Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 8..APRÍL 1989. Kvikmyndir __________________________________________________dv Fá mál hafa vakið eins mikla eftir- tekt og hneykslismálið sem upp kom í Bretlandi 1963 þegar það komst í hámæli að sjálfur hermála- ráðherra Bretlands, John Profumo, og Eugene Ivanov, hemaðarsér- Kvikmyndir Baldur Hjaltason fræðingur í rússneska sendiráðinu, deildu sama bólfélaga sem reyndist vera hin 21 árs gamla Christine Keeler. Nú er búið að gera kvikmynd um þennan umtalaða atburð og viröist myndin ætla að slá í gegn hjá al- menningi eins og raunar allt hneykslismáhð gerði á sínum tima. „Það er alveg ótrúlegt hvað allir þekkja vel þetta mál. Ég fæddist um það leyti sem hneykslið komst í hámæh og ég man eftir því. Fólk fætt tíu árum síðar man einnig eft- ir því og jafnvel litli bróðir minn kannast við máhð. Þetta hlýtur því að hafa verið stórmál," hefur verið haft eftir leikkonunni Joanne Whahey sem fer með hlutverk Tvær aðalpersónur myndarinnar, Keeler og Profumo. Profumo-hneykslið Christine Keeler í myndinni Scandal. En htum fyrst á hvernig þetta mál htur út á hvíta tjaldinu eftir að handritahöfundurinn Mic- hael Thomas fór höndum um efnið. Hann gefur upp fjölda heimilda sem hann studdist við eins og bæk- umar „Nothing But“ eftir sjálfa Christine Keeler og Sandy Fawkes, „Mandy“ eftir Mandy RiceDavies, „Stephen Ward Speaks" eftir War- wick Charlton, „The Profumo Affa- ir: A Summing Up“ eftir Sparrow og svo „Scandal 63“ eftir Cliver Ir- ving, Ron Hall og Jeremy Wahing- ton. Eins og sést á þessu hefur ver- ið ritað mikið um þetta mál. Söguþráður Myndin hefst 1959 þegar beina- sérfræðingur í London að nafni Ward hittir hina 17 ára gömlu Christine Keeler þar sem hún var við vinnu sína sem sýningarstúlka í Murray Cabaret klúbbnum. Það tekst kunningsskapur með þeim sem endar með því að hun flytur til Ward samkvæmt boði hans. Þótt skrítið megi virðast var aldrei kyn- ferðislegt samband á mhli þeirra Ward og Keeler. Hann átti áhrifa- mikla og vellauöuga vini eins og Lord Astor og Peter Rachman og fannst gaman að sjást í fylgd Keeler meðan hún sá þama gullið tæki- færi th aö kynnast breska aðhnum. Við þetta bættist að á þessum tíma kynntist Keeler annarri sýningar- stúlku sem Ward tók í samkvæmis- hópinn en það var hin 16 ára gamla Mandy RiceDavies. Það er svo árið 1961 að M15, breska leyniþjónust- an, hefur samband við Ward og biður hann að hafa auga með hin- um rússneska vini sínum, Ivanov, sem þeir gruna að sé njósnari. Þetta verður upphafið að miklum hhdar- leik sem raunar er miðpunktur myndarinnar. TVeir í takinu. Keeler hittir fljótlega Ivanov og gerist ástmey hans. En ekki nóg með það heldur kynnir Ward hana í veislu á landareign Astor fyrir John Profumo sem þá var hermála- ráðherra í stjóm Harolds McMih- an. Hún tekur líka upp ástarævin- týri við hann en neitar þó að hytja frá Ward þótt Profumo beitti hana þrýstingi í þá vem. Áriö 1962 tekur málið nýja stefnu þegar Keeler flýr th Wards eftir að hafa orðið vitni hans kæmi fram í myndinni. Bisk- upinn í Stephney, sem var vinur Profumo, bað þá John Hurt, sem leikur Ward, og Ian McKehen, sem leikur Profumo, að hætta við þátt- töku í myndinni. En athyglisverð- asta andstaðan var samt frá dag- blöðum eins og The Dahy Mail, The Standard og jafnvel News of the World sem blésu söguna upp á sín- um tíma. Þessi blöð hafa reynt að gera myndina ómerkhega í augum lesenda og stimplað hana sem ómerkilega klámmynd. Ástæðan er líklega sú að þeim sárnar að aðrir skuli skipta sér af málum eins og þessu sem blöðin tóku á sínum tíma upp á arma sína og fengu síð- an allt lofið og hrósið fyrir að hafa dregið málið