Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989. 17 Fólk verður að skilja fólk Eins og fólk veit er fólk margt og fólk misjafnt og fólk skipt í skoðun- um, fólk er fylgjandi því sem fólk er á móti, með og gegn, mismikið og meira fyrir hitt eða minna þetta. Fólk er svona og þannig, innbyggt, innstillt og innilega sammála, ósam- mála, einkum ef það er þannig sam- sett, þannig gert, fyrir inniveru, úti- veru, Veru, vergang, Varðberg, var- úð, varaþurrk, vergar tekjur. Fólk hefur sínar skoðanir, sér hlutina frá sínum bæjardyrum og hefur sínum hnöppum að hneppa, er í Síne eða Sínaí-trúar, fer með Útsýn eða Land- sýn, er síngjamt og sínagandi sínar neglur. Það sýnist sitt hverjum. Fólk vill gleyma því að til þess að við get- um öll búið saman og komið okkur saman, þó þröngt sé, í sæti, þá verð- um við að læra að virða skoðanir annarra, fólk verður að reyna að skilja hvað annað betur, ef við eigum áfram að byggja saman betra þjóð- félag í friði og spekt. Beddinn í barnaherberginu Þetta verður bersýnilegt nú þegar fermingar fara í hönd og fólk verður að sitja við sama borð og annað fólk sem hefur allt aðrar og öðruvísi skoðanir en það sjálft. í fermingar- boðunum eru skyndilega saman- komnir allir hinir ólíku hópar þjóð- félagsins og þegar öll sæti era full í stofunni verður ekki annað gert en að hola fólki niður á beddana í bama- herberginu svo þar er þá allt í einu saman statt og þröngt sitjandi alls- konar fólk sem á ekkert sameiginlegt annað en þær sortir sem sitja á disk- unum í fangi þess. Þar nudda saman ólíkum lærum læknar og bifhjóla- menn, sýningardömur og heymæðis- bændur, íslenskunemar og sólbaðs- stofueigendur. í slíku samhengi fermist þögnin gjama óþægileg yfir fólk og þvingaðir gestir taka fegins hendi við hverju sem ræða má um sem yfirleitt eru þá mál mál- anna. Hvalur, bjór eða söngvakeppn- in. En oft ber þó alvarlegri mál á góma, stundum hleypur umræðan fyrir slysni yfir á viðkvæma strengi, eitt- hvað sem snertir fólk alveg innst inni, eitthvað pólitískt. Fermingar- veislurnar em einn af þeim fáu stöð- um, fyrir utan heitu pottana og kannski einstaka bar, þar sem and- stæðunum í þjóðfélaginu lýstur sam- an, aðstæðumar verða ekki umflún- ar, í hominu situr kvennalistakona, nýkomin af fundi f athvarfinu og í miðri ritgerð um áhrif drukkinna karlmanna á bóklestur vanfærra blökkukvenna, þama situr hún, Hebra Lind, við hliöina á Viðgeiri V. Öðrum, sjötta manni á lista hægri- manna í viðskiptafræði í Háskólan- um sem nýkominn er af fræðslufundi um kjamorkuvamir Natóríkjanna og með lyklana að nýja Blazer-jepp1 anum sínum í Blazerjakkavasanum. Þama sitja þau saman í sýnilegu samlyndi tveggja guðs-barna, tveggja fulltrúa mannkynsins, og fikra sig í gegnum tertulög á diski. Vokustudent og kvennakona Þau eru ystu pólamir í þessu sam- kvæmi hér í Grafarvoginum og fyrir illkvittni örlaga lýstur þeim saman í sama horni barnaherbergisins. Þögnin á milli þeima er hlaðin skoð- analegri spennu sem fym eða síðar hlýtur að breytast í rafmagnaða umræðu. Vökustúdentinn og kvennakonan. Og það verður spennubreyting þegar glórulaus hús- móðirin spyr Hebm Lind af inn- bökuðu sakleysi hvort hún hafi nú ekki endumýjað í Happdrætti HÍ, Murra frænka hafi bara ekki unnið heldurðu heilar 2 milljónir fyrir páska. Konan í horninu er vakin til meðvitundar, hér mitt á miðjum sunnudegi í saklausri sælu ferming- ardagsins, innan um ijómatoppa og marengsbotna, tekur hin póhtíska meðvitund hennar að starfa, fer hún af stað eins og mal í ketti. „Ég tek nú ekki þátt í þessu tak- markalausa gróðabraski," segir hún, „þar sem verið er að spila á lægstu hvatimar í fólki, þó að Háskólinn eigi vissulega