Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1990. Fréttir Laxalind: Hugsanlegt að starf- semin verði lögð niður - ákvörðun tekin um reksturinn 1 haust Flest bendir til aö Laxalind leggi af fiskeldi á Hallkelshólum í Gríms- nesi í haust, meðal annars vegna þess að ekki hefur fengist leyfi til ala þar upp norskan lax. Aðaleigandi Laxahndar, Den Norske Bank, hefur sóst eftir því að fá að ala upp norskan lax í stöðinni sem byggð var upp af Fjallalaxi sem fór á hausinn en sú umsókn hefur ekki verið afgreidd frá landbúnaðarráðuneytinu. Ástæða þess að Den Norske Bank sækir svo stíft að fá að ala upp norska laxinn er sú að hann er miklu hagkvæmari í eldi en sá íslenski. Að sögn Ásgeirs Thoroddsen, stjórnarformanns Laxalindar, mun verða tekin ákvörðun um áfram- haldandi rekstur í haust. Hugsanlegt er að reksturinn verði lagður niður, jafnvel þótt leyfi fáist fyrir norskum laxi. Á Hallkelshólum hefur komið upp vandamál í sambandi við vatnsöflun þar sem vatnið er hvorki nógu mikið né nógu gott. Það er því annað en íslenski laxastofninn sem hefur áhrif á ákvarðanir eigenda Laxahndar í haust. Laxahnd rekur einnig eldisstöð Lindarlax á Vatnsleysuströnd en það fyrirtæki fór á hausinn. Eigendur Laxalindar, Den Norske Bank og Draupnissjóðurinn, keyptu stöðina á uppboði. Ákveðiö var að reka hana áfram þar sem tahð var að hægt væri að fá hærra verð fyrir stöðina í rekstri en ef starfsemi lægi niðri. Samhliða ákvörðun um framhaldið á Hallkelshólum munu eigendur Laxa- hndar taka ákvörðun um framhaldið á Vatnsleysuströnd í haust. Þá verð- ur mehð hvort veijandi sé að reka stöðina áfram í von um að einhvem tímann í framtíðinni fmnist kaup- andi að stórri laxeldisstöð. -gse Börnin eru þakklátir áhorfendur. Þessi börn fylgdust meö Brúðubilnum á leikvellinum við Suðurhóla í Breiðholti. Ungamamman var stór og svolítið ógnvekjandi svo sumum þótti nóg um. Þá var gott að hafa mömmu eða pabba sér við hlið til halds og trausts. DV-mynd JAK Keflavlkurflugvöllur: Innflutt slitlag lagt á flugbrautir Framkvæmdir við lagningu nýs shtlags á norður-suður-flugbrautina á Keflavíkurflugvelh eru nýhafnar. Verkið tekur um þrjár vikur og verð- ur flugbrautin lokuð á meðan. Efnið, sem lagt er á flugbrauhna, er inn- fluh. Það er að stofni hl frá Noregi en bikefni og önnur íblöndunarefni eru fluh inn frá Þýskalandi. Koma menn frá Þýskalandi hl landsins, á vegum Amardals hf., og leggja sht- lagið á brauhna. Slitlag þetta er sams konar og það er lagt var í hjólförin á Reykjanes- brauhnni og gerðar hafa verið hl- raunir með á vegaspottum víðs vegar í bæjum á Reykjanesi. Hafa verið gerðar hlraunir með þetta efni á umferðaræðum og flugvöllum víða erlendis og það gefist vel. Hjá íslenskum aðalverktökum var DV tjáð að þetta nýja efni tæki ís- lenskum vegalagningaefnum fram. Efni, sem fengjust á Reykjanesi og víðar, væra mjög vatnsdræg sem væri slæmt þegar mikið af salh væri notaö hl að bræða snjó á vetuma. Springur efnið illa við þær aðfarir. -hlh Farsóttir í Reykjavík: Kverkaskítur og iðrakvef Kvef og aðrar veirasýkingar í efri loftvegum, eða kverkaskítur og nef- rennsh, var það sem umfram aht annað hijáði þá Reykvíkinga sem þurftu að sækja hjálp á þrem heilsu- gæslustöðvum í Reykjavík og hjá Læknavakhnni sf. í júnímánuði. Þetta kemur fram í yfirliti yfir far- sóthr í Reykjavík sem unnið er úr gögnum fyrmefndra stöðva. í júní voru talin 613 tilfehi af kvefi og öðrum veirusýkingum í efri loft- vegum. Þá kom 51 vegna iörakvefs eða veirusýkingar í þörmum, 20 vegna lungnabólgu, 15 vegna hlaupa- bólu, 11 vegna hálsbólgu af völdum sýkla og 4 vegna hettusóttar. -hlh í dag mælir Dagfari__________________ Forstöðumaðurinn endurreistur Undanfama mánuði hefur geisaö mikið stríö sem gengur undir nafn- inu Móghsárdeilan. Er það fremur vægt hl orða tekið að