Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1989, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1989, Page 2
2 MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1989. Fréttir Regnhlifin að lokast hjá Alþýðubandalaginu: Grunnur lagður að for- mannsslag eftir tvö ár - náin samvinna „flokkseigenda", verkalýðsarms og Fylkingarmanna Hér tekur Svanfríður Jónasdóttir í hönd Steingrims J. Sigfússonar eftir að Ijóst var að hann hafði unnið kosn- ingu um varaformannsembættið. Athygli vakti að Svanfríður neitaði að taka í hönd Steingrims fyrr en eftir að hún hafði haldið ræðu þar sem hún lýsti yfir vonbrigðum sinum. Formaður flokksins, Ólafur Ragnar Gríms- son, sést hér klappa eftir ræðu Svanfriðar en í baksýn má sjá eiginmann hennar, Jóhann Antonsson. DV-mynd GVA „Armaátök, armaátök og aftur armaátök,“ sagði einn landsfund- arfuUtrúi Alþýðubandalagsins þeg- ar hann var spurður hvað öðru fremur hefði einkennt 9. landsfund Alþýðubandalagsins sem fór fram nú um helgina í Rúgbrauðsgerð- inni í Borgartúni. Fundurinn var enn ein staðfest- ing á þeim djúpstæða ágreiningi sem er þar á milli fylkinga. Það sást í málefnaumræðu, kosningum og síðast en ekki síst í slag um for- ystuna. Eins og tilvitnunin að framan bendir á þá áttust armamir við af fullum þunga og engu hlíft. Einkenndist fundunnn af mikili spennu þar á miUi. Á landsfundin- um fyrir tveim árum var það lýö- ræðisfylkingin sem hafði sigur en nú má segja að það hafi snúist við og flokkseigendafélagið snúið vöm í sókn. Þá vakti athygU náin samvinna á miUi flokkseigenda, verkalýðsarms en þó ekki síst Fylkingarmanna sem hingað til hafa verið einangr- aðir. Þeir höfðu sig meira í frammi en áður og sagði reyndar einn gam- algróinn Alþýðubandalagsmaður aö ef tala ætti um sigurvegara eftir fundinn þá hlytu það að vera Fylk- ingarmenn. „Ég tel það einfaldlega spumingu hvort flokkurinn klofnar ekki inn- an fimm ára - jafnvel fyrr,“ sagði landsfundarfuUtrúi úr röðum Birt- ingarfólks en það var mál margra landsfundarfulltrúa að flokkurinn stæði nær klofningi heldur en fyrir fundinn. „Ég held að þessi fundur ráði ekki úrsUtum tíl eða frá í þessum efnum. Hann sýndi bara ástandið eins og það hefur verið í mörg ár,“ sagði einn úr röðum flokkseigenda. Formannsslagur eftir tvö ár Svanfríður Jónasdóttir varð að gefa efdr varaformannsembættið tU Steingríms J. Sigfússonar, sam- göngu- og landbúnaðarráðherra. Framboð Steingríms virtist koma stuðningsUöi Ólafs Ragnars á óvart en gert hafði verið ráð fyrir að kona úr andstæðingaUðinu yröi boðin fram gegn Svanfríði. Það reyndist ekki vera og kom reyndar í ljós að framboð Steingríms hafði verið vandlega undirbúið - jafnvel síðan fyrir tveim mánuðum. Það var ljóst að framboð Stein- gríms byggði á sannfæringu flokks- eigenda um aö þeir hefðu meiri- hluta enda fór þaö svo að Stein- grímur vann með 39 atkvæða mun. Kjömefnd reyndi aö bjóða mála- miðlun til að komast framhjá kosn- ingum og bauðst meðal annars Bjöm Grétar Sveinsson til að stíga úr ritarasæti fyrir Steingrími. Því var hafnað. Með kosningu Steingríms er Jjóst að þaö er verið að þrengja að Ólafi Ragnari og það sama má sjá