Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989. pv Fréttir Keflavíkurflugvöllur: Vatn í bensíni lögreglunnar Talsvert tjón varö á tveimur lög- reglubílum lögreglunnar á Keflavík- urflugvelli er vatn komst í bensín- birðgir embættisins. Ekki er enn vit- að hvemig vatnið komst í bensínið en það verður kannað um leið og hægt verður að taka tankinn úr jörðu. Tveir nýjustu bílar lögreglunnar, sem eru af Saab og Ford gerðum, þurftu að fara í viögerð vegna vatns- blandaða bensínsins. Þorgeir Þor- steinsson lögreglustjóri sagðist ekki vita hversu mikið tjón hefði hlotist af en það væri talsvert. -sme Ólafs^ aröarmúli: Göngin yfir kflómetra að lengd Gyifi Kristjánsaan, Akureyri; Framkvæmdir við jarðgangagerð- ina í Ólafsflarðarmúla ganga vel og eru þær á undan áætlun. Fyrir nokkrum dögum náðu starfs- menn Krafttaks sf., sem sér um gangagerðina, því marki að vera komnir 1000 metra inn í fjalliö. Göng- in eru orðin lengstu veggöng á landinu en ekki lengstu jarðgöngin hérlendis því göng við Blönduvirkj- un eru um 1700 metra löng. Akureyri: „Bannárin“ í Sjallanum! Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Söng- og dansskemmtunin „Bann- árin“ verður frumflutt í Sjallanum á Akureyri í kvöld, en í sýningunni eru flutt lög í anda millistríðsáranna, s.s. Summertime, Talulah og That old devil cailed love. Brugðið er upp táknrænum svip- myndum með dönsum, og leiknum atriðum af daglegu lífi á bannárun- um vestanhafs þar sem einstaklingar á borð við A1 Capone koma við sögu. Flytjendur eru á fjórða tug talsins, allir frá Akureyri, en þessi sýning, sem var fnnnflutt á árshátíð Verk- menntaskólans, fékk mjög góðar við- tökur. Leikstjórar eru Gunnar Gunnsteinsson og Friðþjófur I. Sig- urðsson og Dansskóli Sibbu hefur samið dansatriði. Veldu gæði veldu Tennent’s léttöl. Um miðjan maímánuð hefst áætlunarflug Flugleiða til Parísar. Flogið verður allt að 4 sinnum í viku yfir sumarmánuðina. Með þessum aukna sveigjanleika hefurðu því frjálsari hendur en áður. í París er tilveran engu lík: kaffihúsin, götulífið, stórkostleg söfnin og veitingastaðirnir gera dvöl þína að einstakri upplifun. Flugleiðir bjóða mörg góð og ódýr hótel, vel staðsett í borginni, svo og bílaleigubíla fyrir þá sem þess óska. Frakkland, með París í fararbroddi, er í einu orði sagt ómótstæðilegt. Verd frá kr. 21.130* * Súper-Apex fargjald. BON VOYAGE! Viltu vita meira um París? Náðu þér í nýja sumarbæklinginn okkar á söluskrífstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrífstofum. FLUGLEIDIR Söluskrifstofur: Lælqargötu 2, Hótel Esju, Kringlunni og Leifsstöð. Upplýsingar og farpantanir: Sími 25 100. AUK/SlA k110d56-350

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.