Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Qupperneq 27
ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1990. 27 pv__________________________LífsstíH Fyrstu íslensku kartöflurnar komnar Fyrstu íslensku kartöflumar eru aö koma í verslanir nú og á næstu dögum. Enn er það aðeins lítið magn sem stendur til boða en stefnir í að það aukist verulega í næstu viku. Verð er nokkuð hátt enn sem komið er en venjan er sú að verðlækkun á sér stað þegar framboð vörunnar eykst. Eru þær of snemma á ferðinni? Þær kartöflur sem fást nú eru svo- kallaðar „premier" kartöflur en skiptar skoðanir eru uppi um það hvort tímabært sé að setja þær á markað vegna þess hversu misjafnar þær geta verið að gæðum. Almennt eru þær þó ágætar en oft htlar og óflokkaðar. Meðal framleiðenda og heildsöluaðila eru margir þeirrar skoðunar að ekki sé úr vegi að bíða með innlendu framleiðsluna þar sem enn séu ágætar erlendar kartöflur á góðu verði á markaðnum sem duga þar til þær íslensku hafa náð þokka- legum þroska. Aukið framboð lækkarverð Verðmyndun á kartöflum fer að miklu leyti eftir framboði og eftir- spum. Því er verð mjög hátt þegar þær koma fyrst á markaðinn en fer svo lækkandi nokkurn veginn viku- lega þar til það nær jafnvægi með haustinu. Framleiðandi selur vöru sína nú á um 90 krónur. Bætist 24,5% virðis- aukaskattur þar ofan á. Heildsölu- verð er nú um það bil 130 krónur og er smásöluverð allt upp í 200 krónur. Er verðhækkun því rúmlega 100% frá því að framleiðandi lætur vöruna frá sér og þar til neytendur borga endanlegt verð. í haust er áætlað að verð frá framleiðendum verði í kringum 60 krónur og mun þá heild- söluverð verða um það bil 90 krónur. Ofan á það bætist síðan smásöluá- lagning. Er það skoðun flestra söluaðila að mikilvægt sé að stilla verðinu í hóf en þykir sumum sem verð sé nokkuð hátt á fyrstu kartöflunum. Ef ekki er viðunandi verðlag á vörunni er hætt við því að neysla annara vöru- tegunda, svo sem hrísgrjóna og pasta, aukist og dragi úr neyslu kart- íslenskar kartöflur eru nú að koma á markaðinn og er verð á þeim hátt enn sem komið er. Búist er við að það lækki á næstu vikum þegar framboð eykst og markaðurinn mettast. DV-mynd JAK aflna að sama skapi. Að sögn fram- leiðenda og seljenda er nóg framboð af góðum kartöflum, ásamt sann- gjömu verði, forsenda þess að neyt- endur kaupi vöruna. Gotttíðarfar skiptir miklu máli Verðurfar er einna mikilvægasti hlekkurinn í ræktun kartaflna. Hef- m- tíð verið þokkaleg að sögn bænda og er spretta því góð. Þeir fyrir sunn- an em heldur fyrri til en norðan- menn að taka upp sínar kartöflur. Horfur virðast þó vera þokkalegar fyrir norðan og er búist við að farið verði að taka upp eftir eina til tvær vikur. Á sumum stöðum hafa kartöflurn- ar verið ræktaðar undir plast- eða akrýldúk en að sögn bænda hefur það ekki skilað sér sem skyldi í ár. Er ástæðan fyrir því að sprettan byrj- aði með hlýju vori og hefur hitinn ekki nýst að fullu undir dúkunum. Oft hefur þessi ræktunaraðferð þó skilað góðum árangri. Er stefnt að því á flestum stöðum að allar kartöflur verði komnar í geymslu fyrir 20 september en þá fer veður kólnandi en það hefur að sjálf- sögðu slæm áhrif á ræktunina. -tlt Hitaveita Reykjavíkur: Það vill brenna við að fólk ýmist dagi er liðinn. Skuldastaöa á að gleymir að borga orkureikninga koma