Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 40
79090 SENDIBÍLASTÖÐ KÓPAVOGS SKEMMUVEGI 50 Símsvari á kvöldin og um helgar OTftOO auglýsingar JLIXJJlJL SÍOUMÚLA33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 Q//1 1 RITSTJORN OOO I 1 SÍÐUMÚLAlí LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983. Naust: Þjónarfá að blanda Verkfalli þjóna í veitingahúsinu Nausti var aflýst í gær. Þjónarnir hef ja störf á ný á mánudag. Stjórn og trúnaðarmannaráö Félags framreiðslumanna sam- þykktu einróma síödegis í gær sam- komulag sem gert var fyrr um dag- inn við eiganda Nausts, Omar Halls- son, á fundi hjá ríkissáttasemjara. Það sem breytist við samkomulag- iðeraðþjónamirþurfaí framtíðinni að slá alla sjússa, sem afgreiddir eru, inn á tölvukassa veitingahúss- ins. Upphaf deilunnar var það að eigandi Nausts breytti áfengisaf- greiðslu þannig að húsið ætti vínlag- erinn og afgreiddi sjússa til þjóna. Félag framreiðslumanna fékk hins vegar framgengt þeirri kröfu sinni að þjónamir blönduðu áfram drykki úr eigin flöskum. -KMU. Stjóri Peter- borough til ísafjarðar? Þekktiir enskur knattspyrnuþjálf- ari, Martin Wilkinson aö nafni, mun koma hingað til lands á sunnudaginn til skrafs og ráöagerða viö Isfirð- inga, sem eru að leita sér að þjálfara fyrir 1. deildarlið sitt í knattspyrnu. Martin Wilkinson er núverandi framkvæmdastjóri Peterborough sem leikur í 4. deild á Englandi. Áður var hann aðstoðarmaður Allan Clarke hjá Leeds United þegar Leeds lék í 2. deíld. -klp- Sólbaðsveður sunnanlands Þeir landsmenn sem verða á svæðinu frá Reykjavík allt austur í öræfasveit um helgina fá notið veðurblíðu. Sannkallað sólbaðsveður verður sunnanlands léttskýjaö, vel hlýtt og hægviöri. Hitamælar ættu þar að sýna tveggja stafa tölu. Kvikasilfrið í tótamælum norðan- lands og austan verður ekki eins út þanið. Þar mun það rétt ná að lyfta sér upp fyrir núliið. A Norður- og Austurlandi má auk þess búast við þokuslæðingi og jafnvel dálitilli siyddu eða rigningu. -KMU. Skyldi Geir komast í rúm á skútu Denna? LOKI Framsókn vill viðræður við Sjálfstæðisflokkinn — samþykkir að lögbundnar verðbætur nái til áramóta Á fundi þingflokks og fram- kvæmdastjómar Framsóknarflokks- ins í gær var ákveðið aö óska eftir nýjum viöræðum við Sjálfstæöis- flokkinn um myndun meirihluta- stjórnar. Geir Hallgrímsson sagði í samtali við DV í gær að afstaða til þessarar málaleitunar yrði tekin á fundi þing- flokks S jálfstæðisflokksins sem hald- inn veröur klukkan 2 í dag. Samkvæmt heimildum DV mun Framsóknarf lokkurinn tilbúinn til að samþykkja aö verðbætur verði aöeins lögbundnar tvö verðbótatima- bil, eöa fram til áramóta en falli frá kröfu sinni um lögbindingu til eins árs. Þess í stað vilja framsóknar- menn hafa opinn möguleika á frekari lögbindingu eftir áramót ef aðstæöur gefa tilefni til. Að öðm leyti munu tillögur þeirra vera á svipuöum nót- um og fram kom í viðræðum flokk- annaísíöustuviku. Steingrímur Hermannsson sagði eftir þingflokksfundinn í gær að hann teldi ekki raunhæft aö koma saman rikisstjórn f jögurra eða fimm flokka á þeim skamma tíma sem væri til stefnu. „Það yrði hygg ég mikið verk og ennþá meira verk aö halda slikri ríkisst jórn saman. ’ ’ Steingrímur sagöi ennfremur: „Við framsóknarmenn viljum ekki mynda ríkisstjórn til skamms tíma. Viö teljum að þjóðin hafi annaö aö gera en ganga til nýrra kosninga. Við viljum mynda ríkisstjórn sem setur sér að taka á efhahagsmálunum og leysa þann vanda.” Steingrímur sagðist ekki mundu ræða við Alþýðu- flokkinn ef