Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR15. ÁGUST1985. Sigmundur Andrésson afl loknu hinu frœkilega flugi, þar sam hann bætti Íslandsmetifl um 7000 fet. Hann hefur stundafl svifflug I tæp 20 ér. Mynd: Magnús Sverrisson. Svartidauði í f rí- höfninni í Lúxemborg Black Death, eftirlíking Valgeirs Sigurðssonar, veitingamanns í Lúxemborg, af íslenska brennivíninu, fæst nú í fríhöfninni á Findel-flugvelli í Lúxemborg. Flaska af Svartadauöa kostar þar tæpar 300 krónur íslenskar en með líkkistu, sem er umbúðimar, kostar flaskan um 700 krónur. Þessar sérkennilegu umbúðir eru smíöaöar af föngum í rammgeröasta fangelsi Lúxemborgar. Líkkistumar em úr tré, málaðar svartar og lokið er á hjörum. Valgeir Sigurðsson reyndi fyrir mörgum árum að fá leyfi Afengis- og tóbaksverslunar ríkisins til að selja islenskt brennivín erlendis í umbúðum af þessu tagi. Þegar honum var synjað um leyfið ákvaö hann sjálfur að fram- leiða eftirlíkingu af brennivininu. Hann tók bmgghús á leigu og kom hinni frumlegu hugmynd sinni í verk. Tilraunaframleiðslu er lokið fyrir nokkm. Um þessar mundir vinnur Valgeir að því að koma vörunni á alþjóðleganmarkað. -KMU. Kísilmálmverksmiðja: Fundur með Elkem 23. ágúst „Þetta var stórkostleg útsýni, þaö var eins og maður væri uppi á Everest,” sagði Sigmundur Andrés- son svifflugmaður í spjalli við DV en hann setti nýtt Islandsmet í svifflugi sl. mánudagskvöld. Sigmundur náöi 28.000 feta hæð (8 1/2 km) og vom skilyrði til flugsins einstaklega góð aö sögn hans sjálfs. „Eg fór upp eftir til að toga fjóra félaga mina upp í svokallaða gull- hækkun sem er þriggja kílómetra hæð. Ég ákvaö svo að skella mér upp sjálfur. Nokkrir hinna náðu gullhækkuninni sem er alþjóðlega skráð afreksstig.” Sigmundur sagði að hjá sér hefði þetta verið met bæði í flughæð og flughækkun því hann var togaður upp í 300 metra hæð. Aðspurður kvaðst Sigmundur oft hafa komist nokkuð í námunda við þessa hæð, síöast nú á þriðjudaginn er hann fór ásamt þremur öðrum upp í u.þ.b. 20.000 fet (6 km). Þá svifu þeir yfir Suðurlandi og virtu m.a. fyrir sér Þórsmörk og Land- mannalaugar í frábæm skyggni. Þeir félagar héldu sig þó vísvitandi undir 20.000 feta mörkunum vegna flugumferðar. Sigmundur náði 28.000 feta hæöinni í svokölluðu bylgjuuppstreymi. „Þegar verið er að lýsa lofti er auðveldast að bera það saman við vatn. Það gerist nákvæmlega þaö sama þegar vatn rennur yfir mis- hæðir og þegar loft fer yfir land. Fjöllin mynda bylgjur, loftið streymir upp hlíöar fjalla og svo niður hlémegin. Við notum upp- streymið til að ná hækkun en þurftum oft að fara í gegnum niður- streymið.” En er 28.000 fet eitthvað nálægt heimsmeti? Ekki kvað Sigmundur svo vera: „Þaðer reyndar til gamalt heimsmet f rá 1961 en það verður ekki slegiö. Þegar komið er upp í mjög mikla hæð fer blóðið að nálgast suðu- mark. Þaö var maður með geim- ferðaþjálfun sem á þetta heimsmet sem var 14 kilómetra hæð. En i slíku tilviki er komið langt upp fyrir hættumörk,” sagði Sigmundur Andrésson að lokum. -pá. „Það hefur lítið nýtt gerst í stóriðju- máium undanfarið en þann 23. ágúst verður fundur um kísilmálmverk- smiðju með norska fyrirtækinu Elkem. Þetta verður vinnufundur og ég á ekki von á að neinar ákvarðanir verði teknar á honum,” sagði Birgir Isleifur Gunnarsson, formaöur stóriðju- nef ndar, í samtali við DV. — Hefur Elkenr áhuga á verksmiðju í Hvalfirði? „Það hefur ekkert komiö til umræðu ennþá en ég býst við að þeir kjósi frekar að standa að verksmiðju í Hvalfirði.” — Eru fleiri fyrirtæki í sigtinu í sambandi við kísihnálmverksmiðju? „Já, við höfum verið í sambandi við breskt fyrirtæki, Rio Tinto Zink, út af kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, en það hefur legið í láginni í sumar vegna fría hjá fyrirtækinu. Ég á von á fundi með þeim einhvem tíma í sept- ember.” -JKH. Brottrekstrarmálið á Vellinum: Var Sverrir dónalegur? „Ég hef fengið þau svör að varnar- málanefnd telji sig ekki geta gert neitt í þessu máli en því fer f jarri að Sverrir hafi sýnt mér einhvern dónaskap,” sagði Karl Steinar Guðnason alþingis- maður í samtali við DV í gær. Karl Steinar hefur, ásamt Félagi íslenskra stjórnunarmanna á Kefla- víkurflugvelli, verið að leita skýringa á brottrekstri Jónasar Guömunds- Nei, segir Karl Steinar. — Ef til vill, segir HSK sonar úr starfi skrifstofustjóra hjá Fjármálastofnun vamarliðsins. Hefur áður verið sagt frá þessu máli í DV og það haft eftir Jónasi síðast- liðinn mánudag aö þegar Karl Steinar og FISK leituðu svara