Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1989, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1989, Qupperneq 19
MÁNIÍDÁGUR 20. NÓvfeMBÉR Í989. 0c 31 Menning Umfangsmiklar rannsóknir í Háskólanum „Reynsla aldanna hefur kennt mönnum, aö háskólar staðna og veita lítilsverða skólun, ef kennar- ^ar þeirra endurnýja ekki þekkingu 'sína með eigin rannsóknum. Þaer rannsóknir veröa aö hafa alþjóð- lega viðmiðun.“ Þannig kemst prófessor Sveinbjörn Bjömsson, formaður vísindanefndar háskóla- ráðs, að orði í inngangsorðum sín- um að ritinu Rannsóknir við Há- skóla íslands 1987-1988. Við lestur þessa rits verður ljóst að á mjög mörgum sviðum taka starfsmenn Háskóla íslands þátt í alþjólegum rannsóknarverkefnum og kynna niðurstöður sínar á erlendum ráð- stefnum, í alþjóðlegum tímaritum eða fræðibókum. Hér er um að ræða mjög fróðlegt rit sem tekur af öll tvímæli um að innan Háskóla íslands em stund- aðar umfangsmiklar rannsóknir. Er full þörf á rannsóknaskrá, sem sýnir fram á þetta, því stundum heyrist því haldiö fram að íslenskir háskólakennarar sinni rannsókn- um lítið. Það er því óþarfa hógværð fyrir hönd Háskólans hjá ritstjór- anum Hellen M. Gunnarsdóttur að tala um að Háskólinn sé „með umsvifamestu og öílugustu rann- sóknastofnunum þjóðarinnar". Háskóli íslands er örugglega um- svifamesta rannsóknastofnun þjóðarinnar og hefur sem slík eflst mjög á undanförnum árum. Ritið hefur, eins og nafnið gefur til kynna, að geyma lýsingar á rannsóknarverkefnum kennara og sérfræðinga Háskólans á ámnum 1987-1988. Efninu er raðað í staf- rófsröð háskóladeilda og innan deiidanna eftir rannsóknastofnun- um og rannsóknasviðum. Er ritið að þessu leyti frábrugðið Árbók Háskóla íslands þar sem niðurröð- un efnisins fer eftir aldri deilda og stofnana. Ekki þarf að koma á óvart að í riti sem þessu gæti nokkurs ósam- ræmis. Þannig eru ritskrár kenn- ara ýmist birtar strax á eftir rann- sóknarverkefnum (og er það örugg- lega heppilegasta formið) eða þær em birtar á eftir hverri deild eða rannsóknastofnun. Þá væri æski- legt að lengd á lýsingum rannsókn- arverkefna væri jafnari. Til dæmis er í lagadeild ekki að finna neinar lýsingar á rannsóknarverkefnum og lýsingar heimspekistofnunar em of stuttar til að þær veiti nægi- lega innsýn í rannsóknarverkefn- in. í sumum tilfellum öðrum em lýsingamar hins vegar óþarflega langar, nánast útdrættir úr ritgerð- unum. En við þetta er erfitt að eiga þar sem menn eru mjög mismun- andi pennaglaðir og fara ekki eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar em. Þá eru venjur hugvísinda- manna og raunvísindamanna um margt ólíkar þegar kemur að því að semja ritskrár. Hættir raunvís- indamönnum á stundum til að vera of alþjóðlegir í framsetningu, þann- ig að fræðimenn eru ílokkaðir nið- ur eftir föðumafni sínu en ekki sínu raunverulega nafni. Við ís- lendingar heitum nefnilega ekki Jónsson, J„ Guðmundsson, G. o.s.frv. Vandséð er sömuleiðis hvers vegna eigi að birta ritskrár erlendra manna, eins og á sér stað hjá rannsóknarstofu í ónæmisfræði, t.d. á bls. 176. Nokk- ur dæmi fann ég um að ritskrár vissra fræðimanna væru birtar tví- vegis. En þetta eru smámunir við hlið þess sem vel er gert, og í heild finnst mér bókin hin læsilegasta, og hefði maður þó búist við þvi fyr- irfram að erfitt væri að gera rann- sóknaskrá að skemmtilegu lesefni. Til fyrirmyndar er að í lok bókar- innar er birt yfirlitsskrá um rann- sóknarverkefni svo og um stjórn- Jón Rafn - Lög fyrir þig Meðaljón Laga- og textahöfundurinn, söngv- arinn og hljóðfæraleikarinn Jón Rafn er tiltölulega lítt þekktur utan heimabæjar síns, Hafnarfjarðar, og ef til vill Þórshafnar í Færeyjum. Þó hefur hann fengist við tónlist um nokkurra ára skeiö. Eina tveggja laga plötu gaf hann út fyrir nokkmm árum. Að öðru leyti hefur hann hald- ið sig við lifandi tónlist þar til nú. Lög fyrir þig ánokkra ljósa punkta og jafnframt nokkra dökkleita. Ten- órrödd Jóns er hljómmikil, lögin hans em þokkalega samin dægurlög og sum meira að segja í góðu meðal- lagi. Hafmeyjan er dæmi um það. Þá hefur Jón Rafn með sér á plötunni nokkra ágætis hljóðfæraleikara. Helsti ókostur plötunnar er hversu ofboðslega venjuieg hún er. Jón Rafn hefur í raun og vem ekkert nýtt fram að færa (þeir em nú raunar í minni- hluta sem hafa þaö nú orðið). Textar eru og í slöku meðallagi. Dæmi: Ég vil fá þig eina, því er ekki að leyna. Því þú ert, svo fögur, minna má sjá, ég vil þig eina