Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR14. MAI1983. KAltPOV STÓÐ FYRIR SÍI\L — og sigraðl á 50. skákþingi Sovétríkjanna Eftir harða og tvísýna keppni á skákþingi Sovétríkjanna stóð heims- meistarinn, Anatoly Karpov, einn uppi sem sigurvegari. Karpov hlaut 9 1/2 v. af 15 mögulegum, sem er ekki hátt vinningshlutfall, en sýnir hversu baráttan var jöfn. Ekki blés byrlega fyrir Karpov í fyrri hluta mótsins, því að hann tapaði fyrir lítt þekktum skákmanni í 6. umferð, Az- maiparashvili að nafni. Eftir það gætti hann hins vegar betur að sér og tapaði ekki annarri skák á mótinu — vann fimm og gerði níu jafntefli. Þetta er í annað sinn sem Karpov verður skákmeistari Sovétrikjanna. Síöast árið 1976, en eftir það hefur hann ekki tekið þátt, þar til nú. Grslit mótsins urðu annars þessi: 1. Karpov 91/2 v. 2. Tukmakov 9 v. 3. -4. Polugajevsky og Vaganjan 8 1/2 v. 5. Balashov 8 v. 6. -9. Malanjuk, Petrosjan, Psahis, Romanishin 71/2 v. 10.—13. Beljavsky, Agzamov Azmai- parashvili og Razuvajev 7 v. 14.—15. Geller og Jusupov 61/2 v. 16. Lerner 51/2 v. Vladimir Tukmakov kom nokkuð á óvart meö að hreppa 2. sætið, en hann er mistækur skákmaöur. Teflir vel á köflum, en þess á milli ræöur meðalmennskan ríkjum. Polugaj- evsky veitti Karpov haröa keppni, en Vaganjan var lengst af í miðjum hópi. Hann sigraöi meö miklum glæsibrag í undankeppni meistara- mótsins og einnig á alþjóðlegu skák- mótunum í Hastings og Tallinn (ásamt Tal). En nú var sigurganga hans sem sagt á enda, þótt 3.-4. sæti á slíku móti geti varla talist ósigur. Aftar í rööinni koma margar kempur: Tigran Petrosjan, fyrrum heimsmeistari, geröi of mörg jafn- tefli, Lev Psahis missti flugið í lokin og Oleg Romanischin náöi sér aldrei á strik. Sömuleiðis vakti slæleg frammistaöa Beljavsky athygli og Geller varð aö bíta i það súra epli að veröa meö þeim neðstu aö þessu sinni. Allir höföu þó sitthvað til mál- anna aö leggja. Mættu til leiks bar- áttuglaöir og vel vopnaðir nýjum hugmyndum. Viö skulum líta á eina baráttuskák frá mótinu. Þar er Rafael Vaganjan í aðalhlutverki, en hann hefur einkar „kraftmikinn” skákstíl. Reyndar leggur andstæðingur hans, Artur Jusupov, sitt af mörkum til aö gæöa skákina lífi: Fórnar manni fyrir mjög óljósar vendingar en á endan- um veröur hann að lýsa sig sigraöan. Hvítt: Artur Jusupov Svart: Rafael Vaganjan Drottningarpeðsbyrjun. 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Bg5 Bg7 4. Rbd2 d5 5. e3 0—0 6. c3 Rbd7 7. Bd3 He8 8. Bf4 Leikur sem þessi bendir til þess að ekki hafi verið sérlega markvisst teflt af hvíts hálfu í byrjuninni. Hins vegar er ljóst aö eftir 8. 0—0 e5 má svarturvel viöuna. 8. —Rh5 9. 0—0 Rxf4 10. exf4 c5 11. Re5 Db612. Db3 Annars missir hann peð. 12. —Dxb313. axb3 cxd414. cxd4 Ekki er hvíta peðastaðan fögur: Tvípeð á b- og f-línunni og stakt peö á d4. En hann á opnar línur og fær gott tafl fái hann óáreittur aö leika t.d. Hfl-cl-c7. Til þess fær hann ekki frið. Vaganjan lætur nú til skarar skríöa og tekst aö opna tafliö fyrir biskupa sína. 14. —f6 15. Rxd7 Bxd7 16. Ha5 Bh6! 17. g3 Eftir 17. Hxd5 Bc6 18. Hc5 Bxf4 lifnar yfir svörtu biskupunum. 17.—e5! 18.Hxd5?! Djarfmannlega leikiö og vafalaust hefur hann haft mannsfómina í huga. Þó var öruggara aö leika 18. dxe5 fxe5 19. Hxd5, því aö svara má 19. —Bh3 meö 20. Hdl exf4 21. Re4 Kg7 22. f3 og hvítur hefur treyst stööu sína. Svartur leikur betur 19. — Bc6 20. Hd6 exf4 21. Rc4 Had8 og biskupapariö tryggir honum vissa yfirburði. Anatoly Karpov. Skák lón L. Ámason 18.