Alþýðublaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 13
Sunnudags AlþýðublaSið - 1. október 1967 13 ( SYMFÖNÍUH LJÓMSVEITIN Ný dönsk mynd, gerö eftir hinni umdeildu metsölubók Siv Holms „Jeg en kvinde". Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum lnnan 18 ára. sýnd kl. 5 og 9. , , GÖG OG GOKKE TIL SJÓS Sýnd kl. 3. ÓTTARYNGVASON héraðsdómslögmaður MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLÍÐ 1 • SÍMI 21296 VIÐ HLUPUM laglega á okkur í sein- asta þætti þegar við kynntum Mörthu Ar- gerich og má vera, að kariþjóðinni hafi þótt súrt í brotið að fá ekki að sjá og heyra frúna, en stjörnurnar hafa ekki verið henni hagstæðar til íslandsferðar. Hins vegar trúi ég, að kvenfólkið hafi ekki orðið fyrir von- brigðum, er það leit hinn goðum líka svein, staðgengil hennar, sem þar að auki spilaði cins og engill, ef englar kunni þá á píanó, og var engu líkara en titraði hjarta margr- ar yngismeyjarinnar í salnum. Hve gott er annars að vera kominn í sætið sitt og sjá framan í blessaða hljóm- sveitarmennina okkar, sem manni finnst maður að vissu leyti tengdur, sum andlitin gamalkunn og hjálpa manni til að komast í „samband.” Ég tók eftir því á fimmtudag- inn, að sumir þeirra eru að eldast, farnir að grána meira en í fyrra, kollvikin hafa hækkað og re.vnir ef til vill eilítið meira á buxnastrenginn en áður. Sumir útlending- arnir hafa horfið á braut, aðrir komið í staðinn, en þeir sem eftir sitja verða ís- lendingslegri með hverju árinu, þótt ekki séu þeir farnir að bora í nefið á sér milli verka eins og einn landinn gerði sig sek- an um. Margir þeirra, sem voru lausráðnir í fyrra, eru nú í föstu starfi og óskum við þeim og okkur áheyrendum til hamingju, en bjóðum nýliðana velkomna. Vodiczko er að vonum óánægður með daufan áhuga æskufólks á' tónleikum, en allt á sínar orsakir. Hér er við ramman reip að draga, þar sem er tízkan, hinn ofsalegi á- róður skemmtanaiðnaðarins, auglýsinga- herferðir og rótgróin þrjózka ungdómsins gegn vilja og venjum eldri kynslóðarinnar. Þessi atriði eru ekki eins tilfinnanleg meðal þjóða er byggja á gamalli tónlistarhefð ann- arri en karla- og kirkjukórum, en hvað fjöl- breytta tónlistariðkun snertir, erum vér ís- lendingar á algeru frumstigi á borð við hin- ar margnefndu vanþróuðu þjóðir. En þetta stendur til bóta. Ég trúi ekki öðru en með tilkomu Barnamúsikskólans í Reykjavík og fjölmargra tónlistarskóla út um landsbyggð- ina, þar sem börn og unglingar stunda nám, mótist efniviður, sem verði sólginn í tón- list og hann fyrst og fremst hefur áhrif út í frá, ekki aðeins þeir, sem vissulega vinna gott starf og segja: nú veitum við ungling- unum tækifærið og svei þeim sem ekki kemur. Unglingarnir sjálfir munu brjóta ísinn, og þegar viss kjarni hefur myndast hleður hann utan á sig, tekur með sér syst- kini og kunningja, hóp sem síðar telur það sjálfsagt, að þeirra börn alist upp í tengsl- um við tónlist og veit hvað hann á að béra á borð fyrir ungmennin, því að það er sann- arlega ekki lítill vandi að velja efni á ungl- ingatónlelka. Ungir tónlistarnemendur ættu sennilega að vera með í ráðum um efnisval. Hinu er ekki að leyna, að tónlistar- og söng- kennslu er mjög ábótavant og er mjög víða hreint og beint engin. Þetta hljóta forstöðu- menn skólarannsókna að taka til ahugunar. Mér er kunnugt um að í sumum gagnfræða- skólum var reynt að koma á kynningarkvöld- um um klassiska tónlist, en þáttaka varð svo sáralítil, að starfsemin lognaðist út af og þeir fáu, sem komu, læddust með sekt- arkennd á þessa voðalegu fundi og óskuðu þess heitast, að félagar þeirra kæmust ekki að því, að þeir stælust á þessar „djöfuls symfóníur”, sem er samheiti yfir alla klass- iska músik. Nei, „shake them, brake them.” í dag erum við ekki lengra komin, en sú tíð kemur, hugarfarsbreyting verður sjald- an á einni nóttu, ekki á einum vetri. — G. P. BÍLAKAUP 15812 — 23900 Höfum kaupendur að flest- um tegundum og árgerðum af nýlegum bifreiðum. Vinsamlegast látið skrá blf- BÍLAKAUP Skúlagötu 55 vifl RauSará Símar 15813 - 23900. Garðahreppur - lögtaksússkurður Að beiðni sveitarstjóra Garðahrepps úrskurð- ast hér með lögtak fyrir ógreiddum útsvörum og öðrum gjaldföllnum ógreiddum gjöldum til sveitasjóðs Garðahrepps álögðum 1967, á- samt dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtök fara fram að liðnum 8 dögum, frá birtingu þessa úrskurðar. Garðahreppi 29.9 1967. Sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Skúli Thorarensen, fulltrúi. Tilkynning um breyttan afgreiðslutíma ÚTVEGSBANKA JSLANDS Frá og með 2. október n.k. verður bankinn opinn, sem hér segir: Alla virka daga kl. 10—12.30 og kl. 13 — 16 nema laugardaga kl. 10—12. Sparisjóðsdeild bankans verður einnig opin eins og verið hefur alla virka daga kl. 17—18,30 nema laugardaga. Útibúið á Lugavegi 105 verður opið alla virka daga kl. 10—12 og kl. 16—18,30 nema laugardaga kl. 10—12,30. TIL HÚSA - FRÁ TRÉSMIÐJUNNILERKI VIÐARÞIUUR - KLÆÐASKÁPAR - SÓLBEKKIR SAMSTÆÐAR VIÐARÞILJUR með fjöðrum og festingum, lakkaðar, á 400—500 kr. ferm. KLÆÐASKÁPAR, spónlagðir utan og innan, lakkaðir, á um 8.000,00 metrinn. SÓLBEKKIR, plast- eða spónlagðir. — Verð á metra — Breidd 15 cm., á kr. 250.00; 20 cm. á kr. 290,00 — 25 cm. á kr. 330,00 — 30 cm. á kr. 370,00 — 35 cm. á kr. 410,00 — 40 cm. á kr. 450,00. Afgreitt af lager, eða innan 30 daga, hvert á land sem óskað er. Æskilegt að viðskiptamenn hafi mælt lofthæð og breidd þesS flatar, sem þiljur eða klæðaská par eiga að koma á (dýpt skápa 60—70 cm). — Fyrir sólbekkjum mælist gluggaskot -f- 7 cm. til hvorrar handar og úr nót á fremri brún ofns -f- 2 cm. — Einnig breidd á nót. TRÉSMIÐJAN LERKI Skeifunni 13, Reykjavík — Sími 82877.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.