Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989. 21 Hinhlídin Jónas Gunnarsson, sjómaður og bílahönnuður: Bílar fyrir heiminn Það er hægt að hugsa um fleira en þorsk á vertíð í Sandgerði. Reykvík- ingurinn Jónas Gunnarsson hefur að minnsta kosti ekki látíð netalagn- ir nú á vertíðinni aftra sér frá að upphugsa ný afbrigði af bílum og í landlegum hefur hann leitað til er- lendra bílaframleiðenda um að móta hugmyndimar í jám. Hönnum bíla hefur verið áhugamál Jónasar íjnörg ár. „Ég hef haft áhuga á bílum frá því ég man eftir mér,“ segir hann. „Ég hef lengi gengið með margar hugmyndir um hönnun bíla sem ég þori ekki að láta frá mér án þess að hafa á þeim einkarétt. Til þessa hef ég látíö nægja að senda framleiðendum útlínur að nýjum af- brigðum." Jónas hefur í vetur staðið í bréfa- skriftum við bílajöfurinn Lee Iacocca sem ræður húsum hjá Chrysler- verksmiöjunum í Bandaríkjunum og boðið honum hugmynd að nýjum bíl til framleiðslu. Enn hafa aðeins út- línumar orðið til að bílnum en Jónas segist tilbúinn að hanna bílinn að öllu leytí. lacocca hafði að vísu ekki tíma til að svara málaleitan Jónasar sjálfur en R.E. Springer úr hugmyndadeild fyrirtækisins þakkaði Jónasi áhug- ann - en því miður eru þeir hjá Chrysler hættir að taka við tillögum frá almenningi. Og sömu sögu er að segja af öðrum bílaframleiðendum á Vesturlöndum. En Jónas er ekki á því að leggja árar í bát. Hann hefur rætt við versl- unarfulltrúa við svovéska sendiráðið í Reykjavík og beðið hann að koma teikningu að nýjum bíl til Lada- verksmiðjanna. Bíllinn var upphaf- lega hannaður sem tillaga fyrir Saab i Svíþjóð en Svíar vilja bara búa að sínu og höfnuðu hugmyndinni. Sovétmenn hafa hins vegar verið jákvæðir. „Viðskiptafulltrúinnhefur tekið mér vel en máhð er nú í bið- stöðu,“ segir Jónas. „Það má segja að svörin, sem ég hef fengið að aust- an, séu „volg“ og það er alls óvíst hver niðurstaðan verður. Sovétmenn eru núna mjög opnir fyrir öllum hugmyndum. Margir óháðir hönn- uðir á Vesturlöndum viðra hug- myndir sínar við þá meðan aðrir bílaframleiðendur sýna lítinn eða engan áhuga. Draumurinn er að læra tæknifræði Nr. Joaii CunMnun Þennan bíl bauð Jónas fyrst Saab- verksmiðjunum í Sviþjóð en nú eru verkfræðingar hjá Lada í Sovétríkj- unum að velta vöngum yfir tillög- unni. Dur'nr. Sununtan: Your latUn racalrad Octobar 13 —-----------•—---------------------- Nr. Laa lacocca, Kava baon dlractad U tbla offlca lo coæ"»"ca vltt our pollcy rajardlnj tta Kandllnj of wjgastloni fron ouUtda tta CKiyalar Corpontlon no longar accapU ytt|cla dailgnt or ityllngi fro« tto ganaral pidillc for conitdaratlon. For ttli raaion, your latun ara balng raturpad. , TKank you'fpr"yiur InUrait In our coapiny. ! Slncaraly, CWYa.n C0RP0AAT10M og þá sérstaklega allt sem viðkemur bílum. Ég hef fengið jákvætt svar við umsókn í tækniskóla í Svíþjóð en hvort ég hef efni á að fara er annað mál,“ sagði Jónas Gunnarsson. -GK id Octobar 13 and Kovottar 8, 1988 QSSSSno. Bréfið frá Chrysler. Þvi miður eru ráðamenn þar hættir að kaupa teikníngar. Pöntunarsímar 77060 og 12340, • Útilíf - Glæsibæ • Sparta - Laugavegi • Sparta - Kringlunni 4 • Sportbær - Hraunbæ • H-búðin - Garðabæ • Musik og Sport - Hafnarf. • Sportbúð Óskars - Keflavik • Sporthúsið - Akureyri • Sporthiaðan - ísafirði • Skókompan - Óiafsvik • Óðinn - Akranesi HEILDSÖLUDREIFING sportvöruþjónustan EIKJUVOGUR 29 ■ 104 REYKJAVÍK • SÍMI 687084 .. •eu\r“ svona Skór, sokkar, húfur, bolir, töskur o.fl. ÚTSÖLUSTAÐIR: • Steinar Waage - Kringlunni handa þér, ef þú híttír á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekkí vanta í þetta sinn! ■ er orsök margra slysa. Miðum alltaf við aðstæc m.a. við ástand færð og veður. Tökum aldt áhættu! ilsr". SAIÆINAÐA/S(A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.