Alþýðublaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 16
<Stm/uie£aqt uM ATVINNULEIKARA Á ÞING Liðin vika hef- ur um margt verið mjög at- hyglisverð, og hafa fjölmargir viðburðir- ver- ið skráðir á síður dagblað- anna ti1 a ð varðveitast handa fróðleiksfúsum afkomendum okkar sem eksem- plar um það sem efst var á baugi hjá' þjóðinni þessa sjö daga og nætur. f upphafi vikunnar bar einna Iiæst þá frétt, að ungur og snar- ráður bankagjaldkeri hefði upp á eigin spýtur handsamað mann, sem vildi vildi skipta á einu ó- nýtu blaði og mörgum ónýtum. Fylgdi það sögunni, að fólk, sem átti leið þar fram hjá liafi látið stympingar þeirra tvímenninga alveg afskiptalausar. Finnum við á þeirri framkomu þá eina skýr- ingu, að fólkið hafi álitið banka- manninn útsendara Félags skóla- stjóra og væri þetta nýjasta og eina hugsanlega leiðin til að. bæta úr kennaraskorti þeim, sem er að gera aumingja skóla- stjórana gráhærða, a.m.k. þá sem eru ekki vaxnir upp úr hárinu. Þá vakti ekki svo litla athygli sú krafa skólastjórafélagsins, að reka mætti þá kennara út á gadd- inn, sem ekki stæðu í stöðu sinni. Hins vegar kom það ekki fram í álitsgerð þeirra fyrir kröfunni, hvort fela ætti nemendum þetta vald á hendur, en þó teljum við að svo hljóti að vera, þar sem engir vita betur skil á hæfni blessaðra kcnnaranna, - nema ef vera skyldi mæðurnar. Af erlendum vet'röngum, eins og til dæmis málfræðingur út- varpsins mundi ekki segja, — þykja okkur þær fréttir merk- astar, að leikarar séu á hraðri leið með að taka að sér hlutverk Stjórnmálamannanna. Þykir okkur hetta spor i rétta átt, enda ekki aðrir liæfari til að fara með að- SKOPMYND VIKUNAR Nú virðist Stalín vera farinn að fá uppreisn æru austur í Sovét, en I>á vaknar auðvitað spurning- m: Hvað á að hafa hann stóran að þessu sinni? alhluverkin í þeirri tragikómedíu verið sviðsett hjá öllum þjóðum svo lengi sem menn muna. Nú vill svo vel til, að hér á landi eru aðeins tvö leikhús sem eitthvað kveður að, Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið, því teljum við, að hér sé alveg gullvægt tækifæri til að koma á því tveggja flokka kerfi, sem svo margir hafa talið einu lausnina á vandamálum okkar. Höfum við reyndar lúmskan grun um. að Leikfélag Reykjavíkur hafi séð að hverju stefndi og því efnt til hinnar miklu atkvæðagöngu og sirkushalds í vikunni. Er það ekki í fyrsta skipti, sem Leikfélagið ÉG sé ekki betur en nú verði að hætta við að taka upp hægri handar aksturinn. Ekki getum við farið að taka Svía til fyrirmyndar í því efni, frek ar en öðrum. sem stjórnmál nefnist og hefur skýtur Þjóðleikhúsinu ref fyrir rass. Já, við Baksíðumenn lýsum yfir eindregnum stuðningi okkar við þessa þróun, enda ekki eðli- legt, að á þingi sitji 60 ómennt- aðir leikarar, þegar þjóð vor á nægilega marga og vel mennt- aða leikara til að leysa þá af hólmi. Dettur til dæmis nokkru ykkar það í hug, að einhver okk- ar ágætu leikara hefði látið hafa það eftir sér í alvöru, að nokkrar frostnætur hefðu spaj|að ríkis- sjóði milljónatugi? Vissulega ekki, hann hefði verið talinn gaga. En þetta var forsíðufréttin í einu dagblaðanna nú í vikunni, dagblaði, sem vill láta taka stjórn- málaskrif sín alvarlega. Samkvæim þessari kenningu gætum við á- lyktað svo, að slatti af Kötlugos- um og jökulhlaupum með stór- brotnum jarðskjálftum til bragð- bætis væri það sem þjóðin þarfn- aðist til að hér kæmist á legg það velferðarríki, sem við öll bíðum eftir. ^ Að öðrum umtalsverðum atburð- um, sem áttu sér stað síðari hluta vikunnar og þótu prenthæfir, má geta þess, að Loftleiðir neituðu að fljúga eftir nótum SAS og hrútur hengdi sig í Hafnarfirði. Það er ekkert við þessu að gera. Vatnið var búið fyrr en eldurinn. Stí spaki segir... Vísindin liafa þotið svo ört á- fram, að skynsemin er oröin langt á eftir þeim. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.