út úr öðmm kosningum. Á málefnasvið- inu virðast sjónarmið formannsins hins vegar að mörgu leyti hafa náö fram að ganga. Svanfríður er ein nánasti sam- verkamaður Ólafs Ragnars og lýsti hún því yfir að hún vUdi gegna embættinu áfram. Ólafur Ragnar veitti henni traustsyfirlýsingu en aUt kom fyrir ekki. Stuðningsmenn Ólafs sögðu, eftir að ljóst var að Steingrímur hafði unniö, að nú væri verið aö leggja grunninn að formannsslag á næsta landsfundi sem verður árið 1991. Steingrímur J. Sigfússon hlýtur að verða að telj- ast líklegur mótframbjóðandi. Ólafur einn varði ríkisstjórnina Fyrir fundinn var vitað að flokks- eigendafélagið myndi reyna að þrengja stöðu formannsins og nýta sér óvinsældir ríkisstjómarinar. Þaö kom berlega fram á lands- fundinum að ríkisstjómin átti sér fáa meðmælendur en athyglisverð- ast var að úr röðum ráðherranna var það aðeins fjármálaráðherra sem varði gerðir stjómarinar. Þurfti hann margoft að minna fundarmenn á að flokkurinn væri í samsteyþústjóm. Bæði Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðar- og samgönguráðherra einbeittu sér að því að tala um sína málaflokka og sniðgengu aUavega að ræða stefnu stjómarinnar í víð- ara samhengi. Hins vegar hlýtur þaö að vekja athygli hve litla gagnrýni ríkis- stjómin fékk í raun og vem, sérs- taklega ef tillit er tekið til þess hve umdeUd stjómarþátttakan var í flokknum fyrir ári. Sú hemaðará- ætlun Ólafsmanna að láta umdeUd- um ályktunum rigna inn á fundinn virðist því hafa tekist. Margar ályktanir Birtingarmanna virtust eingöngu vera reyksprengjur til að Fréttaljós Sigurður M. Jónsson beina umræðunni í ákveðinn far- veg. Sú ályktun fundarins, sem erf- iðust var fyrir ríkisstjómina, var kjaramálaáiyktunin sem meðal annars var unnin undir stjóm Páls Halldórssonar, formanns Banda- lags háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna. Var greinUegt af orðum hans að verkfalhð síðasta vor stendur mikið í bandalaginu og óánægju kennara gætti víða á fund- inum. Beindist hún sérstaklega gegn formanninum Fyrstu drög kjaramálaályktunar- innar vom algerlega óviðunandi fyrir ráðherraliö flokksins en þeim tókst þó að fá margt núldað í henni. Var meðal annars breytt kröfu um að feUa strax matarskattinn í burtu þannig að lagt er tU að hann sé feUdur burt í áföngum. Þessu mót- mælti PáU HaUdórsson harðlega og sagði hann að nauðsynlegt væri að afstaða flokksins í þessu máU lægi skýr fyrir. Formaður og varaformaður flokksins gengu síðan í það í lok fundarins að setja inn breytingar í kjaramálaályktunina sem vom samþykktar þannig að PáU Hall- dórsson endaði á því að greiða at- kvæði gegn ályktuninni. Meint svik við framkvæmdastjórnarkjör Kosning tíl framkvæmdarstjórn- ar flokksins varð umdeUd en þá var gert samkomulag á miUi formanns og varaformanns um hvemig stað- ið yrði að kjöri. UppstUUngamefnd setti fram Usta með 9 mönnum sem báðar fylkingar höfðu orðið ásáttar um. Þegar kom aö kosningu var gerð tiUaga um Bimu Þórðardótt- ur, úr Fylkingararmi flokksins, og hún síðan kosin þannig að Bima Bjömsdóttir skólastjóri, af Usta kjömefndar, féU út. Hún var taUn í stuðningsUði Ólafs Ragnars. Voru stuðningsmenn