Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989. Engin kveðja frá Trotsky - rætt við Pál Halldórsson, íyrrum trotskyista og formann BHMR Dag hvern vinnur Páll Halldórs- son, jarðeðlisfræðingur og formaður BHMR, undir stjóm Ragnars Stef- ánssonar sem landsmenn þekkja af auknefninu „skjálfti" og stjómar jarðskjálftadeild Veðurstofu íslands. Verkefni Páls - fyrir utan for- mennskuna í BHMR - er að meta hugsanleg áhrif jarðskjálfta. Hann fór þó upphaflega til náms í stærð- fræði og eðlisfræði en sneri sér aö jöröinni þegar kom aö því að meta atvinnumöguleika á íslandi. Eitt af viðfangsefnum Páls er að meta við hveiju megi búast ef jörð fer að skjálfa á Suðurlandi. „Fjár- málaráðherra þarf þó ekki að gera sér vonir um að ég hlaupi til og skrifi undir einhveija vitleysu þótt Suðurlandsskjálftinn bresti á,“ segir Páll. Félagar úr Fylkingunni Nú er hann í verkfalh með félögum sínum og á í þrætu um kaup og kjör við fjármálaráðherra sem sækir efnahagsráðgjöf til Más Guðmunds- sonar. Þessir þrír, Páll, Ragnar og Már, era allir vopnabræður úr Fylk- ingu byltingarsinnaðra kommúnista. Eins og nafnið bendir til var Fylk- ingin róttækari en önnur póhtísk fé- lög á íslandi - áður en hópurinn gekk í hehu lagi í Alþýðubandalagið. Þar em þeir reyndar kenndir við óróa og fylkingarmönnum eignuð andstaðan í miðstjóm Alþýðubanda- lagsins við formanninn Olaf Ragnar Grímsson. „Ég er ekki í miöstjóm- inni og stóð þar af leiðandi ekki fyrir hermdaraðgerðum gegn Ólafi Ragn- ari,“ segir Páll Hahdórsson. „Ég veit heldur ekki hvort það er rétt að eigna fylkingarmönum andstöðuna við Ól- afRagnar." Á síðsta skeiði Fylkingarinnar hafði hún svokahaðan trotskyisma á stefnuskránni. „Ef ég ht yfir það, sem við vomm að gera í pólitíkinni á Fylkingarárunum, þá vom þar stærri hlutir en kjarasamningar. Á þann mælikvaða er ég að fást við ósköp hversdagslega hluti. Við skul- um þó ekki gera htiö úr þeim sem vilja frelsa heiminn. Ég ber ahtaf mikla virðingu fyrir fólki sem er að gera það sem virðist óraunverulegt. Núna em viðfangsefnin jarð- bundnari og ég held að heimsbylting- in fari ekki fram á þessum vett- vangi. Hér er verið að togast á um verðmæti. Ég held að ríkið hafi núna ekkert með kveðju frá Leon Trotsky að gera enda er ég ekki með umboð th að senda slíkar kveðjur." Fráleitar kröfur? Nú em hópar kennara, hjúkrunar- fræðinga og starfsmenn ýmissa Póll Halldórsson - við skrifum ekki undir afrit af öðrum samningum. rannsóknarstofnana á vegum ríkis- ins í verkfahi sem Páh vih engu spá um hvað stendur lengi. Samninga- viðræður hans og félaganna í BHMR við ríkið ganga iha og Indriði H. Þor- láksson hefur lýst kröfum banda- lagsins sem fráleitum á sama tíma og samið er við BSRB. „Með kröfu- gerð okkar erum við að reyna að opna nýja fleti á þessu máh. Mér finnst að þeir hjá ríkinu ættu aö taka sér tíma til að skoða þær,“ segir Páh rólegur yfir dómi helsta samninga- manns ríkisins. „Við erum ekki að setja fram úr- shtakosti heldur thboð. Meginbreyt- ingin í þessu tilboði hggur ekki í launaliðnum heldur í því hvemig á að nálgast hlutina og leysa þá til lengri tíma. Það þarf að skapa frið um kjaramál háskólamanna hjá rík- inu. Kennarar hafa tvívegis á tveim- ur árum orðiö aö grípa til verkfalls- vopnsins. Það sama á einnig við um hjúknmarfræðinga og reyndar fleiri hópa. Hugmynd okkar er að setja niður naglfasta áætlun um hvernig eigi að vinna að kjaramálum BHMR næstu þijú árin. Viö verðum að semja um hvemig það gerist ná- kvæmlega.'1 DV-mynd GVA Háskólamenn hafa oröið undir Indriði H. Þorláksson hefur talað um að kröfur BHMR-manna hljóði upp á tugi prósenta í kauphækkun og ríkið er ekki tilbúið til að sam- þykkja það á sama tíma og samið er um mun minni kjarabætur fyrir aðra. „Við erum að reyna að semja okkur út úr málunum og erum með þessa kröfu um markaðslaun en viö gerum okkur grein fyrir að það er erfitt að ná þeim fram í einu skrefi. Ef við lítum th sögunnar þá hafa háskólamenn haft betri kjör og einu sinni þótti ástæöa th að miða laun alþingismanna við laun mennta- skólakennara. Nú er það hðin tíð og það sýnir launaþróunina sem við höfum búið við. Við höldum því fram að það skipti miklu fyrir aha starfsmannastefnu ríkisins að kjör okkar verði bætt. Ég held að ríkið verði að gera sér grein fyrir að þaö er að veröa að eins kon- ar þjálfunarbúðum fyrir atvinnurek- endur á almennum markaði. Þetta hefur komið fram í lélegri þjónustu hjá ríkinu því reynslan hefur ekki sest að. Ríkið verður fyrr eða síðar að takast á við þetta vandamál. Ég hef aldrei heyrt stjómmálamann lýsa því yfir að þessi staða sé í góöu lagi og það væri mjög merkheg póht- ísk yfirlýsing ef hún kæmi frarn." Einokun ríkisins Páh viðurkennir þó að ríkið hafi sterka stöðu gagnvart mörgum starfsmönnum sínum vegna þess að það sinnir þjónustu sem einkaaðhar fást ekki við. „Það era póhtískar ákvarðanir að halda uppi thtekinni þjónustu sem einstaklingar vhja ekki eða geta ekki sinnt,“ segir Páh. „Þá erum við fyrst og fremt að ræða um mennta-, hehbrigðis- og félagsmál. En menn verða að gera sér grein fyr- ir að þetta kostar peninga. Ef ríkið ætlar að halda uppi þessari starfsemi þá er þaö auðvitað ekki í þeirri aðstöðu að geta sagt viö sína starfsmenn að fara út á hinn al- menna markað ef þeim liki ekki launin. Það hefur þó heyrst en með þessu er ríkið komið í mótsögn við sjálft sig ef það ætlar á annað borð að halda uppi lögboðinni þjónustu því varla er það stefna að sinna henni án þess aö hafa starfsfólk. En vissulega er rétt að ríkið hefur einokunaraðstöðu gagnvart stóram hluta vinnuaflsins. Ríkið er eini aðil- inn sem er fær um að sinna þjón- AOOA mm BYGGJUM VISTHEIMILI FYRIR FJÖLFATLAÐA! OG LÉTTUM ÞEIM LÍFIÐ RAUÐA FJOÐRIN LANDSSÖFNUN LIONS 7.-9. APRÍL 1989

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.