—Bh319.Re4!? Hugmynd hvíts. Þess ber aö geta aö 19. Hdl exf4 20. Re4 er lakara en í afbrigöinu hér aö framan, því aö svartur getur í framhaldi rekiö þenn- an riddara af höndum sér, auk þess sem d-peö hvíts gæti orðið skotspónn svörtu mannanna. 19. —Bxfl 20. Rxf6+ KÍ7 21. Rxe8 Bxd3 22. Rc7 Hc8 23. Hd7+ Kg8 24. fxe5 Þessa stööu hefur Jusupov séð fyrir er hann lék sinn 18. leik. Hvítur á þrjú peö fyrir mann og tvö þeirra eru samstæöir frelsingjar á miöborö- inu, sem ekki virðist auðveit aö stöðva. Leiðin sem Vaganjan velur sýnist örvæntingarfull, en hann lum- ar á trompi í 30. leik sem snýr taflinu við. 24. —Bg5! 25. f4 Ekki 25. Re6 vegna 25. —Bf5! o.s.frv. 25. —Hd8! 26. e6 Hxd7 27. exd7 Bf6 28. Re6 Þar með vinnur hvítur manninn aftur, að því er virðist, og hefur þá tvö peð í vexti og verðbætur. En ekki er allt sem sýnist... 28. —Be4! 29. d8=D+ Bxd8 30. Rxd8 Bd5! Þessa afstöðu biskupsins gegn riddaranum er vert aö leggja á minnið. Riddarinn er lokaður inni og svarti kóngurinn hótar aö sækja hann. Næstu leikir hvíts eru þving- aðir ef hann ætlar aö bjarga hrossinu úr prísundinni. 31. g4 Kg7! 32. f5 gxf5 33. gxf5 Kf6 34. Re6 Kxf5 35. Rc7Ke4 Frábær kóngsstaöa svarts í enda- taflinu gerir útslagiö. 36. Kf2 Kxd4 37. Rb5+ Kc5 38. Rc3 Svariö viö 38. Rxa7 er auðvitaö 38. —Be6! og síðan 39. —Kb6 og riddar- inn fellur. Þessi skák er raunar gott dæmi um yfirburði biskupsins gegn riddara í endatafli af þessu tagi. 38. —Bxb3 39. Ke3 Bc2 40. h4 Kc4 41. Kd2 Bg6 42. Re2 a5 43. Rf4 a4 44. h5 Bf5 45. Rg2 Kb3 46. Kcl b5 47. Re3 Bd3 48. Rd5 h6 49. Rf4 Bf5 50. Re2 Bg4 51. Rf4 a3 52. bxa3 Kxa3 — Og hvítur gafst upp, enda staöa hans vonlaus. KEA-skákmótið á Akureyri Um hvítasunnuna veröur haldiö helgarskákmót á Akureyri sem Kaupfélag Eyfirðinga stendur aö ásamt Skákfélagi Akureyrar. Mótiö hefst kl. 20 föstudaginn 20. þessa mánaðar og lýkur mánudaginn 23. — á annan í hvítasunnu. Teflt er á Hótel KEA, 7 umferðir eftir Monrad-kerfi, og eru vegleg verölaun í boði. Alls veröa kr. 18.500 í verðlaun, þar af kr. 7.000 í 1. verðlaun. Nokkrir af sterk- ustu skákmönnum þjóðarinnar veröa meöal þátttakenda og verður reynt að vanda til mótsins í hvívetna. Nánari upplýsingar um mótið má fá hjá formanni Skákfélags Akureyrar, Gylfa Þórhallssyni, í síma (96)- 23926, en þátttaka er öllum heimil. SKUGGALEG SLEMMA, M FRÁBÆRT LRSPIL Mörgum er eflaust í fersku minni þegar hollenska auðkýfingnum Maur- its Caransa var rænt fyrir nokkrum ár- um og síðan skilað gegn greiðslu hás lausnargjalds. Færri vita aö Caransa hefur um ára- bil staðið fyrir árlegu bridgemóti sem líkt hefur verið við Wimbledonkeppn- ina í tennis. Mótið byggir á því að stór- fyrirtæki kosta sveitir til keppni og veljast því allar bestu sveitir heimsins til þátttöku. Að þessu sinni vann norsk sveit, sem kostuð var af Bergen Bank, glæsilegan sigur, en hún var skipuð góðkunningj- umokkar Islendinga. Tor Hellnes, Leif Erik Stabell, Reidar Lien og Per Breek. Þeir hafa allir spilaö á stórmót- um Bridgefélags Reykjavíkur. XQ Bridge Stefán Guðjohnsen Stíll Norðmannanna byggist á mik- illi sagnhörku og frábæru úrspili og er spilið í dag gott dæmi um hvorttveggja en það kom fyrir í síðustu umferöum mótsins við sveit frá Danmörku. Suður gefur allir á hættu Norduk A AK63 V KG64 O 92 * Á83 Vl.STl R Austur * 10982 * 7 D8 V Á107532 O D853 O G1076 * K74 * 109 SUOUR ADG54 V9 O AK4 *DG652 Breck og Lien eru komnir í „Precisionflokkinn” og sagnseria þeirra var eftirfarandi: Maurits Caransa. Suður