Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1990. Fólk í fréttum Ólafur Eiríksson Ólafur Eiríksson setti þrjú heims- met á heimsleikum fatlaðra í Assen í Hollandi 15.-21. júlí. Ólafur fæddist 29. september 1973 í Rvík og hefur búið í Kópavogi frá 1976 og er í námi í MR. Ólafur hefur æft sund og borð- tennis með íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og nágrenni frá 1984. Hann varð íslandsmeistari í einliða- leik og opnum flokki í borðtennis 1986 og einliðaleik og tvíliðaleik 1987. Olafur vann bronsverðlaun á opna þýska meistaramótinu 1987 og silfurverðlaun á Norðurlandamóti fatlaðra í flugsundi 1987. Árið 1988 setti hann íslandsmet í 100 og 200 m flugsundi og 200 og 400 m skrið- sundi. Ólafur setti heimsmet á Reykjavíkurmeistaramótinu 16. júní 1988 í 800 m skriðsundi á 11:11,26 mín. Hann vann gullverð- laun í 100 m flugsundi og bronsverð- laun í 100 m skriðsundi og 200 m fjórsundi á opna hollenska meist- aramótinu 20.-21. ágúst 1988. Ólafur vann bronsverðlaun í 100 m flug- sundi á 1:14,73 mín. og 400 m skrið- sundi á 5:00,01 mín. á ólympíuleik- um fatlaðra í Seoul 15.-24. október 1988. Hann var fjórði í 100 m bak- sundi á 1:18,06, einum hundraðasta úr sekúndu frá verðlaunasætinu, og fimmti í 100 m skriðsundi á 1:08,08 mín. á ólympíuleikunum 1988. Ölaf- ur hefur verið valinn einn af fimm bestu íþróttamönnum Kópavogs í sínum aldursflokki frá 1985 og var kosinn íþróttamaður Kópavogs 1988. Hann vann gullverðlaun í 200 m skriðsundi á 2:13.21 mín. 400 m skriðsundi á 4:43.08 mín. og 800 m skriðsundi á 9:41.98 mín. á heims- leikunum í Assen og varð 4. í 100 m skriðsundi á 1:02,96; 4. í 200 m fjór- sundi á 2:37,50; 4. í 100 m flugsundi á 1:09.21 og í 6.-7. sæti í 50 m skrið- sundi á 28:98 sek. Systir Ólafs er Anna Lilja, f. 4. júní 1980. Foreldrar Ólafs eru Eiríkur Ólafs- son, verslunarstjóri í Kópavogi, og kona hans, Margrét Hjörleifsdóttir skrifstofumaður. Eiríkur er sonur Ólafs, verslunarstjóra í Kópavogi, Eiríkssonar, kaupmanns í Rvík, Þorsteinssonar, b. í Neðranesi í Staf- holtstungum, bróður Þórunnar, ömmu Þorsteins frá Hamri. Þor- steinn var sonur Eiríks, b. á Spóa- mýri, bróður Ólafs, langafa Bjarna Benediktssonar. Eiríkur var sonur Ólafs, b. á Lundum, Þorbjarnarson- ar. Móðir Eiríks Þorsteinssonar var Þórdís Þorbjarnardóttir, b. á Helga- vatni, Sigurðssonar, prests í Mikla- holti, Þorbjamarsonar, bróður Ól- afs á Lundum sem fyrr var getið. Móðir Þórdísar var Margrét Hall- dórsdóttir fróða á Ásbjarnarstöð- um, Pálssonar, langafa Jóns, afa Garðars Halldórssonar, húsameist- ara ríksins. Móðir Eiríks er Sigríður Rögn- valdsdóttir, kaupmanns á Akureyri, Snorrasonar, trésmíðameistara og kaupmanns á Akureyri, Jónssonar. Móðir Rögnvaldar var Sigríður Loftsdóttir, b. á Sauðanesi, Jónsson- ar og konu hans, Guðrúnar Gísla- dóttur, systur Margrétar, langömmu Jórunnar, ömmu Jór- unnar Viðar tónskálds. Móðir Sig- ríðar var Sigríður Sveinsdóttir, kaupmanns í Rvík, Sigfússonar. Móðir Sveins var Ólöf Sveinsdóttir, systir