Alþýðublaðið - 29.08.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.08.1967, Blaðsíða 2
 Steingrímur heldur á Fuglum yfir Súlum. Til hliðar er Bæn. — Ljósm.: G. P. Römm er sú taug... :: Rætt við Steingrím Sigurðsson, listmálara og skríbent — Málaralistin veitir manni óskaplega mikið. Hún etur mann í vissum skilningi, en gefur þeim mun meira í staðinn. En mað- ur verður að hafa frið — bæði næði Ofr Innri sálarró, annarg kemst ekki á þetta samspil tilfinninga og skynsemi, sem er nauðsynleg allri listiðkun, ásamt vissri spennu og sköpunarólgu. 1» i» i| !» # Þetta sagði skáldmálarinn í viðtali, er hann var að búa myndir sínar til flutninsg norð- ur. Það var farið að rigna, bar sem við stóðum á dyrahellunni fyrir utan hjá Steingrími á laugardagsmorguninn var, en eftir skamma stund heyrðum við fótatak inni fyrir og stig- ann stokkinn í tveim skrefum hurðin var opnuð og í gáttinni stóð Steingrímur, — snarlegur, með svart Fransaraskegg, í blá um, teinó.ttum buxum og gráu, silfurhnepptu vesti- að skart- manna sið. — Gerið svo vel að koma inn fyrir, strákar. Ég þarf bara að fá mér kaffi svo að ég vakni, áður en ég tala við ykkur. Hann hellti upp á Tíaffi, sem var svartara en skeggið á lion- um og sagði um leið og hann renndi í bollana: — Ef ég þekki ykkur rétt, blaðamennina, þá viljið þið heldur að það barki. — Já, ég er að fara norður á æskuslóðir með rúmlega 50 myndir. Flestar þeirra, eða 46 hef ég málað síðan í vor að ég hætti blaðamennskunni. — Ég ætla að opna sýningu í Lands- bankasalnum á Akureyri á laugardaginn kemur, 2. sept. — Ég veit nú reyndar ekki hvort ég á að segja það, en ég er þegar búinn að selja 8 myndir. — Þegar ég sýndi síð. ast, seldt ég 90%. Er við höfðum lokið úr boll- unum, leiddi Steingrímur okk- ur um stofur og gat þar að líta myndir, bæði figúrativar og nonfigúratívar á veggjum og gólfi, málaðar heitum lit- um og á tveimur -stórum mynd um voru þrjú börn í forgrunn. — Þessi heitir t. d. Börnin á heiðinni, ja, gæti verið Lyng dalsheiði, sagði málarinn og benti á allstóra mynd í vín- rauðum heiðaltt, víðirinn far- inn að gulna, en mosinn haust grænn. Börnin standa í for- grunni vinstra megin, en gróðri vaxin dyngjan til hægri. Þessi heitir Ljóðablóm, þessi Bæn, Blóm í vasa, 19. júní í Reykjavík, Fuglar yfir Súlum — abstrakt mynd með fönix- svip og tinda — gæ.ti verið minningar að norðan. Hérna er Við vatnið, ef til vill Þingvalla vatn, Skötuveizla — átti áður ' að heita Hefðarfrú úr Vestur- i bænum borðar skötu í Naust-f inu og hér er Framtíðin, sagði ? málarinn og staðnæmdist fyr-1 ir framan abstrakt mynd( tígl- j óttri með snúnum deplum í hverjum fleti. — Svona er ég farinn að mála mest núna. Það eru ein- ar 4 myndir í þessum stíl, og ég er nokkuð ánægður með þetta — finnst mér hafi tekizt, það sem ég ætlaði mér. — Þið takið eftir römmun- um, strákar. Þetta héma eru rammar frá honum Hallsteini Sveinssyni, bróður Ásmundar myndhöggvara, en hinir eru hollenzkir, úr Rammagerðinni. — Ég hef málað þetta mest megnis hér í Reykjavík og hef valið nokkur mótív héðan. — Þessa t. d. kalla ég Við Lauf. ásveg, gömul, skemmtileg hús með persónulegan svip — gluggarnir eins og augu. Svo hef ég líka málað fyrir austan. — Ég er búinn að fást við þetta í 20 ár, en er annars al- inn upp við góða myndlist, því að í Menntaskólanum á Akur- eyri var eitthvert bezta