Alþýðublaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 5
Sunnudags Alþýðublaðið - 1. október 1967 5 Ritstjóri: Benedikt Gröndal. — Eitstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján Bersi Ólafsson. —. Símar: 14900—14903. — Auglýsingasími 14906. Aðsetur: Alþýðuhusið við Hverfisgötu, Eeykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. —'’ Askriftargjald: kr. 105,00. — í lausa* sölu: kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. EFNAHAGSMÁLIN cuÍM/cueáitfr IW Ríkisstjórnin hefur undanfarið unnið að lausn þeirra efnahagsvandamála, er skapazt hafa vegna hins mikla verð- falls á íslenzkum útflutningsafurðum og skerðingar útflutningstekna lands- manna á yfirstandandi ári. Munu tillög ur ríkisstjórnarinnar liggja fyrir, er þing kemur saman. Frá því hefur verið skýrt, að útflutn- ingstekjurnar muni minnka um 1300 millj. á yfirstandandi ári eða 20-25% jafnvel þó síldveiði verði sæmileg. Fer ekki hjá því, að svo gífurleg breyting hafi áhrif á afkomu landsmanna. Það verður minna til skiptanna og því verð ur ekki komizt hjá lífskjaraskerðingu um skeið. Öllum hlýtur að vera ljóst, að samdrátturinn í sjávarútveginum skapar mikið vandamál fyrir þennan að alatvinnuveg landsmanna, ekki sízt er síldveiðar ganga einnig illa. Mun ríkis- stjórnin líba á það sem höfuðskyldu sína að tryggja áframhaldandi rekstur útgerðarinnar. Ríkisstjórnin hefur hin síðustu ár orð ið að grípa til þess að veita ýmsum greinum sjávarútvegsins nokkrar upp- bætur vegna hins stórhækkaða fram- leiðslukostnaðar á undanförnum árum. En á undanfarandi ári hafa verðstöðv- unarlögin haldið framleiðslukostnaði í skefjum og hefði úvegurinn því án efa s.taðið sæmilega að vígi í dag, ef ekki hefði orðið stórfellt verðfall á útflut- íngsvörum sjávarútvegsins. Augljóst er að því eru takmörk sett hversu mikið er unnt að auka uppbætur og styrki frá hinu opinbera til atvinnuveganna Ýms ir spyrja því nú hvort, ef til vill verði nauðsynlegt að fella gengið til þess að auka tekjur útflutningsatvinnuveganna og komast hjá frekari uppbótagreiðsl- um. Því er til 'að svara, að ríkisstjórn- in hefur lýst því yfir, að hún vilji kom ast hjá gengislækkun. Miðar ríkisstjórn in því aðgerðir sínar nú við áframhald- andi verðstöðvun í trausti þess, að verð lag útflutningsvara okkar hækki á ný. Það er tvímælalaust atvinnuvegum okk ar fyrir beztu, að verðstöðvun geti hald izt. Verðlag hækkar nú mjög mikið í nágrannalöndum okkar. Og ef okkur tekst að halda verðlagi óbreyttu á sama tíma og verðlag hækkar í viðskiptalönd um okkar, eykst verðgildi íslenzku krónunnar. En þó er nauðsynlegt, að almenning- ur geri sér það ljóst, að ekki verður unnt að halda verðstöðvunarstefnunni áfram án einhverra fórna af almennings hálfu. í rauninni er sama hvaða leið er farin í d'ag. Kakan, sem landsmenn hafa til skiptanna hefur minnkað og því mun koma minna í hlut hvers og eins, hvaða leið sem farin er. Ríkisstjómin hefur á undanfarandi ári orðið að auka nið- urgreiðslur úr ríkissjóði til þess að halda verðstöðvuninni. Það hefur skap að tekjuvandamál, sem verður að Ieysa nú er Alþingi kemur saman. Er þess að vænta að verkalýðshreyfingin taki aðsteðjandi vandamálum með skilningi. Munu verkalýðsfélögin gera sér það Ijóst, að eins og ástandið er í dag skipt ir mestu máli, að unnt verði að tryggja fulla atvinnu og því mega höfuðatvinnu vegirnir ekki verða fyrir neinum stór- áföllum. Aðvörun Að marggefnu tilefni er fólk varað við að kaupa og taka sér fasta búsetu í sumarbústöð um í lögsagnarumdæmi Kópavogs, þar sem gera má ráð fyrir að bústaðir þessir verði fjarlægðir þegar henta þykir. ' Kópavogi 29. september 1967. BYGGINGAFULLTRÚINN. KENNSLA TUNGUMÁL, BÓKFÆRSLA, REIKNINGUR. Áherzla lögð á talæfing- ar. Segulband notað sé þess óskað. SKÓLI HARALDAR VILHELMSSONAR, Baldursgötu 10 Sími 1-81-28. SJONVARPS- IÆKIN eru viðurkennd fyrir LANGDRÆGNI. Skýr mynd ásamt góðum hljómburði og glæsilegu útliti setur þau í sérflokk. ANDREA sjónvarpstækið er bandarísk gæðavara. LAUGAVEGI 47. Sími 11575. RATSJÁ HFe Ingólfs-Café Gömlu dansarnir í KVÖLD KL. 9. IUjómsveit Garðars leikur. Söngvari: Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826. Ingólfs-Café BINGÓ f dag kl. 3. aðalvinningur eftir vali. 11 umferðir spilaðar. — Borðpantanir í síma 12826. Byggingameistarar! Húsbyggjendur! Nú er rétti tíminn að panta. BAHCO- OLlUHITARANN fyrir veturinn. Hann er afkastamikill og hagkvæmur til upphitunar stórhýsa í smíðum. Spyrjið þá, sem reynsluna hafa. h/fOFNASMIÐ)AN MOU> 'O ■ B«»*«AwMr 30. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.