Þuríðar, ömmu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar rithöfundar. Bróðir Ólafar var Bjami, afi Halldórs Hall- dórssonar prófessors. Bróðir Ólafar, sammæðra, var Davíð, langafi Gísl- ínu, móður Eyþórs Einarssonar grasafræðings. Margrét er dóttir Hjörleifs, af- greiðslumanns í Rvík, Guðnasonar, læknis í Vík í Mýrdal, Hjörleifsson- ar, oddvita í Skarðshlíð undir Eyja- fjöllum, Jónssonar, dbrm. í Skarðs- hlíð, Hjörleifssonar, b. í Drangshlíð, Jónssonar. Móðir Hjörleifs var Þur- íður Guðmundsdóttir, b. á Steinum, Jónssonar, lögréttmnanns í Selkoti, ísleifssonar, ættföður Selkotsættar- innar. Móðir Jóns Hjörleifssonar var Valgerður Ólafsdóttir, prests á Eyvindarhólum, Pálssonar og konu hans, Helgu Jónsdóttir „eldprests" Steingrímssonar. Móðir Hjörleifs Jónssonar var Guðrún Magnús- dóttir, systir ísleifs, afa Sveinbjam- ar, afa Sveinbjarnar Baldvinssonar rithöfundar. Móðir Guðna var Sig- ríður, systir Torfhildar, langömmu Davíðs Oddssonar. Sigríður var dóttir Guðna, b. í Forsæti í Landeyj- um, Magnússonar, bróður Torfa, langafa Þórs Magnússonar þjóð- minjavarðar. Móðir Sigríðar var Ólafur Eiriksson. Guðrún Vigfúsdóttir Thorarensen, systir Sigríðar, móður Helga Pjet- urss heimspekings. Móðir Hjörleifs Guðnasonar var Margrét Þórðar- dóttir, verkamanns á Fáskrúðsfirði, Ámasonar. Móðir Þórðar var Elín Einarsdóttir, b. á Gvöndarnesi, Torfasonar og konu hans, Guðrúnar Þórarinsdóttur, b. á Einarsstöðum, Gunnlaugssonar. Móðir Þórarins var Oddný Erlendsdóttir, b. á Ásunnarstöðum, Bjamasonar, ætt- foður Ásunnarstaðaættarinnar. Afmæli Elín Guðrún Sigurðardóttir Þann 21. júli síðasthðinn varð Ehn Guðrún Sigurðardóttir ljós- móðir, Laufásvegi 14, Stykkis- hólmi, sextug. Vegna mistaka birt- ist röng mynd með afmæhsgrein- inni og er beðist velvirðingar á því. Rétt mynd birtist nú með greininni. Ehn er fædd í Dal í Miklaholts- hreppiog ólst upp á Snæfehsnesinu og í Miklaholtshreppnum. Hún láuk ljósmæðraprófi 1950 og var skipuð ljósmóðir í Miklaholts- hreppi 1951-52 en hefur nú verið ljósmóðir í Stykkishólmshreppi frá 1955. Hún starfar nú við heilsu- gæslustöðina og St. Fransiskussp- ítalann í Stykkishólmi. Elín giftist 3.5.1952 Sigurði Ágústssyni, f. 23.9.1925, verkstjóra, en hann er sonur Ágústs Pálsson- ar, skipstjóra frá Höskuldsey, og konu hans, Magdalenu Níelsdóttur frá Sehátri á Breiðafirði. Böm Elínar og Sigurðar em Magdalena, f. 9.9.1952, hjúkrunar- fræðingur í Reykjavík, en fyrri maður hennar var Ámi Páll Jó- hannsson myndhstarmaður og er sonur þeirra Sigurður Páll en seinni maður Magdalenu er Alfreð S. Jóhannsson framkvæmdastjóri og era böm þeirra Ehn Theodóra, Helga María og Anna Þóra; Þór, f. 30.5.1954, vélavinnumaður í Stykk- ishólmi, kvæntur Hallfríði Einars- dóttur, starfsmanni á St. Fransisk- usspítalanum, og eru börn þeirra Sigurborg og Sigurþór; Oddný, f. 5.12.1956, húsmóðir í Bandaríkjun- um, gift Eiríki Jónssyni lækni og era böm þeirra Arngrímur og Tómas Oddur; Dagný, f. 31.10.1959, búfræðingur á Hvanneyri, gift Þor- valdi Jónssyni bifvélavirkja og era börn þeirra Jón Þór, Sigurður Ágúst og Hákon Garðar; Þorgerð- ur, f. 6.8.1961, sjúkraþjálfarií Reykjavík, gift Kristjáni Má Unn- arssyni, fréttamanni á Stöð 2, og eru börn þeirra María og Kristín Eygló; Sigríður, f. 24.9.1963, banka- starfsmaður í Reykjavík, gift Sæ- mundi Gunnarssyni húsasmið og era börn þeirra Gunnar Daníel og Amarlngi. Systkini Ehnar: Hjörleifur, f. 9.3. 