Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Síða 12
12 Spumingin ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1990. Hlustarðu meira á Bylgj- una eftir að nýr sendir var tekinn í notkun? (Spurt á Selfossi) Ólafur Bachmann, lagermaður og trommari: Já, ég hlusta mest á Bylgj- una. Betri músík, heyrist betur, minni kjaftavaðall og frískari. Jafn- vel á sunnudögum er Bylgjan betri. Agnar Haraldsson nemi: Nei, ekki oft. Ég vissi ekki að hún væri orðin sterkari í sendingu. Við fluttum um daginn í nýja íbúð og þá náði ég henni betur. Ég hélt að það væri vegna staðsetningarinnar. Magnús Jónsson, nemi, aðstoðarm. og fiktari: Svona svipað og aðrar stöðvar. Ég stylli vekjarann á Bylgj- una og hún virðist vera sterkust og nær mér á fætur. Sigurgeir Kristmannsson plastkarl: Ég hlusta bara á hana eftir aö hún varð svona sterk. Bylgjan er alltaf í bílnum og oftast í vinnunni. Guðjón Stefánsson fangavörður: Ég er aö hlusta á hana núna, annars er Rás 2 oftast á. Ég tek þó kántrý í kananum fram yfir allt annaö. Kan- anum næ ég á tækið í bílskúmum enda loftnetið gott á því. Lesendur Af hundaleyfi 09 hundaskatti Elsa Pétursdóttir skrifar: Mig langar til að vekja máls á hundaleyfi því er okkur hundaeig- endum er veitt núna. Við fimm meðhmir fjölskyldunnar ákváðum að eignast hund. Aldrei eitt andar- tak höfum við iðrast þeirrar ákvörðunar okkar en varla vorum við búin að eiga hann í viku er við rákum okkur ahs staðar á veggi. Við sem eigum hunda, sem þarfn- ast hreyfingar, rekum okkur á að við þurfum að fara upp í óbyggðir í öllum veðrum sumar, vetur, vor og haust til að veita hundinum okkar þessa hreyfingu. Ekki er öll- um meðlimum fjölskyldunnar leyfilegt að ganga á fólkvöngum og útivistarsvæðmn Reykjavíkur. Einn verður að bíða heima, það er hundurinn sem við elskum og dáum, einn af okkur. Hver myndi til dæmis vilja láta segja sér að bannaður væri aðgangur að Öskju- hlíðinni eða Heiðmörkinni eða Laugaveginum eða til dæmis hús- dýragarðinum fyrir þriggja ára og yngri? Við myndum aldrei láta segja okkur þetta og hundurinn er einn af okkur. Hann hefur tilheyrt okk- ur frá örófi alda. Hann var nauð- synlegur í öllum búskap hér áður fyrr en nú viröist hann ekki lengur þarfur í borginni og þá má hann hara sæta svívirðu og útrýmingu. Hvað er langt síðan við komum úr torfkofunum? Fimmtíu árum eftir það mega hundar helst ekki sjást nema innan girðingar í húsdýra- garðinum sem sýningargripir. Á fjárhundurinn okkar íslenski þetta skihð eftir að hafa þjónað okkur í mörg hundruð ár? Því fólki, sem sökum hræðslu segir ófært að hafa hunda meðal fólks, vil ég benda á að í mínum augum væri gáfulegra að venja fólk af hræðslunni með því að leyfa því að umgangast hunda í taumi. Með þessu er ég nefnilega ekki að segja að hundar eigi að ganga lausir. Það er af og frá. Hundaeigendum á að gera skylt að hafa þá í taumi á þess- um stöðum sem á undan eru taldir. Þaö er reginmisskilningur að hundar séu óhamingjusamir í borgum og vil ég í því sambandi benda fólki á að kynna sér fræðslu- rit um hunda svo og starfsemi Hundaræktarfélagsins þar sem öll áhersla er lögð á að hundinum okk- ar hði vel. Mig langar einnig til að benda borgarbúum á þann skatt sem okk- ur hundaeigendum er gert að greiða árlega (7.200 krónur í ár). Þetta eru gjöld sem engir aðrir en hundaeigendur þurfa að greiða og mér er spurn fyrir hvað ef við meg- um ekki sjást á