flokksstjóm hans félli ekki frá skilyrði sínu um f orsætisráð- herra í ríkisstjórninni. Þingflokkur og framkvæmdastjóm Framsóknarflokksins á fundi sínum í gær. Á myndinni til hliðar kikir for- maður flokksins í DV og „leitar línunnar”. DV-myndir Einar Ólason. Ef Sjáifstæðisflokkurinn samþykk- ir umræðugrundvöllinn og ljær máls á frekari viðræðum er talið að form- legar viðræður muni hefjast á sunnu- dag. ÓEF/HERB Skólamálin íKópavogi: Bæjarstjórnin sanh þykkti samninginn - á þriðja þúsund Bæjarstjóm Kópavogs samþykkti á fundi sínum í gær skólasamning þann sem gerður var mUli bæjarráðs og ríkisvaldsins fyrir skömmu. Níu fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Alþýðubandalags voru fylgjandi, tveir fulltrúar Al- þýðuflokks á móti. I nafnakaUi við atkvæðagreiöslu lét Guðmundur Oddson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins, bóka mótmæU við því að tekið sé burt eitt skólahús áður en annaö er byggt, einnig að ál- þýðuflokksmennirnir óttist upplausn og rótleysi, sem af samningnum hlýst, meðal þeirra sem harðast verðafyrirhonum. Samkvæmt samningnum verður Víghólaskóli nú lagður niður sem grunnskóli en Menntaskólinn í Kópa- vogi fær húsnæði hans. Nemendum Víghólaskóla verður dreift í Digra- nesskóla og Kópavogsskóla. I haust á manns mótmælti síðan aö taka tU starfa HjallaskóU með nemendum sem teknir verða úr yngstu bekkjum Digranesskóla. Hótel- og veitingaskóUnn flyst ínnan fárra ára í Kópavog og í fram- kvæmdaáætlun sem samningnum fylgir eru skuldbindingar rUús og bæjar um ákveðna uppbyggingu skólamála í bænum næstuö árin. I byrjun fundarins i gær var tU- kynnt um undirskriftalista með nöfn- um 2359 Kópavogsbúa sem mótmæla hugmyndum samningsíns. Það voru nemendur Vighólaskóla sem stóðu að þessari söfnun og voru sumir þeirra á bæjarstjórnarfundinum. I fundarlok samþykktu bæjarfuU- trúar samhljóöa að breytingamar yrðu látnar gerast þannig að sem minnst röskun hlytist af fyrir nenemdur og kennara skólanna. JBH Gömlum manni hótað hroðalegum dauðdaga — hefur fundið bréf með morðhótun í útihúsum sfnum á Vatnsleysuströnd Gamali maður, sem búsettur er á Vatnsleysuströnd, hefur að undan- fömu fengið morðhótunarbréf frá einhverjum aðila sem aðgang hefur að húsakynnum hans. Ottast gamU maöurinn að alvara leynist bak við þessa hótun og hefur óskað hjálpar frá iögreglunni í Keflavík. Bréf þessi þar sem gamla manninum er hótað öllu Ulu, og þar á meðal hroðalegum dauðdaga, hefur hann fundið í útihúsum sínum. Hefur hann fengið nokkur slík bréf og eru þau óundirrituð. Aftur á móti hafa verið skráð á þau nafnnúmer, en þau eru fölsuð. GamU maðurinn hefur haft mikla ánægju af því aö tala í talstöð og hlusta á það sem þar kemur fram. Einhverjir aðilar hafa leikið sér að þvi að skemma þá ánægju fyrir hon- um að undanförnu og er haldið að það sé sami eða sömu aðiiar og hafa verið að senda honum morðhótunina. Rannsóknarlögreglan í Keflavik er nú að kanna þetta mál enda stendur fólki á Vatnsleysuströnd ekki á sama um þaö eftir að bréfin fóru að finnast í húsum gamla mannsins. -klp. SLASAÐIST LÍFSHÆTTULEGA Tólf ára gamall pUtur slasaöist gatnamót Rofabæjar og Hlaðbæjar. lífshættulega er hann varð fyrir bif- ' Hann gekk afturfyrir strætisvagn og reið í Arbænum í gærmorgun laust út á veginn, en um leiö kom bUl úr f yrir klukkan hálf tíu. gagnstæðri étt og lenti á honum. Pilturinn var að koma frá biðstöð DV var ekki kunnugt um hvernig Strætisvagna Reykjavíkur við Uðanhans var í gærkvöldi. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.