Alþýðublaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 3
Sunnudags Alþýðublaðið - 1. október 1967 3 HELDUR hefur verið dauft yfir ’starfsemi Tónlistarfélags Akra- ness síðastiiðin ár, en í vetur er áformað að ihalda að minnsta kosti þrenna tónleika. Kirkjufundur 29. okt.-1.nóv. ÁKVEÐIÐ er, að' hinn næsti al- menni kirkjufundur verði hald- inn í Reykjavík dagana 29. okt. til 1. nóv. n.k. — Allir meðliniir Jiinnar evangeli;íku-lútlier.sku kirkju, lærðir sem leikir hafa mál frelsi og tillögmrétt á fnndinum. Atkvæðisrétt hafa allir þeir, er starfa í þjónustu kirkjunnar: „biskup, guðfræðikennarar, próf- astar, prestar, sóknarnefndar- menn, safnaðarfulltrúar, ásamt tveimur fulltrúum frá hverju kristilegu féiagi innan kirkjunn- ar“. — Aðalefni fundarins verður: „Ábyrgð þjóðarinnar á æsku, trú og tungu“. Undirbúningsnefnd Hins alm. kirkjufundar. FUJí Reykjavík FUJ í Reykjavík heldurt J fund n.k. þriðjudagskvöld kl.( > 20.30 í Félagsheimili rafvirkja, i og múrara að Freyjugötu 27. Fundarefni: 1. kosning uppstillingar- J nefndar. \ 2. Óskar Hailgrímsson ræðirj (i um húsnæðismál. (' Félagar eru hvattir til að( 'Jfjölmenna og mæta stundvís-^ Jilega. Hinir fyrstu verða n. k. miðviku dag 4. okt. kl. 20.30 í Bíóhöllinni. Verða þar flutt verk m. a. eftir Mendelssöhn, Bizet, Grieg, Dvorák o. fl. sígild tónskáld. Stjórnandi verður Bodan Wodiczko. Verður nú gengið til styrktar- félaga og þeim seldir miðar, sem gilda að þrennum tónleikum. Er árgjaldð 250,— kr. og fyrir það fá styrktarfélagar aðgöngumiða fyrir tvo á alla tónleika þessa starfsárs. Þeir Akurnesingar og nærsveita menn, sem gerast vilja styrktarfé- lagar, geta snúið sér til einhvers af eftirtöldum mönnum: Njáls Guðmundssonar rskólastj.; Hauks Guðlaugssonar, skólastj. og Þor- valdar Þorvaldssonar, kennara, og verður þeim þá sendur ársmiði. Þeir, sem ekki eru styrktarfé- lagar geta að sjálfsögðu komizt á þessa tónleika meðan húsrúm leyf ir, og verða aðgöngumiðar seldir við innganginn. Ekki er enn ákveðið, hvenær hinir tónleikarnir verða, en það verður auglýst þegar þar að kem- ur. Það er sannarlega mikill og ó- venjulegur listviðburður á Akra- nesi að fá sinfóníuhljómsveitina í heimsókn, og vonandi að Akur- nesingar láti ekki á sér sianda að fylla Bíóhöllina. og um kl. 1 hafði því tekizt að ráða niðurlögum eldsins. Þarna brunnu itm 200 hestar af heyi, en heyfengur bóndans var um 1200 hestar og telur hann sig elj'ú þurfá að skerða bústofn sinn vegna þessa óhapps. Hlaðan og heyið var hvort tveggja vátryggt. ^ Drífa RE-10 sjósett. Fyrsta stálskipið smíðað á Akranesi S. L. FIMMTUDAG var sjósett lijá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi fyrsta fiskiskip ið, sem þar er smíðað úr stáli. Hið nýja skip, sem hlaut nafnið Drífa RE 10 er 108,6 brúttólestir að stærð og er eigandi þess Jón Þórarinsson útgerðarm. í Reyfyja- vík. Frumteikningar af skipinu gerði Hjálmar R. Bárðarson, en að öðru leyti er það teiknað hjá Þorgeiri og Ellert hf. Lengd skipsins er 26,20 m, breidd 6,00 m og dýpt 3,00 m og er það að öllu leyti smíðað úr stáli, nema hluti yfirbyggingar, sem er úr aluminium. Skipið er Húsmæðranám- skeið að hef jast IIÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavíkur liefur nú flutt starfs. sína í Hall- veigarstaði við Túngötu og hefst vetrarstarfsemin með fjögurra kvölda námskeiðuir., þar sem kon- um verður kennt að hagnýta til vetrarins ýmis konar mat, sem nú er á boðstólum fyrir hagstætt verð. Kennd verður sláturgerð og frysting matvæla, en á mörgum heimilum eru nú komnar frysti- kistur, sem gera húsmæðrum kleift að byrgja sig upp á haustin með mat, og