Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989. 9 ustunni sem nú er opinber og fólkið sem vinmn- fyrir ríkið á ekki að gjaida þess að hafa valið sér nám á þeim sviðum sem einstaklingar í at- vinnurekstri hafa engan áhuga á.“ Laun verkfræðinga fyrir bókasafnsfræðinga „Það er sagt að við séum að krefj- ast verkfræðingslauna fyrir bóka- safnsfræðinga. En ég álít að menntun bókasafhsfræðings sé engu ómerki- legri en menntun annarra háskóla- manna og það á að borga fyrir hana á sama hátt. Vandinn er bara sá aö ríki og sveitarfélög þurfa á kunnáttu bókasafnsfræðinga að halda en ein- staklingar miklu síður. Hér á landi þarf ríkið líka að taka að sér ýmiss konar þjónustu sem stórfyrirtæki sinna í öðrum löndum. Undanfarið hafa menn getað bætt sér upp litlar dagvhmutekjur með yfirvinnu en nú er viða verið að skera hana niður þannig að kaup- máttarrýmunin kemur fram með tvennum hætti. Dagvinnutekjurnar eru að rýma og möguleikamir á að afla viðbótartekna em að minnka. Meðan uppgripin vom var endalaust hægt að bæta við sig vinnu. Ég segi ekki að allir hafi haft þennan mögu- leika en margir gátu þetta.“ Skrifum ekki undir afrit Félagar í BHMR em nú þeir einu sem standa í verkfalli og svo virðist sem langt sé í land að samningar náist. „Fólk er aö velta því fyrir sér af hveiju við séum einir að standa í þessu þegar engar líkur eru á að við fáum eitthvaö annað en aðrir hafa samið um,“ segir Páll um stöðuna sem núna er komin upp. „Máhð er að ef það væri gefin niðurstaða að við fengjum ekkert meira en aðrir eru að semja um þá myndum við bíða og skrifa svo undir afrit af sam- ingum annarra. Þetta vom lengi ör- lög okkar. Þaö var ekki fyrr en um áramótin 1986/87 að við fengum samningsrétt en áður fengum við aðeins leiðréttingar í framhaldi af kjarasanmingum einhverra ann- arra. Sjálfstæð kjarabarátta, sem við höfum getað fylgt eftir með verkfóll að vopni, hófst ekki hjá okkur fyrr en árið 1987. Eftir þaö höfum við verið að reyna að ná okkar samningi í stað þess að vera áskrifendur að öðrum samningum. Við erum að reyna að ná samningi þar sem tekiö er á málum háskóla- manna h)á ríkinu okkur til hagsbóta og ríkinu líka svo þvi haldist á sínu háskólamenntaða fólki. Mér finnst ömurlegt að sjá fólk fara frá ríkinu til að sinna störfum sem þaö hefur ekkert lært til og fá miklu meira kaup fyrir. Við erum að tala um að ná mark- aðslaunum en við erum líka að veij- ast kaupmáttarhruni síðustu mán- aða. Samningurinn, sem BSRB hefur gert, gengur út á að bíða fram á haustið og reyna að halda í horfinu með kaupmáttinn. Við teljum okkur ekki geta það og reynum aö snúa vöm í sókn.“ hótel SELFOSS EYRAVEGI 2. 800SELFOSSI SfMI 98 22500 Höfum góða funda- og ráðstefnuaðstöðu. Tökum ailt að 300 manns í sæti. Góður matur og þjónusta. Sanngjarnt verð. Leigjum einnig út sali fyrir einkasamkvæmi. Lítið inn eða hafið samband. í síma 98-22500. 8.-16. apríl verður Toril M. Sveinsson með málverkasýningu tiieinkaða Haukadal í Biskupstungum.