Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLl 1990. Menning Alcopley við opnun sýningar sinnar í Nýhöfn. Linurít lífsgleðinnar Fáir af hinum svokölluðu tengdasonum íslands, mætum afreksmönnum sem gifst hafa íslenskum kon- um, hafa tengst landi og þjóð eins sterkum böndum og bandaríski vísindamaðurinn og listamaðurinn Al- copley. Hann hefur nú komið til landsins í fjörtíu og eitt skipti, oftar en reyndustu ferjuflugmenn, fyrst með eiginkonu sinni, Nínu Tryggvadóttur, og dóttur, Unu Dóru, sem einnig er listmálari. Eftir dauða Nínu árið 1968 hefur Alcopley komið hingað upp á eigin spýtur, meðal annars til að reisa konu sinni minnismerki viö Kjarvalsstaði árið 1974, en höfundur þess er Sigurjón Olafsson, en einnig til að halda sýningar á verkum sínum (1977, 1987). Um helgina var opnuö sýning á verkum Alcopleys í Ný- höfn við Hafnarstræti, og er það fimmtugasta einka- sýning þessa aldna en síunga heiðursmanns. Hugsun og hugarflug Það hefur lengi verið til siðs að gera skarpan greinar- mun á hugsun og hugarflugi, og þar með á vísindaiðk- un og listsköpun. Til lengdar gengur þó ekki að að- skilja þetta tvennt, eins og fjölmörg dæmi sanna. Lista- manninum Rafael tókst að færa margbrotnar heim- spekilegar vangaveltur í fullkomlega sannfærandi myndrænan búning í „Aþenuskólanum", vísindamað- urinn Vesalíus útlistaði byggingu og innviði manns- líkamans af myndrænni snilld og Cézanne kannaði samspil víddar, massa og lita af vísindalegri ná- kvæmni. Einnig er það eftirtektarvert, að margir helstu vísindamenn nútímans, til dæmis Heisenberg og Bohr, hafa viðurkennt gildi tilfinningalegra hug- boöa og hughrifa í rannsóknarvinnu sinni. Hrynjandi sálarlífsins Alcopley er meðal helstu sérfræðinga í heimi í blóð- rannsóknum og því er freistandi að sjá í formgerð hans tilvísanir í blóðstreymi og ferli rauðra og hvítra blóðkoma. En því má heldur ekki gleyma að áratugum saman hefur hann einnig verið samvistum við helstu Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson myndlistarmenn og tónskáld vorra tíma, þannig að óhætt er að reikna með áhrifum frá sjálfsprottinni myndlist og tónlist í verkum hans. Alcopley hefur sérstaklega ræktað tengsl við austur- lenska kallígrafiu, ekki til sjálfhverfrar formbygging- ar, heldur til tjáningar á hrynjandi sjálfs sálarlífsins, tilfinningalegra og heimspekilegra ígrundana í tíman- um. Hið ílanga form margra mynda hans er ímynd tímans, markar upphaf og endi ákveðins hugsanafer- ils. En umfram allt eru myndir Alcopleys eins konar líruirit lífsgleðinnar, þar sem alheimur og smáheimur sameinast í taktfóstum etýðum. . Örmyndir Myndir Alcopleys í Nýhöfn spanna þrjátíu ára feril. Þar eru verk, stórar myndir og örmyndir, sem fanga í einni þokkafullri sveiflu lífsþrungin augnabhk fyrir alla eilífð, en einnig myndræmur þar sem listamaður- inn fer í „labbitúr með línu“, svo notuð séu orð Pauls Klee, sem einnig var vísindalega þenkjandi listamað- ur. Sjálfur nefnir Alcopley láréttar ræmur sínar „prómenöður“ og býður okkur ganga með sér eftir þeim endilöngum. Aðrar ræmur eru allar á hæðina, eru eins konar New York-hillingar, enda er okkur ætlað að láta augað líða upp og niður eftir þeim eins og skýjakljúfunum í Manhattan. Sýningunni í Nýhöfn fylgir skrá þar sem Alcopley gerir grein fyrir ferli sínum og lífsviðhorfum. Niður- lagsorð greinar hans eru þessi: „Málverk þau og teikn- ingar sem ég sýni nú eiga að miðla gleði, gleði sem tengist dulúð og dásemdum lífsins og alheimsins í sjálf- um okkur og umhverfi okkar í nánd og órafjarlægð." Jardarfarir Friðrikka Guðmundsdóttir, Þor- flnnsgötu 2, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 1. