Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR15. AGÚST1985. PANTANIR SÍMI13010 KREDlDKOR TA PJONUS TA HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. Kennarar — Dalvík — Dalvíkurskóli Á Dalvík búa tæplega 1400 manns. Dalvík er vel í sveit sett og aðeins 45 km akstur til Akureyrar. Okkur vantar kennara til að kenna íslensku, ensku, dönsku og eðlisfræði í 7.-9. bekk og framhaldsdeild. Þeir kennarar sem hafa áhuga hafi samband sem fyrst. Upplýsingar veitir skólastjóri í símum 96-61380 og 96-61665. Skólanefnd. Skólanefnd Grunnskólans á ísafirði auglýsir Okkur vantar kennara í eftirtaldar greinar: 1. Almenna kennslu. Meðal kennslugreina: danska, eðlisfræöi, stæröfræði og tönmennt. 2. Sérkennslu, 2—3 stöður. Nánari upplýsingar veita formaður skólanefndar, Lára G. Oddsdóttir, í sima 94-3580 og skólastjóri, Jón Baldvin Hannesson, í síma 94-4Í294. Skólanefnd í EFTIRTAJ.DÁ JEPPA: BRONCO Einnig SCOUTll stýrisdemparar BLAZERl JEEP l OG RJ-EIRI I PÓSTSENDUM f-, haberc hf. SReifunni 5a — Simi 8*47*88 Járnsmíða- og blikksmíðavélar til sölu Kantprossa (exentr.) 3500 mm lengd, 100—150 tonn, 10 ha. mótor. Plötusax (hydr.), 2500 x 4 mm. Boygjuvól (handdr.), 3007 x 1,5 mm. Pullmax, 1000 x 4,5 mm. Ronnibekkur, 1500 x 190 mm. Beygjuvél, 1004 x 1,2 mm. Höggpressa, 7 tonn. Plötuklippur. Gálgapressa (legupressa) 60 tonn. Legupressa, liggjandi. Vélsög, 14" Prófílsög m/kœlingu. Radíalborvél. Súluborvél. Smergel. Sambyggður lokkur og kllppa, mótordrifinn. Sambyggður lokkur og klippa, handdrifinn. Rafsuðuvél (argonsuðuvéi m/kút), 180 A. Rafsuðuspennir 250 A. Rafsuðuvél, róterandi, 400 A. Punktsuðuvél. Loftpressa 1200 l/min. með 6001 kút. Upplýsingar: Beltasmiðjan SMIÐUR, Urðarholti 1. Símar 666155 og 666616 — 666358 og 666792 næstu daga. ð, SJÓN! Sjón: OH! Medúsa, 1985,16bls. Þetta kver er prýtt 7 klippi- myndum eftir höfundinn. Fjórar þeirra eru tvöfaldar, annars vegar Drakúlumyndir, en til hliöar viö þær speglast, stundum á hvolfi, klipptar í sömu útlínur, tuttugu ára gamlar frygöarmyndir af konum í svörtum nærfatnaöi eða engu. Þessi mynda- pör eru táknræn fyrir textann. Kápa er á mynstraöan pappír, vönduð. Textasíður eru ellefu, prentað þversum á A5. Flestar hefjast á „Oh!” og enda á þvi líka. Sú enska upphrópun er skýrð aftan viö text- ann: „Oh! var skrifuð haustið ’84 með aðstoð nokkurra neðanjarðarvætta. Titillinn er fenginn úr lagi eftir Iggy Pop. Oh! Oh!” „Neðanjaröarskáld” eru þau sem ekki koma út hjá forlögum, heldur á eigin reikning, meðal annarra félagar Sjónar í Med- úsu. Lag Iggy Pop er gerólíkt þessari bók, hæðnislega talað um hve spenn- andi sé aö þræða næturklúbba. Þetta kver er ekki safn sjálfstæðra ljóða, heldur er greinilegur sögu- þráður í því frá upphafi til enda. Talandinn er ó ferð. A fyrstu síðu vaknar hann af frygðar- og átaka- draumi í herbergi sinu, borðar morgunmat. Hann gengur síðan út úr húsinu, um torg og götur, sest á bekk, fer stíg „að húsinu þínu”, út um glugga, enn um götur, „í nýtt hús”, „I vatninu á ný” (10. texti er allur á kafi í sjónum), og skiljast les- endur við hann á gangstéttinni. Auk talandans er „hún” og „þú”, kannski sama persónan, aðrar eru í mikilli fjarlægð. I heild eru textarnir framhald af drauminum, átök og losti. Stef eru endurtekin með til- brigðum frá einum texta til annars: 1. „Myrkur sem ekki er hægt aö skrifa nóg um.”, 4. „Myrkur sem ekki er hægt aö snúa aftur til.”, 10. „Myrkur sem ekki er hægt að.” Hvað sem þessu líður, er hver hinna ellefu texta sjálfstæö eining. Þeir gerast á mismunandi stað, hrynjandi þeirra og gerð er breytileg. Sumir textanna eru bein, útúrdúralaus frásögn, en oftar er samhengið ekki rökrétt, stokkið frá einu til annars, eins og í draumi. Síöasti textinn skýrir þetta með einskonar stefnuskrá súrrealism- ans: „Hægra augað. Vakandi. Sjá- andi. Vinstra augaö dreymir. Og bæöi sjáandi. Andlitiö á vélarhlíf- inni. Blint.” Til að hafa fulla sjón þarf semsé að samþætta