í síðustu viku hjá Sverri Hauki Gunnlaugssyni hjá vamarmáiaskrifstofu utanrikisráðu- neytisins hafi Sverrir sagt þeim aö þeim kæmi máliö ekkert við. Sverrir neitar að hafa nokkurn tím- ann sagt þetta og nú hefur Karl Steinar Guönason vísað þessum ummælum Jónasar á bug. Theodór Magnússon, stjórnarmaöur í FISK, hafði hins vegar þetta að segja um fullyrðingu Jónasar, þegar DV ræddi við hann i gær: „Ég man nú ekki glögglega hvað Sverrir sagði, en þetta, að málið kæmi okkur ekki við, hefur ef til vill legið í. oröunum. Ég fór að minnsta kosti af fundi hans í síöustu viku i þeirri trú aö FISK gæti ekki skipt sér frekar af þessu máli. Sverrir hafði bent okkur á aö vinnuveitandi hefði rétt til að segja manni upp án ástæðu. Þetta skildum við sem svo að við heföum engan rétt til að blanda okkur frekar í málið.” -EA. Setti nýtt met í sviff lugi: Eins og maður væri kominn upp í Everest — segir Sigmundur Andrésson sem náði 28.000 feta hæð á mánudaginn j dag mælir Dagfari______________j dag mælir Dagfari_______ í dag mælir Dagfari Við viljum bláan strætó Leiðarar Morgunblaðsins ern alla jafna hin mcrkilegasta lesning. Þar er fjallaö um þau málefni sem efst eru á baugi hverju sinni, jafnt hér innanlands sem á alþjóðavettvangi. Þegar mlkið liggur við eru leiðararnir skrifaðir í viðhafnarstíl í extra stærð og segja má með sanni að þar sé að finna hornstein hinnar dyggðugu og kristilegu íhaldsstefnu alheimsins. Gott ef hún á ekki lög- heimili i Aðalstrætinu. Þar eru kommarair skammaðir og Kanarnir lofaðir, þar er Nato varið, Sjálf- stæðisflokkurinn, fjölskyldufyrir- tækin, borgarstjórinn okkar, bonus pater familias og þar er meira að segja að finna skilgrelningar á því hverjir séu góðir sjálístæðismenn og vondir sjálfstæðismenn. Menningin á þar athvarf, bindlndið, lögreglan og hin heimavinnandi húsmóðir. Thatcher og Nixon, og nú síðast Reagan, era í náðinni í leiðurum Morgunblaðsins, Geir Hallgrímsson og Þorsteinn Pálsson og fleiri mætir þjóðhöfðingjar og stjóramálaskör- ungar. Eins og fram kemur í þessarí upp- talningu er Morgunblaðinu ekkert óviðkomandi sem höfuðmáli skiptir þegar stórmál og stórmenni era annars vegar. I samræmi við þá stefnu sína að hefja sig yfir dægur- þrasið og smámálin mátti lesa í Morgunblaðinu í gær ítarlegan og gagnmerkan leiðara um nýjan lit á strætisvögnum Reykjavikur. Strætó hefur um árabil verið málaður grænum lit en nú hefur borgarstjóra ákveðið að skipta um lit og hafa vagnana gula. Morgunblaðið segir að fyrirmyndin sé tekin frá Dan- mörku, en þar séu strætóvagnar gulir, sem sýnir enn og aftur að leiðarahöfundar Morgunblaðsins eru sigldir menn og margfróðir um alþjóðamál. Og af því að Morguu- blaðið hefur vit á aiþjóðamálum segir svo í leiðaranum: „Þótt guli liturinn hafi reynst vel i Kaupmannahöfn, kann allt annað að eiga við hér á landi.” Þetta er spak- lega mælt og ekki fyrir hvera sem er að átta sig á þessari staðreynd. Síðan er það rætt fram og aftur i leiðaranum hvaða þýðingu það hafi að mála strætóana mismunandi litum og um merkingu litanna, sér- staklega er fjallað um rauðan lit og bláan sem bafa greinilega sérstaka og mikilvæga þýðingu í augum Morgunblaðsins. Niðurstaðan er sú að „stæðu borgaryfirvöld í Reykja- vik frammi fyrir því að velja á mllll rauðra strætisvagna eða blárra, þarf enginn að efast um niðurstöðuna”. Eins og fyrr segir era leiðara- höfundar Mbl. melstarar i þeirri list að draga pólitiskar ályktanir af gerðum manna og orðum. Þannig hefur Morgunblaðið tengt litaval á strætisvögnum inn i hið pólitiska lit- róf sitt. Blaðið er á móti gulum vögnum, það er á móti grænum vögnum og það er á móti rauðum vögnum. Morgunblaðið vill bláan lit á strætó. Blái liturinn er Utur SjáUstæðis- flokksins, kristUegs kærleika og sannra ihaldsmanna og auðvitað á að mála vagnana bláa í samræmi við bláu bókina og bláa Utinn á meirihlutanum. Það verður spennandi að fylgjast með framvindu þessa máls. Blaðið viðurkennir að visu að smekkur fólks sé misjafn og „þeir eru margir sem eru andvígir því að þessi guU Utur verði settur á alla vagna SVR”. Biaðið vUl að strætófarþegar segi áUt sitt en tU þrautavara að vagnarnir verði málaðlr í fleiri Utum. LitavaUð á strætó er stórpóUtiskt mál. Annars væri Mogginn ekki að fjalla um það. Hann skUur það sem við hin skUjum ekki. Hveralg væri að mála þá strætóa bláa sem sjálf- stæðismenn ferðast með og rauða fyrir kommana? Gulu vagnarnir væru þá handa þeim sem ekki vUja gefaslgupp. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.