Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1990. Viðskipti___________________________________________________________________dv Bíómyndahasar í mörgum þáttum: Saga Sýnar sídustu mánuði er hreint viðskiptadrama og sagan er langt frá því aö vera búin Goði, Jón og Páll voru keyptir yfir til Sýnar Þaö næsta sem gerðist var aö þrír þekktir starfsmenn Stöövar 2 voru ráðnir með nokkrum hvelli til Sýnar. Þetta voru þeir Goði Sveinsson dag- skrárstjóri, sem ráöinn var sjón- varpsstjóri Sýnar, Jón Gunnarsson auglýsingastjóri, sem ráðinn var markaðsstjóri, og Páll Baldvinsson aðstoðárdagskrárstjóri sem ráðinn son, út úr stjóm fyrirtækisins. Síðan þá hefur Fijáls fjölmiðlun engin af- skipti haft af rekstri og stjómun Sýn- ar. Sameiningin mikla við Stöð 2 sem aldrei varð að neinu Næsti þáttur gerðist nákvæmlega viku síðar, fóstudaginn 4. maí, þegar meirihlutinn í Sýn, Ámi Samúels- son, Þorgeir Baldursson og Lýður fimmtudag ætluðu þeir þremenning- ar, Ámi, Lýður og Þorgeir, ásamt Halldóri Guðmundssyni, fulltrúa gamla Sýnarhópsins, að mæta á fund með fulltrúum Frjálsrar fjölmiðlun- ar hf. til frekari viðræðna. Fundar- tími var ákveðinn klukkan sautján. Halldór Guðmundsson var mættur á fundinn ásamt fulltrúum Frjálsrar fjölmiðlunar. Ekkert varð hins vegar úr fundinum þar sem á sama tíma Föstudagurinn 4. maí 1990. Fjörug og mikil veisla haldin á Stöö 2 til að fagna sameiningu Sýnar og Stöðvar 2. Talið frá vinstri, Árni Samúelsson, eig- andi Bíóhallarinnar, Þorvarður Elíasson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2 og Lýður Friðjónsson, framkvæmdastjóri Vífil- fells. Þegar eftir þessa veislu fór að fjara undan sameiningunni. Fáa hefur eflaust grunað sunnu- dagskvöldið 18. febrúar síöastliðinn, þegar fjórir nýir hluthafar, Bíóhöllin, Frjáls fjölmiðlun hf., útgáfufyrirtæki DV, Vífilfell og Þorgeir Baldursson í Prentsmiðjunni Odda, bættust við í hlutafélagið Sýn hf., að saga Sýnar sjálfrar yrði næstu mánuði spenn- andi viöskiptadrama í mörgum þátt- um. Tilgangurinn með félaginu var nefnilega sá einn að undirbúa stofn- un sjónvarpsstöðvar sem ætti að fara í loftið um haustið og leggja áherslu á sýningar á bíómyndum og fram- haldsmyndaflokkum. Síðasti þáttur- inn var síðastliðinn fimmtudag þegar helsti keppinautur þessarar stöðvar, Stöð 2, keypti 60 milljóna hlut Bíó- hallarinnar, Þorgeirs og Vífilfells á 70 milljónir króna. Var þessi sala lögleg vegna forkaupsréttar annarra hluthafa? Var um meirihluta í stöð- inni að ræða, eins og þeir Stöövar 2 menn halda fram, vegna þess að heildarhlutafé í Sýn er 184 milljónir? Hlutafé aukið úr 6,9 milljónum í 184 milljónir Á hluthafafundi Sýnar sunnudags- kvöldið 18. febrúar var hlutafé Sýnar hf. aukið úr 6,9 milljónum króna í 184 milljónir króna. Þegar var meiri- hluti fjárins seldur, samtals að upp- hæð 108 milljónir króna. Það þýddi að enn átti eftir að selja hlutafé að upphæð 76 milljónir króna. Þetta hlutafé er enn óselt. Á þessum hluthafafundi var líka gerð samþykkt um að hluthafar hefðu forkaupsrétt á hlutafé í félag- inu. Þetta ákvæði þýddi að skorður voru settar við sölu og kaup á hluta- fé í félaginu. Hluthafar áttu ótvíraíð- an forkaupsrétt. Ný stjórn Sýnar 18. febrúar A fúndinum var einnig skipuð ný stjóm Sýnar. Formaður var Jónas Kristjánsson, ntstjóri DV, og vara- formaður var Ami Samúelsson, eig- andi Bíóhallarinnar. Aðrir í stjóm vom þeir Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hvíta hússins og fulltrúi fyrrum aðaleigenda Sýnar