mál- verkasafn norðanlands. Faðir minn lét ríkið kaupa málverk eftir beztu íslenzka málara á sínum tíma. Honum fannst það hafa jafnmikið menningarlegt og uppeldislegt gildi fyrir ung menni að umgangast myndlist eins og t. d. að alast upp við tónlist. Svo, þegar ég gaf út Frh. á 14. síðu. Kennarar læra mengjafræöl Kennaranámskeið í mengjareikn ingi var sett í Hagaskóla í gær morgun og stendur til 9. sept. Þáttakendur eru um 80 víðs vegar af landinu. Kennaranámskeið það í mengja fræði, sem haldið er að tilhlutan Skólarannsókna, Fræðsluskrifstof unnar og Menntamálaráðuneytis ins, var sett í Hagaskóla í gær- morgun. Aðalkennarar eru: Guðmundur Arnlaugsson rektor, Björn Bjarnason menntaskólakenn ari og fr. Agneta Bundgaard ann ar þeirrar sem byrjað var að kenna hér í sjö bekkjadeildum tveggja skóla í fyrravetur. Nemendur eru 80 talsins þar af um 50 úr Reykja vík. Þetta námskeið er einkum ætlað yngri kennurum og var á- berandi, hve margir þeirra eru konur, enda mun svo vera, að af 84 starfandi kennurum við barna- skólana í Reykjavík fæddum eftir 1935 eru aðeins 14 karlar. Kennslunni er hagað þannig, að byrjað er á' morgnana kl. 9.00 og halda þá leiðbeinendur fyrir- lestur í sal skólans fram til há- degis, en eftir hálfs annars tíma Framhald á bls. 15. 30 þvottavélar og 8 saumavélar 30 tegundir þvottavéla og 8 teg undir saumavéla eru til sýnis að Hallveigarstöðum við Túngötu þessa dagana. Félag Raftækjasala og Kaupmannasamtökin standa að þessari sýningu, en efnt var til hennar í samráði við Kvenféldga- sambands íslands. 17. landsþing sambandsins er nýlokið. Blaðamönnum var boðið að skoða sýningunna á föstudags- kvöldið. Þarna getur að líta nýj- ustu tegundir saumavéla, sem gera „allt”: -sauma, stoppa og bródéra, festa hnappa og gera hnappagöt. En svo mátti líka sjá formæður þessara fínu tækja, -gamlar vélar sem fengnar voru að láni úr Minja safni Reykjavíkur. Mátti sjá, að mikil breyting hafði orðið á sauma vélatækninni á þessari öld. Húsmæður virtust dálítið ringl aðar, þegar þær komu í salinn og sáu 30 tegundir þvottavéla. Um- boðsmenn tækjanna sögðu, að það, sem þeir hefðu á boðstólnum, væri það bezta sem völ er á. Sigríður Haraldsdóttir, forstöðu kona Leiðbeiningarstöðvar hús- mæðra, sagði í ræðu við opnun sýningarinnar, að mikil þörf væri á þvf að húsmæður kynntu sér heimilistæki sem allra bezt, þvi. að þetta væru dýrar vörur, en milc ið keyptar. Það riði því á' miklu, að hver og einn gerði sér sem gleggsta grein fyrir því, hvað það| væri sem hann helzt' vildi fá, og hvar það væri helzt að finna. Gísli Jóhann Sigurðsson, for- maður félags raftækjasala sagðl í ræðu, sem hann flutti við sama tækifæri, að æskilegt hefði veriB að sýna fleiri heimilistæki, en því hefði ekki verið unnt að koma við í þetta sinn. Fram kom, að síðasta ár vom flutt inn rafknúin heimilistækl fyrir um 100 millj. ísl. króna og er þá átt við innkaupsverð erlend- is. Við það bættist síðan tollar og álagning. Mjög mikil aðsókn var um s.l. helgi á' þvottavéla og' saumavéla- sýningunni að Hallveigarstöðum. Skoðuðu sýninguna þá á þriðja- þúsund manns. Vegna þessarar miklu aðsókn- ar hefur verið ákveðið að fram- lengja sýninguna um cinn dag og verður hún því opin þriðjudaginn 29. ágúst kl. 2-10. Gömlu saumavélarnar vöktu mikla athygli á sýningunni. 2 29. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.