fram á reikningi. sína eða þá aö léleg fjárhagsstaða 'fil aö hægt sé að loka er skilyrði veldur þvl að þeir lenda aftarlega að íbúi hússins eða ibúðarinnar sé í forgangsröðinni. Skuld safnast viðstaddur. Er æskilegt aö viðkom- upp, dráttarvextir bætast ofan á og andi hafi náð fullorðinsaldri. Að að lokum koma menn frá Hitavei- lokunarmenn fari inn í mannlaust tunni og ioka fyrir. hús er með öllu ólej'fllegt. Þeir eru Ef skuld hefur ekki veriö greidd starfandi á daginn en einnig eru á réttum tima tilkynnir Hitaveitan þeir á ferli á kvöldin og um helgar. fyrst vanskil og hversu háa upp- Hitaveitan hefur séð um inn- hæð beri að greiöa. Yfirleitt er beö- heimtu sína frá 1987. Fyrir þann ið með aðgerðir þar til tveir reikn- tíma sá; Rafveita Reykjavikur um ; ingar eru komnir í vanskil. Reikn- alla innheimtu. Sendir eru út 15 ingar berast notendum á tveggja þúsund reikningar fyrir hvert mánaða fresti. tveggja mánaöa tímabil og hljóða Ef greiðsia er ekki innt af hendi útistandandi skuldir viðskipta- er lokunartilkymiing næsta skrefiö rnanna við fyrirtækiö upp á 180-200 sem stigiö er. Getur hún borist aiit miHjónir króna. Kostnaður við lnt- að 5 mánuöum eftir að skuld gjald- un einbýiishúss er um 2.000 krónur fellur en þá geta menn átt von á ámánuöíogerþaðum34%afverði lokunartnönnum nokkrum dögum þeirrar olíu sem þyrfti tii aö hita síðar. Almennir dráttarvextir samahús. reiknast ofan á skuld eftir að gjald- -t!t Breyting á notkun skatt- korts eftir fráfall maka Með tilkomu kerfis um stað- greiðslu skatta hefur þurft að laga ýmsa þætti á þá lund að þeir hæfðu betur Mnu nýja skipulagi. Reyndist það vera mun næmara fyrir öllum breytingum og var því talin nauðsyn að endurskoða sum lagaákvæðanna. Var í vor gerö sú breyting á lögum um tekju- og eignarskatt að eftirlif- andi maka er nú heimilt að nýta 80% af skattkorti maka síns í allt að 9 mánuði frá og með andlátsmánuði hans. ÁlagMng tekjuskatts og ákvörðun persónuafsláttar er gerð í samræmi við það. Gilti sú regla fyrir lagabreytingu að eftirlifandi maka var heimilt að nýta 80% af skattkorti maka síns allt andlátsárið og samkvæmt gildandi skattaiögum var ekkja eða ekkill meðhöndiaöur sem hjón út andláts- árið. Var því mikill munur á réttindum einstakhnga eftir því hvenær árs hann missti maka sinn. Sá sem varð fyrir áfalli í janúar gat nýtt skattkort Neytendur hins látna það sem eftir var árs. Hins vegar hafði sá sem varð fyrir því að missa maka sinn seiimi Muta árs litla sem enga möguleika á nýtingu skatt- kortsms. Þarna gætti mikils ósam- ræmis og var því tekið til þess ráðs að gera breytingar þar á þanmg að öllum væri gert jafnhátt undir höfði. Ef skattar eru ofgreiddir eöa rang- lega hefur verið staðið að útreiknmg- um leiðréttir kerfið það eftir á og fær þá launþegi endurgreiðslu sem skekkjunm nemur, auk verðbóta. Er áriðandi að launagreiðandi viti af öllum þeim breytingum sem verða á högum launþega hans til að geta smnt þessum þætti sem skyldi. Byggir skattseðillinn í ár á eldri reglum en eftirlifandi maki getur sótt um lækkun á staðgreiðslu vegna andláts hjá ríkisskattstjóra og sveit- arfélögunum. Breytingin tók þegar gildi og kem- ur til framkvæmda við álagnmgu gjalda á árinu 1991 vegna tekna á árinu 1990 og eigna í lok þess árs. -tlt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.