Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Page 19
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRlL 1988. 19 Fréttir Aðkomufólk í Fiskverkun Sigurðar Ágústssonar Rifi. Væntanlegar eru tvær dömur frá Portúgal til viðbótar. DV-myndir Ægir Þórðarson Mikið um aðkomufólk á Hellis- sandi og RHi Steön Þór Sigurösson, DV, Hellissandi: Þrátt fyrir lélegar gæftir á netaver- tíðinni fram til þessa er mikið um aðkomufólk á vertíð hér á Hellis- sandi og Rifi. M.a. er hér fjöldi stúlkna frá Ástralíu og þessir herra- menn, sem hér eru, bíða þess að þeim til aðstoðar komi stúlkur frá Portúg- al. Það má segja að mannlífið sé fjölskrúðugt hér um þessar mundir og óstaðfestar fregnir herma aö auk ensk-íslenskra/íslensk-enskra orða- bóka séu menn famir að leita sér að portúgölskum orðabókum. Vantar þá fátt annað en fiskinn, sem kunn- ugir segja að komi strax eftir páska. Mikil fjölgun farþega um Homa- fjarðar- flugvöll Júiía Imsland, DV, Höfir Mikil aukning varð í farþegaflutn- ingum hjá Flugleiðum og Flugfélagi Austurlands um Hornafjarðarflug- völl í janúar og febrúar sl. og var tala farþega 217 fleiri en á sama tíma í fyrra. Mikið er um að fólk kaupi helgarpakka til Reykjavíkur og inni- heldur pakkinn flugfar og gistingu á hóteh í tvær nætur ásamt morgun- verði. Pakkinn kostar fyrir tvo 8.157 krónur en ef hjón bregða sér í bæinn án helgarpakka kostar farið fyrir þau 12.820 krónur með fjölskylduafslætti. Nú bíða Homfirðingar þess hvað gert verði í flugbrautarmálum vall- arins en samkvæmt gerðri áætlun átti að leggja braut norðaustur/ suðvestur. Vignir Þorbjömsson umdæmisstjóri sagði að sú braut mundi gjörbreyta aðstöðu gagnvart flugi til Hafnar því að mikið væri um tafir og lokun vallarsins vegna óhag- stæöra vindátta á þá einu braut sem er. ■—11 him' 1 irnmi NÝTTVÖRULOFT NÝJAR HUGMYNDIR NÝ LEIÐ TIL SPARNAÐAR Valdar eru 3-6 tölur frá 0-36 Rúllettunni snúið Ef tala, sem var valin, kemur upp þá er Tilvalið til fermingar- gjafa. Fatnaður! Sjónvörp! Video! Hljómtæki! Orbylgju- ofnar, húsbúnaður og margt fleira. 99% afsláttur af öllum þeim vörum sem ákveðið var að kaupa, hvort sem það er sjónvarp, sófasett eða peysa. Reynið rúllettuna Auðvelt að vinna - ekki hægt að tapa Rúlletta frá Las Vegas Vöruloftið. Skipholti 33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.