alla eflingu skilið þá á það alls ekki að verða til þess að espa upp í því einstaklingsgræðgina, þessa milljónafíkn, etja því út í þessa svokölluðu frjálsu samkeppni sem ég hef nú aldrei skilið, ég hef aldrei skilið svona strákaleik." Þessi ræða kvennakonunnar, þetta „stream of social conciousness", er eins og þús- und volt í rassinn á karlastráknum við hlið hennar og hann frussar út úr sér „Frelsinu" eftir John Stuart Úr mínu höfði Hallgrímur Helgason Mill á milli kökubita þannig að hér er upp hafið „uppgjör pólanna“. Sjálfskiptur Blazer gegn Skoda af árgerð 1982. Litli hægri heilinn held- ur uppi kjarnorkuvörnum gegn óvæntri árás úr grasrótinni. Og víða er við komið, leikurinn berst vítt og breitt um alla málefnagrundvelli og grandvallandi mismuni. Stikkorð á víxl Stikkoröin ganga á víxl, „Gervi- hnettir em framtíðin" - „Er ekki gervigrasið nóg handa ykkur, strák- unum“, „Bókmenntir eru bara prump sem snobbar“ - „Tungan er það sem heldur í okkur lífinu", „Konur láta nauðga sér og kæra svo“ - „Karlar eru bara svo tilfinninga- lega lokaðir". Háskólastúdentinn æpir hástöfum gegn hækkun náms- lána, þetta séu aumingjar, eigi ekki einu sinni bfi, en Bókamanneskjan spyr hvemig það sé eiginlega að vera með tvö böm í Amsterdam. Hann teygar í einu orði 18 lítra af bjór á meðan hún hefur yfir „Bjór er líka áfengi". En þegar málin berast að þroskaheftum keyrir loks um koll, hinn viðskiptafróði en tilfinninga- lega ótilkeyrði drengur kveður upp úr með það eins og út úr tómu kýr- höfði: „Bara skjóta þetta strax í vöggu, þá verður kostnaðurinn eng- inn.“ Hebra Lind Samkenndardóttir stekkur upp og fram fyrir nefi sínu og hugsandi til systur sinnar þroska- þjálfarans stmnsar hún út úr þessu boði allra þjóðfélagshópa, er búin að fá nóg af pólitískn samsetu. Eftir situr bissness-businn óréyndi eins og vangefinn aumingi. Og þannig fara síðan allir heim til sín og síns og sinna, hverfa aftur á sinn bás í þjóðfélaginu þar sem þeir geta svo baulað óáreittir með öðrum skoðanakúm sínum alveg fram að næstu fermingu. Þess vegna vantar okkur í þjóðfélagið fleira fólk sem skilur annað fólk og getur skilið allt, hvað sem er, fólk sem getur sagt „Já auövitað skil ég það sem þú ert að segja en...“ Og á eftir kemur mjög væg athugasemd sem síðan er dregið úr með.....já, nei ég segi bara svona, ég veit það ekki, kannski er þetta rétt hjá þér.“ Okkur vantar meira af hlutlausu, ómerktu, óflokkuðu, óháðu, frjálsu fólki sem ekki er alltaf að æsa sig. Okkur vantar fólk sem skilur fólk. Svo við getum öll verið góð hvert við annað. Hallgrímur Helgason Hvernig er vörnin ? Það þarf trúlega ekki að segja þér að góð sókn dugar skammt ef vörnin er í molum. Sama gildir um uppbyggingu líkamans. Það er ekki nóg að vaxa- það verður að sjá til þess að líkaminn fái rétt efni til þess að vinna úr. 12 ára strákur sem er að hefja mesta vaxtar- skeið líkama síns þarf nauðsynlega að fá úr fæðunni þau efni sem líkami hans þarfnasttil þess að vaxa og þroskast. Mjólk er ein fjölhæfasta fæða sem völ er á f rá næringarlegu sjónarmiði. Hún erekki aðeins mesti kalkgjafinn í fæðu okkar; í henni erfjöldi annarra bætiefnasem sum eru lífsnauðsynleg. 3 mjólkurglös á dag fullnægja dagsþörf unglinga af kalki. MJÓLKURDAGSNEFND ■ ai'tii: Námsgeta og athyglisgáfaskerðast verulega efunglingar fá ekki holla fæðu reglulega. Við eðlilegar aðstæðurdregur mjólk úr tannskemmdum. Hið háa hlutfall kalks, fosfórs og magnium er verndandi fyrir tennurnar. .a. fyrir famikiðog i. ímjólkeru taklega vel. I leik og starfiskiptirmáli að taugakerfið sé í lagi. ímjólk eru bætiefni sem eru lífsnauðsynleg fyrir taugarnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.