Vestur Norður Austur 2 L pass 2 T pass 2S pass 4 T pass 5 T pass 6 S Oneitanlega er slemman vond en staða leiksins bauð upp á örþrifaráð hjá Norðmönnunum. Blakset í vestur spiiaði út tígli og Breck var ekki sérlega ánægður þegar hann sá blindan. Hann ákvaö hins veg- ar að besti möguleikinn væri aö taka þrisvar tromp og spila hjarta, í þeirri von að vestur gæfi með ásinn. Hins vegar varð hann að hætta við þetta, þegar austur var ekki með í ann- an spaðann. Með trompin +1 var ekki hægt að trompa tígul til þess að ná tólfta slagnum. Hann varð því að fá fimm slagi á lauf og tryggja sér einn slag á hjarta þótt hann gæfi slag á hjartaás. Breck fór því inn á trompdrottningu, spilaði hjarta og setti gosann þegar vestursetti lágt. Austur drap á ásinn og spilaði tígli. Breck drap á kónginn, spilaði laufa- drottningu og svínaði. Þegar hún hélt kom gosinn á eftir, kóngur og ás. Þá var hjartakóngur tekinn, tígli kastað að heiman, laufáttan tekin, síðan heim á trompgosa og tvö siðustu laufin stóðu. Heldur skuggaleg slemma en frá- bært úrspil. Bridgedeild Skagfirðinga Síöastliöinn þriöjudag var spilaöur tví- menningur í tveim riðlum. Efstir urðu: A-riðili 1. BaldurÁrnason-SveinnSigurgeirs. 122 2. Högni Torfason-Siguröur Sigurjöns. 117 3-4. Garðar Þórðarson-Guðm. Þðrðarson 116 3-4. Gisli Tryggvason-Guðlaugur Níelsen 116 B-riðiU 1. Vilbj. Sigurðs.-VUhj. Vilhjilms. 131 2. Sigmar Jðnsson-VUhjálmur Einars. 130 3. Karoiina Sveinsd.-Sveinn Sveinsson 117 4. Cyrus Hjartarson-Hjörtur Cyrusson 112 Spilaö verður næstu þriðjudaga meöan aðsókn er svona góð. Keppnisstjóri er Guðmundur Kr. Sigurðsson. Bridgefólag Kópavogs Firmakeppni BK fyrir árið 1983 var háð fimmtudaginn 5. maí. Þátttaka var f remur dræm en úrslit urðu annars þessi: Nafn firma. Nafn spilara. Stig. Hörsteypan hf. Sigrún Pétursdðttir 144 BUasaú Matthiasar Grimur Thorarensen 136 Prjðnast. Gunnl.Slg. Sig. Gunnlaugs. 136 BIossi sf. Rósa Þorsteinsdðttir 131 RUdsskip Þðrir Sveinsson 130 Meðalskor 120 stig. Firmakeppnin var síðasta spila- kvöld vetrarins og þakkar stjóm BK firmum fyrir þátttöku í firmakeppn- inni og spilurum sem spiluðu hjá félag- inuívetur. I jílímánuði nánar tiltekið 4.-12. júlí nk. mun vinafélag BK, Bridgefélag Klakksvíkur, Færeyjum, heimsækja okkur. Félögin tvö hafa skipst á heim- sóknum undangengin 15 ár og líða að jafnaði tvö ár á milii heimsókna. Gest- ir búa heima hjá gestgjöfum og hefur margur eignast góðan vin í gegnum þessi samskipti við Færeyinga. Bridgefélag kvonna I annarri umferö parakeppninnar fengu eftirtalin pörhæsta skor: Esther Jakobsdðttir—Svavar Bjömssou 192 Újgfía Jðnsdðttlr—Baldur Asgeirsson 192 Körgrét Margeirsd.—Gissur Gissurars. 178 AldísSchram—EllertSchram 178 en efstu pörin eftir 2 umferðir eru: Esther Jakobsdðttir—Svavar Bjömsson 387 SigríðurPálsdðttir—Úskar Karlsson 364 Guðrán Bergsdðttir—Eggert Benðnýsson 359 Gerður ísberg—Sigurþðr Halldðrsson 356 Margrét Margeirsd,—Gissur Gissurars. 353 Þorgerður Þórarinsd.—Steinþór Ásgeirss. 350 3ja umferð verður spiluð í Domus Medica á mánudaginn kemur. Lausar stöður Þrjár kennarastöður við Fjölbrautaskólann á Akranesi eru lausar til umsóknar. Um er að ræða stöðu kennara í efnafræði og stærðfræði, í sálarfræði og í heilbrigöis- og umhverfis- fræðum (11/2 staða). Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 6. júní nk. — Sérstök umsóknareyöu- blöö fást í ráðuneytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 9. maí 1983.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.