Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 40
56 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989. Menning Afmæli Sigrid Valtingojer ásamt einni grafikmynda sinna. DV-mynd KAE Landslag niður- sneitt og tært við að frá þeim stafaði kuli. Áriö 1987 var eins og listakonan slakaði á klónni, fjallamyndir hennar héldu sínu tæra og huglæga Myndlist Aðalsteinn Ingóifsson yfirbragði, en virtust nú „lifaöar", mj úkar í formi og uppfullar af nátt- úrulegri hrynjandi eins og tákn fyrir lifsfyllinguna. Sigrid hefur nú gefið út litla möppu með kortum af þessum fiallamyndum sínum þar sem við getum skoðað þróun þeirra í smá- atriðum. Möppuna er hægt að fa á sýningunni í Gallerí Borg. Austurlensk dráttllst Þar er einnig að finna nýjustu landslagsstemmur hennar, aðrar nýlegar grafíkmyndir, blýants- teikningar og pastelmyndir. Af þessum verkum öllum hugn- uðust mér áðurnefhdar fjaila- myndir best en þar beitir hún allt aö því austurlenskri dráttlist til aö fanga kviku og blæbrigöi iands- lagsins. Það er einnig austuriensk stemmning í sjávar- eöa vatns- myndum hennar sem virðast þó enn á rannsóknarstigi. Sama má eiginlega segja um táknrayndir Sigridar af figúrum, fiðurfé og fiskum. Ég fann ekki fyr- ir nógu miklum frum- og sannfær- ingarkrafti í þessum verkum en er þó sannfærður um að þær eiga eft- ir að gefa ýmislegt markvert af sér. Teikningar ogpastelmyndir lista- konunnar staðfesta þaö sem marg- ir vissu, að hún meðhöndlar bæði lit og línu af iipurö. -ai í hartnær tvær aldir hafa lista- menn meðvifað og óraeðvitað notað landslagið sem spegil sálarlífsins, leyst það upp í ólgandi pensildrætti er þeim hefur verið órótt, eða smíð- að úr þvi sterkar og hreinlegar heildir þegar þeir hafa veriö i sátt við tilveruna. Kjarval gæti verið fuUtrúi fyrir þá fyrstnefndu, Jón Stefánsson fyr- ir hina. Síðan eru þess mörg dæmi að myndlist einstakiings, og þar með landslagsmyndir hans, hafi þróast úr óeirð, það sem sumir kalla ex- pressjónisma, yfir í afar hreina og klára myndlist. Venjuiegast hafa listamennimir um Ieiö orðiö íhaidssamari í skoðunum. Þetta gæti sem best átt við nokkra ís- lenska listamenn af September- kynslóðinni. Loks kemur hið gagnstæða fyrir, að í ellinni hristi menn upp í mynd- list sinni og steypi sér út í óreið- una, eins og til að senda dauðanum langt nef. Skyldi ekki vera hægt að skoða síðustu myndir Ásgríms úf frá þeim sjónarhóli Þótt Sigrid Vaitingojer, sem nú sýnir verk sín í Gallerí Borg, eigi ekki ýkja langan ferii að baki, hefur hún gengiö í gegnum nokkur breyt- ingarskeiö í list sinni. í sátt viö tilveruna Eftir nokkurra ára tíiraunir með ýmiss konar „maxmlægar" tákn- myndir með fremur þunglyndis- legu yfirbragði, var eins og iista- konan tæki tilveruna í sátt því í kiölfarið fylgdu stilhreinar myndir af landslagi, niðursneiddu og tæru, sem vöktu verðskuldaða athygli á erlendum grafikbíennölum. Þama er um að ræða upphafið landslag, metafýsískar hugleiðing- ar um landslag fremur en myndir „af ‘ landslagi en svo fágaðar að lá Birgir Sigurðsson Birgir Sigurðsson, bifreiðastjóri á Hreyfli, Álfheimum 68, Reykjavík, veröur fimmtugur á morgun. Birgir fæddist í Reykjavík og ólst upp í Sunnuhlíð í Mosfellssveit. Hann flutti til Reykjavíkur er hann kvæntist og lauk þar meiraprófi. Eftir að hafa ekið hjá Reykjavíkur- borg skamma hrið hóf Birgir leigu- bílaakstur í Reykjavík. Hann réðst síðan til starfa hjá fósturfoður sín- um við Reykhúsið á Klambratúni, þar sem nú heitir Miklatún, og stofnaði síðan ásamt honum, 1965, Reykiðjuna að Sunnuhlíð. Birgir flutti þá með fjölskyldu sína aö Sunnuhlíð. Birgir hóf aftur leigubílakstur hjá Hreyfli 1970 og hefur ekið þar síðan. Birgir hefur setið í stjóm Hreyfils frá 1984 og verið varaforamður fé- lagsins sl. tvö ár. Hann hefur tekið mikinn þátt í