___ Ekki atvinnumaður í kjarabaráttu PáU byrjaði að vinna að kjaramál- um háskólamanna hjá ríkinu haustið 1986 og þá í kjaramálaráði Félags ís- lenskra náttúrufræðinga. Árið eftir var hann kjörinn fulltrúi náttúru- fræðinga í launamálaráði BHMR og á síðasta ári varð hann formaður BHMR. Þar með var hann kominn í eldlínuna á skömmum tíma. „Það þarf yfirleitt að ganga á efdr mönn-' um tíl að taka að sér félagsmála- störf," segir Páll. „Það er tímafrekt og erfitt að sinna fóstum störfum um leið og staðið er í kjarabaráttu. Það er þó mjög mikil- vægt til að halda jarðsambandi. Það getur þó verið ansi snúið, sérstaklega þegar kjaradeilup standa yfir. Á öðr- um tímum er líka verið aö semja um alla hluti og framkvæmd á samning- um. Þótt starfið fari hijótt mestan hluta ársins er stöðugt verið að vinna. Ég vil ails ekki gerast atvinnumað- ur í verkalýðsbaráttu af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi hef ég áhuga á mínu starfi og vil helst hverfa til þess aftur af fullum krafti. í öðru lagi held ég að það sé mjög hollt fyr- ir þá sem standa í eldlínunni að vera inni á vinnustöðunum og vera í beinu jarðsambandi." Kona Páls er Sólveig Ásgeirsdóttir, sálfræðingur í þjónustu ríkisins. Hún er því líka í verkfalli og verk- fallsmálin viðvarandi umræðuefni á heimilinu. „Þetta er nokkuð algengt hjá yngra fólkinu í BHMR að bæði hjónin séu í bandalaginu," segir Páll. „Það er því víða sem hjón standa saman í þessari baráttu," sagði Páll Halldórsson. -GK Auglýsing frá Orlofssjóði VR ORLOFSHÚS VR Dvalarleyfi Auglýst ereftirumsóknum um dvalarleyfi í orlofshúsum VRsumariö 1989. Umsókniráþartilgerðum eyöublöðum þurfa aö berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð í síöasta lagi 21. apríl 1989. Orlofshús eru á eftirtöldum stööum: að öifusborgum að Húsafelli í Borgarfirði að Svignaskarði í Borgarfirði að lllugastöðum í Fnjóskadal í Vatnsfirði, Barðaströnd að Einarsstöðum, Suður-Múlasýsiu íbúðir á Akureyri að Flúðum Aðeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeirsem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsum átíma- bilinu 28. maí til 17. september sitja fyrir dvalarleyfum. Hafi ekki verið gengið frá leigusamningi fyrir 19. maí n k. fellur úthlutun úr gildi. Dregiö verður milli umsækjenda ef fleiri umsóknir berast en hægt er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 6. maí n k. kl. 14 og hafa umsækj- endur rétt til að vera viðstaddir. Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir verða að berast skrifstofu VR í síðasta lagi föstudaginn 21. apríl nk. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis. VORTHBOÐ t CrTROÉNA OPIÐ Í DAG laugardag kl. 1-5 G/obus? Lágmúli 5, Reykjavík Sími 91-681555 ÆTLAR ÞÚ AÐ VEITA VEÐLEYFI í ÞINNIÍBÚÐ? Hafðu þá í huga, að ef lán- takandinn greiðir ekki af lán- inu, þá þarft þú að gera það. Getir þú það ekki, gæti svo farið að þú misstir þína íbúð á nauðungaruppboð. Um slíkt eru fjölmörg dæmi. VEÐLEYFIER TRYGGING Með því að veita veðleyfi í íbúð, hefur eigandi hennar lagt hana fram sem tryggingu fyrir því aö greitt verði af láninu, sem tekið var, á réttum gjald- dögum. ÞÚ GÆTIR ÞURFT AÐ BORGA Greiði lántakandinn ekki af láninu á tilskildum gjalddögum, þá þarf íbúðareigandinn að gera það, eða eiga á hættu að krafist verði nauðungar- uppboðs á íbúð hans. Hafðu eftirfarandi hugfast áður en þú veitir vini þínum eða vandamanni veðleyfi í íbúð þinni: GETUR ÞÚ GREITT AF LÁNINU EF LÁNTAKANDINN GETUR ÞAÐ EKKI? Við leggjum til að þú fylgir þeirri reglu að veita aldrei öðrum veðleyfi í íbúð þinni fyrir láni sem þú getur ekki sjálfur greitt af, nema þú sért viss um að lántakandinn muni standa í skilum. FÓLK HEFUR MISST ALEIGU SÍNA VEGNA VINARGREIÐA. HAFÐU ÞITT Á HREINU RÁÐGIAFASIOÐ HUSNÍÐISSIOFNUNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.