Alþýðublaðið - 29.08.1967, Side 3

Alþýðublaðið - 29.08.1967, Side 3
Leiðtogar Araba ræða framtíðina Khartoun, 28. 8. Cntb-reuter). Æffstu menn 13 Arabaríki'a koma saman til fundar í Khartoum í dag tU þess aff ræffa, hvernig unnt er aff ráffia bót á afleiðingum hinnar ísraelsku árásar, eins og haff er kallaff. Til fondarins koma æffstu m.enn ríkjanna effa fulltrú- ar þeirra. Bourgiíba, forseti Túnis, hefur tilkynnt, að h.ann muni ekki koma' Forvitnileg minningabók Af sjónarhóli heitir nýútkomin bók, og eru vnnningarþættir eftir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Segir hann þar itarlega frá ýmsu því, sem á daga hans liefur drifið, allt frá uppeldi á mindarheimili við ísafjarðardjúp til víðtækra félagsstarfa og stjórnmálaþátt töku um áratugi. Kristján ræðir mjög um sam ferðarmenn sína á langri leið, og er óspar í dómum um þá, stundum óvæginn, en þó að jafnaði velvilj aður. Munu fáséðar minningabæk ur, þar sem jafnhiklaust- er sagð- ur kostur og löstur á samtímafólki höfundarins. Kristján stundaði verzlunarstörf á ísafirði og gerðist síðan síldar matsmaður. Dróst hann út í dá' lítið síldarbrask, græddi nokkurt fé, tapaði aftur, og lenti í ævin týranlegum ferðalögum til að selja síld á Norðurlöndum. Er kaflinn um síldarsöltuna sláandi heimild um ástand þeirra mála, er algert skipulagsleysi ríkti í þeim málum. Kristján komst og á þá skoðun, að ríkið yrði að skipuleggja síldar sölumálin. Mikinn þátt hefur Kristján frá Garðsstöðum átti í ýmsum félags Framihald á 15. síðu. af heilsufarsástæðum, og í kvöld fréttist, að Boumedienne Alsír- forseti mundi ekki koma en senda fulltrúa sinn og ekki var víst að Attasi, forseti Sýrlands, mundi koma til fundarins. R'íðstefnan er 'haldin í lýðveld ishöllinni, sem stendur á Nílar- bakka. Málin voru undirbúin á utanríkisráðiherrafundi Araba- landanna, sem lauk nú um helg- ina. Ráðherrarnir lögðu til, að Arabaríkin legðust á eitt við að reyna að útmá stjórnmálalegar og eínahagslegar afleiðingar árásar ísraelsmanna í júní byrjun. Eitt hið allra mikilvægasta og erfiðasta vandamál er, hvað Ara- balöndin eiga að . ganga langt í olíusölubanninu til þeirra þjóða, sem taldar eru hafa stutt ísraels- menn í júní stríðinu. Það er þá fyrst og fremst um að ræða Breta og Bandaríkjamenn. Saudi Arabía, Kuwait, sem er algjörlega háð olíuútflutningum, hefur tilkynnt, að stjórn landsins sé þess albúin að færa þær fórnir, sem leiða af olíusölubanninu, ef fundurinn telur þær æskiiegar, en jafnframt var það tekið skýrt fram, að lífskjör 250 þúsund manns byggist lá olíuiðnaði lands ins. Fundur æðstu manna Araba- ríkjanna í Kartoum er sá hinn fyrsti sinnar tegundar síðan júní- stríðið var háð. Þjóðhöfðingjamir munu á fundinum auk þess, sem fyrr er frá sagt, ræða þá tiliögu utanrikisráðherranna, að allar er lendar herstöðvar á arabíska landssvæði skyldu lagðar niður og ennfremur ’taka afstöðu til þess, hvort einhverjar sameigin- lega stefnu skuli taka upp í utan- ríkismálum. Á sama tíma og fundur æðstu manna er haldinn, munu Nasser, forseti Egyptalands og Feisal, 1 konungur Saudi-Arabíu, ræða sú- Framhald á bls. 14. N. Langhelle látin Osló (ntb) NILS Langhell varaforseti norska stórþingsins, varð bráð- kvaddur aðfaranótt mánudags. Hann hefði orðið 60 ára í næsta i mánuði. Með Langhelle er geng- ' inn einn hinn merkasti og virtasti þingmaður Norðmanna og hann þótti gegna þingforsetaembætt- inu með mikilli prýði. Langhell átti sæti í stjórnum Gerhardsens og Torps á árunum 1945-55. Hann var kosinn á stór- þingið 1950, var varaforseti 1957- Framhald á bls. 14. Svikular vegabrúnir í undanfarinni vætutíff hefur Vesturlandsvegur um Mosfells- sveit veriff slarksamur meff köflum, þótt vegagerðin