almannafæri í horg- inni okkar? Mín tillaga að breyttu og betra hundaleyfí er sú að hundaeigend- um verði gert skylt að sækja eitt af þeim hundanámskeiðum sem Hundaræktarfélagið gengst fyrir, að öörum kosti fáist ekki hunda- leyfi þegar sótt er um í annað eða þriðja sinn. Einnig mætti hiksta- laust sekta þá hundaeigendur sem ekki þrífa upp eftir hunda sína á fólkvöngum. Þessum reglum myndi ég fúslega sæta, svo fremi að um leið fengist meira frelsi fyrir alla meðlimi íjölskyldunnar. Að síðustu vh ég hvetja hunda- eigendur iil að láta heyra í sér um þessi mál á opinberum vettvangi. Elsa telur að með þvi að leyfa fólki að umgangast hunda i taumi sé hægt að venja það af hræðslu við þessi fallegu dýr. Bréfritara finnst að Stöð 2 eigi að auðkenna i dagskránni þá þætti sem eru óruglaðir. Háskólamenntaðir og láglaunafólk Verkakona skrifar: Ég get ekki látið hjá líða að skatt- yrðast örlítið á opinberum vettvangi út í háskólamenntuðu ríkisstarfs- mennina hjá BHMR. Mér sýnist á öhu að þeim ætli að takast upp á sitt einsdæmi að eyði- leggja þá þjóðarsátt sem komin var á í landinu um að taka nú raun- venhega á vandanum; víxlhækkun- um og veröbólgu. Þegar loksins átti aö reyna að leysa vandann og laga stöðu láglaunafólks geysast þeir fram með sínar fáránlegu kröfur. Það er greinilegt á öhu að við verkafólkið erum annars flokks fólk í huga stjómvalda og þeirra háskóla- menntuðu. Okkar kjör þarf ekki að laga. En aumingja háskólamenntuðu ríkisstarfsmennirnir, sem fá „að- eins“ um 130 þúsund krónur í kaup á mánuði, eru greinhega á vonarvöl. Það hlýtur eitthvað að vera að í þessu landi ef öh þessi vitleysa á aö ganga eftir. Stöð 2: Hvaða þættir eru óruglaðir? Anna hringdi: Ég hef verið að furða mig á því að ekki skuh vera auglýstir sérstaklega þeir þættir á Stöð 2 sem sýndir eru óruglaðir. Ég man að þegar Stöðin var að byrja vom læstu þættimir alltaf auð- kenndir með stjörnu eða htlum lykh. Nú hef ég tekið eftir því að stundum inni í miðri kvölddagskrá kemur fyr- ir að sýndir em ómglaðir þættir. Svo dæmi sé tekið þá em Hitch- cock-þættimir, seint á sunnudags- kvöldum, ekki læstir og svo er um fleiri þætti. Mér skilst að Stöð 2 megi ekki rugla suma þætti vegna sam- komulags við framleiðendur. Þó svo að ég eigi ekki afruglara langar mig stundum til að horfa á einhver dagskráratriði Stöðvar 2. Ósjaldan hef ég þá gert mér ferð th kunningja sem eiga afraglara og þá kemur stundum í ljós að viðkomandi þáttur er óruglaður eftir aht saman. Það væri sjálfsögð þjónusta við sjónvarpsáhorfendur að láta vita ’hvaða þættir em mglaðir og hvaða þættir ekki. Stefna BSRB rétt- látari en BHMR G.Þ. skrifar: Ekki get ég orða bundist eftir að hafa fylgst með launaumræðunni síðustu daga. Ég heyrði þá Pál Hah- dórsson frá BHMR og Ögmund Jón- asson frá BSRB skiptast á skoðunum. Þar var óhku saman að jafna. Annars vegar vih Ögmundur sömu laun fyrir sömu vinnu og minni launamun í þjóðfélaginu. Hins vegar vhl Páh hærri laun fyrir háskóla- menntaða ríkisstarfsmenn, burtséð frá því hvemig aht snýst í samfélagi okkar. Honum er alveg sama um kaupmáttinn en um það hélt ég nú að slagurinn stæði. Hvort halda menn að stefna Ög- mundar eða Páls skhi meiri árangri þegar upp er staðið? Auðvitað þarf enginn að vera í vafa. Það er stefna BSRB. Enda er hún hka réttlátari. Hringið í síma milii kl. 14 og 16, eöa skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.