Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1989, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1989, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1989. 9 Utlönd Þúsundir mótmæla í Austur-Þýskalandi: Þúsundir A-Þjóðverja komu saman í A-Berlín í gær til að krefjast frjálsra kosninga. Nokkrir kröfumenn héldu á líkkistu til marks um fall Stasi, öryggislögreglunnar. Símamynd Reuter Vilja frjálsar kosningar Háttsettur vestur-þýskur embætt- ismaður mun í dag eiga viðræður við ráðamenn kommúnista í Austur- Þýskalandi um framtíðarhorfur sem og fyrirhugaðar efnahagslegar og pólitískar áætlanir Þýska alþýðulýð- veldisins í kjölfar hins mikla umróts og breytinga sem átt hafa sér stað síðustu vikur. Hans Modrow, hinn nýi forsætisráðherra A-Þýskalands, hefur rætt um samvinnu á nýjum grundvelli við Vestur-Þýskaland í kjölfar nýrrar samsteypustjómar og samþykktar nýrrar áætlunar um umbætur í Austur-Þýskalandi. Miljjónir A-Þjóðverjar nýttu sér ferðafrelsi sitt um þessa helgi og fóm yfir landamærin til vesturs, aðra helgina frá því að austur-þýsk yfir- völd opnuðu landamærin upp á gátt og veittu þegnum sínum fulla heim- ild til að ferðast. En á meðan sumir Austur-Þjóðverjar fóm vestur yfir gengur tugir þúsunda um götur aust- ur-þýskra borga og kröfðust mál- frelsis og frjálsra kosninga, menn- ingarfrelsis og endaloka alræðis kommúnistaflokksins. Stærsta mót- mælagangan var haldin í Dresden þar sem fimmtíu þúsund A-Þjóðverj- ar komu saman. í A-Berlín gengu nokkur þúsund um göturnar með kröfuspjöld í hendi og kröfðust pólití- skra umbóta. Kröfugöngumar um helgina em þær mestu sem átt hafa sér stað síðustu daga. Rudolf Seiter, ráðherra vestur- þýska kanslaraembættisins, mun ræða við Egon Krenz, flokksleiðtoga austur-þýskra kommúnista, og Modrow. Talið er að efst á baugi við- ræðna Seiter og Krenz verði dagsetn- ing fyrirhugaðs fundar Kohls, kansl- ara V-Þýskalands, og Krenz. En ólík- legt er talið að tilkynnt verði um fundinn í dag. Ferðaleyfi Austur-Þjóðveija vestur hefur aukið löngun þeirra til að sjá þýsku ríkin sameinuð sámkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var meðal A-Þjóðveija í síðustu viku. Skoðanakönnun sem Wickert- stofnunin gerði sýnir að 67 prósent vilja að ríkin sameinist á ný en þau hafa verið aðskilin síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Niðurstöður svip- aðrar könnunar, sem gerð var áður en landamæri ríkjanna vom opnuð upp á gátt, sýndu að 59 prósent Aust- ur-Þjóðverja vildu sameiningu. Reuter Búlgarar kref jast umbóta Búlgarskir námsmenn hvöttu í gær til stofnunar óháðra samtaka náms- manna. Einnig kröfðust þeir lýðræð- is í hærri menntastofnunum, afnáms alræðis kommúnista og verndunar á réttindum námsmanna. Á laugardaginn gengu fimmtiu þúsund Búlgarar um götur Sofíu, höfuðborgar landsins. Hrópuðu göngumenn „lýðræði", „kosningar“ og „Gorbatsjov“ og kröfðust réttar- halda yfir harðlínuleiðtoganum Tod- or Zhivkov sem látinn var víkja fyrir tíu dögum. Hinn nýi leiðtogi Búlgar- íu, Petar Mladenov, sem steypti Zhivkov með aðstoð hersins, sagðist á fóstudaginn vera hlynntur frjáls- um kosningum. Mótmælin í Sofíu á laugardaginn, sem skipulögð voru af leiðtogum andófsmanna, voru þau víðtækustu í landinu frá því í seinni heimsstyij- öldinni. Einnig fóru fram mótmæh í ýmsum öðrum borgum Búlgaríu en þó ekki í jafnstórum stfl. í Búkarest í Rúmeníu lýstu hátt- settir léiðtogar kommúnista yfir stuðningi við Ceausescu leiðtoga fyr- ir flokksþingið sem hefst í dag. Ceau- sescu einangrast nú æ meir innan Austur-Evrópuríkjanna og á laugar- daginn bað hann Kínverja um að ganga til liös við sig til að varðveita Búlgarar vilja harðlinumanninn Zhivkov bak við lás og slá. kommúnismann. Reuter Símamynd Reuter Nayla Muawad, forsetafrú Liban- ons, lengst til vinstri, við hlið bandariska sendiherrans John McCarthy. Simamynd Reuter