hafi veriff furðu árvökul og látið hefla oft og títt. — En lítt stoðar það, cf dropi kemur úr lofti, því aff vcgurinn er svo aurborinn, aff ökumenn, sem hætta sér of nálægt vegarbrúninni geta átt von á því aff missa stjóm á bifreiff sinni og lenda út í skurði, sem kunnáttumönnum hefur hugkvæmzt aff grafa meðfram vegin- um til aff veita vatni af honum, en áffur hallaði víffast hvar inn á hann. Ljósmyndari blaffsins taldi á laugardagsmorguninn fjóra bíla út af ó kafi í leffju frá Hlíffartúni aff Grafarholti, þar sem þessi, sem sést á myndinni, rambaffi á hárri vegar- brúninni. — Ökumenn skulu áminntir um aff aka ávallt eftir affstæðum! Svifskipið kemur til Reykja- víkur-með viðkomu á Selfossi Undanfama tvo daga hefur svif nökkvinn veriff í ferffum á milli lands og Vestmannaeyja. Magnús Magnússon, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum jáffi blaðinu síffdeg- is í gær, aff nökkvinn hefffi reynzt BÖRN RÆNA ÍSLENZKA \KONU / K-MANNAHÖFN íslenzk kona var í fyrri viku rænd veski sínu með átta þús- und ísl. krónum og eitt þúsund dönskum krónum. Þetta gerff- ist í Automathallen í Tivoli og ræningjarnir reyndust vera systkini sjö og tíu ára. Þetta gerðist um 10-leytið um kvöldið. Konan hafði lagt vesk ið til hliðar meðan hún spilaði. Börnin höfðu komið inn í Tí- volí með eina krónu og það var ekki mikið hægt að gera fyrir svoleiðis smáræði. Þegar þau sáu veski íslenzku konunnar stóðust þau ekki mátið, og hirtu veskið þegar tækifæri gafst til þess. Síðan földu þau töskuna og héldu af stað með úttroðið pen ingaveskið. Þau gengu að einni miðasölunni. Afgreiðslumann- inum fannst þau vera með grunsamlega mikla peninga, svo að hann hringdi á lögregl una. Börnin játuðu verknaðinn veskið fór til tapað-fundið í Tívoli og þar fékk konan það. Lögreglan komst að raun um að foreldrar barnanna höfðu ekki gert minnstu tilraun til að hafa upp á þeim, þótt þeim væri ekki skilað fyrr en undir miðnætti. Börnin sluppu auð- vitað við refsivönd laganna vegna þess hve þau voru ung að aldri. ágætleg-a í þessmn ferffum, og fjöldi fólks fariff í skotferffir meff honum þessa daga. í fyrradag var farin reynsluferð á nökkvanum í slæmu veðri, 8 vindstigum, og var ölduhæðin 2-3 metrar. Engir farþegar voru með í ferðinni, þar sem ekki má flytja með honum farþega sé vindhæð meiri en 5 vindstig og ölduhæð l‘/2 metri. Stóð nökkvinn sig mjög vel, og framar beztu vonum. Brot ið við land var á fjórða metra á hæð, en nökkvinn bældi það niður og komst fyrirhafnarlaust upp á sand. Á útleið sniðskar hann öld una og gekk ferðin öll vonum framar eins og fyrr segir. Sagði Magnús þessa reynsluferð vera mjög þýðingarmikla. í gær var nökkvinn svo í ferð- um milli lands og Eyja, en í dag er svo gert ráð fyrir að honum verði siglt til Reykjavíkur. Ætlun in er að taka eldsneyti á leiðinni og kann svo að fara, að siglt verði upp Ölfusá og eldsneyti tekið á Selfossi. Næstu daga verður svifnökkv- inn svo í ferðum á milli Akraness og Reykjavíkur, auk þess sem far ið verður í skemmtiferðir um Sundin og i*nn á Hvalfjörð eftir óskum fólksins. Epsteín látinn London 28-8 (ntb-reuter) Talið er mögulegt, að Brian Epstein, umboðsmaður Bítlanna í Bretrandi, hafi látist af þeim sök- um, að hann hafi tekið inn of stór an skammt af svefn-eða tauga- töflur -en Epstein fannst látinn í rúmi sínu á sunnudaginn. Lögreglan hefur rannsakað allt hátt og lágt á heimili Epstein en kallað var á lögregluna, þegar vinir Epsteins fundu lík hans í rúminu á sunnudaginn. Epstein var ógiftur og 32 ára. Formælandi lögreglunnar liefur sagt, að ekki hafi neitt dularfullt komið í Ijós í sambandi við dauða mannsins. Frh. á bls. 15. 29. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.