög spenntir, þarna er kominn möguleiki aö virkilega lifa af þessu. Þaö er í rauninni ekki hægthér heima.” ,,Það verður að grípa gœs- ina meðan hún gefst” Er eitthvað til í því aö þú hafir verið aö hugsa um aö hætta í hljómsveitinni í vetur? „Já, ég var aö pæla í því. Eg ætlaöi mér aö fara út þegar ég væri búinn meö skólann og ég var búinn aö sækja um skóla í Bandaríkjunum og komst inn og hvaðeina. Viö ætl- uöum aö fara út í haust. ” Þessu hefur þá verið slegiö á frest? „Já , þessu hefur veriö frestaö á meöan ég sé til hvemig gengur meö híjómsveitina. ’ ’ „Þaö veröur aö grípa gæsina meðan hún gefst,” skýtur Helga inn í. „Skólinn getur beöiö, þetta bíöur ekki,” bætir hún viö. DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. gítarleikari Mezzi Friðrik Karlsson, gítarleikari hljómsveitarinnar Mezzo■ forte, erþeim íslendingum að góðu kunnur sem hafa fylgst rneð velgengni hljómsveitarinnar í Evrópu að undanförnu. Friðrik fæstþó við ýmislegt annað en að spila á gítar með Mezzoforte. Undanfarin sex ár hefur hann verið við nám í klassískum gít- arleik og var einmitt nýkominn úr lokaprófinu er við ræddum við hann. Lokatónleikana hélt hann á uppstigningardag. Við heimsóttum Friðrik og unnustu hans Helgu Jóhannes- dóttur á heimili þeirra á Urðarstíg í Reykjavík. Það mun þó Texti: Sigurður Þór Salvarss«

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.