Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1989, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1989. Merming Viðvarandi halli á rekstri leikhúsa: 750 miiyónir í leik- list á næsta ári - segir Svavar Gestsson menntamálaráðherra „Þaö kæmi mér ekki á óvart þótt opinber framlög til leiklistar á næsta ári næmu um 750 milljónum og er þá allt taliö, bæöi frá ríki og sveitar- félögum," sagöi Svavar Gestsson menntamálaráðherra í samtali við DV. Mest af þessum peningum er fram- lang ríkisins til viðgerða og breyt- inga á Þjóöleikhúsinu. Á næsta ári er áætlaö aö verja 350 milljónum til endurbóta á húsinu. Þar veröur saln- um breytt verulega - millisvalir teknar niður og gólf í aðalsal hækkaö og tekið fyrir leka í húsinu. Þá verður ríkið einnig aö greiöa skuldir sem safnast hafa á síðustu árum í rekstri Þjóöleikhússins auk þess sem styrkja þarf rekstur þess meö árlegum framlögum. Sýningar í Þjóðleikhúsinu hefjast ekki að nýju fyrr en um jólin 1990 en fastráönir starfsmenn veröa áfram á launum. Þótt öörum verk- efnum veröi sinnt í millitíðinni er ekki gert ráð fyrir aö það nægi fyrir föstum kostnaði við rekstur hússins þótt engin starfsemi fari þar fram. Annar stór hluti af upphæðinni sem opinberir aölilar leggja til leik- hstarinnar er aukinn styrkur Reykjavíkurborgar við Leikfélag Reykjavíkur. Enn hefur ekki veriö ákveðið hve hár styrkur borgarinnar verður. Nú fær Leikfélagið nærri 30 mihjónir frá borginni. Davíð Odds- son hefur talað um að tvöfalda styrk- inn á næsta ári. Þá eru ótahn framlög annarra sveitarfélaga til leiklistar í sínum byggðum auk þess sem ríkið leggur A næsta ári leggur ríkið 350 milljónir til viðgerða á Þjóðleikhúsinu. fram. Svokallaðir frjálsir leikhópar þýðuleikhúsið hefur t.d. fengið 7 fá einnig framlög frá ríkinu. Al- mihjóniráþessuári. -GK Sá í vor að ég átti bók - segir höfundiirinn, Bjöm Th. Bjömsson „Guð minn góður, að ég fari að skrifa ævisögu mína. Það væri ljótan," segir Bjöm Th. Björns- son og handleikur Sandgreifana, endurminn- ingabók frá uppvexti hans í Vestmannaeyjum fram til ársins 1935. Það er Mál og menning sem gefur út. „Þessi saga á sinn eðlilega endi og á henni verður ekki framhald," segir Bjöm. „Ég hef meiri áhuga á ævi annarra manna enda er eng- inn dómbær á sína eigin ævi nema þá með lyg- um og fölsunum. Þaö em þó samt til einstaka menn í bókmenntunum sem eru sæmilegr heið- arlegir. En þeir eru fleiri sem fara huldu höfði fyrir sjálfum sér.“ Bjöm vih ekki kaha Sandgreifana endurminn- ingar þótt sagan sé það að stofni til. „Þetta er uppvaxtarsaga í þröngu bæjarfélagi,“ segir Bjöm. „Ég veit ekki hvaö veldur því að menn fara að safna í bók efni sem þeir kynntust í æsku. Ef til viU sækir nú á mig elU og henni fylgir vUji tU að týna ekki hlutunum - geyma þá heldur fyrir bömin. Mér finnst ég þó ekki gamaU en ég veit hvenær ég er fæddur. Ég hef sannast sagna aldrei vUjað faUast á að ég væri að eldast. í raun og vem var þessi bók komin hér bak við Orðabók Blöndals í hUlunni við skrifborðið í vor. Ég skrifaöi eitt og annað sem mér datt í hug á miða og stakk þeim bak viö oröabókina. í maí í vor tók ég eftir aö þar var komin heU bók á lausum blöðum og ég átti ekki annað eft- ir en að- raða henni saman. Það getur reyndar verið að eitthvað hafi gleymst bak við Blöndal." í Sandgreifum Bjöms er uppgjör hans við æskuárin. „Ég spUa mikið upp á þaö tvöfalda líf sem ég lifði,“ segir Bjöm. „Móðir mín var þýsk og amma mín bjó hjá okkur. Allan þann tíma sem hún var í Eyjum á árunum 1922 tU 1935 og eftir það í Reykjavík var hugurinn í Þýskalandi. Það lengsta sem hún komst í að læra íslensku var að alUr sem heUsuðu henni sögðu „sælar“. í Þýskalandi var venja að heUsa með nafni og hún skUdi aldrei hvað þeir vom margir íslend- ingamir sem hétu „Sælar“. Jón Sigurðsson var aldrei nefndur við mig en Hindenburg og Bismarck þeim mun oftar. Ég lærði því ekki íslensku fyrr en ég var á eUefta ári sendur til Sigurbjamar Sveinssonar bama- bókahöfundar að læra máUð. Áður kunni ég ekkert annað en mál götustráka. Þetta mál, sem strákar í Eyjum töluðu og strákar tala alment enn, kemur víða fram í sam- tölunum í bókinni. Vestmannaeyingar töluðu versta mál á íslandi og það væri fáránlegt að láta þá tala klassískt mál frá Konráö Gíslasyni á prenti.