Sendiherra Bandaríkjanna í Líban- on, John McCarthy, kom í heimsókn til Líbanons á laugardaginn til að lýsa yfir stuðningi við hinn nýja for- seta landsins, Rene Muawad. Var þaö fyrsta heimsókn scndiherrans til Lí- banons síðan Bandaríkin lokuðu sendiráði sínu í september vegna mótmælaaðgerða stuðningsmanna Aouns, yfirmanns herafla kristinna. Bandaríski sendiherrann dvaldi sól- arhring í Líbanon. Muawad forseta hefur enn ekki tekist að mynda þjóðstjórn með þátt- töku allra stríðandi fylkinga eins og kveðið var á um i friðaráætlun Arababandalagsins. Aoun hafnar áætluninni þar sem hún tryggir ekki brottför 33 þúsund sýrlenskra her- manna. Um þrjú þúsund stuðningsmenn forsetans flykktust til heimilis hans í Ehden til að fagna bandaríska sendiherranum. Konur dönsuðu á götum úti og dreifðu blómum í kringum sig. Á meðan efndu um þrjú þúsund stuðningsmenn Aouns til mótmælaaðgerða í austurhluta Beirúts. Ný halasty’anta Norskur áhugamaöur í sijörnufræði, Knut B. Aarseth í Volda, upp- götvaði nýja hálastjömu á fimmtudaginn klukkan 18.25. Alþjóölega stjömufræðifélagið í Cambridge í Bandaríkjunum hefur viðurkennt upp- götvurúna. Hefur Iialastjöraunni verið gefið nafnið Aarseth-Browington þar sem Bandaríkjamaðurinn Howard Browington uppgötvaði sömu hala- stjörau nokkrum klukkustundura á eftir Aarseth Aarseth uppgötvaði halastjömuna á milli Herkules og Corona Borealis. Á hveiju ári uppgötvast nokkrar halastjörnur. Þekktust halastjaraanna er Halleys sem fór fram hjá jörðu fyrir nokkrum árum. Shamir gegn þrýstingi Grimuklæddir Palestínumenn í einkennisbúningum ísraelskra hermanna minnast þess að ár er liðið frá sjálfstæðisyfirlýsingu Palestínumanna. Stmamynd Reuter Forsætisráöherra ísraels.Yitzhak Shamir, sagði í gær á fundi meö gyð- lag. Itrekaði Shamir andstöðu sína gegn friðarviðræðum viö Frelsissam- tök Palestínumanna, PLO. HÍM . sem manna sem myrtu tvo hermenn. Útgöngubannið var einnig sett á til að komar lýsingu Palestínumanna. Á laugardaginn lést Palestinumaður sem verið hafði í öndunarvél í þrjár vikur vegna meiðsla sem hann hlaut er ísraelskir landnemar köst- uðu gijóti að bifreið hans á vesturbakkanum, að þvi er ættingjar hans segja. Lögreglan fullyrðir hins vegar að Palestfnumaðurinn hafi slasast er bíll hans lenti í árekstri í kjölfar gijótkastsins. Einnig segist lögreglan vera að ramisaka hvort gyðingar eða Palestínumenn hafi kastaö gijótinu. Palestínuraenn segja að grímuklæddir unglingar á Gazasvæðinu hafi ura helgina myrt palestínska konu þar sem hún hafi verið grunuð um samstarf við ísraela. Buck Helm látmn Buck Helm, sem bjargað var úr rústum hraðbrautarinnar sem hmndi í jarðskjálftanum í San Francisco, lést á laugardaginn, Alls em þá fórn-. arlömb jarðskjálftans orðin sextíu og fjögur. Helm fannst í rústunum þegar björgunarmenn höfðu gefiö upp alla von um að flnna nokkum á lífi, rúmum þremur sólarhringum eftir að jarðskjálftinn gekk yfir. Herstöðvum mótmælt Nokkur hundmð.griskir anarkist- ar gengu berserksgang um miðborg Aþenu á fbstudagskvöld eftir mót- mælagöngu gegn Bandaríkjunum. Brutu þeir rúður og köstuðu bensín- sprengjum að byggingum og biff eið- um. Mótmælagangan, sem tíu þúsund kominúnisiar tóku þátt í, fór frið- samlega fram. Kröfðust kommúnist- ar jiess að bandarískum herstöðvuin í Grikklandi yrði lokað strax. Vinstri meim koma alltaf saman 17. nóvemb- er og minnast uppreisnarinnar í tækniskólanum í Aþenu 17. nóvemb- er 1973 sem varð upphaf loka sjö ára herstjórnar í landinu. Herinn sendi skriðdreka til skólans til aö bæla nið- ur uppreisnina og fjöldi manns var myrtur. Vinstri menn í Grikklandi saka Bandaríkin um að hafa stutt valdarán hersins 1967. Grfsklr anarkistar i Aþenu kveiktu f verslunum, bönkum, hótelum, lögreglubifreiöum og einkabifreið- um í mótmaelaaögeröum á föstu- dagskvöid. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.