Alþýðublaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 9
Sunnudags Alþýðublaðið - 1. október 1967 9 y-'-ý'y ’ • ••• •.'. ■ýyy:n Blil Tshjombe enn heill á húfi B R E Z K U flugmennirnir, sem neyddir voru til að lenda í Al- sír með Moise Tshombe, fyrr- verandi forsætisráðherra Al- sír, — eru nú komnir heilu og höldnu heim til Bretlands. Þeim sagðist svo frá við heimkomuna, að þeir hefðu hlotið góða með- ferð í fangelsinu eftir því sem um væri að gera í alsírskum fangelsum, — en fyrstu þrjór vikurnar voru þeir í einangrun- arklefum og einnig tvær síðustu vikurnar. Þeir sögðu, að þeir hefðu ekki orðið fyrir neins kon ar heilaþvotti, en vildu annars ekki skýra nákvæmlega frá dvöl inni í alsírska fangelsinu af ótta við, að það myndi skaða þá, sem ennþá sitja í haldi í Alsír vegna ránsins á Tshombe. Bretarnir sögðu, að þeir hefðu verið í haldi í gömlu hermanna- skýli. Þeir upplýstu, að ekkert væri hæft í þeim fregnum, sem borizt hafa af aftöku Tshombe. Þeir sögðust hafa séð hann heil- an á húfi da-ginn áður en þeir fóru frá Alsír. Flugmennirnir, sem hér um ræðir eru þeir David Taylor, 27 ára og Trevor Copleston, 38 ára og sjást þeir hér á meðfylgj- andi mynd: Taylor til vinstri, Copleston til hægri. „Hin mikla eining" nýjasta hugsun Maos MAO TSE-TUNG er ekki farið að lítast á framvindu mála í Kína, að því er segir í frétt frá AFP-fréttastofunni. Honum hef ur nú dottið í hug að sameina öll hin sundruðu öfl í sínu mann nrarga ríki með því að boða, að allir skuli ganga í hina „Miklu einingu“. Bændur, verkamenn og allar stéttir hafa nú fengið skip un um að sameinast í einni hugs un og einni trú. Byltingarnefndirnar, sem áttu að starfa eftir að menningar- •byltingin var búin að hreinsa til í ríkinu, hafa ekki orðið starf hæfar nema í Peking og Shang- haj og héruðunum Heilunkiang, Shantung, Kweichow, Shansi og Cfliinghai. Miðstjórn flokksins ogi Mao formaðúr hafa því gert sér IJóst, að eitthvað nýtt þyrfti til, til þess að kveða niður ósam- komulagið með þjóðinni og bar- daga, sem þegar hafa kostað hundruð þúsundir manna líf eða limi. Ekkert er líklegra til þess að binda endi á þetta ófremd- arástand en hugsun eða hug- detta Mao Tse-tung. 1. október n. k. er 18 óra af- mælishátíð kínverska alþýðu- lýðveldisins og þá er ætlunin að hin Mikla eining verð orðin al- gjör um allt landið. Henni hefur þegar verið kom ið á fót í Peking, Nanking, Shanghai, Tssingato og Hanch- ow. En ýmsir eru ekkert áfjáð- ir í slíka einingu. Málgagn kín- verska kommúnistaflokksins — Rauði fáninn, skrifar um bar- áttuna fyrir hiimi Miklu ein- ingu og segir, að hún hafi haf izt 16. sept., — en þegar hafi andstæðingar hennar risið upp og í þeirra hópi séu Liu Shao- chi, forseti og aðalritari flokks- ins, Teng Hsiao-ping. Hægri sinnuð öfl vinni gegn henni og sömuleiðis ofstækisfullir vinstri menn í verkamannastétt. En í blaðinu eru allir bylting- asinnar beðnir um að samein- ast. í hinni miklu einingu ekki aðeins skipulagsins vegna, held ur einnig í hugsun sinni. Að því er segir í fréttum Kiangsi-út- varpsins hefur Mao og miðstjórn in látið byltingarsinnaða verka- menn fá vopn í hendur til þess að koma hinni Miklu einingu á þar. * Þessar umbúðir og góðar perur heyra saman. Alliance Francaise Frönskunámskeiðin hefjast föstudag 6. októ- ber. Væntanlegir nemendur komi til viðtals í skólann (3. kennslustofu) þann dag kl. 6,30. Innritun og allar upplýsingar í Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar & Co., Hafnarstræti 9, sími 11936 og 13133. Bókasafn félagsins, Hallveigarstíg 9, verður framvegis opin í vetur á fimmtudögum frá kl. 8-10. . Fosskraft Óskum að ráða: 2 menn vana viðgerðum þungavinnuvéla, og 2 vana bifvélavirkja. Uppl. á Suðurlandsbraut 32. Ráðningarst j órinn. Heilsuvernd Námskeið mín í tauga- og vöðvaslökunar- og' öndunaræfingum, einnig léttum þjálfunaræf- ingum fyrir konur og karla hefjast mánud. 9. október. Uppl. í síma 12240. Vignir Andrésson. I sláturtíðinni Höfum til sölu hvítar vaxbornar mataröskj ur. — Öskjurnar eru sérstaklega hentugar til geymslu á hvers konar matvælum sem geym ast eiga í frosti. Sendum í póstkröfu hvert á Iand sem er. Sími 38383. Kassagerð Reykjavíkur Kleppsveg 33.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.