hf., Þorgeir Baldursson og Sveinn R. Eyjólfsson. var innkaupastjóri. Þama virtust Sýnar-menn hafa betur en keppinauturinn, Stöð 2. Þeir einfaldlega keyptu lykilmenn hjá Stöð 2 yfir á Sýn. Stórsamningar við Warner Brothers og fleiri risa Það næsta sem gerðist í baráttunni var að Sýnarmenn hófu harðvítuga baráttu um kaup á sjónvarpsefni er- lendis. Þessi barátta skilaði árangri. í stuttu máli náði Sýn að kaupa hvað vinsælasta sjónvarpsefnið vestan- hafs með samningum við New World, Walt Disney, Columbia og síð- ast en ekki síst risann, Wamer Brot- hers, sem dreifir efni frá stórfyrir- tækjunum Lorimer og Time-Life. Wamer Brothers samningurinn er stærsti og viðamesti samningur um kaup á sjónvarpsefni sem gerður hefur verið af fyrirtæki hérlendis. Efni Sýnar ekki sýnt á Stöð 2 án breyttra samninga Gott sjónvarpsefni er beittasta vopn Sýnar. Þess má geta að samn- ingamir við ofangreind stórfyrirtæki vestanhafs era gerðir við Sýn hf. en ekki Stöð 2. Það er tekið skýrt fram. Á meðan Stöð 2 á ekki Sýn að fullu getur hún ekki kippt til sín efni frá Sýn til sýningar á Stöð 2. Sýn er sjálf- stætt fyrirtæki þar sem eigendur eru bæði þeir sem era í minnihluta og meirihluta - en ekki bara þeir sem era í meirihluta. Næsti þáttur í Sýnar-málum var sá að ósætti kom upp um stjórnun fyrir- tækisins. Sá ágreiningur snerist fyrst og fremst um völd sjónvarpsstjórans. Fijáls fjölmiðlun vildi takmarka völd hans. Þetta ósætti endaði með því að fóstudaginn 27. apríl gengu fulltrúar Fijálsrar fjölmiðlunar, þeir Jónas Kristjánsson og Sveinn R. Eyjólfs- Fréttaljós Jón G. Hauksson Friðjónsson, skrifaði undir samning um sameiningu Sýnar við Stöð 2 með miklum hvelli. Stórveisla var haldin á Stöð 2 og lyftu menn glösum yfir sameiningunni. Fljótlega eftir sam- eininguna fór að flæða undan henni og var svo komið nokkru síðar að Stöðvar 2 menn og Sýnar-menn töluðust ekki við. Frjálsfjölmiðlun vildi ganga inn í kaupin á Sýn í millitíðinni, fimmtudaginn 10. maí, sendi Fijáls fjölmiðlun hf. stjóm Sýnar bréf um að fyrirtækið vildi forkaupsrétt sinn á hlutabréfunum í Sýn. Lýsti Fijáls fjölmiðlun yfir áhuga sínum á að ganga inn í kaup Stöðvar 2 á Sýn. í bréfinu stóð: „Tek- ið skal fram aö tilefni þessarar ábendingar okkar er það, að við höf- um fullan áhuga á að nýta okkur forkaupsréttinn." í allri þáttaröðinni um Sýn stendur þetta mál um for- kaupsréttinn enn sem sjálfstætt og óafgreitt mál. Slettist upp á vinskapinn við Stöðvar 2 menn Eftir að slest hafði upp á vinskap þeirra Árna, Lýðs og Þorgeirs viö stjómarmenn Stöðvar 2 og samein- ingin var farin út'um þúfur settu þeir félagar sig í samband viö Frjálsa fjölmiðlun um að koma aftur inn í dæmið. Viðræður hafa staðið yfir undan- famar vikur og var svo komið í síð- ustu viku aö búist var viö aö draga myndi til tíöinda. Síöastliðinn bárast þau tíðindi, eins og hendi væri veifað, um að þeir þremenning- ar hefðu selt Stöð 2 60 milljóna króna hlut sinn í Sýn á 70 milljónir. Þess má geta að í þessum viðræð- um höfðu fulltrúar Fijálsrar fjöl- miðlunar tilkynnt að þeir væra til- búnir að koma með viðbótarhlutafé við 108 milljónimar þannig að sam- þykktin frá 18. febrúar um 184 millj- óna króna hlutafé næðist. Hins vegar höfðu þeir ekki tekiö undir ósk þre- menninganna um að kaupa þeirra hlut. Stöðvar 2 menn fullvissaðir um að kaupin væru meirihluti Stöðvar 2 menn keyptu hlut þeirra þremenninga á þeirri forsendu að Stöð 2 væri að kaupa meirihlutann í Sýn. Þegar samningar stóðu yfir var Stöðvar 2 mönnum sagt að hlutur þeirra þremenninga væri klárlega meirihlutinn og að heildarhlutaféð væri 108 mfiljónir króna en ekki 184 milljónir þannig að Stöð 2 væri að kaupa 55 prósent í fyrirtækinu. Eftir stendur þá þetta: 1. Hvemig getur 60 milljóna króna hlutur Bíó- hallarinnar, Vífilfells og Þorgeirs Baldurssonar verið meirihluti þegar samþykkt heildarhlutafé er 184 millj- ónir króna? 