Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 1
Sjálfstæðismenn með nefnd um fisk- veiðistefnuna: Á að opna sjomn? A fundi þingflokks og miöstjórnar SjáUstseöisflokksms um helgina var kosin nefnd til þess aö fara ofan i saumana á fiskveiöistefnunni. For- maöur er ráðherrann Matthias Bjarnason. Á greiningur er innan flokksins um þetta mál og á nú aö reyna aö ná takti. Samkvæmt heimildum DV eru þeir þingmenn flokksins sem hafa bein- linis þekkingu á sjáyarútvegsmálum hallir undir núverandi fiskveiði- stefnu og stjórnun. Aftur á móti eru til þeir þingmenn sem eru í óbeinum tengsium viö sjávarútveginn, gegn- um hagsmuni sjávarplássanna, og vilja opna sjóinn á ný. HERB Eins og sjá má á myndinni er báturinn mikið skemmdur. Ekki er fullmetsð hve mikið tjó i- DV-mynd PK. Framkvæmda- Gatið 5ÖÖ miíljónir Viö undirbúning fjárlaga ríkisins fyrir næsta ár hafa stjórnar- flokkamir ekki gert upp hug sinn um niðurskurð upp á 2,5 milljaröa króna, hve mikið verður klipið af útgjöldum hér og þar. Þar að auki er alveg ófyllt í 400—500 milljóna gat. Um þessi mál var rætt á fundum þingflokka beggja stjórnarflokkanna um helgina. Sá 2,5 milljarða niður- skurður sem taka veröur afstööu til er af sama toga og í ár. Ákveöa þarf hvemig lækka á þau útgjöld, sem einstök ráðuneyti hafa lagt til. Ekki er um aö ræða niöurfellingu á meiri háttar útgjaldaliðum. Gatið sjálft er annars eölis og samkvæmt heimildum DV greinir stjómarflokkana nokkuö á um hvernig þaö verði fyllt. Ný tekjuöflun mun þó koma til álita. Sjálfstæðis- menn munu alls ófúsir til þess að hætta við eöa draga úr áframhald- andi lækkun tekjuskatts, sem á aö nema nærri 800 milljónum á næsta ári. -HERB. Fádæma veðurblíða hafur verið sunnanlands undan- farna daga og menn notið hennar óspart, eins og þessir vinir ó Lækjartorgi í gær, sem tylltu sér niður í hitanum til að fá sér bita. DV-mynd Bj.Bj. Víkingabáturinn fauk við Korpúlfsstaði í rokinu á þriðjudag: Þjóðhá tíðargjö fin brotin og skemmd Víkingabátur sem Norðmenn gáfu Islendingum áriö 1974 liggur nú stór- skemmdur við Korpúlfsstaöi, eftir aö hann fauk í rokinu aðfaranótt þriðju- dags. Báturinn var í umsjón Æskulýðs- ráös og hafði staðið viö Korpúlfsstaði í eitt ár, á sérbyggöum grunni. Gísli Ámi Eggertsson, fulltrúi hjá Æskulýösráði, sagöi í samtali við DV aö báturinn hefði verið hjá Æskulýös- ráði í geymslu og var vandlega gengið frá honum á sinum tíma. Byggt var undir hann, segl strekkt yfir og það súrrað niður. Auk þess stóð báturinn á ömggum stað, að því er menn töldu, og í góðu skjóli. I hvassviðrinu slitnaði hann upp af grunni sínum og fauk um 25 metra. Þykir með ólíkindum að þetta skyldi gerast, en báturinn lyftist um þrjá metra og valt yfir vegg. Gísli Ámi sagöi að báturinn væri mikið skemmdur en kvaðst eiga von á því að hann yrði byggður upp aftur. Fimm borð brotnuðu, skutur og stefni, svo og bönd og þverbitar. Báturinn er hefðbundinn norskur fiskibátur, eins og þeir tíðkuðust þar í landi á víkinga- öld. Þegar honum var komið fyrir á Korpúlfsstöðum í fyrra var hætt að nota hann og þarfnaðist hann orðið mikils viðhalds. -pá stjórinn laus Fyrrverandi framkvæmdastjóri Blindrafélagsins losnaði úr gæslu- varðhaldi í gær. Maðurinn er grunað- ur um að hafa dregið sér fé úr sjóö- um félagsins. Var hann úrskuröaður í gæsluvarðhald til 14. ágúst. Rannsókninni er haldiðáfram. -EH. Sala Flugleiöa- bréfanna: Ekkertvid- skiptasiðferði — sjá kjallara Kjartans Jóhannssonar á bls. 12 Fjármála- hneyksli — sjá kjallara Magnúsar Bjarnfreðssonar á bls. 13 íslenskkona íeldlínunni hjáEssó íDanmörku — sjá viðskipti og efnahagsmál ábls.35 Skólafólk bjargar fiskvinnslunni — sjá viðskipti og efnahagsmál ábls.34 Geithafurínner ekkióeðlilegur — sjá lesendur ábls. 17 m m Drottninginer efstílaxinum — sjá Veiðivon ábls.5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.