Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1988. Fréttir________________________dv Níu ára drengur fórst og tveir menn stórslösuðust eftir að jeppi þeirra ók ofan í sjö metra gilskoming í FHjahnjúkum í Snæfelli Komið var með slösuðu mennina með sjúkraflugi frá Egilsstöðum til Reykjavíkur á sunnudagsmorgun. Á myndinni sést þegar annar þeirra er færður úr flugvélinni í sjúkrabifreið. DV-mynd S Níu ára drengur úr Kópavogi beið bana er jeppabifreið, er hann var farþegi í, ók ofan í gilskoming í Fitja- hnjúkum í Snæfelli á laugardags- kvöldið. Drengurinn, VOhjálmur Birgisson, var í bíl með fóður sínum og öðrum manni en þeir hggja þungt haldnir á gjörgæsludeild Borgarspít- alans. Mennimir em úr lífshættu. AUs vom fimm jeppar saman í leið- angrinum, alhr af höfuðborgarsvæð- inu. Allt er fólkið vant jöklaferðum og var vel búið til fararinnar. Ekki nokkur leiö að varast skoruna Að sögn Sveins Sigurbjarnarsonar, ökumanns á snjóbílnum Tanna, sem kom fyrstur á slysstað, var ógjörn- ingur að sjá skoruna fyrr en að henni var komið. Skoran, sem er 6-8 metra djúp og 15 metra breið, var falin í landslaginu og því ekki nokkur leið að varast hana. Jeppinn var fyrstur í rööinni og sáu hinir sem á eftir komu strax hvað gerst hafði. „Ég var í klukkustundar íjarlægð frá slysstaðnum og til allrar lukku vorum við með hjúkrunarkonu í Tanna. Er við komum á staðinn var búið að ná mönnunum upp og var þaö mjög vel af sér vikið þar sem erfitt er að flytja slasaða menn,“ sagði Sveinn. „Það var ekki svo slæmt veður þegar slysið átti sér stað, suðvestan bylur og smáskaf- renningur. Mennirnir eru þaul- reyndir íjallamenn." Með Tanna í skála Ferðafélagsins Tanni flutti slösuðu mennina og lík htla drengsins í skála Ferðafélags Fljótdalshéraðs í Snæfelli sem er um þrettán kílómetrum sunnan við slys- staðinn. Veðrið versnaði með kvöld- inu en slysiö átti sér stað um sjöleytið á laugardagskvöld. Tanni var kom- inn í skálann um klukkan þrjú um nóttina og var þá beðið eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hinir slösuðu til Reykjavíkur á sunnudag Tilkynning barst til Landhelgis- gæslunnar rúmlega sjö á laugardags- kvöldið. Þyrlan lagði mjög fljótlega af stað en þurfti að taka eldsneyti á Keflavíkurflugvehi áður. Veðrið versnaði mjög og gekk ferðin illa. Þyrlan lenti á Hornafirði og þurfti að bíða þar til klukkan fimm aö- faranótt sunnudagsins. Hún lenti síðan við skála í Snæfelh um sexleyt- ið og var komin meö slösuðu mennina til Egilsstaða um átta á sunnudagsmorgun. Þar biðu flugvél- ar sem fluttu hina slösuðu til Reykja- víkur. Aö sögn Sveins Sigurbjarnarsonar var gífurleg jeppaumferð á fjöllunum um helgina og taldi hann að þó ömur- legt hefði verið að koma á slysstað þar sem banaslys hefði orðið hafi þó verið lán að fólkið var vel búið og reynslumikið fjahafólk. „Einnig vor- um við lánsöm að hjúkrunarkona var með okkur. Hún gat gefiö ráð- leggingar um hvemig meðhöndla átti mennina en við vorum ekki meö nein lyf með okkur,“ sagði hann. -ELA Tvö banaslys urðu á hálendinu um bænadagana: við Snæfell og Tröllaskaga. Þá þurftu björgun- arsveitír að aðstoða fólk á fjórum öðrum stöðum: á Langjökli, við Hofsjökul, Norðan Tindfjalla- jökuls og í Geldingadal. Þessir staðir eru allir sýndir á þessu korti. Hjalparþurfí a Fróðárheiði Fólk, sem var að ferðast um Fróð- árheiði á Snæfehsnesi á laugardag- inn, lenti í miklum hrakningum. Um fimmleytið var skollin á blindhríö á heiðinni og tepptist umferð algerlega um hana fram til miðnættis. Margir bílar voru á heiðinni þegar veðrið skall á og urðu margir að láta fyrir berast þar þangað til rofa tók til. Björgunarsveitir frá Gnmdarfirði, Hehissandi og Ólafsvík fóru upp á heiðina til að aðstoða fólk. Þá var þar tíl aðstoðar snjóbíll frá Akranesi. Vanalega tekur um 25 mínútur að keyra yfir Fróðárheiði en í sumum tilvikum tók það 7 tíma á laugardag- inn enda voru margir á litlum bílum sem voru vanbúnir fyrir vetrarferða- lög sem þessi. -SMJ Rita er gjörónýt eftir brunann en hér skoðar rannsóknarlögreglumaður skemmdirnar. DV-mynd S Grillstaður brann í Skipholtinu: Reykskynjari í næsta húsi gerði viðvart Grihstaðurinn Rita í Skipholtinu gjöreyðilagðist í eldi aðfaranótt fóstudagsins langa. Það var um kl. hálffimm um nóttina sem boð kom til slökkvihðsins um að reykskynjari í veitingastaðnum Hrafninum, sem er við hhðina á Ritu, hefði farið í gang og sent boð til Securitas. Þegar slökkvihðið kom á staðinn var mikil eldur í Ritu en hann hafði þó ekki náð að breiöast út. Greiölega gekk að slökkva eldinn enda Rita ekki stór. Rita mun vera gjörónýt en eldurinn náði ekki að breiöast út til næstu staða. Töluverðar skemmdir urðu þó í Hrafninum vegna vatns og reyks og einnig þurfti að rífa niður milh- vegg á milh Hrafnsins og Ritu til að betur gengi að slökkva eldinn. Þá mun reykurinn einnig hafa skemmt eitthvað af vörubirgðum Henson fyr- irtækisins sem er í sama húsi. Taíið er að kviknað hafi í út frá rafmagns- verkfæri sem gleymst hafi í gangi þegar vinnu var lokið á skírdag í Ritu. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.