Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1990. Útlönd Segja umbætur geta ýtt undir veiðbölgu Baker, utanrfkisráðherra Bandaríkjanna, ásamt Choi, utanrlkisráðherra Suður-Kóreu, á fundi Asíu- og Kyrrahafsríkja um efnahagsiega sam- vinnu. Símamynd Reuter Ráðherrar Asíu- og KyrrahafsríKja kváðust í gær hafa áhyggjur af því að innleiðing markaðshagkerfis í Austur-Evrópu gæti leitt til verð- bólgu víðs vegar um heim. Ráðherrarnir, sem funda um efnahagssam- vinnu, sögðu aö ein afleiðinganna af því að veita A-Evrópuríkjunum Qár- stuðning gæti orðið sú að minna fé yrði aflögu til handa Asíuríkjunum. Á fundinum var lögð áhersla á að reyna þyrfti að koma í veg fyrir að Evrópa yrði svo upptekin af eigin vandamálum að hún sneri baki í um- heiminn. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem situr fundinn, við- urkenndi að bandarísk yfirvöld hefðu neyðst til að beina athygli sinni að A-Evrópu síöastliðið ár. Hann bætti því þó við að skuldbinding Banda- ríkjanna viö Asíu- og Kyrrhafsríkin væri enn hin sama. Andrés önd til Sovétrikjanna Einn af brautryðjendum vestræns kapítalisma, Jóakim frændi frá Andabæ, undirbýr sig nú þessa dagana undir að koma inn á sovéskan markað. í ágúst verður fyrsta Andrésar andar-blaöið sett á markað í Sovétríkjunum. Fyrsta tölublaðið hefur verið í undirbúningj í nokkra mánuði en vegna tæknilegra öröugleika kemur það ekki út fyrr en í ágúst. Áætlaö er að blaðið komi út einu sinni í mánuöi í Sovétríkjunum en vegna pappírsskorts kemur það til að byrja með út fjórum sinnum á ári. Skríll veður uppi í Berlín Berlin ætti ekki að verða höfuð- borg sameinaðs Þýskalands vegna mögulegs þrýstings frá götuskríl sem herjaö hefur í borginni árum saman. Þetta er skoðun forsætis- ráðherra Bæjaralands, Max Streibl. Hann sagðl í viðtali við blaðið Súddeutsche Zeitung aö Berlín gæti orðið aðsetur forseta sameinaðs Þýskalands en aö Bonn ætti að vera höfuöborgin. Sagði Streibl að í Bonn myndi þingið eöa stjómin aldrei taka ákvarðanir undir þrýstingi ft-á götuskril. Hins vegar væri hætta á slíku í Berlín. í V-Berlín hafa átök verið undan- farín ár milli götuskríls og lög- reglu. Rusl í Berlín. Simemynd Reuter Vísa ásökunum um fréttafölsun á bug ísraelsk yfirvöld vísuöu í gær á bug ásökunum í bandaríska dagblaðinu The New York Times um að þau greiddu fréttamönnum við útvarpsstöð í Jerúsalem fyrir aö falsa fréttir. ísraelska utanríkisráöuneytið viöur- kenndi samskiptí. viö fréttamennina en neitaöi því að hafa reynt að hafa áhrif á fréttaflutning þeirra. HeimDdarmaður Reuterfréttastofunnar, sem vinnur á ísraelskrí út- varpsstöð, segir að lág laun hafi neytt ýmsa fréttamenn til að vinna fyrir sljómina. Rauðu khmerarnir segjast í sékn iu hert aókn sína að undanfömu Rauöu khmeramir í Kambódíu, stærsti hópurínn í skæruDöasamtök- unum undir stjóm Sihanouks prins, segjast hafa náð yfirráðum í Kamp- ot. einni helstu hafnarborg landsins. Útvarpsstöð khmeranna greindi frá því að þeir hefðu tekið hafnarborg- ina 24. júD og að þeir hefðu myrt nitján stjómarhermenn og sært fjöru- tíu og fimm. I fréttinni sagði einnig að stjómarhermenn hefðu reynt að ná borginni aftur daginn eftir en sókn þeirra verið hrundið af skæruDðum. Vestrænir stjómarerindrekar segja aö skæruDðar hafi hert sókn sfna undanfama mánuði þar sem stjómarhermenn eigi erfiðara um flutninga á regntímabiDnu. Átökin 1 Líberíu: Fjöldamorð í kirkju Líberískir stjómarhermenn myrtu að minnsta kosti sex hundruð flótta- menn - menn, konur og börn - sem leitaö höfðu hælis í kirkju í útjaðri höfuðborgarinnar. Meðal fórnar- lambanna voru nokkur börn sem myrt voru í svefni, að sögn sjónar- votta. Hermennirnir, sem eru hbðhollir Samuel Doe forseta, gengu berserks- gang inni í St. Peters kirkjunni í út- hverfi Monróvíu, höfuðborgar Líber- íu. Hermennimir voru vopnaðir hnífum, byssum og sveðjum og réð- ust að fólkinu. Þegar blóðbaðinu lauk lágu fómarlömbin sem hráviði um góD kirkjunnar. Þessi ómanneskju- lega árás mun án efa auka enn hatr- ið á mUh ættflokka í landinu en það eru einmitt ættflokkadeilur sem kynt hafa undir borgarastyrjöldina í þessu fámenna