Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989. 19 Nemendur Tækniskólans: Fundu nafn á nýja íslenska vöru - sérstætt samstarf einkafyrirtækis, Iðntæknistofhunar og skóla „Við erum í stöðugu sambandi við einkafyrirtæki í landinu sem hafa með iðnað að gera en þetta var í fyrsta skipti sem við notuöum skóla okkur til hjálpar," sagöi Ásgeir Júl- íusson, markaðsráðgjafi Iðntækni- stofnunar, en stofnunin setti upp fyr- ir stuttu hugarflugsfundi með nem- endum Tækniskóla íslands, til að finna nöfn á nuddpotta, sturtubotna, vaska og baðkör sem fyrirtækið Trefjar í Hafnarfirði, er að koma með á markaöinn. „Samstarfið við Tækniskólann gekk mjög vel og var í alla staði mjög ánægjifiegt. Það er ekki óhugsandi að inn frekara samstarf gæti verið að ræða og þá jafnvel einnig með öðrum skólum. Við fengum á annað þúsimd uppástungur um orð og nafn- ið Bylgjuskeljar var valiö aö lokum. Ótrúlegt hugmyndaflug Sennilega eru ekki margir sem gera sér grein fyrir hvað hugarflugs- fundur er. Ásgeir sagði að tíu nem- endur sætu hvem fund og þeir vissu ekki fyrirfram um hvað hann ætti að snúast. „Eftir að allri undirbún- ingsvinnu var lokið með vörima frá Trefjum þá vantaði eitt nafn yfir framleiðsluna fyrir neytendamark- að. Þá kom upp sú hugmynd að nýta Tækniskólann. Ég hefði ekki trúaö fyrir valinu því þær em vatnsheldar Morgunþrifnaður og rökrétt að kalla vatnstæki því Urhelli nafni. Einnig er orðið skel gott í sam- setningu orða og þess vegna var orð- inu bylgja bætt framan við,“ sagði Ásgeir. „Við það má síðan bæta ght- skel, bláskel og fleiri skeljanöfnum. Sturtuendi Lokalausn Söngbotn Asgeir Julíusson markaösráögjafi og Karl Friöriks rekstrarstjóri hjá Iðntæknistofnun settu upp hugar- flugsfund með nemendum Tækni- skólans til að finna nafn á nýjar ís- lenskar baðherbergisvörur. DV-mynd BG. að óreyndu að þar væri slíkt óhemju hugmyndaflug," sagði Ásgeir og brosti. „Það vom haldnir fundir í þremur bekkjum á þremur dögrnn og hér hef ég heila bók með orðum sem komu upp á fundunum. Hugarflugsfundir em algengir er- lendis undir heitinu „brain storm“ og við höfum þýtt hvirfilbyls-fundi. Við reyndum að velja fólk á fundina með ólíkan bakgrunn sem hugsar mismundandi. Ég byrjaði að kasta fram orði og þá átti næsti maður að svara strax með öðm orði. Engin gagnrýni má koma fram og menn urðu að svara með því orði sem þeim datt í hug í sömu andránni," sagði Ásgeir ennfremur. „Fundurinn má ekki standa yfir lengur en klukku- tíma því þá em menn alveg búnir. Afleitu hugmyndirnar oft bestar Upp geta komið margar afleitar hugmyndir en þær em oft bestar. Við byijuðum á að finna nafn á nudd- potta og kom fyrst upp orðið tví- menningur, sem er gamalt og ágætt orð yfir tveggja manna pott. Síðan kom upp almenningur, sem er mjög gott slanguryrði yfir vask, t.d. á veit- ingahúsi. Eftir almenningi kom allrahandagagn og þá datt einhveij- um í hug aö nefna veiðibali og annar kom með veiðivötn en sá næsti var alveg geldur og sagði malt og appels- ín, þá kom bland, hjá þeim næsta og síðan gin og tónik. Þá datt einhveij- um í hug að nefna tæknipottur. Síðan komu upp orð eins og hreinn og klár eða hreinn og tær. Þegar leið á fund- inn kom einhver með orðiö skel, ann- ar kom þá með iðuskel og sá þriöji benti á ólguskel. Skeljar urðu síðan Hugarflugsfundir gefast vel Það komu ótrúlegustu orð fram á fundunum og ég var mjög ánægður með árangurinn. Viö höfum reynt þessa sömu aðferð í hugmyndaleit að nýjum vörum, annaöhvort með fyrirtækjum eða hér innanhúss. Ég get nefnt sem dæmi að blað Iðn- tæknistofnunar heitir Púlsinn og það orð kom upp á hugarflugsfundi. Það væri ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram á sömu braut ef Tækni- skólinn hefur áhuga á fleiri hugar- flugsfundum," sagöi Ásgeir. Samstarfið við Trefjar hófst með vöruþróunarátaki en fyrirtækið var eitt af 24 fyrirtækjum sem komust í átakið af sextíu sem sóttu um. „Fyr- irtækið hafði áhuga á að þjóna hin- um almenna markaði en hafði áður einskorðað sig við bátasmíðar," sagði Ásgeir. „Þeir unnu með trefja- plast og vildu útfæra sig nánar með það efni, t.d. með framleiðslu á bað- herbergjasettum. Við gerðum mark- aðskönnun sem leiddi í Ijós að varan gæti borið sig. Þá var farið út í að hanna og framleiða hlutina og allt þetta tók á annað ár. Nafn á fram- leiðsluna var síðasti hlutinn og nú eru Bylgjuskeljar til sýnis á kynn- ingu í Kringlunni ásamt fleiri nýjum vörutegundum.