Alþýðublaðið - 29.08.1967, Page 16

Alþýðublaðið - 29.08.1967, Page 16
Burt meö alla kumbalda Húrra, bravó. Nú líkar mér lífið. Svona á að hafa þetta. Loksins er kominn verulegur skriður á að rífa alla iþessa gömlu kumb- alda, sem bærinn ihefur verið full ur af á undanförnum árum og Hiafa verið öllum framfarasinnuð- um mönnum þyrnir í augum. Nú ætlar Seðlabankinn að rífa Thors Jensenshúsið við Fríkirkjuveg og byggja þar járnbentar súlur með glerumgjörð, og skulu menn sanna, að þá verður eitthvað ann að að sjá á Tjörninni á eftir. Svo kemur væntanlega ráðhús úr 'gleri norðan við hana og raunar út í hana. Næsta skrefið verður svo að selja Samvinnubankanum þennan afgamla kumbalda, sem alþingi Ihefur verið til húsa í og flytja það í þjóðarhús úr gleri á Þing- vöilum. Þar yrðu tvær myndar- legar flugur slegnar í einu höggi: hærinn losaður við afgamalt hús og þingmenn settir á gras, eða a. m. k. á hraun. Svo er annað hús, sem endilega þarf að hverfa, og það er hvar raunar hluti af framtíðarplani borgarinnar. Þetta er tukthúsið við Skólavörðustíg, annar afgam- ail kumbaldi, sem verið hefur þyrnir í augum bæði vegfarenda og þeim, sem inni hafa verið. Og síðan er sjálfsagt að halda áfram að rífa þessi gömlu tukt- hús og taka fyrir tukthúsið við Lækjartorg, þar sem stjórnarráð íslands hefur verið til húsa. Það er auðvitað ekki vanzalaust fram- farasinnaðri þjóð að láta æðstu stjóm landsins hírast í húsi frá því fyrir aldamót, sem þar að auki er ibyggt af dönskum. Nei, allir íslendingar hljóta að geta sameinazt um þá kröfu, að það liús verði rifið og byggt voldugt og verðugt hús yfir stjórnarráð- ið, að sjálfsögðu úr ryðfríu stáli og gleri. Þegar þessu verkefni er lokið, kemur svo að sjálfu sér að taka til við Viðeyjarstofu. Það er auð vitað ekkert vit í að láta svo gam ■alt og lélegt hús standa á næstum tíu milljóna lóð. Nei, þarna þarf að koma verulega virðulegt hús. En það má með engu móti henda, að það verði teiknað af erlendum manni, því að sporin hræða. Ný- lega var afhjúpað svo kallað nor- rænt hús í Reykjavík og þá kom í ljós, að það er svo sem ekkert gler í húsinu, eða innréttingin. Það er ekkert tekk eða palisander í öllu húsinu heldur rétt og slétt fura. Þetta hefst af því að vera að fá útlenda til að teikna hús. Nei, má ég þá heldur ibiðja um hinn alíslenzka arkitekt sem sá um að setja palisanderinn inman í alþingishúsið. Það er sko maður, sem veit hvað hann er að gera. Það er heldur ekki vanzalaust hve vel mönnum hefur tekizt að gleyma enn einum gömlum kumb alda hér í næsta nágrenni höfuð- borgarinnar og verður að vinna bráðan bug að Iþví að þar verði um bætt. Hér er um að ræða af- gamalt hús á Seltjamanesi, sem heitir Nesstofa, eldgamalt hús, sem að sjálfsögðu er ekki í nokkr u samræmi við umhverfi sitt lengur. Nei, þarna ætti að leyfa Búnaðarbankanum að byggja sér stórt útibú samkvæmt kröfum tím ans, því að þarna er hálfgerð sveit í kringum ennþá. Loks ber að geta eins gamals húss, sem sjálfsagt er að rífa, enda er tími til komin, að jafn- framsækin þjóð og íslendingar sýni fram á, að hún hafi ráð á að byggja sómasamlega yfir sinn eigin forseta. Ég á að sjálfsögðu við Bessastaði. Oft hefur maður nú roðnað af að þurfa að segja erlendum vinum sínum frá því, að forsetiim þurfi að ihírast í ein hverju elzta húsi landsins. Auð- vitað má forsetinn ekki búa í lé- legra húsi en þeir þegnar hans, sem bezt búa. Þarf að vinda bráð an bug á þvl að forsetinn fái vel byggt og traust hús með stórum gluggum gegnt suðri, bátaskýli og öðru því, sem landsins ibeztu syn- ir telja nú nauðsynlegt og sjálf sagt af lífsþægindum. Ég ætla nú ekki að hafa þessa upptalningu lengri, en langar til að benda Seðlabankanum á, að norðan við Tjörnina, út með Lækjargötunni í átt að Nordals- íshúsi, á bankinn lóð. Ekki s*ro að skilja, að líklegt sé, að stjórn- endur bankans ihafi gleymt þeirri eign sinni, því að sjálfsagt skipta þeir stundum við þá á bílastöð, sem aðsetur hefur á lóðinni, en hins vegar fyndist mér að þeir ættu að láta mála timburhjallinn, isem á lóðinni stendur. Liturinn gæti verið blóðrauður, ef þeir væru í byltingarham, eða sauð- svartur, ef þeir vaéru sálrænir þann daginn. FUNDI utanríkisráðherranna nrun ljúka snemma í dasr, eft ir því sem dr. Gunnar G. Schram, ráðunautur utanrík- isráðuneytisins, sagði í stuttu ríðtali í gær. Dr. Gunnar sit- ur fundinn fyrir íslanda hönd auk utanríkisráftherra •g- Agnars Klcmenz Jónssou- ar ráðuneytisstjóra í utau- ríkisráðuneytinu. Vísir, 23. ágúst. Ja, nú þykir mér skörin vera fartn að færast upp í bekkinn. í minu ungdæmi var þetta nú kallað að hafa hausavíxl á hlutunum. Þetta er afleiðingin af þvi sem koma skal, eins og gæ- inn í stjórnarráðinu sagði. . Þetta er sjálfsagt eftir regl unni — þeir síðustu verða fyrstir, og hinir fyrstu skulu vera síðastir — Sælir eru hógværir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.