1919, d. 23.7.1989, vegaverkstjóri í Ólafsvík, kvæntur Kristínu Hans- dóttur; Kristján Erlendur, f. 7.9. 1920, d. 2.1.1987, b. í Hrísdal, kvænt- ur Maríu Louise Edvardsdóttur kennara; Sigfús, f. 19.2.1922, fyrrv. kaupfélagsstjóri í Stykkishólmi, kvæntur Ester Einarsdóttur hár- greiðslumeistara; Kristjana Elísa- bet, f. 27.3.1924, gift Vigfúsi Þráni Bjamasyni, b. í Hlíðarholti í Staö- arsveit; Áslaug, f. 30.8.1926, gift Sveinbirni Bjamasyni, fyrrv. lög- Til hamingju með afmælið 31. ágúst 90 ára Hraihakletti 2, Norðurárdal. Anna Gunnlaugsdóttir, Lækjargötu 4, Hvammstanga, 50 ára <«r * Sverrir K. Bjarnason, fð aia Amarhrauni 8, Hafnarfirði. Gróa Hjörleifsdóttir, Kirkíuvegi 11, Keflavík. — uonannes jonsson, Granaskjóli 6, Keykjavik. Helga S. I’álmudóttir, _ Hjallabraut 35, Hafhaifirði. 70 ára Ingileif örnóifsdóttir, Reykjavegi 56, Mosfellsbæ, Björn Hafliðason, Suðurgötu 51, Siglufirði. Eirikur Jónsson, Berghyl, Hrunamannahreppi. Sigurbjörg Gíeladóttlr, *** Hreiðar Gislason, Espiltmdi 16, Akureyri. 40 ára Jöoistaoarnno 30, Keyigavik. Auður Jónsdóttir, 60 ára Teigíiseli 11, Reykjavík. Óskar J. Jóhannesson, Guörún Þórhallsdóttir, Margrét Jónsdóttir, lNcpUaga Q, AþjiiVjaVlA. Gunnvör Erna Sigurðardóttlr, Kjaiariandi 13, Reykiavík. Höskuldur Höskuldsson, Strandgötu 35, Akureyri. regluvarðstjóra í Reykjavík; Valdi- mar, f. 5.9.1928, lögregluflokks- stjóri í Reykjavík, kvæntur Bryn- hildi Daisy Eggertsdóttur; Olga, f. 9.8.1932, fyrrv. veitingakona í Hreðavatnsskála, gift Leópold Jó- hannessyni; Magdalena Margrét, f. 26.9.1934, skrifstofumaður á ísafirði, gift Oddi Péturssyni verk- stjóra; Anna, f. 9.2.1938, gift Þor- steini Þórðarsyni, b. á Brekku í Norðurárdal, og Asdís, f. 22.2.1941, hótelstarfsmaður, gift Sigmundi Sigurgeirssyni húsasmið. Foreldrar Ehnar vora Sigurður Kristjánsson, f. 5. október 1888, d. 18. september 1969, b. í Hrísdal í Miklaholtshreppi, og kona hans, Margrét Hjörleifsdóttir, f. 26. sept- ember 1899, d. 9. ágúst 1985. Sigurð- ur var bróðir Guðbjarts, b. og hreppstjóra á Hjarðarfelh, fóður Gunnars, framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, og Stefáns, föður Alexanders, fyrrv. ráðherra. Sigurður var son- ur Kristjáns Guðmundssonar, b. í Straumfjarðartungu, og seinni konu hans, Ehnar Árnadóttur. Kristján var sonur Guðmundar, b. í Gröf í Miklaholtshreppi, Þórðar- sonar, b. á Hjarðarfelli, Jónssonar, ættföður Hjarðarfehsættarinnar. Móðir Guðmundar var Þóra Þórð- ardóttir, b. í Borgarholti, Þórðar- sonar og konu hans, Oddfríðar Elín Guðrún Sigurðardóttir. Hédldórsdóttur