Alþýðublaðið - 29.08.1967, Side 5

Alþýðublaðið - 29.08.1967, Side 5
Konan og svuntur sem auðvelt er sð sauma ' 1. Þessi svunta er sérstaklega ætluð fyrir þær, sem eiga lítil börn. Hún er gerð úr mjúku handklæðaefni og yfir því er þunnt plastcfni, svuntan hlífir því fötunum vel, en er jafnframt mjúk viðkomu. Á svuntunni eru tveir stórir vasar til að geyma í nauð- synlegt smádót og framan á er hringur, þar sem öryggisnælurnar eru við höndina. NÚ fást Ihér í búðunum nýjar ferskjur og hér koma nokkrar uppskriftir að Jjúffengum ferskjuréttum, og í réttina má að sjálfsögðu einnig nota nið- ursoðnar ferskjur, sem eru ó- dýrari en þær nýju. Ferskjur í ofni. 6 ferskjur, 160 g sykur, 3 egg. Bregðið ferskjunum í heitt vatn og takið af þeim hýðið. Síðan eru þær skornar í helm- inga og steinarnir teknir í burtu. — Þá eru þær marðar smátt og sykrinum bætt í. Síð- ' an eru eggjarauðurnar hrærð- ar saman við. Stífþeytið eggja- hvíturnar og bætið svo sam- an við þetta. Þetta er síðan toakað í ofni í 30 — 40 mín. og toorið fram strax. Nægir fyrir fjóra. Z. Tvær svuntur? Ef gestir koma óvænt í heimsókn er gott að geta tekið af sér efri svuntuna, sem er úr handklæðaefni og fest við hina, sem þá er tandurhrein og fín innan undir. Þessa svuntu má auðveldlega búa til úr afgöngum. Fcrsk|jur fylitar möndlum. 60 g möndlur, (saxaðar), 160 g sykur, 1 egg, 4 íerskjur, nokkrar möndlur til skreytingar. Blandið saman söxuðu möndl unum og toelmingnum af sykr- inum. Setjið síðan eggjarauð- una saman við. Þeytið eggja- tovítuna og bætið í 30 g af sykrinum og stífþeytið. Ðætið síðan í afganginum af sykrin- um. Skerið ferskjurnar í helm inga og takið í burtu steinana. Fyllið síðan með möndlusykrin um. Síðan eru ferskjurnar sett ar í ofnfast mót og skeið af af eggjahvítu sett yfir hverja ferskju. Skreytt með möndl- um. Hitað í ofni í 3 — 5 mín. Nægir fyrir 4—6. Ferskjur m«ð ís og kara- mellusósu. 4—6 ferskjur, rúmur peli af vatni, 160 g sykur, 60 g smjör, 60 g púðursykur, Framhald á tols. 15. 3. Þessi svunta er ger.ð úr fallegu rósóttu efni og hlífir kjólnum vel. Einlitt band er dregið í mittið. 4. Þessi svunta er nú eiginlega fyrir eiginmanninn, þegar haun' er að vinna heima við. Á henni eru margir vasar fyrr vcrk- færi, t. d. tommustokk, liamar o. s. frv. Efst eru svo minni vasar fyrir skrúfur og nagla. 29. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ (5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.