Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1989, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1989, Page 6
6 'M’ÁNUÐAGUR 20. NÓVEMBER 1989. Fréttir „Ég er ekki í neinu flokkseigendafélagi“ - segir Steingrímur J. Sigfússon, nýr varaformaður Alþýðubandalagsins „Ég held að allar þessar skiptingar séu varasamar því auðvitað er það þannig að flokkar eru breitt samsafn fólks með ólík viðhorf. Það er allt of mikil einfóldun að ætla að troða öll- um í einhverja tvo tiltekna arma. Fyrir það fyrsta þá er ég ekki í neinu flokkseigendafélagi enda veit ég ekki til þess að það sé til, það er bara svona nafngift. í öðru lagi þá get ég með jafnmiklum rétti og hver annar haldiö því fram að ég sé af lýðræðis- kynslóðinni. Ég er á svipuðu reki og margt af því fólki sem þar er og hef að mörgu leyti svipuð viðhorf, “ sagði nýkjörinn varaformaður Alþýðu- bandaiagsins, Steingrímur J. Sigfús- son, þegar hann var spurður um hvort kosning til varaformanns á landsfundi flokksins hefði verið upp- gjör á milli arma. „Ég vona að þetta kjör mitt skili því sem var ætlunin, það eða að segja að breikka forystu flokksins og gefa henni meira jafnvægi og stilla henni þannig upp að sem allra breiðastur fjöldi flokksmanna geti safnast á bak við hana og sjái í henni sína full- trúa,“ sagði Steingrímur en hann fékk 153 atkvæði í kjöri til varafor- manns. Svanfríður Jónasdóttir, frá- farandi varaformaður, fékk 114 at- kvæði. - Hvemig breytist forysta flokks- ins við það að þú kemur inn fyrir Svanfríði? „Það fóru hressilegir straumar um fundinn og ætli mönnum hafi ekki þótt að í framhaldi af þvi væri eðli- legt að stilla forystu flokksins upp þannig að hún endurspeglaði þá strauma og þau viðhorf með sem breiðustum hætti. Svanfríður hefur staðið mjög nálægt formanninum og ég býst því við að landsfundurinn hafi viljað að forysta flokksins end- urspeglaði jafnframt önnur almenn viðhorf. Það þarf ekkert að útskýra það frekar." -SMJ í kratasamtök? Sett í nefnd og geymt í tvö ár „Ég tel þetta mjög merkilega tillögu um alþjóðleg samskipti en flokkur- inn hefur ekki, síðan hann var stofn- aður, gert samþykkt um að heíja víð- tækt alþjóðlegt samstarf við aðra lýð- ræðislega sósíalistaflokka og jafnað- armannaflokka," sagði Ólafur Ragn- ar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, en hin umdeilda til- laga Birtingar um að flokkurinn sækti um aöild að Alþjóðasambandi jafnaðarmanna fékk þá meðferö að málið var sett í nefnd um leið og lagt var til að samskipti við samtökin væru efld. Tillaga þar um kom frá Ólafi Ragnari, Steingrimi J. Sigfús- syni og Tryggva Þór Aðalsteinssyni. Nefndin á að semja skýrslu um al- þjóðlegt samstarf jafnaðarmanna- flokka og beita sér fyrir umræðu og kynningu meðal Alþýðubandalags- manna á næstu tveim árum. Það er því ljóst að afstaða til aöildar að sam- tökunum verður geymd um sinn enda í meira lagi umdeild á lands- fundiAlþýðubandalagsins. -SMJ Það var komin jólastemning í Kringlunni um síðustu helgi enda búið að skreyta verslunargötur hússins. DV-mynd: GVA Kringlan komin í jólabúningi Þessa dagana er Kringlan að klæð- ast jólabúningnum. Búið er að skreyta sameiginlegar verslunargöt- ur Kringlunnar á báðum hæöum en skreytingum í verslununum á að vera lokið um næstu helgi. Þar með er líka hafln jólavertíðin hjá kaup- mönnum Kringlunnar, en ákvarðan- ir um jólaskreytingar þar á bæ eru teknar af stjóm