kaha þessa rimmu dehu vegna þess að þar vógu þeir mann og annan á báða bóga og leikar fóra svo að starfs- menn skógræktarstöðvarinnar við Mógjlsá sögðu allir upp á einu breth. Thefni orrastunnar við Móghsá var einkum það að for- stöðumaðurinn, Jón Gunnar Ottós- son, gegndi ekki fyrirmælum úr ráðuneyh né heldur frá skógrækt- arstjóra ríkisins. Var honum borið á brýn að virða ekki fjárlagaheim- hdir, stofna hl yfirvinnu sem ríkis- sjóður hafði ekki efni á að borga og leggja í margs konar rannsókn- ar- og skógræktarverkefni sem ekki vora að skapi þeirra sem hafa vit á skógrækt. Jón Gunnar Ottósson fékk marg- faldar athugasemdir og mótmæli frá ráðuneyhnu, þar sem flokks- félagi hans, Steingrímur J. Sigfús- son, ræður ríkjum og á endanum lagði forstöðumaðurinn inn upp- sagnarbréf. Raunar í annað skiphð en í það fyrra hafði ráðherra talað um fyrir forstöðumanninum sem lét th leiðast og dró uppsögnina th baka. Þegar seinna uppsagnarbréf- ið barst ráðherranum fóru leikar hins vegar svo að ráðherrann tók mark á uppsögninni og auglýsh stöðuna á ný. Það var þá sem forstöðumaður- inn tryhhst og hefur verið hams- laus upp frá því. Telur hann sérs- taklega vegið að mannorði sínu og sérþekkingu í skógrækt, vísar á bug öhum ásökunum um fjár- málaóreiðu og skhur sem sagt hvorki upp né niður í þeirri fólsku ráðherrans aö taka mark á upp- sagnarbréfinu. Hefur þetta verið hin mesta deila innan Móghsárstöðvarinnar og þó sérstaklega innan Alþýðubanda- lagsins en svo vih th að Jón Gunn- ar er eiginmaður formanns þing- flokks Alþýðubandalagsins. Þegar maöur er giftur inn í þingflokkinn hefur maöur sterka stöðu og ekki síst á þeim viðsjárverðu hmum í Alþýðubandalaginu þegar ekki liggur ljóst fyrir hvort formaður- inn styður flokkinn i kosningum eða hvað verður um formanninn og flokkinn efhr næstu kosningar. Þegar ljóst var að landbúnaða- ráðherra tók mark á uppsögn for- stöðumannsins og forstöðumaður- inn tók mark á ráðherranum voru góð ráð dýr. Og nú sá formaður Alþýðubandalagsins sér leik á borði og tókst að eignast nýjan og óvæntan bandamann í innan- flokkseijunum. Ólafur Ragnar Grímsson gaf sér hma frá dehu sinni við Bandalag háskólamanna og réð Jón Gunnar Ottósson hl sér- verkefna fyrir fjármálaráðuneytið. Sennhega vegna þess að Jón Gunn- ar hafði einmitt verið sakaður um að fara fram úr fjárlögum og hefur bruðlað svo með fé og verkefni að Móghsárstöðin er ekki lengur starfhæf. Svo hinn endurreish forstöðu- maður nái fram fullkomnum hefndum skýrir upplýsingafuhtrúi íjármálaráöuneyhsins frá því að Jón Gunnar eigi að kanna sérstak- lega hugsanlegar framtíðarbreyt- ingar á útgjaldakerfi ríkisins með hliðsjón af umhverfismálum sem snerta svið fjármálaráðuneytisins. Þetta þýðir á mæltu máli að endur- reisti forstöðumaðurinn á að gera úttekt á fjármálum skógræktar og annarra umhverfisverkefna og er þar af leiðandi orðinn sérfræðingur ríkisins í þeim málaflokki sem hann var sakaður um að klúðra! Jón Gunnar losnar við að vera settur á launaskrá en fær sjálfsagt laun í staðinn hjá Ólafi Ragnari samkvæmt reikningi sem hann sjálfur semur. Steingrímur rekur og Ólafur Ragnar tekur og Jón Gunnar Ottósson hefur fengiö það sem ævistarf að segja Ólafi Ragnari frá því hvernig Steingrímur Sigfús- son á að umgangast þær stofnanir og starfsmenn sem fara fram út fjárlögum. Þetta hefst upp úr því að rífa kjaft við ráðherra sem er vitlausum megin í dehunum í Alþýðubanda- laginu. Þetta hefst upp úr þvi að hafa formann sem þarf á þing- flokknum að halda og þetta hefst upp úr því að virða ekki fjárveiting- ar. Sturla var leystur út með gjöf- um. Jón Gunnar er verðlaunaður með stöðuhækkun. Eih er víst: Ólafur Ragnar hefur eignast góðan bandamann og Jón Gunnar getur gefið Steingrími langt nef. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.