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður í Foss- vogskirkjugarði. Útfór Ástu Sigurðardóttur frá Odd- geirshólum, Vestmannaeyjum, fer fram frá Landakirkju í dág, þriðju- daginn 31. júlí, kl. 16. Útför Steinunnar Hjálmarsdóttur, Reykhólum, sem andaðist 28. júlí sl., fer fram frá Reykhólakirkju föstu- daginn 3. ágúst kl. 14. Einar Brynjólfsson vélstjóri, frá Þingeyri, lést í Landspítalanum 23. júlí. Hann fæddist að Brekku á In- gjaldssandi 4. júní 1906. Foreldrar hans voru hjónin Brynjólfur Einars- son búfræðingur og Sigríður Guðrún Brynjólfsdóttir. Einar var elstur ell- efu systkina. Hann starfaði við vél- gæslu og smíöar, lengst af hjá frysti- húsi Júpíters og Mars. Eftirlifandi eiginkona hans er Margrét Einars- dóttir og áttu þau tvö böm. Einar verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju í dag, 31. júlí, kl. 15. Guðbjörg Eyjólfsdóttir} Hratmbæ 50, verður jarðsungin frá Arbæjarkirkju í dag, 31. júlí, kl. 15. Friðrik Árnason, fyrram hreppstjóri á Eskifirði, Strandgötu 70, Eskifirði, lést í sjúkrahúsinu á Neskaupstað miðvikudaginn 25. júlí. Útför hans fer fram frá Eskifjarðarkirkju mið- vikudaginn 1. ágúst nk. kl. 14. Guðbjartur Guðmundsson, Blöndu- hlíð 24, andaðist í Landakotsspítala 21. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þorfinnur Vilhjálmur Karlsson lést fimmtudaginn 26. júlí. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudag- inn 3. ágúst kl. 15. Ragnar Ólason, fyrrverandi verk- smiðjustjóri, Byggðavegi 89, Akur- eyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 27. júlí. Jarð- arförin fer frcun frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 7. ágúst kl. 13.30. Tilkynningar Félag eldri borgara Lokað verður í Goðheinuun, Sigtúni 3, vegna sumarleyfa frá og með 2. ágúst til 2. september. Samtök gegn nauðungar- sköttun Sími 641886, opið kl. 10-13 fyrir þá sem vilja styðja samtökin. Fjárstuðningur vel þeginn á tékkareikn. 3000 hjá íslands- banka. Fyrirlestrar Fyrirlestur um Waldorf- uppeldisfræði Þrír Waldorfskólakennarar frá Vrije Pe- dagogische Academi í Zeist, Hollandi, þau Willemiju Soer tónlistarkennari, Wies Matthijssen jarðfræðikennari og Ing van der Ploeg íþróttakennari, segja frá störf- um sínum við Waldorfskóla. Fyrirlestur- inn verður fluttur á ensku á Matstofunni „Á næstu grösum" Laugavegi 20, Reykja- vík, þriðjudaginn 31. júlí kl. 20.30. Allt áhugafólk velkomið. Leiksýningar á gæsluvöllum Næstu daga sýnir Litla leikhúsið leik- þáttinn Tröllið týnda á nokkrum gæslu- völlum Reykjavíkurborgar. Hér er um að ræða 35 minútna þátt, ævintýri sem gerist á gæsluvelli. Leikvöllurinn er því hin eiginlega leikmynd og leikið verður undir berum himni. Aðalhvatamaður Litla leikhússins er Emil Gunnar Guð- mundsson en með honum leika í verkinu Ragnheiður Tryggvadóttir og Jón Hjart- arson. „Tröllið týnda" er samið af leik- endunum en Reykjavikurborg kostar þetta framtak sem er nýlunda. Sýnt verð- ur á 10 gæsluvöllum víðsvegar um borg- ina. Fyrst á gæsluveUinum við Amar- bakka í Breiðholti í dag, þriðjudag, í Fannafold í Grafarvogi á morgun, 1. ágúst. Föstudaginn 3. ágúst verður sýnt á gæsluvellinum í Fífuseli, þriðjudaginn 7. ágúst í Frostaskjóli, fimmtudaginn 