Árnasonar Þor- varðssonar, bróður Ragnhildar, langömmu Guðnýjar, ömmu Hah- dórs Laxness. Andlát Alfreð G. Alfreðsson Alfreð Georg Alfreðsson fram- kvæmdastjóri lést 18. júh. Alfreð var fæddur 5. júh 1933 á ísaflrði og ólst upp hjá ömmu sinni, móður og fóst- urföður, Ragnari Ásgeirssyni hér- aðslækni. Hann lauk verslunar- skólaprófi í Verslunarskóla íslands 1953 og var starfsmaður Útvegs- bankans á ísafirði 1953-1962. Alfreð var skrifstofumaður í Njarðvík og Keflavík 1962-1966 og var sveitar- stjóri í Sandgerði 1966-1979. Hann hefur verið framkvæmdastjóri stjómunarsviðs hjá Birgðastofnun Varnarhðsins frá 1979. Alfreð var í stjórn íþróttabandalags ísafiarðar og formaður þess 1955-1962 og var í stjóm Bridgesambands íslands 1969-1979 og forseti þess 1979-1980. Alfreð kvæntist 1. janúar 1956 Mar- íu Bára Frímannsdóttur, f. 14. nóv- ember 1933 d. 3. október 1982. For- eldrar Maríu era: Frímann Einars- son, verkamaður á Selfossi, og kona hans, Kristín Ólafsdóttir. Börn Al- freðs og Maríu era: Ema Lína, f. 9. júní 1955, vinnur hjá Vamarhðinu á Keflavíkurflugvelh, gift Bjarna Kristjánssyni verkamanni; Kristín Bára, f. 8. maí 1956, aðalbókari á bæjarskrifstofunni í Sandgerði, gift Þórði Ólafssyni, forstöðumanni íþróttamiöstöðvarinnar, og Alfreð Georg, f. 25. júh 1961, skrifstofumað- ur í Keflavík, kvæntur Björk Sig- urðardóttur. Fósturdóttir Alfreðs og dóttir Maríu er: Hervör Lúðvíks- dóttir, f. 6. ágúst 1952, bankastarfs- maður í Landsbankanum í Sand- gerði, gift Óskari Guðjónssyni verk- stjóra. Eftirlifandi kona Alfreðs er Lillian Simson, f. 30. mars 1929, verslunarmaður. Fósturdætur Al- freðs og dætur Lillian eru: Guðrún Dröfn, f. 14. júlí 1967, vinnur hjá Innkaupastofnun vamarliðsins, og Ragna Björk, f. 18. maí 1969. Systk- ini Alfreðs era: Ragnheiður Ása Ragnarsdóttir, f. 8. febr. 1938, dóm- túlkur í Charlestown í Suður-Karol- ínu, gift William Anderson arkitekt; María Ragnarsdóttir, f. 3. mai 1943, sjúkraþjálfari; Eiríkur Ragnarsson, f. 24. maí 1945, framkvæmdastjóri Náttúralækningaheimihsins í Hveragerði, kvæntur Regínu Hösk- uldsdóttur sérkennara, og Þórir Sturla Ragnarsson, f. 18. júh 1952, heila- ogtaugaskurðlæknir, kvænt- ur Sigríði Hjaltadóttur meinatækni. Foreldrar Alfreðs voru: Alfreö Georgsson, lyfiafræðinemi á ísafirði, f. 9. nóvember 1908, d. 23. mars 1937, og kona hans, Laufey Maríasdóttir, f. 15. mars 1914. AJfreð var sonur Georgs, læknis á Fá- Alfreð Georg Alfreðsson. skrúðsfirði, Geogssonar, veitinga- manns á Akranesi, Ámasonar, sýslumanns í Krossnesi, Þorsteins- sonar, b. í Keflavík á Snæfehsnesi, Runólfssonar. Móðir Georgs Árna- sonar var Christense Andrésdóttir Steenbach, kaupmanns í Dýrafirði. Móðir Georgs læknis var Hólmfríð- ur Jónsdóttir, smiðs á Búðum, Þor- geirssonar. Móðir Alfreðs var Karen Frederiksdóttir Wathne, kaup- manns á Seyðisfirði. Laufey er dótt- ir Maríasar, b. í Aðalvík og trésmiðs á ísafirði, ísleifssonar og konu hans, Sturlínu Maríasdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.