Alþýðublaðið - 29.08.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 29.08.1967, Blaðsíða 14
KVENFÉLAGIÐ EINING HÖFÐAKAUPSTAÐ 40 ÁRA ÞANN 27. 3. 1967 var Kvenfé- lagið Eining Höfðakaupstað 40 lára. Félagið var stofnað 27. 3. 1927. í fyrstu stjóm þess voru þessar konur: Formaður: Emma Jónsdóttir, Spákonufelli; ritari: Björg Berndsen, Skagaströnd og gjald keri Karla Helgadóttir, Skaga- strönd. Ávallt 'hefur félagið haft á stefnuskrá sinni að vinna að framfara-, menningar- og líkn- armálum hér heima fyrir og víðar. Fyrstu árin náði félags- svæðið yfir 2 hreppa, Skaga- strönd og Vindhælishrepp. Var þó oft langt að sækja á fundar staði, en konum í þá tíð hraus ekki hugur við þótt þær þyrftu að ganga allt að 10 km vega- lengd, ef mannúðarmálefni var á dagskrá. Félagið stóð fyrstu árin fyrir lestrarkennslu smá- Ibarna og saumanámskeiðum stúlkna hér í kauptúninu meðan ekki var annað en farkennsla á iboðstólum og var hvort tveggja unnið af félagskonum endur- gjaldslaust. Nú á síðari árum ihafa verið haldin námskeið fyrir konur og ungar stúlkur, í saum askap, matreiðslu og vefnaði. Á námskeiðum þessum hafa kennt bæði konur hér heima og að fengnir kennarar,, og húsrúm lánað endurgjaldslaust fyrir námskeiðshaldið. Scuna árið sem kvenfélagið var stofnaff var tyrjað að reisa íkirkju hér í kauptúninu. Var hún fullgerð 1928. Áður var hún á Spákonu- felli. Ávallt hefur kirkjan verið eftirlætisbarn félagsins og hef- ur það fært henni margar nyt- 'samar og fagrar gjafir, sem þó skulu ekki taldar upp hér. Fyrir síðastliðin jól gengust félags- konur fyrir því að kirkjan var máluð og gengu stjórnarkonur um og söfnuðu fé. Er því kirkj- an orðin bæjarprýði okkur fé- iagskonum og öðrum til mikillar gleði. Einnig hefur félagið stýrkt mörg fyrirtæki með peningagjöf um svo sem: Kristneshæli, Hallveigarstaði, Björgunarskútu Norðurlands, Kvennaskólann í 'Blönduósi, Hér.hælið á Blöndu- ósi og fl.. Árið 1946 stofnaði fé- lagið sjúkrahússjóð og margar góðar gjafir hafa borizt sjóðn- um. Stærsta gjöfin er frá Árna Sveinssyni (er dvaldist hér um um tíma) krónur 5.000.00, svo gaf hann krónur 10.000.00 minn- ingargjöf um látna konu er það Ingibjargarsjóður. Hugmyndin var, þegar sjúkra- hússjóður var stofnaður að hér yrði starfandi læknir í framtíð- inni og hér væri sérstakt læknis hérað. Læknir var svo settur hér árið 1953 en fór eftir 11 ára dvöl. Síðan hefur verið hér læknislaust, og hefur það vald ið miklum erfiðleikum. Sama ár og læknir kom hér, keypti Kven- félagiff gegnumlýsingartæki, sem kostuðu rúmar 30.000.00 kr. Efri röff f. v.: Guðrún Valdimarsdóttir, Dómhildur Jónsdóttir, Björk Axelsdóttir, Helga Berndsen, Soffía Lárusdóttir og Margrét Konráffsdóttir. Sjúkrahússjóður greiddi tækin að mestu.. Einnig gaf félagið sjúkrakörfu og Ijósalampa, há- fjallasól, og hefur hann verið starfræktur fyrir :börn staðarins árlega. Ýmislegt fleira hefur fé lagið gefið svo sem jólagjafir, ferðir og fl. og fl. Til fjáröflunar farið með eldra fólkið í skemmti fyrir félagið hafa verið farnar ýmsar leiðir, s.s. skemmtisam- komur, leiksýningar, hlutavelta, þorrablót, kaffisala, útsala á heimasaumuðum munum barna sem konur hafa unnið og gefið, Merkjasala árlega fyrir sjúkra- hússjóð og fl. Að öllu þessu starfa félagskonur og sýna með iþví mikla fórnfýsi og dugnað. Fyrir alla hjálp, vinarhug og gjafir erum við félagskonur mjög þakklátar og metum mik ils það traust sem okkur hefur verið sýnt. Eins og áffur segir var kven- félagið 40 ára síðastliðið vor. Var þá áður haldinn fundur og rætt um hvernig minnast skyldi þessa afmælis. Útkoman varð sú að gleðja konu -í kauptúninu með peningagjöfum. En hún varð fyrir stórri sorg er fullorð inn sonur thennar drukknaði á síðastliðnu vori. Lét hann eftir sig 2 ung börn. Jafnframt er eig inmaður áðurnefndrar konu sjúklingur. Margar ágætar konur hafa starfað í félaginu frá ibyrjun og fram á þennan dag. í>ær hin ar eldri mörkuðu leiðina með fórnfýsi og áhuga í starfi. Nokkr ar af þeim konum eru nú horfn- ar yfir móðuna miklu, við minn- umst þeirra trneð virðingu og þakklæti. Aðrar standa enn í önn dagsins og lífið heldur á- frám. Nú eru félagar 34 og 4 heiðursfélagar. í vörzlu félags- ins eru þessir sjóðir: Kvenfélaga sjóður, Sjúkraliússjóður, Ingi- bjargarsjóður, Félagsheimilis- sjóður og Gullbrúðkaupssjóður, sá síðastnefndi að uppliæð 10 000.00 kr., tíu þúsund krónur. var gefin í tilefni 40 ára afmæl is félagsins. Stjórn félagsins skipa nú: Form. Soffía Lárus- dóttir, ritari Margrét Konráðs- dóttir, gjaldkeri Helga Bernd- sen,. Meðstjórnendur: Dómhild ur Jónsdóttir, Björk Axelsdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir. Skagaströnd 3. 