Kringlunnar sem jafnframt skipuleggur skemmtiatriði og uppákomur í húsinu fram að jól- um. Jón Ásbergsson, forstjóri Hag- kaups, neitaði því eindregið að þeir Kringlumenn væru aö þjófstarta jólavertíðinni. „Ég tel alls ekki að við séum sérstaklega snemma á ferðinni með jólaskreytingar,“ sagði Jón. „Ef miðað er við jólaundirbúninginn hjá helstu verlsunarfyrirtækjum erlend- is eram við seint á ferðinni enda skreyta þau fyrirtæki í byrjun nóv- ember." Samkvæmt Jóni er jólaverslunin hafin hjá Hagkaupi. „Það era að vísu ekki margir famir að huga að jóla- gjöfum enn sem komið er en fólk er engu að síður farið aö huga að öðram jólaundirbúningi. Bökunarvörur seljast í auknum mæli og fólk er byrj- að að kaupa jólaskraut og annan smávarning sem við kemur jólaund- irbúningi. Þá viröist þróunin vera sú að fólk kaupir jólafatnaöinn fyrr en áður.“ Jón sagðist ekki búast við aukn- ingu á jólaversluninni miðað við í fyrra, sennilega yrði salan svipuð. „Það er samdráttur í þjóðfélaginu sem kemur m.a. fram í því að fólk kaupir minna en áður af dýrari mat- vöru. Hins vegar dregst matvöra- verslunin ekki saman að öðru leyti því fólk þarf jú að borða, hvernig sem árar í efnahagsmálum." KGK Akureyri: Borgarafundur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyrt Borgarafundur um atvinnumál verður haldinn í Sjallanum á Akureyri nk. þriðjudagskvöld og hefst fundurinn ld. 20. Frammælendur á fundinum verða Sigfús Jónsson bæjarstjóri, Sigurður P. Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyfirðinga, og fulltrúi frá Starfs- mannafélagi Slippstöðvarinnar mun einnig verða frummælandi. Alþýðubandalagið er nutímaf lokkur - segir Ólafur Ragnar Grímsson eftir landsfundinn. „Eg tel niðurstöðu þessa fundar mjög góða. Fundurinn veitti okkur mjög afdráttarlaust pólitískt umboð til aö halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á. Árcmgur ríkis- stjómarinnar er viðurkenndur með mjög skýram hætti í ályktun fundar- ins. Þær meginhugmyndir um fram- tíð íslensks þjóðfélags og þann heim sem við viljum skapa á nýrri öld sem ég kynnti í minni stefnuræðu setja meginsvip á stjómmálaályktun fundarins," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, eftir landsfund flokksins. - Hvaö segir þú um þau sjónarmið að flokkurinn standi nær klofningi en áður? „Það er alveg víðsfjarri. Menn verða að átta sig á því að umræðan var skipulögð gagngert til þess að hún yrði opin. Þetta var ekki skipu- lögö hersýning eða leiksýning eins og hjá sumum öðram stjómmála- flokkum heldur lýðræðislegur vett- vangur þar sem hver og einn gat sagt meiningu sína.“ - Finnst þér enn hægt að tala um Alþýðubandalagið sem regnhlífar- samtök? „Það hefur engum dyrum verið lokað en flokkurinn svaraði hins vegar á þessum landsfundi mun skýrar en oft áður hvers konar flokk- ur hann er og vill verða. Það er alveg afdráttarlaust eftir þennan fund að hann vill vera nútímaflokkur sem aðhyllist lýðræðissinnaðan sósíal- isma og jafnaðarstefnu og ætlar ekki að dýrka einhveija fortíð Tieldur skapa framtíð. Flokkurinn er víður og í honum era margar vistarverur. Umburðarlyndið er mikið þó að stundum falli hörð orö.