Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Side 44
44
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1988.
Tennis - tennis
Hið árlega stofnana- og félagsmót í tennis á vegum
T.I.K. verður haldið helgina 9.-10. apríl í Digranesi
í Kópavogi.
Skráning í mótið er í síma 41019, 21808 og 52941
T.Í.K.
VIÐ SEUUM
GÆÐASKO
/CSj*#*
*■ .
VIÐ ERUM FLUTT
VERSLUNIN
$kóval
Skólavörðustíg 22 - skóverslun fjölskyldunnar
KR. 1.390
Dráttartaug sem vindur sjálf upp á sig.
Hún helst ávallt stíf og slaknar því aldrei á henni í togi.
Dráttartaugin er 4 m á lengd.
Dráttartaugin er í höggheldri kassettu.
Dregur fólksbíla allt að 1750 kg.
Þvermál ca 13 cm.
Póstverslunin Príma
Pöntunarsími 62-35-35. Símapantanir alla daga
vikunnar kl. 9.00-22.00.
_______g VISA ® EUROCARD_____________
Fótóhúsið - Príma
- ljósmynda- og gjafavöruverslun,
Bankastræti, sími 21556.
Svidsljós
Skemmtíkraftur á
heimsmælikvarða
Hinn heimsfrægi skemmtikraftur,
Eddie Skoller, hefur verið hér í tví-
gang frá áramótum til að skemmta
landanum.
í fyrra skiptið, rétt eftir áramótin,
skemmti hann á einni skemmtun en
nú fyrir skömmu hélt hann þijár
skemmtanir í íslensku óperunni fyr-
ir troðfullu húsi. Og óhætt er að segja
að þeir sem lögðu leið sína í óperuna
hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum. Lá
við að fólkið yrði að biðja sér vægðar
því það stóð á öndinni af hlátri í yfir
tvo tíma samfleytt. Upphaflega stóð
til að halda aðeins tvenna tónleika
en bæta varð einum viö vegna mikill-
ar eftirspurnar.
Eddie Skoller bjó fyrstu ár ævi
sinnar í Bandaríkjunum. Faðir
Skollers er rússneskur en móðirin
sænsk. Þau fluttu frá Bandaríkjun-
um til Danmerkur þegar hann var 6
ára gamall og hefur hann búið þar
síðan. Að vísu hefur Eddie, frá því
hann sló í gegn sem skemmtikraftur,
verið mikið á ferð og flugi um heim-
inn enda viðurkenndur orðinn sem
einn fremsti skemmtikraftur sem völ
er á frá Norðurlöndunum.
Eddie Skoller hafði ekki áður kom-
ið til íslands en þrátt fyrir það er
hann vel þekktur hér á landi. Hver
þekkir ekki frægasta lag hans, What
Did You Learn in School today? þar
sem Skoller gerir grín að ýmsum
þjóðarbrotum? Einnig þekkja margir
sögur eins og Finsk historie og lög
hans þar sem hann hermir eftir ýms-
um frægum hljómlistarmönnum
eins og Elvis Presley, Rod Stewart,
Paul Anka og fleirum. Athygli gesta
vakti þó hversu vel hann var búinn
að aðlaga dagskrá sína íslenskum
aðstæðum.
Ljósmyndari DV brá sér á eina af
sýningum hans og sjón er sögu rík-
ari.
Hér hermir Eddie Skoller með
tilþrifum eftir söngvaranum fræga
Rod Stewart.
Áhorfendur áttu erfitt með að hemja sig fyrir hlátrasköllum á sýningu þessa óborganlega skemmtikrafts.
DV-myndir KAE
Eddie Skoller:
Prakkarastrik
í Hafnaríirði
'
Ifisf
Þau Haraldur Freyr Gíslason og Katrin Sif Sigurgeirsdóttir fara með hlut-
verk Emils og ídu í leikritinu. DV-myndir GVA
Um þessar mundir sýnir leikfélag
Hafnarfjarðar bamaleikritið „Emil í
Kattholti“ eftir hinn kunna höfund,
Astrid Lindgren.
Leikritið er sýnt í Bæjarbíói í Hafn-
arfirði, leikstjóri er Viðar Eggerts-
son, en Jón Björgvinsson sér um
hljómsveitarstjórn. Vilborg Dag-
bjartsdóttir, sem þýddi bókina um
Emil, sá einnig um þýðingu fyrir
sviðsetningu verksins.
Emil í Kattholti, sem er strákur frá
Smálöndunum í Svíþjóð, framdi sín
frægu prakkarastrik í byijun þessar-
ar aldar. Með hlutverk hans fer
Haraldur Freyr Gíslason sem er 13
ára nemi úr Öldutúnsskóla. Hann
þykir passa sérlega vel í hlutverkið.
Með hlutverk ídu, systur Emils, fer
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir. Ljós-
myndari DV brá sér á frumsýningu
verksins og tók nokkrar myndir.