9. ágúst í Ljósheimum, föstudaginn 10. ágúst í Malarási, þriðjudaginn 14. ágúst í Stakkahlið, miðvikudaginn 15. ágúst við Rauðalæk, fimmtudaginn 16. ágúst að Tunguvegi og föstudaginn 18. ágúst við Vesturberg. Aðgangur að sýningunum er ókeypis og öllum heimill. Yngstu böm- in verða þó að vera í fylgd fullorðinna. Nánari upplýsingar um sýningamar er að finna á gæsluvöllunum. Fjölmiölar Nauðungaruppboð annað og síðara á eflirtalinni fasteign fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Sogavegur 212, hluti, þingl. eig. Sig- ríður Ólafsdóttir, fimmtud. 2. ágúst ’90 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Jón Ól- afsson hrl. Andlát Viktor Þórðarson lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 30. júlí. Jóhann Valdimarsson frá Ákureyri lést á Hrafnistu í Reykjavík 27. júlí. Ólafur Önundsson, Kársnesbraut 75, Kópavogi, lést á Landspítalanum 27. júlí. Karl B. Árnason, glerskurðarmeist- ari, Stigahlíð 39, andaðist í Borgar- spítalanum sunnudaginn 29. júlí. Lára Halldórsdóttir, Furugerði 1, andaðist í Landspítalanum 29. júlí. Anna Siguijónsdóttir, Sólvangi, Hafnarfirði, áður St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 29. Þátturinn Ljóðið mitt í ríkissjón- varpinu er vel til fundinn dagskrár- liður sem varir 11 íu minútur. Hann er stuttur og forvitnin á því aö vita hvers konar mann viðmælandinn hefur að geyma er ennþá fyrir hendi þegar þættinum lýkur. Þaö er því minni hætta á aö maöur gefist upp þegar viðkomandi er í miðj um klíð- um við að segja í löngu máli frá sjálf- um sér, hvort heldur er í óbundnu eðabundnumáli, Ingólfur Guöbrandsson, fyrrver- andi ferðaskrif'stofukóngur, fórmeð sitt uppáhaldsijóö í gærkvöldi. Þar lýsti hann hvernig honum hefur verið innanbrjósts i áratugalöngum samskiptum sínum við hina blóð- heítu þjóð Spánverja. Ljóð hans fjallaði um dans þeirra. Leiklist og dans Spánverja einkennist gjarnan af dauða, sorg og eldi og fór lngólfi vel úr hendi að lýsa þeirri tjáningu. Þátturinn í gærkvöldi var sáfyrsti sem ég sá í þessari syrpu. Mér fannst byrjendabragur á viðmóti Valgerðar Benediktsdóttur umsjón- armanns. Hún virkaði taugaóstyrk og jafnvel tilgerðarleg, þó svo að þarna væri ekki verið umbeinaút- sendingu að ræöa. En viðtalsþættir eru ekki til að beina kastljósinu að spyrli eða umsjónarmanni. Valgerð- ur þarf því ekki að hafa áhyggjur af þvi í framtiðinni. Auk þess eldíst byrjendabragur tljótlega af fólki. Bylgjan auglýsti svohljóðandi í dagskrárkynningu í gær: „Klukkan 22-02. Haraldur Gísláson mættur ljúfur að vanda og tekur mánudags- kvöldin meö stíl. Rólegu óskalögin ásínumstað.Sími . . .“ Ég hlustaöi á þennan þátt þegar komið var fram yfir miönætti. Það er ekki nema eitt um hann að segja: Hann stóð undir nafni. Lagavahð fyrir svefninn var mjög gott. Óttar Sveinsson B0RGARFÓGETAEMBÆTT1D í REYKJAVÍK ——n^——júli.________________________________________ Nauðungaruppboð Eftir kröfu Atla Gíslasonar hrl. og Sigurðar Þóroddssonar hdl. fer fram opin- bert uppboð fimmtudaginn 9. ágúst nk. að Smiðshöfða 17 og hefst það kl. 14.00. Seldar verða ýmsar eignir Bílalakks hf. Eftir kröfu Atla Gíslasonar hrl. ca 6-7 þúsund lítrar olíuakryllakk. Eftir kröfu Sigurðar Þóroddssonar hdl. ca 17 þúsund lítrar málningarefni, 5 blöndunartæki, dósapressa, hillur, rekkar, skrifborð, stólar, slökkvitæki, ryksuga, afgreiðsluborð, ryðvarnarvökvi, sandpappír o.fl. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.