“ - Finnst þér varaformannskj örið merki um að verið sé að þrengja að þér í flokknum? „Þaö tel ég alls ekki vera. Auðvitað var það ljóst að ég studdi eindregið Svanfríði Jónasdóttur - bæði vegna þess að hún hafði staðið sig mjög vel í sínum störfum og ég taldi rétt að kona væri áfram varaformaður í flokknum. Síðan kom það í ljós að landsfundurinn vildi breyta eðh varaformannsembættisins og gera ráðherra að varaformanni. Það höf- um við aldrei gert áður í Alþýðu- bandalaginu. Þaö getur breytt og styrkt forystuna og ég tel að það bjóöi upp á ýmsa nýja möguleika. Foryst- an ætti þá að hafa meiri styrk til aö leiða stefnu flokksins - bæði inn á við og út á við.“ -SMJ Sandkom Smíðað erlendis Þaðferekkí hjáþvíaðá Akureyriræði menn um mái- eíni Slippstöðv- arinnarþessa daganaog ýmisiegtsemer þessvaldandi hvemigkomið er fyrir skipasmiðalðnaðinum hér á landi. Fleiri en einn hafa orðað það við Sandkomsritara aö ekki sé nema von að illa gangi að fá útgerðarmenn til að smíða skíp sín innanlands þegar jafnvel núverandi stjórnarformaður Slippstöðvarinnar, sem jaíhframt er útgerðarmaður, hafi látið smíða fyrir fyrirtæki sitt skip erlendis fyrir um ári. Um er að ræða togarann Blika á Dalvík sem er í eigu samnefhds fýrir- tækis og þar er stjómarformaður Slippstöðvarinnar bæði eigandi og framkvæmdastjóri. Þettaminnir óneitanlega á prcstana sem vísa veg- inn en ganga hann ekki sjálflr. Vill ekki Moggann Víkurblaðiða Husaviksagði fráhundi nokkrumþari bæsembiaðið segiraðsé aödáandi biaðs- insnúmereiu. Aðsögnblaðs- insbýrhundur þessi í húsi við Skólagarðinn og situr um blaðið þegar það berst inn um bréfalúguna á hemuli hans vikulega, Hundurinn „rífurí sigefniblaðsins" svo það er bókstaflega „uppétið" þeg- ar heimilismenn koma heim og vilja iesa blaðið sitt. Þurfa þeir því oft að fara á skrifstofu Víkurblaðsins til að ná í annað eintak. Það fylgir svo í klausu Víkurblaðsins um þennan aðdáanda þess að hann liti ekki við Mogganum þegar hann kemur inn umbréfalúguna. VISSI það ekki! Aganefnd Köifriknatt- leikssambands islandskvaöá ^ dögunumupp eiimfurðuleg- asta úrskurð semsliknefnd hefurgert hérá landi. Það vari þ ví tilviki að bandariskur leikmaður með ÍBK i Úrvalsdeildinni, sem fékk tvö tæknivíti í einum og samaleikn- um og þar með sjálfkrafa leikbann í einn leik, skyldi ekki þurfa að taka út slíkt leikbann. Tækni vítin hafði leikmaðurinn hlotið fyrir að hanga i körfuhringnum eftir að hafa troðið boltanum i körfuna, sem er óheímilt, en aganefndin by ggði úrskurð sinn á því að leikmaöurinn hafi ekki vitað að slíkt væri ólöglegt! Þessi úrskurð- ur þykir slík fyrra að engu tali tekur og er ekki nema til þess að hlæja að. Verður þeim fargað? Svokannað faraaðöllum minkum Böggvisstaöa- biisinsviöDal- víkverðifargað innanskamms. en fyrirtækiö. semrekiðhefur búið.ergjald- þrota. í því sambandi rifiast upp sú saga er starfsmenn rafmagnsveit- unnar, að mig minnir, þurftu að koma köplum í gegn um rör undir brúnni yfir Svarfaðardalsá og fundu enga ieið til verksins þar tii einum þeirra datt í hug að nota mink af búinu til að sj á um málið. Band var bundið í skott minksins, honum síðan stungið inn í rörið og svo mun mink- urínn hafa fengið „trukk" í rassg... með loflby ssu. Skipti engum togum aö minkurinn þeysti eftir rörinu og varsíðan gripinn er hann kom út um hinn endann, bandíð losað af honum og eftirleikurinn var starfsmönnun- um auöveldur. Sú spuming hefur nú vaknað hvort ekki eigi að gefa nokkr- um mínkanna í búinu iíf svo gripa megi tíl þeirra ef leysa þarf sérstök verkefni eins og hér hefur veriö getiö. Umsjón: Gytll Kristjénsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.