8. 1967, Margrét Konráðsdóttir. Langhelle Framhald af bls. 3. 58 og aðalforseti 1958-65 og svo aftur varaforseti. Langhelle var í fimm ár forstjóri Noregsdeildar SAS og hann átti sæti í nóbel- nefnd Stórþingsins. Hin hörmulega frétt um skyndi Iegan dauða Nils Landhelle kom eins og reiðarslag yfir okkur alla. svo mikillar virðingar og vináttu Sjaldan hefur nokkur maður notið margra, sagði Bernt Ingvaldsen, forseti norska Stórþingsins í dag. Steingrímur Frh. af 2. síðu. Líf og list, lifði ég og hrærð- ist í list og í heimi listamanna, varð gegnsósa í því andrúms- lofti. — Af erlendum málurum er ég hrifinn af frönsku im- pressionistunum svo og nútíma expressionistunum, svo sem Ma tisse, sem ég hef ef til vill hvað mest dálæti á, ítalanum Modigliani — konumyndunum — Chagall, Picasso, Bretanum Turner, Munch og af íslenzk- um Mugg og Kjarval. — Mað ur lærir ótrúlega mikið af því að stúdera þessa meistara. — Það sem ég leitast við að sýna er fegurðin fegurðin í til- verunni, hún birtist í mörgum myndum. Mér dytti aldrei í hug að mála ljótleikann — nema sem andstæðu við feg. urðina. Hérna er t. d. mynd. Ljómun heitir hún. — Þar eru börnin þrjú, Landakotskirkja, en á himni skín stjarna — jóla sfjarnan? — og stráir geislum sínum yfir láð. — Ég er að hugsa um að láta gera jólakort af henni. Þessi heitir á hinn bóginn 14 29. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Heilinn f boxaranum Cassiusi Clay, máluð á íþróttasíðu Mogg ans, ég var enn við Vísi þá! Hann er að vísu ekki sem frýni legastur, en honum er kannski ekki alls varnað samt! — Og þessi litla mynd heit- ir Bakkus, hún var á sýning- unni síðast, en seldist ekki, þótti dýr. Ójá, Bákkus er nokk uð dýr, segir Steingrímur og glottir við. — Landslagsmyndin hérna, Heim að höfuðkirkjunni, er dá- lítið einkenni-legt sambland af áhrifum að norðan og sunnan, víðáttan gæti verið Rangár- vellimir — Oddi? —, en gróð- urinn og fjöllin bera ósvikinn, norðlenzkan keim. Og svo er hérna attribútið mitt, lampi með andlit, hann fylgir mér á hverja sýningu, mér líður allt- af vel, þegar ég er búinn að kveikja á honum. — Þetta er mystiskur lampi með prími- tívan svip, gæti verið afrískur svertingjaguð. — Málaralistin veitir manni óskaplega mikið. — Hún étur mann í vissum skilningi, en gefur þeim mun meira í stað. inn. En maður verður að hafa frið — bæði næði og innri sál arró, annírs kemst ekki á þetta samspil tilfinninga og skyn- semi — balance — sem er nauðsynlegt allri listiðkun á- samt vissri spennu og sköpun- arólgu. Nú er Steingrímur farinn að ókyrrast og líta á klukkuna, því að í mörg horn er að lita og mörgu ólokið, áður en hann heldur norður. — Á leiðinni niður fræðir liann okkur á því að fyrir jólin sé væntanleg eft ir hann bók, „afrakstur síð- ustu 7 ára“. — Að svo mæltu kveður hann okkur úti- á hlaði að góðum og gömlum norð- lenzkum sið. Arabar Framhald af bls. 3. danska tillögu, sem miðar að því, að bundinn verði éndi á stríðið í Jemen. Forsætisráðiherra Súdan, Mohammed Ahmed Mahgoub, á að taka þátt í þessum umræðum. Síðari fréttir. 1 kvöld var víst, að fjórir af 13 þjóðarleiðtogum Araba mundu ekki korna til fund arins. Þeir eru þjóðhöfðingjar M'arokkó, Túnis, Libyu og Alsír. Alþýðublaðið óskar að ráða 2 drengi til sendiferða nú þegar. Skilyrði að þeir hafi reiðhjól til umráða. Uppl. hjá afgreiðslu blaðsins að Hverfisgötu 8-10. Keflavík Keflavík Börn óskast til að bera blaðið til áskrifenda í Keflavík. Talið við afgreiðsluna. — Sími 1122. Alþýðublaðið. Móffir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBÁRA D. ÁRNADÓTTIR, frá Saurbæ, andaðist á Landspítalanum 28. ágúst. Eyjólfur Einarsson. Vilhelmína Einarsdóttir. Kjartan Iljálmarsson og barnabörn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.