draum- skynjun við vökuhugsun. Það er einkum í fyrstu og síðustu textunum sem miklar lykkjur koma á söguþráðinn. Talandinn sker egg í 1, umhverf is torgiö i 2 eru hermanna- tjöld, úr þeim koma risavaxnar hendur sem ætla aö skera hann sem egg væri, og 3 hefst þessvegna á: „Blóö. Ur enninu rennur bragðvont blóð.” Þar heyrir hann urrað að sér: „Askorun um aö lagast. Aðlagast ýlfrinu. Úlfur að. Þófamir. Klærnar á hellulögðum stígnum aö húsinu þínu.” Þessi tilvitnun ætti að sýna hvemig framvindan er í textanum, frá orði til orðs, með þvi meðal annars að í honum em slitnar líking- Bókmenntir Örn Ólafsson ar teknar bókstaflega. Hér „urra”, og þó enn frekar það sem ég undir- strika: „Eg er með gangverkið um- flotið. Tannhjólið. Glefsandl. Tann- hjólförin á enninu.” Undir því sam- hengi sem augljósast er á yfir- boröinu, glittir því i annað samhengi, hér ógnvænlegt, en oftar lostafullt (sbr. sömu tvennd i myndunum). Og það samhengi verður svo einrátt í 6.-8. texta. Jafnframt hverfa þar allir útúrdúrar, en í rauninni ríkir sama aðferð og áður: óbein tengsl, hliðstæður. Talandinn starir á dökkan þríhyming skós sins og fitlar við hann niðri á götu, en á annarri hæð fyrir ofan afklæðist kona og leik- ur allar hreyfingarnar eftir við sinn dökka þrihyming, og má kalla þetta hliðstæðusamfarir, galdur. Þó er eins og raunverulegur samruni eigi sér stað í hita leiksins, talandinn fer að eiga við konuna, en hún við skó- inn: „Eg leita að vörunum. Opna þær. Varlega. Hún. Snertir svart leðríð með vísifingri.” Eftir þessa frásögn brenglast söguþráðurinn aftur i 9. og minna margt á gamlar hrollvekjur, en gert hversdagslegt. Múmía „selur minjagripi pissar á götuna.” Ekki er þetta alltaf sam- kvæmt einhverju æðra samhengi (eða öðm en því sem augljósast er), stundum held ég að ætlunin sé einungis aö skapa framandleika, truflun, t.d. í því sem ég undirstrika í sjávarlýsingunni í 10: „Aldrei aftur. Ekki meir. Syndum. Ekki meyr. Rakarastofuskiltl upp úr botnlnum. Auðvitað. Smokkfiskar.” Þetta á þátt í þvi að skapa draumblæ verksins, ásamt þvi að rima saman orð um óskyld hugtök, í þessari til- vitnun og víðar. Hrynjandin er mikilvæg i verkinu. Eins og sjá má af tilvitnunum hér aö ofan, ber mest á örstuttum máls- greinum, eitt orð eöa tvö milli punkta. Áhrif þessa eru mismunandi eftir textasamhengi. Dveljandi, þar sem samhengið er óröklegt, en and- stutt hrynjandi í samfaralýsingunni. Kyrrð eftir hana i upptalningu sjávarlífsins (10). 1 aödraganda samfaralýsingarinnar (6) eru lengri málsgreinar. Textamir næst á undan henni (5) og eftir (9) eru hins vegar greinarmerkjalaus samfella, eins og 2. Þaö skerpir hina hrynjandina meö andstæöum og á þótt í draum- kenndum blæ verksins. Við skulum ljúka þessu með því að birta 5, en loðdýrin i honum minna skemmti- lega á sýningu Sjónar i Langbrók nú í vor. Skilgreining fólksins, sem á dýrunum heldur, virðist alveg út í hött, eins og nefnt hefur verið um fleira hér, sbr. líka andstæðurnar í lýsingu nomarinnar: með grímu úr silfri — sem er þá væntanlega rík- mannleg og vönduð — og boxhanska, tákn ofbeldisins. Þannig rekst vitund lesenda út og suður í lýsingum sem em myndrænar en sundurleitar. Rökhugsunin ein nægir ekki, þar ber að sama brunni súrrealismans og hliðstæðuraar sem áður var um rætt, viss dulhyggja, lostinn og fleira. Hitt sýnist mér ljóst, að hér er skapað eftir frjórri aðferð, en ekki veriö að herma eftir Frökkum, eins og rit- dómari Mbl. lét að liggja í öðru orði... Oh! nú leiðir hún mig inn í tum þar eru flauelsklæddar öskjur og þar eru kaninur eða grábjamarhúnar eða angórakettlingar í fanginu á veikum gæslumönnum og stuttklipptum kon- um ég rífst við eina hún er nom með grímu úr silfri og boxhanska segir „ég er að ríða honum” en ég hrópa „mundu að ég er sólin” ég þeytist út um glugga ég held ég gangi á línu yfir vínrauðri eyðimörk og þú ert í skugganumþú Oh!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.