Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1989, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1989, Page 16
Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 )27022-FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Tveir flokkar í einum Landsfundur Alþýðubandalagsins sýndi glöggt, að þar fara tveir flokkar, þótt þeir þykist vera í einum. Slíkur var ágreiningurinn milli fylkinga í grundvallar- atriðum, að þær eiga í raun ekki samleið. Þetta hefur komið glöggt í ljós af ummælum einstakra fulltrúa, bæði utan landsfundarins og innan, síðustu daga. Annars vegar fer flokkseigendafélagið gamla, sem sýndi á fundinum, að það ræður enn því sem það vill ráða. Þar virtist vera hin raunverulega flokksforysta, þótt Ólafur Ragnar Grímsson sé enn formaður. Ólafur Ragnar tengist svokallaðri lýðræðiskynslóð í flokknum. Hún vill breytingar í átt til nútímans. í samtökunum Birtingu eru menn, sem skilja betur en flokkseigendur, hvað hæfir nútímanum. Margir almennir alþýðubanda- lagsmenn vilja, að flokkurinn standi fyrir uppgjöri gegn gömlum sósíahstískum kreddum. Á fundinum komu fram ýmsar tillögur, sem lúta að því, að flokkurinn verði vinsamlegri markaðsbúskap en fyrr. Þar fer því ekki einungis hugmynd um uppgjör við marxismann gamla heldur margt í öllum kenningum sokallaðra sós- íalista. En flokkseigendur, sem réðu ferðinni, sáu um, að þessu var öllu ýtt út af borðinu. Eftir stendur flokk- ur, þar sem flokkseigendur hafa sýnt hramm sinn en skilið lýðræðissinnuðu flokksmennina eftir úti 1 kuldan- um. Flest af því, sem samþykkt var til umbota, voru málamyndaumbætur. Flokkseigendur vildu sýna, að þeir eru hin raun- verulega flokksforsta. Þeir létu kjósa fulltrúa sinn, Steingrím J. Sigfússon, sem varaformann. Hann felldi þar Svanfríði Jónsdóttur úr sæti. Hún stóð næst Ólafi Ragnari Grímssyni og var talsmaður umbóta í flokkn- um. Með kjöri Steingríms þykir mönnum sýnt, að á næsta landsfundi muni flokkseigendur ráðast fyrir opn- um tjöldum gegn Ólafi Ragnari Grímssyni sjálfum. Hinum almenna kjósanda Alþýðubandalagsins, eink- um fólki, sem ekki er flokksbundið, er ljóst, hversu stefna flokksins hefur gamlast. Almennir kjósendur styðja yfirleitt hugmyndir lýðræðiskynslóðarinnar í flokknum. Þeim er ljóst, að markaðsbúskapur og fijáls- ræði skila almenningi beztum kjörum. Þessi lands- fundur gerði fátt, sem kemur þessu fólki vel. í land- búnaðarmálum og sjávarútvegsmálum er tuggin sama framsóknartuggan og fyrr. Samþykkt var að vísu að taka upp aukið samstarf við sósíaldemókrata, en sú samþykkt gæti mætavel orðið marklaus. Ýtt var til hlið- ar hugmyndum um aðild að Alþjóðasambandi jafnaðar- manna. Flokkseigendafélagið gerði það, sem það vildi. Þeim sem datt í hug, að eitthvert uppgjör yrði við sósíal- ismann, brugðust vonimar. Öllu slíku var skotið á frest. Eftir stendur flokksmynd, sem í raun fær ekki staðizt. Félagar í Birtingu tala jafnvel um að sækja um aukaað- ild að Alþjóðsambandi jafnaðarmanna í trássi við flokks- eigendur. Hugmyndin um slíka aukaaðild fær að vísu sennilega ekki staðizt, miðað við reglur Alþjóðasam- bands jafnaðarmanna. En þetta sýnir, hversu litla samleið hópamir í Al- þýðubandalaginu eiga. Vafalaust væri hagstæðast fyrir íslenzka kjósendur, að Alþýðubandalagið klofhaði í raun. Það mundi skýra linur. Sumir gætu þá setið áfram með flokkseigendur og úreltar sósíalistískar kreddur. Aðrir gætu farið með þeim krötum, sem slíkt gætu sætt sig við. Haukur Helgason MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1989. „Árið 1985 stóð rikisstjón Framsóknarílokks og Sjálfstæðisflokks að því í bróðerni að innleiða vaxtafrelsið ð íslandi,“ segir höfundur m.a. í greininni. Ráðlaus ríkisstjórn Efitir árlanga setu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar eru ráðherramir að uppgötva aö mikill fjármagnskostnaöur hefur síðustu árin verið eitt erfiðasta vandamál íslenskra atvinnuvega. En hver ber ábyrgðina? Forsætisráðherra vísar í ýmsar áttir, einkum til Seðla- banka íslands sem eigi að tryggja hagkvæman rekstur bankakerfis- ins og lækkun raunvaxta. Hann treystir því augsýnilega að landsmenn séu ekki langminnugir, því að staðreyndin er að árið 1985 stóð ríkisstjón Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að því í bróð- erni aö innleiða vaxtafrelsið á ís- landi. - Þannig