“ Hetjuskapur á villigötum í Sandgreifunum gerir Bjöm líka upp við fóð- ur sinn, Ustamanninn Baldvin Bjömsson. „Þetta sem ég segi um föður minn er ekki annað en það sem alUr vissu sem umgengust hann,“ segir Bjöm. „Hann vildi aUtaf gera eitthvað annað en hann gerði best. Hjá sumum er það hetju- skapur að geta teiknað en það er þá helst hjá mönnum sem ekki geta það. Faðir minn var Ustateiknari en þótti það ómerkilegt samanborið við aö vera á skútu. En þessi saga er ekki bara uppgjör. Það sem ég er fyrst og fremst að skrifa um em Vest- mannaeyjar sem deigla þjóðfélagsátaka. Þar vom kommúnistar sterkir og einnig fasistar. Þegar við bættust 6000 vermenn ofan af landi var þetta eins og lýðháskóU í þjóðfélagsátökum. AUt mitt fólk snerist gegn Hitler og nasistun- um. Heima skildum við Þýskaland alveg frá nasismanum enda var Þýskaland ömmu Þýska- land keisarans. Svona málarasveinn eins og Adolf sálugi fékk ekki háa premiu hjá ömmu minni. Og svo komu þýskir flóttamenn undan ógnum nasismans en þó ekki að ráði fyrr en við fluttum til Reykjavíkur. Hús móður minnar stóð opið fyrir þeim sem komu á flótta án þess að hún hefði póUtískar meiningar. Þetta voru bara menn sem höfðu lagt það á sig að koma til ís- lands í stað þess að lenda í þrælabúðum. PóUtík var aldrei nefnd á heimiUnu en faðir minn var mjög hrifinn af Rússlandi, aðalUega vegna menningarinnar en ekki af póUtískri sannfæringu. Það var rússneska þjóðin sem heUlaði hann og bókmenntimar. Allir sem lesa rússneskar bókmenntir losna ekki við þær aft- ur, sama hvort það er Dostojevskí eða Tolstoj," sagðiBjömTh.Bjömsson. -GK Rmm hundruð titlar Þrátt fyrir einlægan ásetaing bókaútgefenda aö fækka bókatitl- um á markaðnum fyrir hver jól stefnir þróunin í öfuga átt. í haust var talað um íjögur hundruð titla en nú stefnir aUt í að þeir verði nær fimmta hundraðinu. Það em þó ekki stóm forlögin sem eru að auka við sig heldur flölgar sjálfstæðum útgefendum ár frá ári. Bækur þeirra streyraa nú á markaðinn. Lætur nærri að sjötíu aðUar fáist við bókaútgáfu og margir bjóða aöeins eina bók. Nú eins og fyrir síðustu jól virð- ast þrjú forlög vera afgerandi stærst á markaðnum. Það eru Iðunn, Mál og menning og Vaka- Helgafell. Saga Kristjáns Thorlacius verður á bókamarkaðnum að þessu sinni. Að tjaldabaki hjá BSRB Kristján Thorlacius, fyrmm formaður BSRB, hefur skráð ævi- sögu sína í samvinnu við sr. Bald- ur Kristjánsson, sóknarprest á Höfn í Hornafrði. Bókina nefna þeir Þegar upp er staðið og Reyk- holt gefur út. Eins og nafn bókarinnar bendir til þá fer í sögu Krisfjáns mest fyrir störfum hans fyrir BSRB þar sem hann vann í nærri 30 ár. I sögu sinni segir Kristján frá ýmsu baktjaldamakki í verka- lýöshreyfingunni og er að sögn gagnrýninn, bæði á samherja og andstæðinga. Enn ný nasistabók Björn Sv. Björnsson, fyrrum undirstormsveitarforingi í SS, hefur með aðstoð Nönnu Rögn- valdsdóttur skrifað ævisögu sína. Bókin nefnist Sagan sem ekki máttí segja og kemur út hjá Iö- unni. Þessi bók fylgir í kjölfar „nas- istabókanna" á síðasta ári en í einni þeirra kom Bjöm nokkuð við sögu. Honum fannst því sem hann yrði að koma sínu sjónar- miði á frmafæri og hófst handa viö verkið þegar um síöustu ára- mót. Bjöm hefur haft hægt um sig síðustu áratugina og á að hafa heitið því að segja aldrei sögu sína. Nú hefur hann hins vegar fundið sig knúinn til aö skipta um skoðun. Landið þitt minnkar Stolt bókaútgáfunnar Amar og Örlygs á síðustu árum hefur ver- iö bókaflokkurínn Landið þitt - í fimm bindum. Nú hefur verið ákveðið aö gefa út minna afbrigði af Landnu þínu og kallast það íslandshandbókin og verður í tvemur bindum. Upphaflega út- gáfan er of stór til að hafa með á ferðalögum og því er verkið dreg- ið saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.