félagsstörfum á vegum Hreyfils, verið formaður Bridgefé- lags Hreyfils um árabil og er nú for- maður Bridgefélags atvinnubif- reiðastjóra á Norðurlöndum. Hann varð ásamt félaga sínum, Ásgrími Aðalsteinssyni, Norðurlandameist- ari á bridgemóti atvinnubifreiða- stjóra sem haldið var í Malmo 1987. Birgir kvæntist 11.1.1958, Elínu Pétursdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 12.3.1940, dóttur Péturs Péturssonar verkstjóra, f. 10.3.1895, d. 14.7.1986, og Kristínar Jónsdóttur sauma- konu, f. 14.11.1909. Birgir og Elín slitu samvistum 1986. Böm Birgis og Elínar eru Erla Birgisdóttir húsmóðir, f. 14.1.1960, gift Erhng Magnússyni bygginga- meistara en þau búa í Reykjavík og eiga fjórar dætur; Ólafur Birgisson verkfræðingur, f. 6.4.1961, kvæntur Anette Trier Birgisson þroskaþjálf- ara en þau eru búsett í Reykjavík; Sigríður Birgisdóttir húsmóðir, f. 18.6.1%2, gift SigtryggiÁstvalds- syni smið en þau eru búsett í Reykjavík og eiga þrjú börn; Krist- inn Birgisson, guðfræðinemi í Kanada, f. 7.9.1966; Grétar Birgisson guðfræðinemi, f. 26.12.1967, kvænt- ur Katrínu Þorsteinsdóttur fóstru- nema en þau búa í Kanada og eiga eina dóttur, og Elín Birgitta Birgis- dóttir nemi, f. 8.6.1976, búsett í Reykjavík. Systkini Birgis sammæðra eru Bjöm Ólafsson vélasali, f. 28.8.1942, kvæntur Kolbrúnu Magnúsdóttur húsmóður en þau eru búsett í Kópa- vogi og eiga sex böm; Sigríður Ól- afsdóttir húsmóðir, f. 9.2.1946, gift Pétri Kr. Péturssyni, starfsmanna- stjóra Borgarverkfræðings en þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvo syni; Jökuh Ólafsson verktaki, f. Birgir Sigurðsson. 24.3.1947 en hann er búsettur í Reykjavík og á tvö böm; Sigurður Ólafssonbifreiðastjóri, f. 19.9.1951, kvæntur Hönnu Guttormsdóttur húsmæðrakennara en þau eru bú- sett í Reykjavík og eiga eina dóttur. Fóstuifaðir Birgis var Ólafur Ben- ónýsson frá Háafelh í Skorradal, kjötiðnaðarmaður, f. 19.6.1907, d. 8.1.1978. Móðir Birgis er Sigríöur Sigurðardóttir, húsmóðir og kenn- ari frá Bergsstöðum í Biskupstung- um,f. 14.1.1911. Birgir tekur á móti gestum í sam- komusal Hreyfils, Fehsmúla 26, n. hæð, milli klukkan 16 og 18 á af- mæhsdagiim. Ingi Hallbjömsson Ingi Hailbjömsson, starfsmaður í Stálsmiðjunni, til heimihs að Brekk- ustíg 14, Reykjavík, verður sjötugur á morgun. Kona Inga er Rósa Eyjólfsdóttir húsmóðir, f. 18.6.1919, dóttir Sigríð- ar Einarsdóttur og Eyjólfs Eyjólfs- sonar sem bæði eru látin. Börn Inga og Rósu eru Sigríður Þóra Ingadóttir, gift Grétari Sig- urðssyni, og Þórður Ingason, kvæntur Helgu G. Sigurðardóttur. Böm Sigríðar Þóru og Grétars eru Rósa D. Grétarsdóttir, Laufey Grét- arsdóttir og Ingi Grétarsson. Böm Þórðar og Helgu eru Guðrún H. Þórðardóttir, Lilja B. Þórðardóttir og Sigurður Á. Þórðarson. Langafaböm Inga eru íris E. Sig- urgeirsdóttir, Sigríður S. Sigur- geirsdóttir, Anita Ý. Eyþórsdóttir, Grétar Þ. Eyþórsson og Birkir Inga- son. Foreldrar Inga eru bæði látin en þau voru Hahbjöm Þórarinsson tré- smiður og Hahdóra Sigurjónsdóttir húsmóðir. Ingi og Rósa eru stödd hjá syni sínum og tengdadóttur í Álaborg um þessarmundir. Ingi Hallbjörnsson. Albert Stefánsson Hilmar Helgason Hiimar Helgason, langferðabíl- stjóri hjá Sérleyfishöfum Helga Pét- urssonar hf., til heimilis að Kögur- seh 50, Reykjavík, verður fimmtug- urámánudaginn. Hann og kona hans, Erla Sverris- dóttir, taka á móti gestum í dag, laugardaginn 8.4., mhh klukkan 17 og 19 í félagsheimihnu Drangey, Síðumúla 35, Reykjavík. Albert Stefánsson sjúkrahði, Urð- arbraut 15, Blönduósi, veröur fer- tugurámorgun. Albert fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann útskrifaðist sem framreiðslumaður 1970 og starfaði síðan á Hótel Sögu í fjögur ár. Ai- bert hóf síðan störf á Kleppsspítal- anum þar sem hann vann í önnur fjögur ár en hóf þá nám við Sjúkra- hðaskólann og lauk þaðan prófum 1979. Hann starfaði eftir það í eitt ár á Borgarspítalanum en flutti þá til Blönduóss þar sem hann hefur búið og starfað síðan. Albert hefur starfað með Lions- hreyfingunni. Kona Aiberts er Vigdís Bjöms- dóttir hjúkrunarfræðingur, f. 9.12. 