fram á sjónarsviðið. Sjöár Það eru sjö ár liðin síðan hljóm- plötuframleiðandinn Joe Boyd kom að máli við framleiðanda ■Scandals og stakk upp á því að gera kvikmynd um Profumo- hneykshs- máhð. Palace kvikmyndaverið hóf undirbúning í samvinnu við BBC, sem þótti efnið áhugavert, að gerð sjónvarpsframhaldsþáttar upp á fjórar og hálfa klukkustund. En af einhverjum orsökum snerist BBC hugur allsnögglega. Til gamans má geta að heimhdarmynd, sem BBC var að undirbúa um Profumo-rétt- arhöldin, hlaut sömu örlög. ITV sjónvarpsstöðin og íjölmiðlakóng- urinn Robert Maxwell gældu við hugmyndina um sjónvarpsþátta- röð en framleiðandinn, Woolley, áttaði sig að lokum á því að engin sjónvarpsstöð myndi þora aö standa að gerð og flutningi þessara þátta í Bretlandi. Því var ákveðið að fá utanaðkomandi fjármagn og gera breiðtjaldskvikmynd. Woolley krækti sér í leikstjórann Caton Jo- nes, sem gerði m.a. The Making of Absolute Beginners og sjónvarps- þáttaröðjna Brond fyrir rás 4 í Bretlandi, og síðan var fenginn handritahöfundur. Með þvi að selja myndina fyrirfram tókst að fá banka th að fjármagna ævintýrið og nú hefur árangur erfiðisins litið dagsins ljós og virðist faha flestum vel í geð, a.m.k. ef miðað er við aðsókn. Baldur Hjaltason Helstu heimildir: Film Comment Monthly Film Bulletin. að slagsmálum milh elskhuga síns frá Vestur-Indíum, Johnnie Edgecombe að nafni, og annars manns. Edgecombe eltir Keeler th húsakynna Wards og þegar þær vinkonumar Keeler og RiceDavis neita að hleypa honum inn dregur hann upp byssu úr pússi sínu og skýtur á húsið. Við þennan atburö verður Ward skelkaður og óttast að fá slæmt umtal sem gæti sphlt orðstír hans meðal breska aðalsins. Hann yfirgefur því Keeler allsnar- lega. Blaðamatur Keeler tekur þessu ekki þegj- andi og segir blaðamanni frá skot- bardaganum. En það hefði hún bet- ur látið ógert því um leið og blaða- maðurinn fór að grafa dýpra ofan í máhð kom upp fortíð Keeler og samband hennar við Ivanov og Profmno. Það fyrsta, sem gerist eft- ir að málið lenti í blöðunum, var að Ivanov yfirgaf Bretland ahsnar- lega og Profumo gaf út yfirlýsingu í breska þinginu aö ekkert óeðhlegt né ósiðsamlegt hefði verið við sam- band hans við Keeler. En hvorki almenningur né lögreglan virtist sátt við þessi málalok og margir hinna háttsettu vina Wards urðu fyrir óþægindum. Leiddi það til þess að hann var settur út í kuld- ann. Að lokum neyddist Profumo th að segja af sér og Ward var hand- tekinn og ákærður fyrir að hafa teKjur af ósiðlegu athæfi. Þær Keel- er og RiceDavis neituðu öhum ásökunum þegar máhð fór fyrir dóm og voru sýknaðar en Ward, sem áður en dómur féh tók inn of stóran skammt af svefnlyfjum sem leiddi hann th dauöa, var dæmdur sekur. Og svona til að bæta örhtlu kryddi í endann sjá áhorfendur á tjaldinu í lok myndarinnar hvemig hinum ýmsu aðhum, sem tengdust þessu máli, hefur tekist að feta sig á lífsins braut þessi 26 ár. Tvöfeldni Þótt máhð sýnist frekar einfalt þegar söguþráðurinn er skoðaður er staðreyndin önnur. Að vísu varð kveikjan að þessu máli thraun M15 th að sanna að Ivanov væri njósn- ari en hins vegar má færa rök fyrir því að M15 var thbúin að fórna Profumo th að ná sínu takmarki. Hvort sem þetta hneykshsmál var ástæðan eða ekki féll stjóm McMillans skömmu síðar enda voru andstæðingar Profumo úr röðum Verkamannaflokksins iðnir við að halda máhnu gangandi í fjöl- miðlum. En þetta mál viröist ýms- um enn viðkvæmt í dag. Douglas Fairbanks yngri, sem RiceDavis taldi upp á sínum tíma sem einn af elskhugum sínum, hótaði leik- sfjóranum málaferlum ef nafn Það er John Hurt sem ler með hlutverk Wards.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.