hefur Framsóknar- flokkurinn hjálpað dyggilega við að spinna þann þráð okurvaxta, sem nú er talinn ein helsta ástæðan fýrir bágu ástandi efnahagsmála. Telja launinofhá En það er fleira en vextimir sem ráöherramir hafa áhyggjur af. Þaö er ekki síst kaupgjaldið í landinu - hlutur launafólks, kvenna í fisk- vinnslu og iðnfyrirtækjum og ann- arra sem skapa þjóðarauðinn. Ekki af því aö kaupið sé of lágt, heldur þvert á móti. Fólk heyrði þaö í beinni útsend- ingu þegar forsætisráðherrann sagði í stefnuræðu sinni 24. október sl.: „Ekki verður hjá því komist að kaupmáttur launa fafli enn“! - Því miður em líkur á aö ríkisstjómin nái árangri á þessu sviði. Hún hef- ur góðum og þjálfuðum Uðsmönn- um.á að skipa í baráttu sinni við launafólkiö og atvinnurekendur munu taka Uðveislu ríkisstjómar- innar feginshendi. Einn stærsti atvinnurekandinn er raunar ríkiö, og fjármálaráð- herra er sérstakur snUlingur í að beija á viösemjendum sínum. Ekki mátti lög- festa lágmarkslaun Eftir síðustu kosningar höfnuðu allir gömlu flokkamir kröfu KvennaUstans um lögfestingu lág- markslauna. Þá mátti ekki beita lögum. Stjóm Þorsteins Pálssonar, sem mynduð var sumarið 1987, hik- aði hins vegar ekki við að taka samningsréttinn af launafólki. Þeg- ar sú stjóm gafst upp eftir rúmlega eins árs hraklega sighngu og Al- þýðubandalagiö hljóp í skarðið fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn mátti ails ekki afhenda samningsréttinn til baka. Hinn nýendurreisti forsætisráð- KjaUaiinn Kristín Einarsdóttir þingkona Kvennalistans herra oröaði það af sinni alkunnu hógværð í stefnuræðu í fyrra að „óhjákvæmilegt hefði reynst að víkja til hUðar mikilvæginn mann- réttindum". Síðan hefur kaup- máttur launa falUð stöðugt og nú cr svo komið aö þorri launafólks hefur varla í sig og á, þrátt fyrir sífeUt lengp vinnudag. Aukið atvinnuleysi boðað Forsætisráðherra boðar aukið atvinnuleysi á næsta ári en segir jafnframt að ríkisstjómin sé að leita leiða til að auka hagvöxt! Úr- ræðin em einkar frumleg: Bygging álvers í Straumsvík sem fuUbúið mun ekki veita nema um 250 manns atvinnu. Ekki dregur það svo teljandi sé úr atvinnuleysi, síst af öUu Ujá kon- um. Konur era meirihluti þeirra sem nú era á atvinnuleysisskrá og varla leita þær í ríkum mæU eftir atvinnu viö að reisa stóriðjuver og virkjanir. Þaö er í meira lagi sérkennflegt að heyra verkalýösfélög krefjast framkvæmda af þessu tagi sem kosta munu um 50 þúsund mUljón- ir íslenskra króna en veita aðeins nokkur hundrað manns atvinnu. Fjárfesting á bak við hvert starf verður um 200 mUljónir króna. Hér eins og víðar era það skammtíma- sjónarmið sem ráða ferðinni. Orka á útsölu En hvað um orku faUvatnanna? spyrja menn. - Á ekki að selja hana? Forsætisráðherra upplýsti í stefnuræðu sinni að orkuverð mundi fara ört hækkandi erlendis með hverju ári sem Uður. Á sama tíma er verið að semja um raforku- verð við útlendinga sem er langt undir framleiðslukostnaði. Hér á enn einu sinni að velta kostnaðinum yfir á íslensk fyrir- tæki sem borga nú þegar margfalt verð fyrir orkuna, að ekki sé talað um almenning í landinu. Fyrir stóriðjuna á að fóma hagkvæmum virkjunum sem myndu henta vel fyrir vöxt almenns raforkumark- aðar á komandi áram. Það era skrítin fræði að reikna aukinn hag- vöxt sem uppskera af slíkri útsólu- stefnu þegar í henni felst að íslend- ingar framtíðarinnar þurfa að greiða hærra raforkuverð. Aðrar leiðir eru til Það er hægt aö breyta þeim vera- leika sem við okkur blasir vegna rangrar sljómarstefnu pg úrræða- leysis valdhafanna. Viö íslendingar höfum allar forsendur til aö lifa við góð lífskjör og búa bömum okkar öragga framtíð. Náttúruauðlindir okkar, fiskimið, gróöurmold og orkulindir, era traustur grannur á að byggja, ef viö umgöngumst þær af framsýni og fyrirhyggju. - Glöt- um þeim því ekki í hendur útlend- inga. - Stjómmál eiga að snúast um forgangsröð. Þar hafa konur margt til mála að leggja. Kvennalistinn mun hér eftir sem hingað til leggja áherslu á að gildismat kvenna fái sinn sess alls staðar þar sem ráðum er ráöið. Þannig byggjum við upp farsælla og réttlátara þjóðfélag. Kristín Einarsdóttir ,,Einn stærsti atvinnurekandinn er raunar ríkiö, og fjármálaráðherra er sérstakur snillingur 1 að berja á við- semjendum sínum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.