fá. Texti þessi er hvorki verri né betri en annar kveðskapur á plötunni. Jón Rafn þyrfti því ef vel ætti að vera að leita til sér hagmæltari manna um textasmíð eða lagfæringar á sínum eigin áður en hann ræðst í næstu plötu. Þótt lög Jóns Rafns séu ekki nema í meðaliagi er það þó ekkert eins- dæmi. Á ári hveiju kemur út fjöldi platna, bæði innlendra og erlendra, með ofurvenjulegri dægurtónlist • sem er hvorki verri né betri en geng- ur og gerist. Oft á tíðum má hins vegar bjarga ýmsu í horn í hljóð- veri. Fagmannlegar útsetningar og öflug upptökustjóm geta gert sæmi- legasta slagara að áheyrilegu dægur- lagi. Ég er þess fullviss að til dæmis Tony Clark, upptökustjóri hljóm- sveitarinnar Síðan skein sól, hefði getað gert góða plötu úr Lög fyrir þig. En þá hefði útgefandinn þurft að kosta til strengjasveit í stað tölvu- spilara og töluvert fleiri tíma í hljóð- veri til að ná almennilegum hljómi á undirleikinn. En ekki er hægt að ætlast til þess er einstaklingar gefa út plötur sínar að ómældu fé sé kost- að til plötugerðarinnar. Útkoman verður því sjaidnast jafngóð og þegar ekkert er til sparað. Fyrir það geldur platan Lög fyrir þig fyrst og fremst. Bókmeimtir Gunnlaugur A. Jónsson endur þeirra. Auðveldar það les- andanum lífið. Forvitnileg rannsóknarverkefni Meðal forvitnilegra rannsóknar- verkefna, sem nú er unnið að við Háskólann, má nefna rannsóknir verkfræðistofnunar við „Áhættu- greiningu mannvirkja á Suður- landi“. Tilgangur þess verkefnis er að athugajarðskjálftaöryggi mann- virkja í hugsanlegum Suðurland- sjarðsskjálfta. Þegar hafa birst nokkrar skýrslur um niðurstöður þessara rannsókna, þ.á m. um „at- huganir á jarðskjálftasvörun Ós- eyrarbrúar“. í læknadeild má nefna rannsóknir prófessoranna Hannesar Blöndal og Gunnars Guðmundssonar á heilabilun með sérstöku tilliti til alzheimer sjúk- dóms. Prófessor Sigmundur Guð- bjamason háskólarektor hefur á liðnum árum unnið að margvísleg- um rannsóknum á hjartavöðv- anum. Meðal verkefna hans má nefna „áhrif fæðufitu og adrenalíns á fitusýrur í frumuhimnum hjart- ans“. Hefur háskólarektor kynnt niðurstöður rannsókna sinna á ráðstefnum víðs vegar um heim á liðnum árum. Mörgum munu og þykja forvitnilegar rannsóknir líf- fræðistofnunar á lífríki við Mý- vatn. En það er ekki bara á sviði raun- vísinda sem unnið er að forvitnileg- um rannsóknum. Innan hug- og félagsvísinda er ekki síður að finna mjög áhugaverðar rannsóknir. Við viðskipta- og hagfræðideOd vinnur Ragnar Ámason, nýskipaður próf- essor í fiskihagfræði, að rannsókn- um á „hagkvæmri fiskveiðistjórn- un“. I félagsvísindadeild kannar Gísli Pálsson dósent afdrif ís- lenskrar menningar í Vesturheimi og er rannsóknin unnin í samvinnu við háskólann í Iowa. Þá má nefna forvitnilegt samvinnuverkefni sagnfræðistofnunar og félagsvís- indastofnunar um íslenska þjóð- félagsþróun 1880-1985. Úr guð- fræðideild má nefna rannsóknir Bjöms Björnssonar prófessors og dr. Péturs Péturssonar á trúarlífi og trúarlegum viðhorfum íslend- inga. Em niðurstöður þeirrar rannsóknar væntanlegar í Ritröð guðfræðistofnunar, Studia Theo- logica Islandica. Þá leynir sér ekki að mikil gróska er í starfi Orðabók- ar Háskólans og meðal fjölmargra forvitnilegra verkefna þar er könn- un dr. Guðrúnar Kvaran á sögu íslenskrar málfræðiiðkunar frá . elstu textum og fram undir miðja tuttugustu öld. Þá er komin á bóka- markað vegleg orðsiijabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon og ann- ast Orðabók Háskólans útgáfuna. Hellen M. Gunnarsdóttir ritstjóri á hrós skilið fyrir að hafa komið þessu riti saman á þann veg sem raun ber vitni. Á bak við það liggur meiri vinna en flesta grunar. Rannsóknir við Háskóla Islands 1987- 1988 Ritstjóri: Hellen M. Gunnarsdóttir Háskólaútgáfan, 535 bls. Reykjavík 1989 Gunnlaugur A. Jónsson !** NÝ SÉRVERSLUN! MEÐ GÆÐATÆKI OG BÚNAÐFRÁ GRUnDIG ORION AKAI Sjónvarpstæki Myndbandstæki Útvarpstæki Hlj ómflutningstæki Loftnetsdiskar og búnaður fyrir gervihnattasj ónvarp Loftnetsefni - loftnetsþjónusta O.FL. O.FL. Glæsilegt opnunartilboð: 10% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum til 25. nóvember 5% afsláttur af Visa/Éuro greiðslum Sértilboð á Akai High Quality myndbandspólum: 180 mín. tilboðsverð: 525,- venj. verð: 693,- 240 mín. tilboðsverð: 675,- venj. verð 898,- Opið mánudaga - föstudaga: 9.00-18.00 laugardaga: 10.00-14.00 Kapaltækni hf. ÁRMÚLA 4, SÍMI 680816

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.