Alþýðublaðið - 29.08.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.08.1967, Blaðsíða 4
mgmi) Rltstjórl: Benedikt Grðndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingaslml: 14006. — ASsetur: AlþýSuhúsiS við Hverfisgötu, Rvík. — Prentsmiöja AlþýSublaSsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — t lausa* sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgeíandi: AlþýSuflokkurlnn, Eðlismunur ÞEIR DEILA um skattsvik í Noregi um þessar mund ir. Morgunblaðið norska hefur svarað árásum Arbeid erblaðsins með því að fullyrða, að sá kvilli muni vera álíka útbreiddur innan allra stjórnmálaflokka og starfstétta í þjóðfélaginu. Og Arbeiderblaðið svarar: „Þeir nefna dæmi: Iðnaðarmanninn, sem býðst til að vinna eftirvinnu ef hún er ekki gefin upp til skatts, þvottakonuna, sem tekur að sér verk með sama skil- yrði. Þetta er að sjálfsögðu til og við munum ekki verja neins konar svik á skattalöggjöfinni. En það er ekki aðeins stigmunur, heldur einnig eðlismunur á því, að fá skattfrjáls laun fyrir nokkurra stunda eða daga aukavinnu, og að svíkja skatta með því að setja á reikning fyrirtækis byggingu sumarbústaðar, ferðalög til Suðurlanda, stofuhúsgögn og jólagjafir. Það kann að vera, að siðferðileg afstaða sé nokkurn veginn hin sama í skattamálum innan hinna ýmsu stétta, en það er stórfelldur munur á tækifærum til að láta undan veikleikanum sjálfum sér til hags. Arne Remlow forstjóri hefur skýrt frá því opinber lega, hvaða aðferðir bissnissmenn noti til að svíkja skatt. En hvaða möguleika hefðu verksmiðjuverkamað ur, kennari, hjúkrunarkona, skrifstofumaður eða aðr ir venjulegir launþegar? En þetta fólk sér, að margir sem reka sín eigin fyrirtæki njóta lífskjara, sem ekki standa í neinu sambandi við þær skattskyldu tekj ur, sem þeir gefa upp.“ Svo mörg voru þau orð í ritstjómargrein hins norska blaðs. Alþýðublaðið hefur oft skrifað í sama dúr um ástandið hér á íslandi, og þykir því tilefni til að endurprenta þessa norsku grein. I hvert sinn, sem skattskrár birtast verður það hverjum manni ljóst, sem kynnir sér efni þeirra, að álagning hinna beinu skatta er eitt mesta misrétti, sem er látið viðgangast í þjóðfélagi okkar. Vonarneisti í MÖRG ár hafa staðið yfir fundahöld í hinni gömlu höll þjóðabandalagsins í Genf. Þar sem setið hafa fulltrúar margra þjóða og reynt að komast að sam- komulagi um takmörkun á útbreiðslu kjarorkuvopna. Á þessum fundum hefur lengi verið talað og oft lítið gerzt. Þó er viðfangsefni þeirra eitt mikilsverðasta mál mannkynsins. Nú hefur tekizt samkomulag milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um samning til að takmarka út- breiðslu kjarnorkuvopna. Þetta eru mikil tíðindi og góð — veitti ekki af á þessu blóðuga ófriðarsumri. 4 29. ágúst 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Toyota Corolla 1100 Glæsilegur japanskur fjölskyldubíll. Innifalið í verði m. a.: Riðstraumsrafall (Alternator), rafmagnsrúðu- sprauta, tveggja hraða rúðuþurrkur, kraftmikil þriggja hraða mið- stöð, gúmmímottur á gólf, hvítir hjólbarðar, rúmgott farangursrými, verkfærataska o. fl. TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA. Japanska Bifreiðasalan Ármúla 7. Sími 34470 - 82940. + SKIPULÖGD EYÐILEGGING? Það fer ekki hjá því, að fari maður að athuga strandlengjuna umhverfis höf- uðborgina, þá detti manni í hug hvort þar hafi skipulega verið unnið að skemmdarstarfsemi. Nú er svo komið áð næstum er búið að eyði- leggja hvern kílómetra óspilltrar sjávarstrandar við borgina. Nærtækasta dæmið í því sambandi er ef til vill Örfirisey, þar sem eyðileggingin vi'rðist hafa náð hámarki. Erlendis er það víða æðsta boðorð þeirra, sem að skipulagi standa að freista þess að láta nátt- úruna njóta sín óspillta í sambúð við byggingar og athafnasvæði. Hér hefur ekki verið hugsað í þessa átt, heldur skipulagt úr skrifstofustólum og með reglustrikum án þess að sjást fyrir. Þetta hafa orðið mikil og dýr mistök, því nær alit a£ því sem þarna hefur verið eyðilagt verður aldrel hægt að bæta, þótt vilji og fjármunir verði fyrir hendi í ríkum mæli. Strandlengjur eru víða verndaðar fyrir skipu- lagi og átroðningi og látnar halda sér svo sem kostur er. Þannig ætti þetta einnig að vera hér. Hvernig væri að sefja í lög einhver ákvæði þess efnis, sem banna að spillt sé að óþörfu og nauð- synjalausu frekar en orðið er á strandlengjunni við Reykjavík? Það hefur áreiðanlega margt vit- lausara verið samþykkt, og væri nú vel, ef ein- hver framtakssamur maður beitt sér fyrir frami kvæmdum í þessum efnum. KLÓÖKIN VEÐ SKÚLAGÖTU *• Þegar ég átti leið um Skúia götuna fyrir nokkrum dögum sá ég hvar ungur drengur stóð á einu af mörgum klóakrörum, sem þar liggja út í sjóinn. Hann var með veiðistöng og var að veiða. Ekki sem hreinlegast umhverfi og varla hefur sá fiskur verið ætur, sem hann þarna fékk. Sumar klóakpípurnar, sem liggja í sjóinn við Skúlagötuna ná ekki einu sinni út fyrir fjöruborð ið og það þótt ekki sé stórstreymt, að því er mér hefur sýnst. Er þarna að sjálfsögðu um svo megnan sóða- oð slóðaskap af hálfu borgaryfir valda, að furðu gegnir, að það skuli hafa verið lát) ið afskiptalaust svo lengi sem raun ber vitni. í stórborgum, og það jafnvel ekki svo mjög stórum borgum, erlendis þykir nú víðast hvar sjálfsagt að láta það sem um klóökin rennur fara gegn um hreinsunarverksmiðjur, iþar sem því er breytt í jarðveg eða áburð áður en óþverrinn og úrgangurinn er fluttur á haf út. Enn hefur ekki verið rætt um slíkar hreinlætisráðstafanir hér, og ef til vill eru þær ekki tímabærar enn sem kom ið er. En víst er þó, að í þessum efnum er á- standið ekki sem bezt og ættu borgaryfirvöld aS sjá sóma sinn í að koma þessum sjálfsögðu hrein lætismálum í viðunandi horf. — KARL.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.