formannsins mjög reiðir yfir þessu og sögðu aö þar Uefði varaformaðurinn og hans menn svikið samkomulagið. Steingrímur J. Sigfússon staö- festi að samkomulag hefði verið gert en neitaði því að það hefði verið brotið. Sagði haim að fram- boð Bimu Þórðardóttur hefði kom- ið utan úr sal og hefði greinflegt verið að hún naut stuðnings fund- annanna. í framkvæmdastjóm voru eftir- taldir aðUar kosnir: Benedikt Dav- íðsson, Elsa Þorsteinsdóttir, Bjöm Grétar Sveinsson, Ólafur H. Torfa- son, Stefanía Traustadóttir, Guð- rún Agústsdóttir, Már Guðmunds- son og Bima Þórðardóttir. Þama koma fimm nýir aðilar inn en at- hygUsvert er að Sigmjón Péturs- son, Kristín Á. Ólafsdóttir og Ás- mundur Stefánsson voru ekki end- urkosin. Ásmundur gaf þó upp að hann stefndi ekki að endurkjöri. Auk þessara aðila situr stjóm flokksins, þrír úr þingUðinu og einn frá Æskulýðsfylkingunni, í framkvæmdarstjórn með atkvæð- isrétt, samtals 17 manns. „Lyfseðill“ fyrir miðstjórnarkjör Stuöningsmenn Ólafs Ragnars ákváöu eftir meðferðina í fram- kvæmdarstjómarkjörinu að gefa út svokallaðan „lyfseðU" fyrir mið- stjómarkjörið þar sem bent væri á „æskUega" miðstjórnarmenn. Þar vom efst á Usta Svanfríður Jónas- dóttir, Össur Skarphéðinsson, Kristín Ólafsdóttir, Mörður Áma- son, GísU Gunnarsson og Kjartan Valgarðsson. Þetta mæltist Ula fyrir og endaði það með því að Usti var í umferð hjá báöum fylkingum. Flokkseig- endur sögðu að þetta væm ný vinnubrögð en bent hefur verið á að þetta hefur verið gert tU að halda inni einstaka verkalýðsleiðtogum í gegn um tíðina. Grænt Ijós á stóriðju Af margvíslegum stjómmálaá- lyktunum fundarins em ef til vUl merkUegastar þær sem lúta að stóriðju því í raun er hægt að segja að grænt ljós hafi verið gefið á þau áform sem nú eru uppi. FalUð er frá kröfunni um íslenska eignarað- Ud að meirihluta en í stað sett inn ákvæði um íslenskt forræði. Nokk- uð nákvæmlega er greint frá því hvaða skUyrðum samningur þarf að uppfylla. Eru þau skUyrði mjög í samræmi við það sem nú er rætt um. Þá vora ýmis atriði úr land- búnaðarályktun Birtingar tekin upp í landbúnaðarályktun fundar- ins og má þar meðal annars sjá mildari afstöðu tU innflutnings þó engan veginn sé hægt að skUja hana svo að samþykki sé veitt. í utanríkismálum er áréttað að varaflugvöUur komi ekki til greina og sett upp sem stjómarslitamál. Þá er haldið opið möguleikum fyrir tvihliða viðræðum við Evrópu- bandalagið þó engan veginn sé lok- að fyrir EFTA-leiðina eins og marg- ir vildu þó. Fyrrverandi varaformaður gekk út Það hafa ýmsir úr lýðræðisarm- inum látið hafa það eftir sér að ein- hverjir muni ganga úr flokknum og reyndar er það svo aö strax á laugardeginum tilkynnti einn fyrr- verandi varaformanna flokksins, VUborg Harðardóttir, að hún væri gengin úr flokknum. Þetta mun VUborg reyndar hafa gert fyrir nokkru síðan en beðið eftir lands- fundi til að opinbera ákvörðun sína. Óvíst er hvort fleiri fylgja for- dæmi VUborgar en augljóst er að lýðræðisarmurinn var ekki ánægð- ur með niðurstöðu fundarins. Spurning er hins vegar hvort hún var í raun svo slæm fyrir þann arm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.