“ Að sögn Ásgeirs er allt of lítið gert af því hér á landi að gera markaðs- kannanir áður en fyrirtæki eru stofnuð. „Það er bráðnauðsynlegt að gera markaðskönnun en það gleym- ist allt of oft við stofnun nýs fyrirtæk- is að athuga markaðinn. Ef maður ætlar að setja upp krá þarf hann að huga að því fyrst, hvað þurfi að selja margar bjórkollur á dag, til að stað- urinn beri sig. Fyrirtæki líta á mark- aðinn sem sjálfgefinn og hugsa sem svo að þetta sé keypt hvort eð er, það eru svo mörg önnur fyrirtæki sem græða á vörunni. Ég tel að það sé stórhættulegt að fara af stað með fyrirtæki án þess að gera markaðs- könnun. Hún gefur vísbendingu um hvemig fyrirtækinu muni reiða af,“ sagði Ásgeir Júliusson markaðsráð- gjafi. Hér koma nokkrar hugmyndir um nöfn á nuddpotta sem komu upp hjá nemendum Tækniskólans: Tvímenningur Almenningur Allrahandagagn Veiðibali Veiðivötn Malt og appelsín Bland Gin og tónik Tæknipottur Hreinn og klár Ólgupottur Draumadyngja Letilaug Skelin Skel Bylgjuskeljar Baðkör Fagurker Leðurhitari Afvötnun Smitberi Sturtubotnar Tágilja Snarbað Fótfesta Vökuskúr Trampari Fótasull Fjarðarbotn Hellisgerði Vaskar Handlaug Handaskol Þingmannalaug Galvaskur Vatnsberi Einnig komu upp nokkur nöfn á stjórnmálamönnum yfir sturtubotna (þannig að almenningur geti traðkað á þeim) t.d. Denni, Láfi, Steini, Jón Bali, Stína. -ELA ESTER d-vitQmin med calcium Vitamin- og míneraipræparat 100 íabletter ESTER-C er syreneutral (PH- 7). Indhoíd pr. tabiet: Vítamín C 200 mg, Calsium 20 mg. ÍEUTRAL NYTT OG BETRA C-vítamín með kalsíum. ESTER C-vitaminið er mikið umtalað i Evrópu og Ameriku vegna mikiila gaeða. Það er kalsiumefnið i ESTER C-vitamin- inu, 20 mg, sem myndar rétt sýrustig, PH 7, og gerir upptöku þess og virknl 3-5 sinnum meiri. Venjulegt C-vitamin hefir sýrustigið 2,3-2,7 PH. ESTER C-vitaminið veldur ekki maga- óþaeglndum. Likami okkar getur ekki framleitt C- vitamin og þarfnast þess stöðugt. Það auðveldar upptöku járas úr faeð- unni, styrkir bein, tennur, bandvefi og þ}álpar húðinni til að halda mýkt sinni. í hverri ESTER C-vitamintöflu eru 200 mg af hreinu C-vitaminí og 20 mg af kalsium. Ráðlagður dagskammtur er 1 tafla. Faest i heilsubúðum, mörgum apótekum og mörkuðum. Dreifing: Bió Selen umboðið, sími 76610 /’i v # ( sf IV # T JV Hrísgrjón allan ársins hring Hrísgrjón eru ekki árstímabundin, hvorki í gæðum né verði. Þau eru jafn góð og jafn ódýr hvenær árs sem er. Og nú er alveg tilvalinn tími til þess að bregða sér inn í eldhús, taka út Uncle Ben’s hrísgrjónapakkann, gefa hugarfluginu lausan tauminn og byrja að elda. Hrísgrjón í alla rétti Aðalréttir, forréttir, eftirréttir; sendu okkur eftir- lætisuppskriftina þína. Uppskriftasamkeppnin er öllum opin og við höfum áhuga á alls konar uppskriftum. Þriggja manna dómnefnd velur síðan verðlaunaréttina 10. FYRSTU VERÐLAUN sex fyrir tvo með Flugleiðum til Florida . daga, með gistingu á fyrsta flokks hóteli. 2.-10. VERÐLAUN Við bjóðum 9 aukaverðlaun; níu hágæða finnsk pottasett frá Hackmann. Eitthvað sem allir kokkar vilja eiga. Þátttökureglur: Nota skal Uncle Ben's hrísgrjón í uppskriftina. Nákuæm mál skulu gefin upp og uppskriftin skýrt uppsett, helst vélrituð. Merkið með dulnefni og látið nafn, síma og heimilisfang fylgja í lokuðu umslagi, merkt dulnefninu. Verðlaunauppskriftir verða birtar í DV og framleiðendur Uncle Ben's áskilja sér rétt til frekari birt- inga. Ennfremur að hætta við keppnina ef ekki berast uppskriftir sem uppfylla kröfur dómnefndar. Uppskriftir skulu sendar til DV. Utanáskriftin er „Hrísgrjónasamkeppni“ DV Þverholti 11, 105 Rvk. SÍÐASTI SKILADAGUR ER 7. MAÍ. UncleBen’s Uncle Ben’s - hrísgrjónin sem ekki klessast saman. m. 'vt5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.