2. Hvað með forkaups- rétt annarra hluthafa í Sýn á hluta- bréfum Bíóhallarinnar, Vífilfells og Þorgeirs Báldurssonar? Varðandi forkaupsréttinn á hluta- bréfunum í Sýn hefur stjóm Sýnar sent hlutabréfaskrá tilkynningu þar sem segir að samþykkt hafi verið á hluthafafundi 18. maí síðastliðnum að afnema forkaupsrétt annarra hluthafa á hlutabréfunum þannig að engar skorður séu settar um sölu hlutabréfa. Dregið er hins vegar í efa að þessi hluthafafundur hafi verið löglegur og til hans hafi verið rétt boöað. í framhaldi af því má spyrja sig hvort salan á hlut Bíóhallarinn- ar, Vífilfells og Þorgeirs til Stöðvar 2 hafi verið lögleg, að forkaupsréttur- inn sé fallinn niður. Það era greinilega spennandi þætt- ir framundan, bæði ruglaðir og af- raglaðir. „To be continued“. -JGH Peningamarkaöur INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 3,0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp 6 mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb 12mán.uppsögn 4-5,5 lb 18mán. uppsögn 11 Ib Tékkareikningar.alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3,0 Allir Innlán verðtryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb Innlán meðsérkjörum 2,5-3,25 Ib Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 7-7.25 Lb.Sb Sterlingspund 13.6-14.25 Sb Vestur-þýskmörk 6,75-7,5 Lb Danskar krónur 9,25-10,75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv) 13,5-13,75 Bb.Sb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 14,0 Allir Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlán verðtryggð Skuldabréf 7,5-8,25 Lb,Bb Utlán til framleiðslu Isl.krónur 13,75-14,25 Bb SDR 10,75-11 Bb Bandarikjadalir 10,10-10,25 Bb Sterlingspund 16,8-17 Sp Vestur-þýsk mörk 9.9-10.5 Bb Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Óverðtr. júní 90 14,0 Verðtr. júní 90 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júli 2905 stig Lánskjaravísitala ágúst 2925 stig Byggingavisitala júli 549 stig Byggingavisitala júlí 171,8 stig Framfærsluvísitala júlí 146,4 stig Húsaleiguvísitala hækkar 1.5% l.júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5.016 Einingabréf 2 2.733 Einingabréf 3 3,300 Skammtímabréf 1,695 Lifeyrisbréf Gengisbréf 2,170 Kjarabréf 4.967 Markbréf 2,643 Tekjubréf 1,996 Skyndibréf 1,482 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2.415 Sjóðsbréf 2 1,778 Sjóðsbréf 3 1,684 Sjóðsbréf 4 1.434 Vaxtarbréf 1,7045 Valbréf 1,6030 Islandsbréf 1,039 Fjórðungsbréf 1.039 Þingbréf 1,038 öndvegisbréf 1,037 Sýslubréf 1,041 Reiðubréf 1,027 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 488 kr. Flugleiðir 191 kr. Hampiðjan 170 kr. Hlutabréfasjóður 162 kr. Eignfél. lönaðarb. 164 kr. Eignfél. Alþýðub. 126 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 162 kr. Eignfél. Verslunarb. 138 kr. Olíufélagið hf. 515 kr. Grandi hf. 184 kr. Tollvörugeymslan hf. 107 kr. Skeljungur hf. 546 kr. (1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, 0b= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um penlngamarkað- inn blrtast i DV á flmmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.