frysta til vetrarins bæði grænmeti og kjöt. Síðar hefjast 5—6 vikna mat- reiðslunámskeið fyrir eldri og yngri konur og saumanámskeið. Þær, sem áhuga hafa á iþátttöku geta fengið allar upplýsingar í símum 14740 og 12683. einkum búið til að veiða með botn vörpu, en einnig til veiða með línu og þorskanet. Aðalvélin er Kelvin Diesel 320 hö. og ljósavél er af sömu gerð. Framan á aðalvél er aflúttak sem knýr vökvadælur fyrir-yindur, en þær eru háþrýstar. Togvindan er af Begsk Hansen-gerð, 8—10 tn. og ennfremur er í skipinu þriggja tonna línuspil og bómuspil, hvort tveggja af Rabb-gerð. Þá eru tveir Simrad dýptarmælar í skipinu, — ennfremur Decca-radar og miðun arstöð. Eins og að framan er sagt, er Drífa RE 10 fyrsta fiskiskipið úr stáli, sem smíðað er hjá Skipa- smíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. Fyrir nokkrum árum hóf fyrirtæk ið byggingu húss til stálskipasmíði og er það 47 m langt, 34 m breitt og er hæð þess 12 m. Auk þess var byggð skipalyfta, sú eina sinn ar tegundar hér á landi. Eru spil og stjórntæki lyftunnar amerísk, en lyftan að öðru leyti smíðuð hjá fyrirtækinu. Hreyfist lyftan um 46 cm. á mínútu og tók t. d. um 10 mín. að sjósetja Drífu. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk hjá Jósef H. Þorgeirs- syni, framkvæmdastjóra, er hafin smíði á 400 tonna fiskiskipi hjá skipasmíðastcteinni og er eigandi þess Vesturröst hf. á Patreksfirði og á smíði þess að vera lokið í vor. Er skipið teiknað að öllu leyti á teiknistofu stöðvarinnar af Bene- dikt E. Guðmundssyni, skipaverk- fræðingi. Jósef kvaðst bjartsýnn á fram- tíð' stálskipasmíði hér á iandi og taldi að hægt væri að smíða fiski skip hér sem væru fyllilega sam- bærileg að verði og gæðum við þau skip, sem smíðuð væru er- lendis. ' 1 ' 4 Þorgeir Jósefsson framkvæmda- stjóri og Pétur Ottesen, fyrrum alþingismaður við sjósetninguna. 29. Iðnþingi íslendinga lauk laust fyrir hádegi á laugardag. Á föstudag og laugardag voru rædd álit hinna ýmsu nefnda þingsins og gerðar margar álykt anir. Ennfremur var kosið í stjórn Landssambands iðnaðarmanna en úr henni áttu að ganga þeir Ing- ólfur Finnbogason, húsasmiða- meistari, Reykjavík, og Sigurð- ur Kristinsson, málaram. Hafn- arfirði og voru þeir endurkjörn- ir. í 'stjórn Landssambandsins eiga nú sæti: Vigfús Sigurðsson, Hafnarfirði; Tómas Vigfússon, ) Reykjavík, Ingólfur Finnboga- son, Reykjavik, Jón E. Ágústsson, Reykjavík, Sigurður Kristinsson, Hafanrfirði, Þórir Jónsson, Reykjavík, Þorbergur Friðriks- son, Keflavík. Fyrstu menn í varastjórn eru þeir Ingvar Jóhannsson, Ytri- Njarðvík, Gísli Ólafsson, Reykja vík og Sigurður Árnason, Hafn- arfirði. Endurskoðendur voru kosnir þeir Helgi Hermann Eiríksson og Sigurður L. Árnason. í stjórn Almenns lífeyrissjóðs iðnaðarmanna voru kosnir þeir Þórir Jónsson, Reykjavík og Ólaf ur Pálsson, Hafnarfirði. Ennfremur var kosið í út- breiðslunefnd Landssambandsins og ýmis önnur trúnaðarstörf. Við þingslitaathöfnina tilkynnti Eyþór Þórðarson, formaður Iðn-' aðarmannafélags Suðurnesja að félagið hefði ákveðið að bjóða að næsta Iðnþing íslendinga verði haldið á Suðurnesjum og var því boði fagnað með lófataki. Að lokum flutti Vigfús Sigurðs son forseti Landssambands iðn- aðarmanna ávarp og þakkaði iðn þingsfulltrúum fyrir vel unni störf. Síðan sleit Gissur Sigurðs son, forseti þingsins Iðnþinginu. UM kl. 9 á laugardagsmorguninn kom upp eldur í 800 hesta hlöffu á Burstarfelli á Vopnafirði. — Slökkviliðiff í Vopnafiíarffarkaup- staff fór strax á vettvang og var komiff á brunastaðinn um kl. 9.30 Tónleikar á Akranesi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.