Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1990. 13 Lesendur Álver er ekki byggðamál - öll þjóðin hágnast ef rétt er staðið að málum Haraldur Baldursson skrifar: Álmálið svokallaða er nú komið út í algjöra vitleysu. Stjórnvöld hafa verið óspör á yfirlýsingar um stað- setningu og sundrað þannig þjóðinni í þessu mikla hagsmunamáli. Samningsstaða íslendinga gagn- vart Atlantsálhópnum er orðin veik og nú heyrast fréttir þess efnis að hópurinn sé alvarlega farinn að velta fyrir sér öðrum staðsetningarmögu- leikum. Þá væri ísland dottið út úr mýndinni og aðrar þjóðir, líklegast Kanadamenn, myndu njóta góðs af stóriðjunni. Stjómvöld og landsmenn aliir verða að byrja að gera sér grein fyr- ir því að öll íslenska þjóðin mun hagnast á nýju álveri. Álmálið er ekki eitthvað afmarkað byggðamál. Fyrst og fremst verður að huga að kostnaði við byggingu álversins og hverju það gæti skilað í íslenska rík- iskassann. Ef nýja álverinu er valinn skyn- samlegur staður, þar sem hægt væri að halda kostnaði í lágmarki, hagn- ast öll þjóðin á því. Hins vegar er fáránlegt að íslendingar fari að borga stórar fjárhæðir til að álverið verði byggt á stað sem eingöngu verður fyrir valinu vegna einhverrar óljósr- ar byggðastefnu. En þetta er því miður það sem virð- ist vera í deiglunni. Stjórnvöld hafa Að mati bréfritara mega íslendingar ekki borga með nýju álveri til að það verði staðsett utan suðvesturhornsins og tapi svo á öllu saman. veikt samningsaðstöðu okkar íslend- inga með því að bjóða Atlantsál- hópnum skattaívilnanir og lægra orkuverð ef álverinu verður valinn staður utan suðvesturhomsins. Þá væri svo komið aö við værum farin að borga með álverinu og að lokum myndu íslendingar tapa á samningn- um. Væri þá ekki betur heima setið en af stað farið? Nauðungaruppboð 2. og síðara á jörðinni Vallarhjáleigu (50%), Hvolhreppi, þingl. eigandi Lúðvik Gizurarson verður haldið í skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriðjudaginn 31. júlí 1990 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Guð- jón Ármann Jónsson hdl. Sýslumaður Rangárvallasýslu Auglýsing um að álagningu launaskatts á árinu 1990 sé lokið. Tilkynningar (álagningarseðlar), er sýna launaskatt sem skattstjóra ber að ákvarða, hafa verið póstlagð- ar. Hér er annars vegar um að ræða launaskatt skv. 4. gr. laga nr. 14/1965 um launaskatt með áorðnum breytingum, þ.e. á reiknuð laun manna við eigin at- vinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og á hlunnindi sem ekki eru greidd í peningum, og hins vegar launa- skatt skv. 3. gr. sömu laga sem greiða bar af greidd- um launum á árinu 1989. Kærur vegna álagðs launaskatts, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1990, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en 29. ágúst 1990. 31. júlí 1990. Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn i Vestfjarðaumdæmi, Ólafur Helgi Kjartansson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar R. Einarsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. Roger Waters, fyrrverandi Pink Floyd-meðlimur, átti veg og vanda af uppfærslu „The Wall“ í Berlín. Takk fyrir Vegginn Jón Jóhannsson hringdi: Ég vil þakka ríkissjónvarpinu kær- lega fyrir að leyfa þjóðinni að sjá tón- leikana um Vegginn í Berlín þann 21. júlí. Þetta voru alveg frábærir tónleikar og á ríkissjónvarpið mikla þökk skilda. ásldlur sér rétt til að stytta bréf og símtöl sem birtast á lesendasíðum blaðsins. McDonald’s til íslands Sigrún skrifar Ég er nýkomin úr minni fyrstu ferð til Bandaríkjanna. Þar lærði ég að meta McDonald’s-hamborgara. Því- líkt hnossgæti og þvilíkt nammi! Það er bara eitt sem ég skil ekki. Af hverju hefur þessi hambprgara- keðja ekki hreiðrað um sig á íslandi. Er eitthvað í lögum sem bannar að hér séu settir upp slíkir staöir eða vill enginn setja upp McDonald’s- hamborgarastað hér á landi? Ég veit að fjöldi fólks elskar McDonald’s-hamborgara og myndi örugglega sækja slíkan stað hér á landi. Ég skora því á framtakssama menn að opna einn slíkan í Reykja- vík, hvar annars staðar? Þá mun ég glaðbeitt skeiða af stað og panta mér einn ostborgara með frönskum og kók. Sigrún vill fá bandarísku McDonald’s-hamborgarana til Reykjavikur. ÚTSALAN HEFST Á MORGUN REYKJAVÍKURVEGI 62, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651680

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.