1951, dóttir Öldu Theódórsdóttur afgreiðslukonu og Bjöms Eiríksson- arbifvélavirkja. Böm Alberts og Vigdísar em Svala Albertsdóttir, f. 23.12.1967; Sigríður Jóna Albertsdóttir, f. 25.1. 1973; Bjöm Albertsson, f. 9.12.1978; Ragnar Albertsson, f. 5.1.1982, og Alda Albertsdóttir, f. 5.4.1983. Systkini Alberts em Helga Stef- ánsdóttir; Stella Stefánsdóttir; Guð- mundur Stefánsson og Erlingur Stefánsson, öll búsett í Reykjavík. Foreldrar Alberts era Stefán V. Guðmundsson sjómaður, f. 3.2.1912, og Jóna Erlingsdóttir húsmóðir, f. 21.10.1914. Merming Á Iðavöllum Huglelkur sýnlr á Galdralottlnu: INGVELDUR Á IDAVÖLLUM Höfundar: Inglbjörg Hjartardóttir og Slgr- ún Óskarsdóttir Tónlist: Árnl Hjartarson Leikstjórn: Hanna Maria Karlsdóttir Leikhópurinn Hugleikur hefur nú starfað um nokkurra ára bh og ævin- lega sett upp heimathbúin verk. Tvær úr hópnum, þær Ingibjörg Hjartardóttir og Sigrún Óskarsdóttir hafa gjama skrifað verkin og róa enn á svipuð mið sem fyrr. Þær hafa í þetta sinn sett saman léttfríkaða lýs- ingu á lífinu og thveranni í íslenskri sveit, á meðan enn var þar búið að höfðingjasið og aht htróf mannlegrar thvera rúmaðist undir þaki í einum torfbæ. Flókin ástamál húsfreyjunnar á Iðavöhum era meginviðfangsefnið. Hennar motto er: Hoht er heimafeng- ið hvat, og ráðsmaður og smah bæta henni upp það sem á karlmennsku eiginmannsins vantar. En Ingveldur þráir samt mest skáldið sem yfirgaf Leildist Auður Eydal hana endur fyrir löngu og hvarf á braut th Kaupinhafnar. Fjöldi sveitunga kemur viö sögu og mest htið er lagt upp úr eiginleg- um söguþræði enda er tilgangurinn fyrst og fremst að koma á framfæri kátlegum manniýsingum og gefa þannig áhugasömum meðhmum Hugleiks færi á að spreyta sig á leik- sviöi. Þessi sérstæði leikhópur hefur frá upphafi grundvallast á því að taka ekki nokkurn skapaðan hiut aivar- lega. Sýningarnar hafa gjama verið eitt allsherjar grín og leikendur af öhum stærðum og gerðum taka þátt í gamninu. Þær Ingibjörg og Sigrún hafa óþrjótandi hugmyndir og senda skeyti í ýmsar áttir en allt er þetta fremur lausbeislað. Þannig er þetta ekki dæmigerður áhugahópur held- ur hafa hugleikarar og hirðskáld þeirra miklu fremur uppi andóf gegn hraöa og tæknivæðingu með því að leita uppi íslenska sveitarómantík og Dalalífsstemningu og meðhöndla svo efniviöinn af hæfilegu alvöruleysi. Hanna María Karlsdóttir stjómar sundurleitum hópi leikenda sem margir hverjir hafa verið með í öhum sýningum hópsins. Hún nær fram ágætum heildarsvip þó að tíðar skiptingar og bláþráðótt framvinda sögunnar trufli ehítið gang mála. Gaidraloftið gefur ekki mikla möguleika til tilþrifa við hönnun leikmyndar, sem er í hefðbundnum ungmennafélagsstil, burstabær í for- grunni og snjótyppt fjöll í baksýn, ásamt einfóldustu sviðsmunum sem nýttir era af útsjónarsemi. Frammistaða einstakra leikara er ekki th að fjölyrða um. Flestir leika af fingrum fram og rétt eins og and- inn innblæs þeim. Nokkrir í hópnúm sýna meðfædda hæfileika og má þar nefna þau Guðrúnu Hólmgeirsdóttur (Stínu vinnukonu), Gísla Sigurðsson (skáldið), Jón Daníelsson (ráðs- mann) og Huldu Björgu Hákonar- dóttur sem leikur sjálfa Ingveldi á Úr leikritinu Ingveldur á Iðavöllum: Haraldur blindi (Ólafur Thorlacius) og fóstran (Sigríður Helgadóttir). Iðavöhum af reisn. Hugleikarar era þannig við sama heygarðshomið í sveitinni ljúfu og standa enn þá mæta vel við yfirlýst- an thgang starfsins sem er einfald- lega að skemmta sjálfum sér og öðr- um. AE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.