og smáa ríki á vestur- strönd Afríku. ÖrvæntingarfuUt fólkið reyndi að flýja atburðina í kirkjunni í gær en hermenn eltu það alla leið að sjúkra- húsinu. Aðrir flúðu niður að strönd. Ekki er vitaö um örlög þeirra. Morð- ingjarnir voru flestír í Kahn-ættbálki forsetans en fórnarlömbin í Gio- eða Mano-ættflokkunum. Þeir hinir síð- arnefndi eru stuðningsmenn upp- reisnarmanna sem nú stjóma mest- öUu landinu og segjast reiðubúnir til að steypa stjórn Does hvað af hverju. Uppreisnarmenn hafa nú króað Doe forseta af í forsetahöll sinni þar sem 'iiokkur hundruð stuðnings- manna hans gæta hans. Klofningur er aftur á mótí kominn upp meðal uppreisnarmanna og sagðist Prince Johnson, leiðtogi annars hópsins, mundu koma í veg fyrir að Charles Taylor, leiðtogi hins hópsins, yrði forsetí þegar valdaránstilrauninni væri lokið. Reuter Flóttamannastraumurinn frá Líberiu hefur færst í aukana síöustu daga. Hundruð manna koma dag hvern til Sierra Leone, nágrannarikisins, en alls hafa 375 þúsund manns sótt um hæli í nágrannaríkjunum frá því að borgarastyrjöldin hófst í Líberíu. Simamynd Reuter Árekstur í Galveston-flóa: Óttast alvarlega mengun Embættismaður bandarísku strandgæslunnar sagðist í gær ótt- ast alvarlega mengun af völdum olíu sem flætt hefur nær stanslaust út í Galvestonflóa við strönd Texas- fylkis í Bandaríkjunum síðustu daga. Olían flæddi í sjóinn í kjöDar áreksturs tveggja vöruflutningap- ramma og tankskips um helgina. Umhverfisverndarsinnar segja að oDulekinn kunni að hafa í for með sér miklar skemmdh- í flóan- um og alvarlegar afleiðingar fyrir bæði lífríki og afkomu íbúa strand- lengjunnar. Ljóst er að embætt- ismenn Texas taka undir þetta sjónarmið og sagðist einn óttast að það væri einungis tímaspursmál hvenær fregnir bærust af tjóni á lífríki. í flóanum er fjölskrúðugt dýralíf. Að minnsta kosti 1,9 mflljónir Utra af olíu hafa runnið í flóann að sögn strandgæslunnar og er tal- in hætta á aö enn frekara rennsD verði. Það er annar vöruflutnin- gaprammanna sem lekur olíu í sjó- inn. Um borð í prammanum voru tæplega tvær milljónir lítra af oDu þegar áreksturinn varð á laugar- dag og marar hann nú í kafi í flóan- um. Segja strandgæslumenn að það muni taka að minnsta kostí þrjá daga að ná prammanum á flot. Areksturinn varð á milD þriggja skipa, tveggja pramma og gríska tankskipsins Shinoussa, síðdegis á laugardag. Báðir prammamir skemmdust en aðeins flæðir oha úr öðrum þeirra. Hinn missti 182 þúsund Dtra af olíu áður en tókst að tæma hann og koma honum í burtu. Reuter Forseti sovéska lýðveldisins Georgíu: Stefnir í stjórnleysi Það stefnir í stjómleysi og vopna- viðskipti í sovéska lýðveldinu Georg- íu, að sögn forseta þess, Givi Gumb- aridze. Forsetinn segir aö deDur standi um fjölflokkakosningar. „Ástandiö er orðið hættulegt. Ekki er hægt að útíloka vopnuð átök. Slíkt gæti leitt tíl stjórnleysis og óstjóm- ar/‘ segir í yfirlýsingu forsetans. I annarri yfirlýsingu yfirvalda lýð- veldisins í gær voru íbúamir hvattir tíl að sýna stiUingu. „Glæpamenn og ungt fólk hefur safnað miklu af vopn- um og skotfærum, þar á meðal sprengiefnum. TDraunir til aö setja á laggirnar glæpagengi hafa verið geröar. Ráðist hefur verið á her- menn, öryggisstöðvar og vopna- stöðvar í þeim tilgangi að safna vopn- um,“ segir tilkynningunni. Þessar yfirlýsingar koma í kjölfar kröftugra mótmæla stjórnarand- stöðusamtaka þar sem þau krefjast fjölflokkakosninga síðar á árinu. Mótmælendur hafa hindrað umferð um járnbrautarteina síðan á fimmtu- dag. Tvö þúsund manns hafa þurft að leita annarra leiða til að komast leiöar sinnar. Þá hafa stjómarand- stæðingar einnig komið saman tfl kröfufundar fyrir framan höfuð- stöövar stjórnar lýðveldisins í Tibl- isi, höfuðborginni, að því er Postfac- tum, hin sjálfstæða fréttastofa, hefur skýrt frá. Mótmælendur segjast ekki munu láta af aðgerðum sínum þar tíl Gumbaridze hefur falflst á að kalla þing saman tíl neyðarfundar þar sem frumvarp um íjölfiokkakosningar verði samþykkt. PóDtískur ágrein- ingur hefur oft haft í for meö sér of- beldi í þessu lýðveldi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.